Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Tölfrćđin sem lagađist af sjálfu sér

Markmiđ um "aukinn jöfnuđ" nćst af sjálfu sér, af nokkrum ástćđum.

Í fyrsta lagi vegna ţess ađ hálaunastörf í bankageiranum hafa meira og minna ţurrkast upp. Ţau urđu til af ástćđum sem eru taldar upp í ţessari fróđlegu grein um nokkuđ sem fáir ţekkja til, en allir ćttu ađ kunna betur en eigin kennitölu.  

Í öđru lagi veldur pólitísk og vaxandi rányrkja yfirvalda á launţegum og fyrirtćkjaeigendum ţví ađ hálaunastörf hverfa úr landi eđa leita inn á hinn "svarta" markađ. Markmiđ um jöfnun launa nćst međ ţví ađ ţvinga hćstu launin niđur, og lćgstu launin enn neđar, eđa međ ţví ađ útrýma hálaunastörfum og gera alla jafnilla stadda.

Ríkisstjórnin getur ţví óhćtt haldiđ áfram ađ innleiđa harđkjarna sósíalisma sinn og uppskoriđ um leiđ mikinn "árangur" á tekjujöfnunarmarkmiđi sínu. En á međan er hagkerfiđ drepiđ smátt og smátt.


mbl.is Markmiđ um jöfnuđ ađ nást
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Holl lesning um verđbólgu

Á Viđskiptablađinu er núna hćgt ađ lesa mjög fróđlega og ljómandi vel skrifađa grein um verđbólgu. Greinilegt er ađ höfundur hennar, 

  • Veit hvađ hann er ađ tala um.
  • Hefur ekki látiđ vitleysuna sem kennd er í hagfrćđideild Háskóla Íslands brengla hugsanir sínar. 

 Tilvitnun:

 Ţađ er peningaprentun sem veldur verđhćkkun og óstöđugleika á hrávörumörkuđum. Verđbólga er alltaf og alls stađar peningalegt fyrirbćri og ţađ hefur enga ţýđingu ađ senda spákaupmenn á námskeiđ í samfélagslegri ábyrgđ á međan módelsmiđir seđlabankanna eru ađ krukka í peningakerfiđ.

Ţeir sem vilja skilja hagkerfiđ, peninga, viđskipti og hvata er vinsamlegast bent á ađ halda sig fjarri öllu "hefđbundnu" námi í hagfrćđi. Svo virđist vera ađ eftir ţví sem einstaklingur er sprenglćrđari í hagfrćđi, ţeim mun minni líkur eru á ađ viđkomandi viti eitthvađ um hagfrćđi.

Viđskiptablađiđ gerir vel međ ţví ađ bjóđa upp á sína ljómandi umfjöllun um verđbólgu og peninga. Ćtlar Morgunblađiđ ekki ađ fylgja henni eftir? 


mbl.is Afnám hafta brýnasta verkefniđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sósíalisminn vofir yfir Íslandi

Morgunblađiđ var svo vingjarnlegt ađ birta litla grein eftir mig í dag. Hana má lesa hérna. Ég vona ađ hún hafi einhver áhrif á einhvern og verđi jafnvel til ţess ađ ađeins fleiri byrji ađ kalla sósíalista sínu rétta nafni: Sósíalista.

Baráttan gegn ríkisvaldinu má aldrei stöđvast. Almenningur ţarf ađ sýna ríkisvaldinu fyrirlitningu og tortryggni og efast um allt sem ţađ gerir eđa ćtlar sér ađ gera.

Allt sem ríkisvaldiđ tekur ađ sér verđur verra en áđur. Allt sem ríkisvaldiđ sópar undir vćng ríkiseinokunar og ţvingunar rýrnar í gćđum og hćkkar í verđi.

Ţeim mun mikilvćgara sem eitthvađ er (t.d. heilbrigđisgćsla og menntun), ţeim mun mikilvćgara er ađ losa ţađ úr klóm ríkisvaldsins.

Ţađ var gott hjá ríkisvaldinu á sínum tíma ađ leyfa fleirum en sprenglćrđum augnlćknum ađ mćla sjónstyrk fólks. En hvađ međ ađra heilbrigđisţjónustu? Hana ţarf líka ađ frelsa úr greipum hins opinbera.

Ţađ var gott ţegar ríkisvaldiđ afnám bann viđ sölu á sementsframleiđslu annarra en ríkisverksmiđjunnar á sínum tíma. En hvađ međ lyf, áfengi og lambakjöt? Allt ţetta ţarf líka ađ komast út á hiđ aukna svigrúm hins frjálsa markađar, án afskipta og niđurgreiđsla og ríkiseftirlits. 

Ţróunin er samt í hina áttina. Ríkisvaldiđ er ekki ađ hleypa úr greipum sínum, heldur sópa í ţćr nýjum og nýjum verkefnum. Almenningur tekur varla eftir ţessu, ţví svo miklu ryki er ţyrlađ upp til ađ afvegaleiđa umrćđuna, ađ enginn sér hvađ er ađ gerast.

En ég vona sem sagt ađ mín örfáu orđ veki einhvern til umhugsunar.

Njótiđ vel! 


Hvađ međ ríkisvaldiđ?

Svindl og prettir og falsanir og lygar eru ađ sjálfsögđu ekki fyrirbćri sem á ađ umbera. Sá sem selur varning á fölskum forsendum á ađ fá dóm sem falsari.

Stćrsti svindlarinn fćr samt aldrei dóm. Sá svindlari sér raunar um ađ senda út falskar upplýsingar í tíma og ótíma og margir kalla ţessa fölsku útgáfu upplýsinga "nauđsynlega".

Á árunum fyrir hrun sá ríkisvaldiđ til dćmis um ađ gefa út skýrslur oft á ári sem sögđu Íslendingum ađ íslensku bankarnir vćru ţeir bestu og traustustu í heimi.

Núna vinna tugir einstaklinga hjá ríkinu ađ ţví ađ leika sér í Excel-skjölum til ađ láta sambland fólksflótta frá Íslandi og vaxandi atvinnuleysis líta út eins og minnkandi atvinnuleysi.  

Enn ađrir sitja í ýmsum nefndum og hafa komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ til ađ tryggja "stöđugleika" í hagkerfinu ţurfi ađ binda sífellt ţéttari ríkishöft utan um peningaviđskipti á Íslandi og hafa heilan her einstaklinga í vinnu viđ ađ skođa kortafćrslur og fylgjast međ ţví ađ gjaldeyri sé "skilađ" eftir ađ hans hefur veriđ aflađ.

Ríkisvaldiđ er stćrsti lygarinn, féflettarinn, svindlarinn og svikahrappurinn.  


mbl.is Unglingar féflettu fjárfesta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kommúnisti hrósar Jóhönnu Sigurđardóttur

Forsćtisráđherra Kína hrósađi Íslandi fyrir árangur sinn í uppbyggingu eftir efnahagshruniđ. 
 
Kommúnisti hrósar Jóhönnu Sigurđardóttur fyrir "árangur sinn". Ţađ er viđeigandi. Samt má ekki gleyma ţví ađ Kínverjar eru markvisst og međvitađ ađ nota allt ađra efnahagsstefnu. Ţeir eru ađ spara og fjárfesta. Íslendingar eru ađ taka lán og eyđa í neyslu. "Árangurinn" af slíkri stefnu er í besta falli lítill og til skamms tíma. Ţetta veit Kínverjinn sem hrósađi Jóhönnu. Kannski var hrósiđ gefiđ í ískaldri kaldhćđni? Eđa til ađ mýkja Íslendinga til ađ auđvelda ađgengi Kínverja ađ auđlindum norđursins?
 
Jóhanna Sigurđardóttir sofnar örugglega međ bros á vör eftir ađ hafa fengiđ hrós frá kínverskum kommúnista. Sennilega var samt bara veriđ ađ gera hana ađ fífli.  

mbl.is Rćddi stöđu mannréttindarmála
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mótsögn: Ađ ríkiđ styđji skóla, sem eigi ađ tengjast atvinnulífinu

Ég sé ađ enn eina ferđina á ađ reyna ađ "tengja" betur saman ríkisrekna skóla og atvinnulífiđ.

En á sama tíma er ríkisvaldiđ beđiđ um ađ halda áfram ađ ausa fé í sömu skóla.

Ţetta er ákveđin mótsögn. Skóli sem treystir á ríkisvaldiđ til ađ framfleyta sér getur menntađ nemendur í hverju sem er, líka ţví sem gagnast engum í atvinnulífinu. Nemendur sćkja gjarnan "skemmtilegt" og "spennandi" nám í bókalestri og gagnslausum frćđum og afla sér ţannig ţekkingar og ţjálfunar sem enginn vill borga fyrir, nema ríkisvaldiđ.

Ţessi ríkisvćđing skólakerfisins er stór ástćđa ţess ađ skólakerfiđ lifir oft sínu eigin lífi og er án tengsla viđ atvinnulífiđ. Ađ háskóli bjóđi upp á nám sem veitir ţjálfun í einhverju sem enginn er tilbúinn ađ greiđa laun fyrir er einfaldlega merki um ađ skólinn sé ađ miklu leyti aftengdur raunveruleikanum, sem hann á samt ađ vera ţjálfa fólk fyrir.

Ef ćtlunin er ađ tengja saman atvinnulífiđ og skólakerfiđ ţarf ađ gera skólana fjárhagslega háđa atvinnulífinu, t.d. međ ţví ađ gera skólana háđa styrkjum frá fyrirtćkjum, eđa skólagjöldum frá nemendum sem vita ađ ef ţeim tekst ekki ađ afla sér menntunar í einhverju sem skapar verđmćti og borgar góđ laun, ţá verđi erfitt ađ greiđa skólagjöldin (ef ţau hafa veriđ tekin ađ láni).  

Ţetta er besta leiđin til ađ tengja saman skóla og atvinnulíf.

Í verkfrćđideild HÍ, ţađan sem ég er klakinn út sem háskólamenntađur mađur, er löng hefđ fyrir ţví ađ lokaverkefni í meistaranámi séu skrifuđ fyrir fyrirtćki, sem borga í stađinn einhvers konar táknrćna ţóknun fyrir (sem ţó nćgir til ađ fjármagna hiđ ódýra líf námsmannsins).  Ţetta hefur nćgt verkfrćđideildinni til ađ kenna nokkurn veginn í takt viđ ţarfir atvinnulífsins. Svo meira ţarf kannski ekki til, ţótt meira sé alltaf ćskilegra en minna ţegar kemur ađ einkavćđingu og frelsun frá ríkisvaldinu.


mbl.is Nauđsynlegt ađ tengja betur háskóla og atvinnulíf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Illa nýtt tćkifćri fréttamannsins

Fréttamađur Reuters hefur fengiđ ađ sjá verstu hliđar Norđur-Kóreu međ berum augum. Hann gerir samt enga tilraun til ađ útskýra hvađ er ađ. Hann notar ekki tćkifćriđ til ađ fordćma sósíalisma, alrćđisstjórn og einangrun Norđur-Kóreu. Ţađ er nánast eins og honum finnst íbúar Norđur-Kóreu bara vera óheppin fórnarlömb hungurs og fátćktar.

Vandamál Norđur-Kóreu eru heimatilbúin, rétt eins og vandamál annarra ríkja sem kljást viđ fátćkt og vanţróun. Ţau eru vandamál sósíalisma. Fátćk ríki eru alltaf umlukin heimatilbúnum viđskiptahindrunum, í ţeim er eignarétturinn ekki til eđa illa varinn fyrir ágengni yfirvalda og ţeir sem ráđa eru harđsvíruđustu stjórnmálamennirnir.

Ţessi frétt um Norđur-Kóreu er átakanleg og snertir vonandi alla sem hana sjá og lesa. En hún er frekar tilgangslaus ef ţeir sem hana lesa gera sér ekki grein fyrir ţví hvađ liggur ađ baki hinu dapurlega ástandi í Norđur-Kóreu. 

Ţeir sem bođa sósíalisma á Vesturlöndum [1|2|3|4] eiga hiklaust ađ fá spurninguna: "Viltu ađ viđ verđum eins og Norđur-Kórea?" 


mbl.is Sjaldgćf sýn inn í Norđur-Kóreu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Taprekstur á heimilum á Seltjarnarnesi

Fátt fer meira í mína fínustu taugar en ţegar orđ úr rekstrarhagfrćđi fyrirtćkja eru notuđ um rekstur hins opinbera.

Hiđ opinbera er ekki háđ náđ og miskunn viđskiptavina. Hiđ opinbera ákveđur sjálft hvađ ţađ eyđir miklu, í hvađ og hvenćr. Hiđ opinbera getur ákveđiđ ađ eyđa meiru en ţađ lemur úr skattgreiđendum, og skuldsett ţannig skattgreiđendur. Hiđ opinbera getur ákveđiđ ađ eyđa miklu og skattleggja mikiđ.

Ţannig er rekstur Seltjarnarness uppbyggđur. Sveitarfélagiđ eyđir miklu fé í allskyns dúllerí, og skattleggur líka mikiđ og raunar ađeins meira en ţađ eyđir. Ţetta er ekki "rekstrarhagnađur". Ţetta er einfaldlega meiri skattlagning en sem nemur kostnađi viđ ţađ sem sveitarfélagiđ ákveđur ađ sé á sinni könnu. 

En hvađ vćri gott orđ til ađ lýsa reikningshaldi opinberrar einingar sem sýgur meira fé úr skattgreiđendum en hún eyđir í allskonar hitt og ţetta?

Ofsköttun? "Ofsköttun nam 93 milljónum króna."

Öll sköttun er ofsköttun, en orđiđ gćti engu ađ síđur hentađ vel í ţessu samhengi.

Vaneyđsla? "Vaneyđslan nam 93 milljónum króna."

Markmiđ hins opinbera er jú alltaf ađ eyđa jafnmiklu eđa meira en ţađ getur lamiđ út úr skattgreiđendum. Frá sjónarhóli hins opinbera (og vinstrisinnađra blađamanna) er ţví um ađ rćđa vaneyđslu.

Skattheimtuyfirskot? "Skattheimtuyfirskot Seltjarnarness nam 93 milljónum króna."

Hiđ opinbera reynir ađ eyđa a.m.k. jafnmiklu og ţađ getur kreist út úr skattgreiđendum. Ef hiđ opinbera fćr "óvćnt" meira í ránsfeng en áćtlanir gerđu ráđ fyrir hlýtur ţađ ađ geta kallast skattheimtuyfirskot, eđa eyđsluundirskot.

"Rekstrarhagnađur" er orđ sem á ađ vera frátekiđ fyrir einstaklinga og einkafyrirtćki. Hiđ opinbera er allt öđruvísi rekstur en sá sem fer fram í hinum frjálsa hluta samfélagsins.  


mbl.is Rekstrarhagnađur á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna hittir naglann á höfuđiđ (óvart)

Jóhanna slysast stundum til ađ segja eitthvađ sem heldur vatni. Dćmi (feitletrun mín):

Ţá sagđi Jóhanna ađspurđ um ummćli Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um ađ gera ćtti hlé á viđrćđunum viđ ESB um ađild ađ ţađ vćri ađeins pólitík af hans hálfu.

Orđ Jóhönnu má nota til ađ draga saman efnahagsstefnu, fjármálastefnu, utanríkisstefnu, peningastefnu og raunar stefnu ríkisstjórnarinnar í flestum málaflokkum saman í tvö orđ: Ađeins pólitík.

Efnahags-, skatta- og bótagreiđslustefna ríkisstjórnarinnar snýst um ađ koma á ölmusaţjóđfélagi í anda vinstrimanna, eđa vasapeningasamfélagi međ orđum Vefţjóđviljans. Hver einn og einasti Íslendingur veit ađ skattahćkkanir og reglugerđavćđing kćfir hagkerfiđ. Enginn getur sagt af einlćgni ađ skattahćkkanir muni ekki drepa niđur frumkvćđi, fjárfestingar og ađlögun einstaklinga og fyrirtćkja ađ efnahagslegum ţrengingum. Ţví ćttu flestir ađ gera sér grein fyrir ađ skattahćkkanir ríkisstjórnarinnar eiga sér ađrar ástćđur en ţćr ađ beina hagkerfinu á réttar brautir. Ţćr ástćđur eru "ađeins pólitík" vasapeningasamfélagsins.

Peningastefna ríkisstjórnarinnar snýst um ađ ţjarma ađ ţeim sem stunda viđskipti í íslenskum krónum. Ţannig má fegra evruna og ţar međ Evrópusambandiđ, en ađild ađ ţví er eiginlega eina raunverulega stefna ríkisstjórnarinnar (og rammpólitísk, vitaskuld). Gjaldeyrishöftin hafa gríđarlega margar og slćmar afleiđingar í för međ sér. Ţeim er samt viđhaldiđ. Ástćđan er ekki sú ađ ţađ gagnast verslun og viđskiptum, heldur er hér um ađ rćđa "ađeins pólitík."

Utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar er bara til stađar ţegar draga ţarf athyglina frá óţćgilegum málum innanlands. Ţađ er "ađeins pólitík" af hálfu ríkisstjórnar sem er leidd af forsćtisráđherra sem forđast útlendinga eins mikiđ og hćgt er.

Vinstristjórnin hefur líka veriđ dugleg ađ bjarga eigendum einkarekinna banka frá tapi vegna gjaldţrota. Ţađ er óskiljanleg stefna, og ekki síđur óskiljanleg ţegar hún er framkvćmd af vinstrimönnum. En hún er "ađeins pólitík" (sem ég kann samt ekki skilning á).

Jóhanna hitti svo sannarlega naglann á höfuđiđ ţegar hún útskýrđi pólitík annarra pólitískusa međ orđunum "ađeins pólitík". En hún ćtti ađ líta sér nćr. 


mbl.is Rangt ađ leggjast gegn kröfunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ er 'of hátt' verđ?

Ađ mati dómsmálaráđuneytis Bandaríkjanna hafa neytendur greitt of hátt verđ fyrir bćkurnar ...

Ţegar neytendur og yfirvöld eru ósammála, hver hefur ţá rétt fyrir sér?

Neytendur hafa keypt rafbćkur og greitt uppsett verđ fyrir ţćr. Ţeir hafa geta valiđ sér marga söluađila. Allir ţeirra hafa haft samráđ sín á milli, annađ hvort beint (t.d. međ fundahöldum) eđa óbeint (međ ţví ađ leggja sín verđ upp ađ verđum samkeppnisađila). Svona starfa t.d. verkalýđsfélög ţegar ţau semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna. Ţau miđa viđ "skylda" hópa í hagkerfinu í sínum samningaviđrćđum. Yfirvöld hafa ekki lagt í ađ banna ţetta "samráđ" verkalýđsfélaga. Ţađ er óvinsćlt í stjórnmálum. Ţau hika hins vegar ekki viđ ađ hamra á fyrirtćkjum sem stjórnast eingöngu af vilja neytenda. Ţađ er vinsćlt í stjórnmálum.

"Of hátt verđ" er ekki til nema ađ uppfylltum fáum en ströngum skilyrđum:

 

  • Ađ yfirvöld geri ađgang ađ tilteknum markađi dýran eđa erfiđan, t.d. međ háum sköttum eđa miklum reglugerđafrumskógi skilyrđa og eftirlitskrafna.
  • Ađ yfirvöld banni hreinlega ađgang ađ tilteknum markađi (t.d. markađi áfengissölu eđa veitingu heilbrigđisţjónustu).

 

Ćtli annađ hvort skilyrđiđ eigi viđ um sölu rafbóka? Ţađ efast ég um. Eltingaleikur bandarískra yfirvalda viđ verđlag á rafbókum er ţví byggt á fölskum forsendum og pólitískum eltingaleik viđ vinsćldir kjósenda. Stjórnmálamenn ćttu ađ líta sér nćr ţegar ţeir tala um "of hátt" verđ á einhverju, t.d. sína eigin skattheimtu.


mbl.is Í mál viđ Apple út af verđi rafbóka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband