Gildi fyrr og nú

Kenndu þeim á hætti okkar svo þau upplifi ekki þá skömm að vera gagnslaus.

Þetta er setning úr vinsælli og nýlegri kvikmynd

En yndislega úr takt við tíðarandann þrátt fyrir það!

Enginn er í raun gagnslaus, en sumir þurfa á meiri aðstoð að halda en aðrir. Skömmin er sú að þykjast vera gagnslaus. Um leið er það í tísku. 

Aumingjavæðingin er á fullri ferð. Fólk sækir í gagnslaust nám og ætlast til að fá vinnu við hæfi. Þeim er hampað sem tilkynna einhvers konar örorku eða skerta vinnugetu. Allir (nema sumir) eru orðnir að ofsóttum minnihlutahópum og fá klapp á bakið. Hrósum er deilt út til þeirra sem skipta úr launaðri og verðmætaskapandi vinnu og taka að sér líferni iðjuleysingjans sem fær bætur fyrir að sóa tíma sínum og annarra.

Allt þetta bitnar auðvitað verst á þeim sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda vegna raunverulegrar fötlunar eða skerðinga á getu til að standa á eigin fótum. Velferðarkerfið svokallaða fer í að framfleyta fólki sem í raun ætti að geta framleitt í stað þess að þiggja.

Þessi tíðarandi er vonandi byrjaður að fjara út. Hann þarf auðvitað að ná hápunkti sínum, sem er ekki ennþá raunin, en fær svo að lóðfalla og brotna í mola.


Af hverju geta Danir brennt rusli í miðri borg en Íslendingar ekki?

Einhver herferð gegn brennslu á rusli virðist vera í gangi hjá yfirvöldum. Gott og vel, það skiptir máli hvernig blönduðum úrgangi er fargað, hvort heldur með urðun eða brennslu, en Íslendingar ættu nú samt að geta brennt ruslið sitt sjálfir í stað þess að senda það á flutningaskipum erlendis til brennslu þar, eða hvað?

arcÍ Danmörku er rusli brennt til að framleiða rafmagn og hita. Krúnudjásnið er sennilega Amager Bakke, sem er risavaxin sorpbrennsla sem brennir bæði innlendu og innfluttu rusli. Úr brennslunni streymir hvítur og lyktarlaus reykur. Á húsinu er manngerð skíðabrekka. 

Ég get ekki ímyndað mér að Danir séu slakari í umhverfisverndinni en Íslendingar og heldur ekki að þeir taki vægar á losun skaðlegra efna í andrúmsloftið. Af hverju mega Danir þá brenna rusli og nýta það eins og auðlind en á Íslandi hreykja yfirvöld sér af því að hafa lokað á slíkt?

Eru Íslendingar mögulega að niðurgreiða raforkuframleiðslu fyrir Dani með því að útvega þeim ódýrt hráefni?

Gleymum því ekki að brennsla á rusli er ljómandi liður í hringavitleysunni sem kallast hringrásarhagkerfi. Koltvísýringur streymir út í andrúmsloftið og eflir vöxt gróðurs. Askan sem fellur til er meðhöndluð og meðal annars hægt að ná úr henni málum til endurvinnslu og fylliefni í vegi og stíga, að sögn

Kannski er stærðargráðan ekki næg fyrir slíka starfsemi á Íslandi, og kannski borga útlendingarnir fyrir ruslið frá Íslandi, og kannski er ódýrast að sigla öllu úr landi, en það má einhver gjarnan útskýra það fyrir mér og öðrum. Því í dag er eins og meðhöndlun á sorpi og öðru sem fellur til á Íslandi sé frekar í ætt við trúarathöfn sem má kosta hvað sem er en lausnamiðaða hugsun.


mbl.is Samdráttur í losun þrávirkra lífrænna efna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ormalyfið

Í alveg stórkostlegri frétt á Vísir.is er talað um ákveðið lyf sem ormalyf sem einhverjir læknar á Íslandi skrifuðu upp á fyrir sjúklinga til að takast á við og jafnvel fyrirbyggja alvarleg veikindi vegna COVID-19.

Ég ætla ekki að fara yfir allar rangfærslurnar í fréttinni en bara benda á nokkur atriði.

Mörg lyf hafa sýnt sig að geta þjónað mörgum hlutverkum - virkað á margar pestir og í bæði mönnum og fólki. Sem dæmi má nefna að læknar eru nú að komast að því að lyf sem hafa verið þróuð fyrir gæludýr virka betur fyrir fólk en lyf sem hafa verið þróuð fyrir fólk. Það er af því fólkið sem veikist er fátækt og enginn nennir að sinna því, en gæludýraeigendur eru ríkir og fjármagna dýrar rannsóknir. Ný lyf koma því fram á sjónarsviðið sem slá þeim gömlu við. Ormalyf hafa jafnvel sýnt getu til að drepa krabbameinsfrumur

Að auki hafa læknar hingað til mátt skrifa upp á lyf fyrir sjúklinga sem svokallað "off-label", eða gegn einhverju öðru en stendur á pakkningunni (á tungutaki embættismannsins: ekki í samræmi við markaðsleyfi lyfs). Slíkt fyrirkomulag var í mörgum tilvikum stöðvað á veirutímum, í miðri örvæntingunni þegar öllu hefði átt að tjalda til, eftir áratugi af fyrri reynslu án sýnilegrar ástæðu. Menn báru fyrir sér skort á rannsóknum en þá eru menn auðvitað að beita bákninu gegn fólkinu.

Ormalyfið sem blaðamaður reynir að gera lítið úr hefur verið á ferðinni í áratugi, er mjög öruggt, verðlaunað og viðurkennt sem nothæft lyf gegn mörgum kvillum, þar á meðal malaríu, sem er jú ekki ormasjúkdómur. Í raun vitum við lítið um ástæður þessarar virkni lyfsins en veikir sjúklingar sem ná bata þakka engu að síður fyrir sig. 

Að kalla lyf með margskonar virkni ormalyf er auðvitað uppnefni. Má ekki alveg eins kalla það krabbameinslyf? Eða malaríulyf? Nú eða taka skrefið alla leið og kalla það kóvítlyf, sem það svo sannarlega er

Margir hafa velt því mikið fyrir sér af hverju allt kapp var lagt á það á veirutímum að kæfa alla umræðu um læknandi og jafnvel fyrirbyggjandi meðferðir gegn veirunni. Af hverju læknum var skyndilega bannað að vinna vinnu sína og jafnvel vikið úr starfi fyrir slíka ósvífni. Allt í einu var hreinlega ekkert í boði til að verja sig eða styrkja gegn veikindum nema að láta bólusetja sig! Sennilega í fyrsta skipti í allri mannkynssögunni, ef ofstækisfyllstu trúarbrögð eru undanskilin. Lýsi virkar ekki. Hreyfing virkar ekki. Lyf sem meðal annars vinna á ormum og malaríu virka ekki. Ekkert virkar! Allt er ónýtt! Nema það sé nógu nýtt, nógu verndað með einkaleyfum og nógu dýrt

Allt var þetta lygavefur. En blaðamenn halda af einhverjum ástæðum sínu striki. Þá vitum við hvar við höfum þá. Kannski það sé þrátt fyrir allt jákvætt.


Valkostir við lífeyri

Lífeyrisgreiðslur og skattgreiðslur eiga margt sameiginlegt.

  • Peningurinn er tekinn af þér með valdboði og komið fyrir í sjóðum undir stjórn annarra.
  • Þegar þú deyrð þá deyja öll þín réttindi.
  • Aðrir sjá um að ávaxta (eða tapa) peningunum.
  • Aðrir sjá um að skammta þeim sem þiggja greiðslur, og veltur sú skömmtun á ákvörðunum sem aðrir taka.
  • Stjórnmálamenn geta lokkað peninga lífeyrissjóðanna í hirslur sínar, rétt eins og skattfé

Lífeyrisgreiðslur hafa að auki þann galla fyrir yngra fólk að það er látið leggja fyrir á lágum vöxtum á meðan það borgar niður skuldir á háum vöxtum.

Ég andmæli því ekki að það sé sniðugt að leggja fyrir til efri áranna þegar vinnugeta er skert eða jafnvel horfin. En það er eitthvað rangt á ferðinni í dag, hvað sem því líður. Einhver ósveigjanleiki. 

Persónulega hef ég ekkert á móti því að læsa fé inni til efri áranna en ég vil þá eiga það og geta arfleitt það börnum mínum. Í stað þess að borga í einhverja hít (sem ég geri í eins litlum mæli og ég mögulega get) væri til lengri tíma mögulega sniðugra að kaupa gullpeninga og leyfa þeim að safnast upp í einhverju bankahólfi. Nú eða að eyða 10% af laununum í að borga niður góða fasteign frekar en að fjármagna kaup á einhverjum skulda- og hlutabréfum í fyrirtækjum sem ég þekki ekki og trúi jafnvel ekki á.

En á meðan ekkert breytist er launum fólks safnað í sjóði og kaupa vel launaðar stjórnarsetur fyrir útvalda aðila, skuldir hins opinbera og hlutabréf í spilaborgunum sem nútímabankar eru.

Og það er bara eitthvað rangt við það.


mbl.is Lífeyrisréttindi lækka um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein tilgangslausa loftslagsráðstefnan, enn og aftur í sólarparadís

Þeir hafa það gott þessir grísir sem komast á spena loftslagsgyltunnar. Líka Óli grís. Grísunum reglulega smalað upp í einkaflugvélar og flogið til rándýrra sólarstranda þar sem þeir borða rautt kjöt og drekka innflutt vín á kostnað skattgreiðenda og reyna í sameiningu að finna leiðir til að taka af þér bílinn, hagstæð flugfargjöld og góðan mat. 

Íslendingar taka vitaskuld þátt í þessu og senda herskara fólks á svæðið til að njóta dýrðarinnar, sólarinnar og athyglinnar. Fjöldinn virðist vera að tvöfaldast á hverju ári undanfarið [2021, 2022] og því nokkuð margir sem geta farið að hlakka til ókeypis uppihalds á lúxushóteli í framandi landi á kostnað þín.

Ekki veit ég hvernig mönnum ætlar að takast að ýkja enn frekar heimsendaspár sínar en það hlýtur að takast. Auðvitað eru allir hættir að hlusta, fyrir löngu. Kínverjar og Indverjar eru að reyna afla orku fyrir landsmenn sína og byggja kolaorkuver eins og enginn sé morgundagurinn. Á meðan ætla Vesturlönd að halda áfram að þjarma að íbúum sínum og svipta þá orkunni og helst að drepa þá úr kulda

Þeir segja að lýðræðið sé svo ágætt. Þannig veljist hæfir stjórnendur til að leysa erfið verkefni. Ég er efins.


mbl.is Ólafur Ragnar í ráðgjafarnefnd COP28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringrásarvitleysan

Það er eitthvað að koma mörgum Íslendingum á óvart þessa dagana að allt hringleikahúsið í kringum flokkun á rusli - tunnurnar, grenndargámarnir, móttökustöðvarnar, skilagjaldið, fækkun sorphirðudaga og síhækkandi sorphirðugjaldið - er meira og minna svikamylla. Það er í sjálfu sér ágætt að fólk sé að átta sig. En af hverju tók það svona langan tíma?

Flokkun á rusli og endurvinnsla eða endurnýting þess er einfaldlega spurning um verðmætasköpun. Sjái einhver hag sinn í því að gramsa í rusli í leit að efnum til verðmætasköpunar þá á það sér stað ef enginn stendur í vegi fyrir því. Hjá mínum gamla atvinnuveitanda var ruslið hreinlega selt því eitthvað annað fyrirtæki kunni að vinna verðmæti úr því. Ef lífrænn úrgangur er raunverulega verðmætur þá er einhver að kaupa hann af fólki og fyrirtækjum. Sama gildir um annan úrgang.

En enginn er auðvitað að leita að verðmætum í úrgangi. Íslendingar sigla pappír, plasti og öðru til fjarlægra ríkja gegn ógnargjaldi og mikið af þessu endar hreinlega í erlendum brennsluofnum frekar en íslenskum. Þetta jafnast á við að Íslendingar niðurgreiði orkureikninga annarra ríkja. 

Þetta er eitt stórt leikrit sem gagnast hvorki umhverfinu né loftslaginu og dregur í engu úr þörfum mannkyns til að afla sér nýrra hráefna til að búa til nýja hluti.

Venjulegt fólk á að geta losað sig við rusl í ruslatunnu. Allt rusl í eina tunnu (mögulega með rafhlöður og eitruð efni sem undantekningar). Síðan eiga sérfræðingar eða sérhæfðir aðilar að taka við og leita að verðmætum án þess að það bitni á þeim sem afhentu þau.

Slíkt fyrirkomulag eykur skilvirkni flokkunar og endurnýtingar eins og nýlegt norskt dæmi sýnir. Og í raun ættu dæmi að vera óþörf: Það segir sig sjálft að almenningur flokkar vitlaust og verr en fagmenn og færibönd, það er óhagkvæmt að sækja margar tegundir af rusli í mismunandi bílum úr hverri einustu ruslageymslu, opinbert og niðurgreitt bákn er aldrei að hugsa um hagkvæmni, auknar kröfur um flokkun eru ekki byggðar á óskum verðmætaskapandi fyrirtækja heldur embættismanna að eltast við tískusveiflur og seinast en ekki síst: Enginn hefur nennt að sýna fram á ávinninginn miðað við það sem áður var (allt rusl í eina tunnu), enda er hann enginn. Augljóslega.

Auðvitað er skítur eins oftar en ekki gull annars. Þannig hefur það alltaf verið og mannkynið hefur frá örófi alda alltaf reynt að nýta allt sem til fellur á meðan í því felast verðmæti. En hringrásarhagkerfið svokallaða, með öllum sínum tunnum og kröfum á venjulegt fólk, er hringavitleysa. Mikið er gott að sjá einhverja átta sig á því.


Heimurinn klofnar

Eftir margra ára aðdraganda réðust Rússar inn í Úkraínu í fyrra og afleiðingarnar hafa verið skelfilegar. Mannslíf hverfa og skemmdir breiðast út. En í stað þess að reyna knýja á um viðræður (sem meðal annars fela í sér að sprengjuregn úkraínskra hersveita á íbúa Austur-Úkraínu stöðvist) og stöðva átök og draga hermenn til baka hefur að því er virðist öllum árum verið róið að því að magna upp átökin. Vopnum og peningum er dælt inn á átakasvæði og heilu borgirnar að leysast upp í duft. 

Viðskiptahindrunum hefur verið beitt gegn Rússlandi síðan Vesturlöndum tókst að koma á valdaráni í Úkraínu árið 2014 og blautur draumur margra að sjá rússneska ríkjasambandið leysast upp í frumeindir og bæta þannig aðgengi vestrænna hernaðarvelda að austasta hluta Evrópu. Ásælni Vesturlanda í lönd annarra er óseðjandi og spillt og brothætt ríki eins og Úkraína mjög heppileg leppríki til að fela allskyns ósiðlega starfsemi. Ef þessir Rússar gætu nú bara haldið sig fjarri!

Hvað um það. Nú hafa viðskiptahindranirnar ekki virkað enda hafa flest ríki heims enga sérstaka afstöðu til deilumála Úkraínu og Rússlands. Þetta fer í taugarnar á Evrópusambandinu.

Að sögn telur ESB að fyrri tíu refsiaðgerðir þess sem beinast að ráðstöfunum til að tæma stríðskistu Vladimírs Pútíns hafi verið sniðgengnar. Þess vegna gæti komandi pakki miðað við önnur lönd sem hjálpa Moskvu að forðast viðskiptabann sitt, að sögn.

Allt þetta er gert samkvæmt ákvörðun seinasta fundar G7 í Hiroshima um að „svelta Rússland af G7 tækni, iðnaðarvarningi og þjónustu sem styður stríð þess.

Þess má geta að Rússland á stærð við heimsálfu og komandi landfræðileg útvíkkun á áhrifum Moskvu í gegnum þáverandi Sovétríkin hefur alltaf vakið öfund Vesturlanda.

********** 

Reportedly, the EU thinks that its earlier ten sanctions focusing on measures to empty Vladimir Putin’s war chest have been circumvented. Therefore, the block’s coming package could target other countries helping Moscow dodge its trade embargo, it is said.

All this is being done by as per the decision of the latest Group of Seven summit at Hiroshima to “starve Russia of G7 technology, industrial equipment and services that support its war.”

It may be noted that a continental-sized Russia and the future geographical expansion of Moscow’s influence through the then Soviet Union (USSR) had always evoked Western envy.

Takið eftir: Komandi viðskiptahindranir eiga að bitna á ríkjum sem hjálpa Moskvu að forðast viðskiptahindranir!

Svona talsmáti er auðvitað bara notaður til að kynda undir óeiningu og sundrun. Á núna að beita Mexíkó, Nígeríu, Íran og Indónesíu viðskiptahindrunum fyrir að kaupa og selja ávexti, járn, olíu og fatnað? 

Það er ekki skrýtið að samstarf Brasilíu, Indlands, Kína, Rússlands og Suður-Afríku (BRICS) sé orðið mjög eftirsótt og umsóknir streyma inn. Vantraust á Vesturlönd fer vaxandi, og má þar sérstaklega nefna sem ástæðu vopnavæðingu bandaríska dollarans þegar eignir eru frystar og sjóðir gerðir upptækir. 

Heimurinn er að klofna, og ástæðan er fyrsta fremst sú að Vesturlönd eru að höggva og berja og búa til sprungur og gil.

Niðurstaðan verður sú að allir tapa.


Kúgun kvenna

Á einum stað stendur, sem kynning á frægri bók:

Á tíma þar sem konur höfðu ekki kosningarétt, tilheyrðu eiginmanni sínum gagnvart lagabókstafnum og allar eignir þeirra og fé var í umsjá hans, gefur John Stuart Mill út hið nauðsynlega tímamótaverk Kúgun kvenna.

Mill færir rök fyrir lagalegu og félagslegu jafnrétti milli karla og kvenna. Og að hinn lagalegi mismunur kynjanna; þeim misrétti sem kvennfólk stendur frammi fyrir, sé hin mesta hindrun fyrir framförum mannkynsins.

Á þeim tíma er bókin kom út, árið 1869, ögraði hún hinum hefðbundnu félagslegu viðmiðum og hlutverkum kynjanna svo um munaði og hrykti í þeim stoðum svo eftir varð tekið um gjörvalla Evrópu.

Þetta er góð bók og rökföst. Hún hafði mikil áhrif. Mögulega hrinti hún af stað byltingu sem færði konum að lokum jafnan lagalegan sess á við karlmenn, á Vesturlöndum að minnsta kosti.

Núna þarf að skrifa aðra bók um nýja tegund á kúgun kvenna: Kúgun á draumum þeirra, vonum og væntingum. Sú kúgun felst í því að stilla konum upp fyrir framan eða við hlið karlmanns og segja þeim að keppa í hraða og styrk. 

Gegn þessari kúgun berjast í raun ekki margir. Mögulega bara sárafáir. Það gladdi því hjarta mitt að lesa um baráttu fjögurra ungra frjálsíþróttakvenna sem horfa nú á eftir öllum titlum og sigrum í hendur tveggja karlmanna sem fá að hlaupa við hliðina á þeim, þvert á vilja þeirra.

Stjarna Mitchell reis hratt á fyrstu dögum sínum þegar hún keppti í brautinni. En vonir hennar um að ná ríkismeistaratitli mættu óvæntum og næstum ómögulegum vegtálma þegar hún neyddist til að keppa á móti karlkyns hlaupara sem á endanum batt endi á annars góða möguleika hennar á að vinna ríkismótið.

**********

Mitchell was a fast riser in her early days competing in track. But her hopes of capturing a state championship hit an unexpected and almost impossible-to-imagine roadblock when she was forced to compete against a male runner who ultimately derailed her otherwise promising chances of winning the statewide tournament.

Skiljanlega eru vonbrigðin mikil. Þetta er fáránlegt.

Í öllum íþróttum er keppt í aldursflokkum upp að ákveðnu marki. Í mörgum er keppt í þyngdarflokkum. Kynjaskipting íþróttanna er ekki eitthvað hugarfóstur fordómafullra þverhausa. Hún er einfaldlega nauðsynleg svo allir geti verið með og keppt á grundvelli hæfileika og þjálfunar. Auðvitað eru ekki allir karlmenn eins og allir kvenmenn eins - sumir eru hærri en aðrir eða með stærri bein, lengri hendur og sterkari hásinar - en menn hafa reynt að búa til ramma þar sem konur og karlar geta að minnsta kosti reynt að sigra á því sem næst jafnréttisgrundvelli.

Núna á að taka þetta af konum, með kúgun. Kúgun kvenna er í boði okkar, nútímalegu og upplýstu og umburðarlyndu og víðsýnu og vel menntuðu fólki sem telur sig vera að berjast fyrir betri heimi en er í raun að berjast fyrir myrkri tálsýn fámennrar klíku fólks sem hatar það sem er kvenkyns, margt hvert klætt eins og kvenmenn til að hylja typpi og pung.

Ekki er hægt að reikna með fjölmiðlum til að fjalla um þetta. Þeir eru troðfullir af froðu um skilnað fræga fólksins, nýjustu uppskriftina á steinbít og stjörnuspánni fyrir næsta mánuð eða viku eða dag eða hvernig það nú er. Ekki er hægt að reikna með stjórnmálamönnum. Þeir eru of uppteknir að kaupa atkvæði fyrir peningana þína og vanrækja í leiðinni allar skyldur sínar við almenning og kjósendur. Ekki búast við því að góða fólkið taki upp hanskann fyrir kúgaðar konur - það er of upptekið af því að fylgjast með nýjustu samsæriskenningum og falsfréttum yfirvalda og fjölmiðla á bandi þeirra til að taka eftir.

En vonandi eiga konur sér einhverja talsmenn. Kannski John Stuart Mill þurfi að stíga um stundarsakir úr gröfinni og uppfæra bók sína með rökum gegn hinni nýju kúgun kvenna. Nema hann komist ekki upp því hann er búinn að bylta sér í henni af hneykslun.


Báknið blæs líka út eftir sameiningar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær þau áform að sameina tíu af stofnunum ráðuneytisins í þrjár stofnanir. Orðið hagræðing er meðal annars notað til að lýsa þessari æfingu. En sjáum til með það.

Vissulega fækkar forstöðumönnum og forstjórum úr 10 í 3, en það er engin ávísun á hagræðingu. Mögulega verða allir þessir forstöðumenn taldir bráðnauðsynlegir í sameinuðum stofnunum og fá að vera áfram, með nýjan titil. Stærri opinberar stofnanir stækka jafnvel hraðar en þær litlu enda er hver viðbót starfsmanns nú orðin hlutfallslega minni og því hægt að bæta mörgum við án þess að heildin stækki mikið sem afleiðing.

Einhver blaðamaður ætti að taka saman lista yfir alla starfsmenn allra stofnananna tíu í dag og bera svo saman við starfsmannalista sameinaðra stofnana, t.d. ári eftir að sameining er að fullu gengin í garð. Mér finnst líklegt að samanlagður fjöldi starfsmanna verði meiri en í dag. Stór bákn stækka hraðar en lítil og eru duglegri að búa sér til verkefni. 

Hefði ekki mátt leggja eitthvað af þessu batterí niður? Kannski skoða stofnanafrumskóginn eins og hann var fyrir 20 árum síðan og spyrja sig: Hvað bættist við og af hverju, og hefur það haft áhrif? Vissulega hafa lög og reglur breyst sem þrýsta á stækkun báknsins, en slík lög má afnema. Ekki dugir hér að benda á ESB og EES og kenna þeim stofnunum um - Íslendingar innleiða hraðar og á meira íþyngjandi hátt en mörg ESB-ríki (í Danmörku má ennþá gefa viðskiptavinum ókeypis plastpoka í ávaxta- og grænmetisdeildinni, svo dæmi sé tekið, enda henda Danir mjög sjaldan plastruslinu sínu í sjóinn þar sem það berst í lífríkið). 

Ég vona að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eyði ekki of miklu af starfsþreki sínu í þessa tilgangslausu æfingu sem mun ekki gera neitt nema espa opinbera starfsmenn upp og á endanum leiða til þess að báknið þyngist enn meira fyrir venjulega borgara.


mbl.is Tíu stofnanir sameinaðar í þrjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðasprauturnar

Ég hef á þessari síðu stundum kallað sprauturnar gegn COVID-19 dauðasprauturnar. Það er af því að allskyns gögn frá fjölda ríkja hafa í langan tíma gefið til kynna nokkur tengsl á milli umframdauðsfalla og sprautu fyrir utan allar alvarlegu aukaverkanirnar sem drepa ekki strax heldur seinna í kjölfar veikinda sem koma jafnvel ekki í ljós fyrr en við krufningu (þ.e. þegar menn sætta sig ekki einfaldlega við skyndilegt dauðsfall ungrar og hraustrar manneskju).

Núna þarf ég ekki að nota orðið dauðasprauturnar sem uppnefni heldur sem mjög góða lýsingu á staðreyndum sprautnanna, þökk sé nýútgefinni rannsókn þýskra vísindamanna sem enginn fjölmiðlamaður mun þora að snerta með priki. (Hengi rannsóknina við sem skjal til öryggis, ef hreinsieldur ritskoðunar þurrkar hana út.)

Rannsóknin heitir Estimation of Excess Mortality in Germany During 2020-2022 (DOI: 10.7759/cureus.39371) og hún leynir á sér því höfundar fara sparlega með stóru orðin í þeim köflum sem blaðamenn lesa (útdráttur og niðurstöður). Það þarf að kafa aðeins til að finna sláandi niðurstöður. 

Tvö lítil dæmi:

Aldursháð greining sýndi mikla umframdánartíðni sem kom fram á árunum 2021 og 2022 stafaði aðallega af aukningu dauðsfalla yfir meðallagi í aldurshópum á milli 15 og 79 ára. Greining á mánaðarlegri umframdánartíðni í aldurshópum á milli 15 og 79 ára sýndi að há umframdánartíðni byrjaði að safnast upp frá og með apríl 2021. Svipað mynstur varð fyrir fjölda andvana fæddra, sem var svipaður og undanfarin ár fram í mars 2021, eftir það varð einnig skyndileg og viðvarandi fjölgun. ...

Tímasambandið milli bólusetninga og umframdauða er sérstaklega áberandi fyrir þriðju bólusetninguna. Í september og október 2021 fylgdi lítilli fjölgun þriðju bólusetninga í upphafi tiltölulega lítil aukning umframdauða. Í nóvember og desember 2021 fjölgaði þriðju bólusetningunum mikið ásamt tiltölulega mikilli aukningu umframdauða. Í janúar 2022 fækkaði þriðju bólusetningum verulega, samfara því að umfram dauðsföllum fækkaði tiltölulega mikið.

**********

An age-dependent analysis showed that the strong excess mortality observed in 2021 and 2022 was mainly due to an above-average increase in deaths in the age groups between 15 and 79 years. The analysis of the monthly excess mortality in the age groups between 15 and 79 years showed that the high excess mortality started to accumulate from April 2021 onward. A similar pattern was observed for the number of stillbirths, which was similar to the previous years until March 2021, after which also a sudden and sustained increase was observed. ...

The temporal relationship between the courses of vaccinations and excess deaths is especially pronounced for the third vaccination. In September and October 2021, the initial small increase in the number of third vaccinations was accompanied by a comparably small increase in excess deaths. In November and December 2021, the number of third vaccinations increased sharply, accompanied by a comparably sharp increase in excess deaths. In January 2022, the number of third vaccinations decreased sharply, accompanied by a comparably sharp decrease in the number of excess deaths.

sprautaÞetta eru ekki fréttir fyrir mér en engu að síður er sláandi að sjá línuritin, túlkun vísindamannanna og það hversu hratt dauðasprauturnar tóku líf, og þá sérstaklega sú þriðja (sem var á þeim tíma gegn löngu útdauðu afbrigði veirunnar).

Höfundar rannsóknarinnar stíga mjög varlega til jarðar í túlkunum sínum á gögnunum og virðast svolítið efins um sláandi niðurstöður sínar. En það er auðvitað vísindamanna að ræða aðferðafræði, gæði gagna, skiptingar í tímabil og aldurshópa og túlkanir í opinni vísindalegri umræðu án ritskoðunar, og vonandi gera þeir það.

En ég held mig við heitið dauðasprauturnar og finnst það jafnvel eiga meiri rétt á sér en nokkru sinni. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband