Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Hvernig Icesave kom til

Ţörf áminning hjá jarđfrćđingnum, íţróttafréttamanninum, kennslufrćđingnum og núverandi fjármálaráđherra landsins (feitletrun mín):

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráđherra, segir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum viđ afgreiđslu AGS lánsins fyrir helgi ganga skemur en yfirlýsingin frá nóvember 2008. Hann hafnar gagnrýni Bjarna Benediktssonar á yfirlýsinguna og biđur hann ađ lesa rannsóknarskýrsluna og rifja upp hvernig Icesave sé tilkomiđ.

Icesave máliđ er ţannig tilkomiđ ađ stjórnmálamenn úr nánast öllum flokkum Íslands hafa sagt viđ útlendinga viđ ýmis tćkifćri ađ Íslendingar muni "standa viđ skuldbindingar sínar". Gott og vel, og vćntanlega átt viđ ţćr skuldbindingar sem fjallađ er um í ýmsum lögum og samningum Íslands viđ önnur ríki.

Síđan var tekin pólitísk ákvörđun um ađ ganga lengra en lög og reglur Íslands og Evrópusambandsins kveđa á um og ţjóđnýta allskyns skuldir sem hrun bankanna gat af sér. Ţar á međal er Icesave. En áđur en slík ţjóđnýting er orđin ađ lögum (sem rétt náđist ađ koma í veg fyrir međ ţjóđaratkvćđagreiđslu) ţá er Icesave-máliđ bara spurning um tiltekt, sem gjarnan felur í sér gjaldţrot eđa tvö. 

Ţađ er núverandi ríkisstjórn sem ćtlar sér ađ keyra Icesave ofan í kok íslenskra skattgreiđenda. Steingrímur J. getur ekki klínt ţeirri ćtlan sinni á ađra, sama hvađ hann veifar mörgum misvitrum skýrslum framan í fjölmiđlamenn.


mbl.is Engin fyrirheit gefin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ međ MÍNAR óskir um bođ og bönn?

Ţeir eru víst margir sem hafa stórar og miklar skođanir á nektardansi en halda ţví um leiđ fram ađ ţeir horfi ekki á slíkan dans. Eitthvađ sem fer illa saman, ţví hvers vegna ađ vilja banna iđju sem viđkomandi nýtur ţess engan veginn ađ horfa á, og heldur sig ţví annars stađar?

Hvađ um ţađ. Ég er ekkert hrifinn af ţví ađ fólki labbi um međ stóra hunda á götum úti. Ég mundi miklu frekar vilja ađ hundarnir séu annars stađar en ég. Ég reyni ađ forđast ţá en ţađ er erfitt, ţví ólíkt nektardansi ţá eru ţeir ekki bak viđ luktar dyr sem dyravörđur krefst ađgangseyris til ađ fá ađ ganga í gegnum. Ég rekst ekki beint á nektardansmey stunda iđju sína úti á götu. En hundarnir eru alls stađar. Mćtti ég biđja um bann viđ hundahaldi á ţéttbýlissvćđum, takk!


mbl.is Flestir vilja banna nektardans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband