Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022

Innrásin í Úkraníu

Eins og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum þá hafa Rússar ráðist inn í Úkraníu og þar geysa nú bardagar. Sem betur fer hafa viðræður á milli Rússlands og Úkraníu nú hafist og vonum það besta.

Fyrir þá sem vilja ekki láta mata sig af fjölmiðlum eða vilja einfaldlega fá svolítið dýpri sín inn í aðdraganda þessarar innrásar þá get ég bent á nokkrar síður.

Greg Palast on Russia’s Invasion of Ukraine

Þetta er stutt en mjög fróðlegt viðtal við rannsóknarblaðamann sem þekkir vel til ástands, aðstæðna og aðdraganda. Hann vill meina að átökin séu fyrst og fremst átök trúarbragða.

2022 Russian invasion of Ukraine

Ágæt greining á ástandinu á Wikipedia og sögulegt yfirlit yfir aðdragandann. Já, stundum er hægt að finna nothæft efni þar, líka um umdeild mál.

TASS

TASS er málpípa rússneskra yfirvalda og eins fjarri því að vera hlutlaus miðill en oft er hægt að kynna sér málflutning andstæðingsins til að skerpa eigin málflutning. 

Úkraína í taflinu mikla

Fróðleg og upplýsandi grein frá vinstriritinu Neistar.is sem ég get óhætt mælt með. 

Ég reikna með að bæta meira efni í þessa færslu án þess að tilgreina það sérstaklega. 

What is the Minsk agreement and is it a way out of Ukraine crisis?

Umfjöllun CNN um hið svokallaða Minsk-samkomulag sem hefur í mörg ár verið talin leið til að halda friðinn milli Úkraníu og Rússlands en hefur augljósalega ekki ræst. (Betri umfjallanir um þetta samkomulag finnast en nú er hér í athugasemdum gefið í skyn að með því að benda á aðra miðla en BBC og CNN að þá sé maður allt í einu hlynntur innrás Rússlands í Úkraníu, svo vissara að vísa í CNN.)


Ófréttnæma ofbeldisbylgjan

Ég rakst á þetta í svolitlu grúski (feitletrun mín):

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hegningarlagabrot meðal unglinga á höfuðborgarsvæðinu jókst um 11% milli áranna 2019 til 2020. Í ofbeldisbrotaflokkunum (rán, hótun, líkamsárás, meiriháttar- og stórfelld líkamsárás) var samtals aukning um 19% á milli áranna 2019-2020. Þessar niðurstöður styðja við tilgátur okkar að afbrotum, og þá sérstaklega ofbeldisbeldisbrotum, hefði fjölgað í COVID-19 faraldrinum.

https://skemman.is/handle/1946/39168

Látum okkur sjá: Ofbeldisglæpum ungmenna á skólaaldri fjölgar um fimmtung á milli ára. Þetta finnst engum vera fréttnæmt. Auðvitað ætlast ég ekki til að blaðamenn liggi yfir efni á Skemmunni en einhver hlýtur að hafa bent einhverjum á eitthvað. Og uppskorið þögn.

Var kannski mikilvægara að halda öllum hræddum, skólum lokuðum og krökkum læstum inni hjá sér en benda á alvarlegar óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða?

Nema auðvitað að ég hafi misst af miklu fjölmiðlafári í tengslum við stóraukinn fjölda ofbeldisglæpa meðal framhaldsskólakrakka sem hefðu venjulega verið í námi, að sækja skólaböll og stelast í sleik á göngum skólans en voru þess í stað að laumast út á kvöldin og fá útrás fyrir eirðarleysið.


Bless takmarkanir, en hvað svo?

Loksins, loksins, loksins! Loksins á að sætta sig við að veira gengur um og að ekki sé hægt að forðast hana til eilífðar. Það besta í stöðunni er því að takast á við hana eins og aðrar veirur, endurvekja borgaraleg réttindi og blása í stóra innanhúsviðburði eins og tónleika og fyrirlestra án tilgangslausrar grímunotkunar.

Ekki seinna vænna því nú er fólk byrjað að skipuleggja sumarfríið sitt og CNN með stóra umfjöllun um nýtt baðlón á Íslandi.

pexels-mart-production-8458809En hvað gerist í haust þegar næsta veira fer á stjá, eða í aðdraganda páska þegar nýtt afbrigði er merkt áríðandi? Verður búið að uppfæra löggjöfina og gera yfirvöldum enn auðveldar fyrir að verja þig gegn kvefi með því að drepa þig úr leiðindum og leiða og jafnvel krabbameini? Þarf að treysta því að í stól heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis séu einstaklingar í góðu jafnvægi sem kunna að lesa vísindagreinar á ensku? Eða þarf að reisa einhverjar girðingar sem gera ráðherrum torveldar fyrir að loka vinnunni þinni og líkamsræktarstöðinni og þröngva börnunum þínum fyrir framan skjá frekar en að vera í kennslustofu með vinum sínum?

Er hrædda fólkið enn við stjórn? Þetta fólk sem er búið að sprauta þrisvar en þorir samt ekki í Bónus án grímu og stekkur í næsta skurð ef krakki kemur labbandi á móti því. Þetta fólk sem segir að sprauturnar virka en samt má enginn koma nálægt veiru því það er búið að senda starfsfólk spítalanna heim til sín. Þetta fólk sem lætur sprauta börnin sín þótt veiran sé því skaðlaus á meðan sprauturnar eru það ekki.

Kemur í ljós, en ég óttast það. Og þá erum við aftur komin á byrjunarreit áður en við vitum af, og páskunum aflýst þriðja árið í röð. 


Frétt! Stjórnvöld styðja eigin stjórn!

Kanadíska þingið gekk til atkvæðagreiðslu um neyðarlög sem sett voru vegna þriggja vikna borgaralegra mótmæla í Kanada. Atkvæði fóru þannig að 185 greiddu atkvæði með því að beita neyðarlögunum en 151 var á móti.

Stjórnin studdi sjálfa sig. 

Stórfrétt, ekki satt?

Enginn meiddist fyrr en lögreglan mætti á svæðið. Ekkert var eyðilagt. Sjúkra- og slökkviliðsbílar komust leiðar sinnar. Krakkar léku sér á á svæðinu. Ýmis fylki fjarlægðu skerðingar á borgaralegum réttindum. 

En samt voru lög, sem eru ætluð fyrir heimsstyrjaldir og innrásir, ræst, og fólk svipt frelsi, eigum sínum og atvinnuréttindum. Kanada já? Er það ekki eitthvað barbaraland í sólríku landi? Ekkert að frétta. Nema að stjórnvöld kusu með sjálfum sér.

Það er ekkert að marka fréttir fjölmiðla sem lepja spena ríkisvalds sem er að sleikja rassgatið á einhverju öðru ríkisvaldi.


mbl.is Þingið studdi Trudeau
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkar vitru stjórnendur

Stjórn samfélags er ekki einfalt mál. Við höfum til þess þingmenn og ráðherra, eftirlitsstofnanir, Seðlabanka Íslands, alþjóðlegar stofnanir, reglugerðir, nefndir, innvígða prófessora og vísindamenn, álitsgjafa, blaðamenn, embættismenn, sýslumannsembætti, leyfisveitandi stofnanir sem veita starfsleyfi og rekstrarleyfi og ég er sennilega að gleyma einhverjum helling.

Þessum frumskógi af stjórnunareiningum mistekst ítrekað.

Veirutímar eru bara nýjasta dæmið. Skerðingar, lokanir, takmarkanir, grímur, sprautur og spritt í 2 ár. Skuldafjallið óyfirstíganlegt. Peningaprentun sem eykur peningamagn í umferð (á heimsvísu) sem óumflýjanlega leiðir til hækkandi verðlags og þar með hækkunar á vöxtum sem gerir skuldafjallið enn óyfirstíganlegra. Brottfall úr skóla, íþróttum og tómstundum. Fólk deyr úr andlegri hrörnun. Hrædda fólkið tekur yfir umræðuna. Blaðamenn hunsa viðvörunartákn. Jafnvel dæmi um afskipti yfirvaldsins af næringarráðgjöf. Snemmmeðferðir og fyrirbyggjandi meðferðir teknar af borðinu. Lyfjafyrirtækin einráð um ráðlega lyfjagjöf.

Og til hvers? Til þess eins að ungt fólk geti ekki kastað veiru sín á milli og byggt upp hjarðónæmi. Fórnarkostnaðurinn gríðarlegur!

Fjármálakerfið hrundi að hluta árin 2008 og 2009 og það má skrifa á peningastefnu yfirvalda víða um heim. Of mikið af peningum prentaðir, þeir blésu í bólur og þær sprungu óumflýjanlega. Kannski er annað eins handan við hornið núna nema þá hrynja ekki bankar heldur ríkissjóðir. 

Ekki hefur þessum stjórnunareiningum heldur tekist vel upp með að regla hitastig Jarðar. Einblínt á eina lofttegund sem hefur hverfandi áhrif á hitastig og hvað þá tíðni fellibylja og snjóstorma. En grænir skattar innheimtir eins og enginn sé morgundagurinn og hagkvæmri og hreinni framleiðslu þröngvað í kolareykinn í Asíu, þaðan sem við kaupum varninginn í vaxandi mæli. Kannski er mikil losun lofttegunda hinum megin á hnettinum minna vandamál en minni losun í eigin bakgarði.

Á meðan rottar fína fólkið sig saman í Sviss einu sinni á ári og ræðir fáránlegar hugmyndir eins og áskrift að sýklalyfjum og einhvers konar endurræsingu á samfélagi okkar.

Er ekki einhver lexía hérna sem stimplaði sig rækilega inn á veirutímum? Sú, að okkar vitru stjórnendur eru bara alls ekki það. Þeir eru mistækir, valdagráðugir samfélagshönnuður sem fengu prófgráðuna sína í morgunkornskassa.

Ég sé minni og minni ástæðu til að hlusta á þetta lið.

Það lærði ég af veirutímum. Aftur.


Ætla engin stjórnvöld að fordæma kanadísk yfirvöld?

Undanfarnar þrjár vikur hafa farið fram friðsöm og fjölmenn mótmæli gegn bólusetningarskyldu í Kanada. Frumkvæðið áttu vöruflutningabílstjórar í landinu en fljótlega bættust margir aðrir við og vilja nú fá líf sitt aftur eftir harkalegar sóttvarnaraðgerðir í að verða tvö ár.

Einræðisherra-klappstýran, forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, brást illa við. Hann uppnefnir mótmælendur, lýgur um þá og kallar þá lítinn jaðarhóp öfgafólks. Þar næst lýsir hann yfir neyðarástandi en slíkt hefur ekki gerast nema þrisvar í sögu kanadíska lýðveldisins: Í fyrri og seinni heimstyrjöld og vegna hryðjuverkaógnar aðskilnaðarsinna fyrir mörgum áratugum. Skyndilega var lítill jaðarhópur öfgafólks orðinn að ógn á við heimstyrjöld!

Bankareikningar hafa verið frystir, eigur gerðar upptækar, persónuupplýsingum stolið af tölvuþrjótum og nýttar af opinberum fjölmiðlum, lífum gæludýra hótað, rétturinn til að stunda friðsöm mótmæli afnuminn og sömuleiðis mörg borgaraleg réttindi sem væru yfirleitt hólpin nema þegar heimstyrjaldir geisa. 

Um helgina var lögreglunni sigað á mótmælendurna og beittu þá ofbeldi ofbeldi, margir handteknir, sprautað á þá táragasi og jafnvel traðkað á eldri konu með göngugrind, með hestum!

Talsmenn mótmælenda höfðu boðist til að trappa niður og yfirgefa svæðið en lögreglan vildi ekki heyra neitt slíkt. Nú skyldi sýna þeim hvað verður um þá sem fara í taugarnar á valdasjúkum, sjálfumglöðum, veiruleikafirrtum forsætisráðherranum!

Mín spurning: Ætla engin stjórnvöld að fordæma kanadísk yfirvöld?

Eða á að taka þátt í einhverju leikriti þar sem við tölum enn um Kanada eins og frjálslynt, vestrænt lýðræðisríki sem fær boð á allar fínu ráðstefnurnar?

Nokkrir tenglar fyrir þá sem vilja hvað er búið að vera á seyði og hvernig er hægt að fylgjast með atburðum núna:

Rebel News - Convoy Reports.

Samantekt á Zerohedge úr ýmsum áttum.

Stutt samantekt Tucker Carlson á nýjustu viðburðum.

Viðtal Tom Woods við blaðamann sem hefur fylgst með mótmælunum frá staðnum frá upphafi en einnig aðdragandanum.

Viðtal Mikhaelu Peterson við talsmann mótmælenda, B.J. Dichter. Twitter-síða hans.

Youtube-síða Viva Frei, en hann hefur tekið upp mikið efni á staðnum og fjallar umbúðalaust um ástandið.

Fréttir Breitbart frá Kanada.

Ég spyr aftur: Ætla engin stjórnvöld að fordæma kanadísk yfirvöld?

Uppfært:

Undirskriftasöfnun þar sem skorað er á leiðtoga heims til að fordæma framferði kanadískra yfirvalda hér á LifePetitions.

Mjög fín samantekt á íslensku á Frettin.is hér.

Kanadísk mannréttindasamtök eru að draga kanadíska ríkið fyrir dómstóla til að fá neyðarástandinu sem Trudeau lýsti yfir hnekkt. 

Ekki fyrir viðkvæma: Kanadíska lögreglan lemur vopnlausa mótmælendur með kylfum og slasa blaðamann á staðnum. Þetta verður að dómsmáli og nú þegar búið að safnast upp í lögfræðikostnað.

Það hlakkar í ríkisfjölmiðlinum yfir óförum bílstjóra hvers bifreiðum er búið að ræna af þeim og svipta suma þeirra atvinnuréttindum. Þar eru mótmælendur sakaðir um árásargjarna hegðun og það gefið í skyn að framferði lögreglunnar hafi verið eðlilegt í ljósi aðstæðna.

Uppfært, uppfært:

Mjög góð ræða frá kanadíska þinginu (stjórnarandstöðunni, auðvitað) sem tekur saman valdafíkn Trudeau bæði fyrr og nú og sýnir hversu gjörsamlega samhengislaust það er að setja á lög sem eiga við um stríðstíma til að forðast viðræður við vörubílstjóra. Viðræður sem ýmsir fylkisstjórar hafa vel á minnst átt og hefur leitt til afnáms bólusetningakvaða á vörubílstjóra í nokkrum þeirra.

Eftir að hafa kallað barn Gyðinga sem flúðu hreinsanir nasista og til Kanada ... nasista ... þá yfirgefur Trudeau þingsalinn. Þessi maður er einhvers konar met. Glæpamaður jafnvel. Siðblindur hið minnsta. 

Uppfært, uppfært, uppfært:

Bandaríski þingmaðurinn Rand Paul hefur nú fordæmt notkun Trudeau á neyðarlögunum og þeirri heimild sem þau veita honum til að fangelsa fólk án sakargifta og svipta það eigum sínum. Gott hjá honum!

Rebel News er hér með samantekt af ýmsu sem fór fram þegar vopnuð lögreglan réðist gegn óvopnuðum og friðsömum mótmælendum. Má þar nefna kæru vegna lögregluofbeldis og nánari upplýsingar um konuna sem lögreglan traðkaði á, með hestum!

Hér er brot úr viðtali við kanadískan vöruflutningastjóra sem sýnir hvað eftirlitsríkið er orðið þróað í Kanada, og er meðal baráttumála vöruflutningastjóranna að spyrna fótum gegn.


Hræðslulistinn

Listinn yfir viðburði, fyrirbæri og hluti sem við eigum að óttast og aðlagast með því að verða fátækari og fælnari lengist í sífellu.

Veirutímar hafa auðvitað verið ráðandi atriði á þeim lista og sennilega verður reynt að halda í slíkt. En svokölluð hlýnun Jarðar er annað. Af því að við nýtum hagkvæmt jarðefnaeldsneyti þá er heimsendir handan við hornið.

Hvað fleira?

Jú, að ef ríkisvaldið er ekki með puttana í öllu þá deyr fátækt fólk í bílförmum úti á götu, heilbrigðiskerfið molnar niður, vegirnir nánast hverfa, öryrkjar svelta til dauða og Rússarnir koma.

Þú ert ekki fullorðin manneskja, eða hvað? Þú þarft að óttast. Þig vantar reglugerðir. Þú þarft að vantreysta nágranna þínum en treysta á opinbera embættismenn.

Er ekki kominn tími til að fleygja þessum áróðursbæklingum í ruslið?


mbl.is Ekki hægt að ryðja götur vegna skyggnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær má tala um fasískt stjórnarfar?

Fasismi er einhvers konar bræðingur af stóru og sterku ríkisvaldi og eftirlætisfyrirtækjum þess. Fasismi sem slíkur boðar ekki útrýmingu Gyðinga eða sígauna. Fasisti er ekki endilega rasisti. Hann vill bara að hagkerfið og samfélagið dansi í takt við ríkisvaldið.

Hvar liggja mörk fasisma og þess stjórnarfars sem við höfum vanist þar til í upphafi ársins 2020? Sennilega er töluvert á milli en skilgreiningar heldur ekki einhlítar og hægt að ræða hversu mikið af fyrirmælum frá hinu opinbera séu á jaðri fasisma og frjálslynds samfélags.

En í dag eru mörkin víða orðin ósýnileg. Eftir tvö ár af veirutímum hafa yfirvöld víðast hvar leyft sér miklu, miklu, miklu róttækari inngrip í samfélagið en áður og mörg komin með blóðbragð í munninn sem verður ekki auðveldlega skolað út, ekki einu sinni með sápu. Kanada er hér að verða eitthvert besta dæmið. Þar eru nú friðsamir mótmælendur handteknir, lífum hunda hótað, eignir gerðar upptækar eða þær frystar, málfrelsi skert, ritskoðun í gangi, forsætisráðherra lýsir yfir fyrirlitningu á þegnum sínum, lögreglan látin áreita fólk og sekta það og fjölmiðlar, sem flestir eru á ríkisspenanum þar í landi, notaðir til að bera á borð hina eina sönnu skoðun.

Kannski ekki skrýtið í ríki sem er stjórnað af aðdáanda kínverskra kommúnista, sem eru raunar orðnir fasistar samkvæmt upprunalegum skilgreiningum á slíkri hugmyndafræði (þú mátt eiga hluti en ræður því ekki hvernig þeim er ráðstafað). 

Heldur þú að veirutímar endi með endalokum veiru? Það held ég ekki. Ég held að yfirvöld séu orðin hættuleg. Þau hirða af þér sjálfsögð réttindi með reglugerð. Þau níðast á ákveðnum hópum og hampa öðrum. Þau líta ekki á þig sem borgara sem ríkisvaldið á að þjóna. Nei, þau líta á þig sem peð sem má bara ferðast í eina átt, og á sjálft sig sem drottninguna með ótakmarkaða hreyfigetu.

Þess vegna þarftu að vakna. Núna. Og góð byrjun er að henda öllum grímum sem þú finnur í ruslið.


Þeir hræddu nota Danmörk sem víti til varnaðar (og mistekst)

Danmörk er heldur betur á milli tannanna hjá mörgum um víða veröld þessa dagana. Að sögn hafa Danir gerst kærulausir og leyfa nú veiru að sýkja og drepa óhindrað. Engar takmarkanir, fullt af smitum og dauðsföllum! Um þetta er fjallað víða, t.d. hjá hinu danska TV2. Meðal frægs fólks sem telur sig vita hvað er á seyði í Danmörku, af því það fann línurit, er hagfræðingurinn, Nóbelsverðlaunahafinn og geimverubaninn Paul Krugman

Hvað gera dönsk sóttvarnaryfirvöld þá? Jú, svara fyrir sig, fullum hálsi. Hin danska sóttvarnastofnun, SSI, hefur í margar vikur birt skýrslur um veiruástandið í Danmörku og ítrekað komist að sömu niðurstöðu: Dauðsföll vegna veiru eru ekki mjög mörg þótt dauðsföll fólks með veiru séu það, eins og sést í opinberum gögnum. Ekki eru fleiri að deyja en viðbúið miðað við árstíma. Innlögnum fækkar og þær styttast. Ungt fólk ber uppi flest smitin og veiran bítur lítið á það. Og ýmislegt fleira.

Starfsfólk SSI er einnig á Twitter að svara fyrir afstöðu stofnunarinnar og tekst þar á við sprenglærða og heimsfræga vísindamenn sem boða sprautur og hræðslu og einblína á fjölda smita. Þetta er aðdáunarverð viðleitni sem ver ekki bara orðspor danskra sóttvarnaryfirvalda heldur getur líka hjálpað umheiminum að skera í gegnum hræðsluáróðurinn. Ekkert væri auðveldara en að hunsa hræðsluáróðurinn á samfélagsmiðlunum og halda sínu striki, en þess í stað er tekið meðvitað val að taka slaginn - að upplýsa, deila gögnum og greina svart frá hvítu.

Ég hvet alla til að kynna sér leiðréttingar og útskýringar SSI og hugleiða hvort eitthvað af því eigi ekki við um Ísland líka. Margir telja að nú sé sennilega komið að lokum veirutíma á Íslandi en það er varhugavert að treysta á yfirvöld og vissara að vopna sig vel af rökum og fræðslu.


Hvernig er best að sópa undir teppið?

Nú þegar trúverðugleiki svokallaðra sóttvarnaraðgerða bráðnar eins og íspinni á sólarströnd um allan heim eru afleiðingar sóttvarnaraðgerða að koma betur og betur í ljós: Verðbólga, atvinnuleysi, vonleysi, skuldir, þunglyndi, þjáningar og skert þjónusta í umhverfi hækkandi skatta. Sumt af þessu á við um Ísland, sumt ekki, en heilt á litið er útlitið frekar svart. Og verðbólgan er hér verst, og auðvitað hrun ýmissa ríkissjóða þegar vextir þurfa að hækka til að sporna við verðbólgunni, enda skuldafjallið óyfirstíganlegt nú þegar.

Auðvitað þarf að sópa þessu undir teppið og ein góð leið til þess er að hefja stríð. 

Stríð er jú neyðarástand sem réttlætir allt. Jafnvel þrælahald (herkvaðningu). 

Nú er okkur sagt að Rússar ætli að ráðast inn í Úkraínu. Þeir sem andmæla lenda á minnisblöðum leyniþjónustustofnana. En mikið væri nú heppilegt að fá svolítið stríð! Helst langt í burtu á milli einhverra Slava sem öllum er sama um. Í stríði má prenta peninga og dreifa athygli almennings frá innlendri kúgun. Hverjum er ekki sama um hallarekstur og þjónustustig hins opinbera í stríði? 

Það er í raun aðdáunarvert hvað fjölmiðlar eru samstilltir í að fækka veirufréttum og fjölga stríðsfréttum nú þegar veiran dugir ekki til að halda okkur í gíslingu. Það mætti halda að hér sé kór að syngja undir stjórn kórstjóra. En nú erum við auðvitað komin á samsæriskenningamiðin sem hafa að visu verið gjöful en selja ekki mjög vel.

En sjáum hvað setur. Ég vona að mér skjátlist alveg svakalega, en óttast að svo sé ekki.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband