Ein höndin vinnur á móti hinni

Í evru-landi vinnur ein höndin á móti annarri. Annars vegar eru vextir hækkaðir því verðbólga "mælist" há og hækkandi. Hins vegar eru peningaprentvélarnar settar á full afköst til að "bjarga" Grikkjum og öðrum sem hafa kaffært sér í skuldum, sama hvað tautar og raular.

Gera menn sér ekki grein fyrir því að nýprentuðu peningarnir fara í umferð og byrja að elta sömu vörur og þjónustu og peningarnir sem voru áður í hagkerfinu? Og að slíkt veldur hækkun verðlags? Og að það sé í raun "verðbólgan" (bólga á magni peninga í umferð, sem veldur bólgu á verðlagi), en ekki hækkunin sjálf?

Í evru-landi og raunar í flestum seðlabönkum heims eru við vinnu hagfræðingar sem hafa látið rækta úr sér alla heilbrigða skynsemi og rökhugsun, og í staðinn fyrir þessi verkfæri mannshugans eru komin líkön og Excel-skjöl sem lýsa veruleikanum lítið sem ekkert.


mbl.is Vextir hækka á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband