Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Vinstrimenn og 'hallalaus fjárlög'

Þegar íslenskir vinstrimenn "stefna" að því að reka ríkissjóð án stjórnlausrar skuldsetningar þá meina þeir ekki orð af því sem þeir segja.

Þeir sem muna ekki langt aftur í tímann eða vilja hressa upp á minnið eða hreinlega frumlesa frásagnir um seinustu vinstristjórn Íslendinga hafa úr nægu að moða.

Seinasti vinstri-fjármálaráðherra Íslendinga var "skattmann" Ólafur Ragnar Grímsson. Hann lagði ítrekað fram fjárlagafrumvarp þar sem skattar voru hækkaðir og þjónusta ríkisins skorin niður, um leið og því var lofað að "hallalaus fjárlög" væru á næsta leiti, þó aðeins seinna en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Og hverjum voru skattahækkanirnar að kenna? Jú, fráfarandi ríkisstjórn, auðvitað!

Hljómar kunnuglega, ekki satt?

Sjá til dæmis þessa frétt Morgunblaðsins frá árinu 1988 (viðhengi við þessa færslu). Ég mæli eindregið með því að allir lesi hana. Hún minnir á andrúmsloftið í tíð seinustu ríkisstjórnar, sem minnir svo á andrúmsloftið í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr.

  • "Ekki mér að kenna!"
  • "Við hækkum skatta og skerum niður til að ná fram hallalausum fjárlögum, þó ekki fyrr en seinna!"
  • "Ríkisstjórnin er ekki að springa, hún getur bara ekki verið samstíga um nokkur skapaðan hlut!" 
  • "Ég hlusta ekki á þetta hagfræðiþvaður, aðalmálið er að halda völdum!"
  • "Við erum sammála því í ríkisstjórninni að vilja halda Sjálfstæðisflokknum utan við ríkisstjórn. Um annað deilum við."

Þar hafiði það.


mbl.is Á móti skattahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvernig á að komast hratt úr kreppu?

Sagan er troðfull af vel heppnuðum leiðum til að koma hagkerfi (og þar með ríkissjóði) út úr kreppu. Ég dreg hér fram eitt mjög róttækt dæmi, sem breytti mjög djúpri niðursveiflu í mjög hraða uppsveiflu. Dæmisagan er frá Bandaríkjunum, en þar í landi fékk hagkerfið mikinn skell þegar peningaprentun á tímum fyrri heimstyrjaldar kom eins og skellur um leið og hægt var á peningaprentvélunum að lokinni heimstyrjöld, og allt stefndi í óefni:

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover — falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics — urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.

The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction."[2] By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923. (The Forgotten Depression of 1920)

Í stuttu máli: Þegar ríkið er vel þanið og vel fóðrað á nýprentuðum peningum í "uppsveiflu", en þarf svo að aðlagast nýjum veruleika, þá er besta ráðið að skera ríkisútgjöld niður um marga tugi prósenta, greiða niður opinberar skuldir á miklum hraða, skera alla skatta hratt og mikið niður, stöðva peningaprentvélarnar, og bíða!

Næsta ríkisstjórn sér vonandi ljósið. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur þann pólitíska ásetning að sópa sem mestu af íslensku hagkerfi og samfélagi undir ríkisvaldið. Hún mun aldrei sjá ljósið.


mbl.is Hærri skattar skila sér lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíudraumurinn fjarlægi

Það vantar ekki áhugann á hugsanlegri olíuvinnslu á hinu íslenska frímerki þess svæðis sem kallast "Drekasvæðið". Íslenska ríkið er með marga menn í vinnu við að laga til hinn íslenska lagaramma og finna leiðir til að skattleggja "hagnað" sem er ekki ennþá til staðar. Og ekki vantar bjartsýnina!

Menn þurfa samt að hafa báðar fætur á jörðinni. Íslenska ríkið getur ekki vænst þess að gera olíuvinnslu á hinu íslenska landgrunni að neinni tekjulind strax. Það er langt í næstu olíuhreinsunarstöð, og það er langt í mannskapinn sem kann að bora eftir og vinna olíu úti á sjó. Á Íslandi er engin aðstaða til staðar. Og síðast en ekki síst: Það er ekkert sem heitir "öruggt" í heimi olíuvinnslu!

Sem áminningu um það síðastnefnda má benda á þessa frétt frá hinu norska landgrunni, þar sem olíuvinnsla hefur verið stunduð í áratugi:

 Drilling on the 31/8-1 exploration well near the Troll field offshore Norway has concluded with a dry hole.

E.O Ruhgras operated the well, 16 kilometres (10 miles) south-west of Troll, targeting an Upper Jurassic Songnefjord formation which was dry, and a secondary target, a Middle to Lower Jurassic group comprising Fensfjord, Krossfjord and Johansen formations, was also dry, said the Norwegian Petroleum Directorate.

Hérna sigla menn með borpall að bletti sem hefur verið segulómaður og rannsakaður í bak og fyrir, á tiltölulega litlu dýpi, og á svæði þar sem olíuvinnsla er í fullum gangi allt í kring. Engu að síður tókst mönnum að giska vitlaust og bora í "þurrt", þ.e. engin olía kom upp við borunina. Og milljónir fuðruðu upp við aðgerðina.

Norðmenn eru að upplifa mikinn og aukinn áhuga á landgrunni sínu eftir að breska ríkisstjórnin hækkaði skatta á olíuvinnslu í sínu landgrunni.

Ef mönnum er alvara með olíuvinnslu á hinu íslenska landgrunni og vilja setja sér það pólitíska markmið að slík vinnsla verði að alvöru þá þarf eftirfarandi að eiga sér stað:

  • Skattar á vinnsluna þurfa að vera mjög lágir miðað við svæði þar sem olíuvinnsla fer fram í dag og öll aðstaða til hennar liggur nær.
  • Skattar á vinnsluna þurfa að vera mjög lágir miðað við svæði þar sem olíuvinnsla fer fram á miklu minna dýpi og við miklu mildari veðurfarsaðstæður (dýpi og vond veður þýða einfaldlega gríðarlega aukinn kostnað við að vinnsluskip og þjónustu við þau).
  • Íslenska ríkið þarf að ábyrgjast mjög mikinn vinnufrið fyrir sjálfu sér, t.d. í skattheimtu og setningu reglugerða, t.d. lofa að hreyfa ekki við skattprósentum í 20 ár.
  • Og síðast en ekki síst: Íslendingar þurfa að sýna mikla þolinmæði. Það er enginn að fara sigla vinnsluskipi norður í sjó og byrja að dæla upp olíu. Tími frá uppgötvun til vinnslu getur verið mjög langur. Tími frá leitarleyfi til fyrstu borunar getur líka verið langur. Olíufélög hafa allan varann á, því olíuleit er mjög dýr, og "þurr" hola er hrein peningasóun.

Í mínum huga er ekkert áþreifanlegt að fara gerast á hinu íslenska Drekasvæði í langan tíma. Menn eiga eftir að kanna svæðið og fyrsta borun mun ekki fara fram fyrr en slík könnun gefur mjög góðar vísbendingar um að það sé eitthvað að hafa. Og jafnvel þá er ekkert öruggt. Og ef olía finnst, þá er heldur ekkert öruggt að neinn nenni að sækja hana, t.d. ef skattar á vinnsluna eru of háir eða rekstrarskilyrði gerð erfið með þungu reglugerðarfargani og eilífri opinberri afskiptasemi.


mbl.is Vilja fund um útboð á Drekasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn: Afnema ríkisábyrgðir

Ein ágæt lausn á vandamálum skuldsetningar er að afnema með öllu ríkisábyrgð á skuldum. Ríkisábyrgð gefur oftar en ekki tilefni til góðs "lánstrausts" og þeir sem njóta góðs lánstrausts eiga auðvelt með að safna skuldum. Þetta átti t.d. við um hina íslensku banka.

Samhliða afnámi ríkisábyrgða á að koma peningaframleiðslu úr höndum ríkisvaldsins, hvar sem það er að finna. Frjáls peningaútgáfa án ríkisábyrgðar og skattheimtuvalds er miklu hófsamari og traustari en sú ríkisrekna. Fólk sem er neytt til að taka við vondum peningum ríkisins er dæmt til að búa við rýrnandi kaupmátt sparnaðar síns og getur ekki flúið í betri mynt með viðskipti sín. Fólk sem býr við frjálsa peninga getur veitt útgefendum peninga sama markaðsaðhald og t.d. grænmetissalanum sem selur myglað kál. 

Sósíalistar vilja auðvitað meina að lækning á meinum ríkisafskipta sé aukning á ríkisafskiptum. En sú leið er þrautreynd. Þeir sem neita að sætta sig við hrun hins blandaða hagkerfis eiga bara í vændum enn frekari vonbrigði. 


mbl.is Vilja sérstaka stofnun evru-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarríki andskotans

Í dag birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu. Greinin ber hið geðþekka heiti „Velferðarríki andskotans”. Þar segi ég meðal annars:

Íslendingar hafa nú vonandi lært sína lexíu og greiða vonandi aldrei aftur fyrir aðgengi vinstriflokkanna að ríkisstjórn. Flokkar jafnaðarmanna og sósíalista í Skandinavíu hafa fyrir löngu hafnað þeirri ofurtrú á ríkið sem var við lýði fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum. Íslenskir „skoðanabræður” þeirra stefna í þveröfuga átt. Þeir vilja skattpína almenning í drep, en láta hjá líða að veita almenningi þjónustu í staðinn. Þetta þjóðskipulag er réttnefnt velferðarríki andskotans.

Greinina er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins (ef menn eru áskrifendur að vefútgáfu Morgunblaðsins, en einnig á bloggsíðu Frjálshyggjufélagsins.

Njótið vel!

Ég vil einnig taka fram að þótt ég sé enginn sérstakur aðdáandi Sjálfstæðisflokksins hin seinustu ár, þá fullyrði ég að engin ríkisstjórn geti verið verri en sú sem núna situr (þ.e. ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri-grænna). Engin!


Línur að skerpast í íslenskum stjórnmálum?

Mér sýnist hrun fjármálakerfis heimsins hafa gert það að verkum að línur eru að skerpast og skýrast í íslenskum stjórnmálum.

Dæmi um það er þessi grein (og raunar fleiri) á vef ungs samfylkingarfólks á pólitík.is. Um þessa grein sagði einn ágætur maður:

[Það er] umhugsunarefni hvert ungir "jafnaðarmenn" eru að stefna. Svona grein hefði aldrei fengist birt á vef þeirra fyrir svona tíu árum, þegar hreyfing þeirra var stundum hægramegin við ungliðahreyfingu Sjá[lf]stæðisflokksins. Í nágrannalöndunum er svona tal um andóf gegn markaðnum bara eitthvað sem heyrist á jaðri stjórnmálanna.

En þetta er hinn nýi tónn "jafnaðarmanna" á Íslandi í dag. Þeir eru óðum að fá á sig lit blóðsúthellinga kommúnismans, eldrauðan. 

En á meðan ungliðar Samfylkingarinnar eru að draga flokkinn í átt að stefnu ríkisalræðis, þá eru ungliðar Sjálfstæðisflokksins að toga í hina áttina og berjast gegn vinstrivæðingu sinna þingmanna og flokksforystu. Og um það er allt gott að segja, eða eins og ég segi sjálfur í einni grein sem ég skrifaði fyrir SUS.is

Á Sjálfstæðisflokkurinn framtíðina fyrir sér? Kannski, en ekki ef hann lætur svæfa sig með miðjumoði og vinstrimennsku. Ef hann reisir frelsisfánann upp á ný, þá er von. Þá verður á ný til skýr valkostur til hægri í íslenskum stjórnmálum – nokkuð sem vantar sárlega í dag.

Línur í íslenskum stjórnmálum eru sennilega að skýrast, sérstaklega á meðal ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna. Ég vona að sú þróun haldi áfram. Ef eitthvað hefur ruglað íslenska kjósendur í ríminu seinustu ár þá er það flótti allra stjórnmálaflokka inn á "miðjuna" (sem er vel á minnst töluvert lengra til vinstri á Íslandi en t.d. hinum Norðurlöndunum). Kjósendur fá vonandi skýrara val í komandi kosningum. 


Kommúnistinn í Seðlabanka Íslands

Það komi á óvart að sjá verðbólgu aukast svona snemma í endurreisnarferlinu en hugsanlega hafi íslenskt stjórnvöld ofmetið umfang samdráttarins. 

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, er vægast sagt ringlaður. Hann skilur ekkert hvað er í gangi í hinu íslenska hagkerfi. Sennilega er það þjálfun hans í hagfræðingabúðum einhvers háskólans að kenna. Og sennilega rugla pólitískar skoðanir hans hann í ríminu, en Már Guðmundsson seðlabankastjóri er kommúnisti og hefur oftrú á miðstjórn ríkisins á öllu. 

Það kemur Már á óvart að verðlagi fari hækkandi "svona snemma" í endurreisnarferlinu. Við hverju bjóst hann? Íslenska krónan var stórkostlega ofmetin miðað við flesta aðra gjaldmiðla og tók dýfu. Innflutningur ætti því eðlilega að hækka í verði mældu í íslenskum krónum. Ef stjórnvöld hefðu ekki bundið krónuna inn í gjaldeyrishöft hefði krónan tekið út sína dýfu mun skarpar og farið upp úr henni mun fyrr. Í stað þess konar leiðréttingar fengu Íslendingar gjaldeyrishöft, svo leiðrétting krónunnar hefur ekki ennþá átt sér stað að fullu.

Það verður athyglisvert að sjá stjórnmálamenn rökstyðja áframhaldandi gjaldeyrishöft þegar seðlabankastjóri hefur tilkynnt umheiminum að "við glímum ekki lengur við gjaldeyrisskort". En á móti kemur að það ætti vonandi að vera runnið upp fyrir flestum að gjaldeyrishöftin eru ekki hagstjórnartæki, heldur pólitískt vopn til að kvelja íslenskan almenning inn í ESB og evruna.


mbl.is Ísland snýr aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein höndin vinnur á móti hinni

Í evru-landi vinnur ein höndin á móti annarri. Annars vegar eru vextir hækkaðir því verðbólga "mælist" há og hækkandi. Hins vegar eru peningaprentvélarnar settar á full afköst til að "bjarga" Grikkjum og öðrum sem hafa kaffært sér í skuldum, sama hvað tautar og raular.

Gera menn sér ekki grein fyrir því að nýprentuðu peningarnir fara í umferð og byrja að elta sömu vörur og þjónustu og peningarnir sem voru áður í hagkerfinu? Og að slíkt veldur hækkun verðlags? Og að það sé í raun "verðbólgan" (bólga á magni peninga í umferð, sem veldur bólgu á verðlagi), en ekki hækkunin sjálf?

Í evru-landi og raunar í flestum seðlabönkum heims eru við vinnu hagfræðingar sem hafa látið rækta úr sér alla heilbrigða skynsemi og rökhugsun, og í staðinn fyrir þessi verkfæri mannshugans eru komin líkön og Excel-skjöl sem lýsa veruleikanum lítið sem ekkert.


mbl.is Vextir hækka á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagkerfið sofnar

Ef svo heppilega vill til að ríkisútgjöld á árinu verði eitthvað nálægt því sem var "áætlað" haustið 2010 þá má kalla það hreina heppni. Hinir ýmsu liðir fjárlaganna eru á fleygiferð, sumir upp og sumir niður, og ekki allir á einu máli um það hvar þeir enda samanlagt.

Áætlunarbúskapur og miðstýring eru hagstjórnartæki sem virka ekki. Stjórnvöld eru ekki drifin áfram af gríðarlegri hagfræðiþekkingu, heldur pólitískum ásetningi um að vefja samfélagið inn í hið alvitra ríkisvald.


mbl.is Óvíst með markmið um jöfnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja eyða fé skattgreiðenda

Bæjarstjórnin hvetur velferðarráðuneytið og samninganefnd Sjúkratrygginga Íslands til að bregðast við og hefja nú þegar viðræður við stjórnendur HNLFÍ um gerð nýs þjónustusamnings til lengri tíma

Svona orða stjórnmálamenn hlutina þegar þeir vilja lofa kjósendum sínum öllu fögru (t.d. störfum í aðhlynningu) en hafa ekki hugmynd um það hvernig markaðurinn virkar.

Í stað þess að biðja um vægari skattheimtu á launum og atvinnurekstri er brugðið á það ráð að biðja um aukin framlög úr vösum skattgreiðenda. 

Í stað þess að Pétur geti keypt sér þjónustu eða varning kemur ríkið krumlum sínum í vasa hans og sendir peningana til Hveragerðis svo einhverjir í leit að leirböðum og sundleikfimi þurfi ekki að greiða eins mikið úr sínum vasa. Ríkið tekur svo auðvitað sinn toll í formi virðisaukaskatts og tekjuskatts á öllu sem þarf til að gera leirbaðið að veruleika.

Skattgreiðendur þurfa greinilega að láta margt yfir sig ganga þótt það sé búið að þjarma mjög verulega að þeim nú þegar til að bjarga gjaldþrota fjármálakerfi ríkisvaldsins og skjólstæðinga þess í bönkunum. 


mbl.is Vilja eyða óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband