Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Hvaða efnahagsáætlun?

Nú veit ég ekki um hvaða efnahagsáætlun Íslands á að fjalla, en fyrir mér virðist hún fyrst og fremst snúa um að fá lán til að greiða fyrir neyslu og fjármagna hallarekstur á íslenska ríkinu.

Á einum stað er spurt:

Það er kannski kominn tími til að skoða í hvað á að nýta þessi fínu lán frá fínu frændum okkar á Norðurlöndunum. Fljótt á litið virðist ríkisstjórnin hafa hugsað sér þrennt:

  • Í fyrsta lagi á að nota þessi lán til að komast hjá því að spara hjá hinu opinbera. Það á einfaldlega að reka ríkissjóð með yfir 100 milljarða króna halla á ári um ókomna tíð.
  • Í öðru lagi á að nota lánsféð til styðja við pappírspeninga ríkisins með gjaldeyrisvaraforða.
  • Í þriðja lagi verður féð notað til að greiða, já, lausn úr Icesave ánauðinni, bæði óheyrilega vexti af lánum Breta og Hollendinga til Tryggingasjóðs og svo höfuðstólinn hrökkvi eignir þrotabús Landsbankans ekki til.

Það hefur lítil sem engin umræða farið fram um þessa ráðstöfun á lánsfénu sem ríkisstjórnin þráir. Er einhver glóra í þessum þremur útgjaldapóstum?

Það eru sterk rök fyrir því að íslenska ríkið sé á höttunum eftir lánum til að geta stundað áframhaldandi hallarekstur á hinu opinbera, og komast þannig hjá öllum sársaukafullum niðurskurðaraðgerðum. Ef einhver hefur rökstuddan grun um að svo sé ekki, þá vil ég gjarnan heyra af því.

Vinstri stjórnin veit að hún lifir ekki af næstu kosningar. Í mínum huga er því takmark hennar fyrst og fremst að halda stjórnarsamstarfinu lifandi fram að kosningum, og í millitíðinni:

  • Þenja "öryggisnetið" út svo það nái yfir enn fleiri en áður, og þegar næsta ríkisstjórn þarf að fara taka til, þá geta vinstrimenn hrópað að hinum vondu hægrimönnum sem "stækka möskva velferðarkerfisins" og "taka frá þeim sem minnst mega sín"
  • Keyra gælumálum sínum í gegnum stimplunarverksmiðjuna á Alþingi eins hratt og hægt er svo þau séu ekki lengur til umræðu (fyrst og fremst boð og bönn), og þegar næsta ríkisstjórn vill gefa svolítið af frelsinu til baka þá geta vinstrimenn hrópað að hinum vondu hægrimönnum sem vilja "leyfa mansal" og "spilla börnunum okkar"
  • Beina athyglina að öllu öðru en eigin vanhæfni. Hvað hefur batnað síðan núverandi ríkisstjórn tók við fyrir um ári síðan? Getur einhver sagt mér það? Hversu lengi á stjórnin að komast upp með að benda á eitthvað sem var rætt fyrir hálfu öðru ári síðan til að afsaka sig?

Hún kann á fjölmiðla, þessi ríkisstjórn, og hefur þá raunar í vasanum. En almenningur lætur ekki blekkjast að eilífu. Vonandi.


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'Öllum öðrum að kenna' /SJS

Núna virðist öll orka ríkisstjórnarinnar fara í eftirfarandi:

  • Skjóta á samstarfsflokkinn
  • Hraða gælumálum vinstrimanna í gegnum afgreiðsluvél framkvæmdavaldsins, Alþingi Íslendinga (boð og bönn þá yfirleitt)
  • Henda "öryggisnetinu" yfir sem flesta, svo sem flestir verðir háðir hinu opinbera, og kjósi þar með vinstriflokkana í framtíðinni
  • Kenna "sundurlyndisöflum" um að ekki er einróma sátt við ánauðarsamninga og skattahækkanir og hallarekstur á stjórnarheimilinu

Það er sennilega ríkisstjórninni til happs að sumarfrí Alþingismanna taki nú bráðum við því hún virðist á suðupunkti og ráðalaus með öllu.


mbl.is Sundurlyndisfjandann má ekki magna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leshringur hægri mannsins

Vinstrimenn eiga mörg athvörf í fjölmiðlun nútímans. RÚV og Fréttablaðið fara þar fremst í flokki, en fréttastofa Stöðvar 2 er þar ekki fjarri. DV vitaskuld eldrautt að innan sem utan. Hverju er ég að gleyma?

Hægrimenn eiga samt nokkur athvörf.

  • Fuglahvís AMX.is - ummæli og ýmis skrif túlkuð og sett í stærra samhengi umræðunnar og stjórnmála
  • t24.is - "vettvangur hægrimanna"
  • Vefþjóðviljinn - ómissandi fyrir þá sem vilja kjarna málsins. Besta íslenska vefritið

"Soft" hægri fæst svo frá Deiglan.com og Frelsi.is en ekkert sem réttlætir meira en vikulegt innlit eða rétt rúmlega það til að renna yfir fyrirsagnirnar.

Einhverju við þetta að bæta? Athugasemdir óskast.


Störf verða til annars staðar

Þeir eru margir sem hafa ekki lesið svo mikið sem eina litla bók um grundvallaratriði hagfræðinnar. Aðrir hafa hugsanlega lesið eitthvað slíkt, en án þess að læra nokkurn skapaðan hlut, og tala því eins og þeir hafi ekkert lesið.

Hér er að finna knappan en gríðarlega efnismikinn texta um svokallaða "atvinnusköpun" hins opinbera, hvort sem hún fer fram með útboði verkefna sem skattgreiðendur borga (leið Sjálfstæðisflokksins), eða beinni útvíkkun á hinu opinbera (leið Samfylkingarinnar).

Örlítill texti úr kafla sem er allur svo ágætur (feitletrun mín):

Everything we get, outside of the free gifts of nature, must in some way be paid for.The world is full of so-called economists who in turn are full of schemes for getting something for nothing. They tell us that the government can spend and spend without taxing at all; that is can continue to pile up debt without ever paying it off because “we owe it to ourselves.” We shall return to such extraordinary doctrines at a later point. Here I am afraid that we shall have to be dogmatic, and point out that such pleasant dreams in the past have always been shattered by national insolvency or a runaway inflation. Here we shall have to say simply that all government expenditures must eventually be paid out of the proceeds of taxation; that inflation itself is merely a form, and a particularly vicious form, of taxation.

 Afleiðing þessa er svo ósköp einföld (feitletrun mín, skáletrun eftir höfund textans):

Therefore, for every public job created by the bridge project a private job has been destroyed somewhere else.We can see the men employed on the bridge. We can watch them at work. The employment argument of the government spenders becomes vivid, and probably for most people convincing. But there are other things that we do not see, because, alas, they have never been permitted to come into existence. They are the jobs destroyed by the $10 million taken from the taxpayers. All that has happened, at best, is that there has been a diversionof jobs because of the project.More bridge builders; fewer automobile workers, television technicians, clothing workers, farmers.

Í stuttu máli: Dagur og raunar flestir stjórnmálamenn vilja sjúga fé út úr hinum verðmætaskapandi einkageira, og veita í störf sem þeir geta síðan bent kjósendum á að séu til og "hafi orðið til" fyrir tilstuðlan þeirra. Það sem gleymist er að skattheimtan varð til þess að önnur störf urðu ekki til. En á það benda fáir.

Einkavæðingar"bylgja" Sjálfstæðisflokksins verður engum til gagns nema fjárþörf Reykjavíkurborgar minnki. Ef það er raunin, þá styð ég hana heils hugar. En ef borgin ætlar ekki að draga úr skattheimtu í kjölfar sparnaðaraðgerða, þá getur Dagur sofið rólegur, því þá er skattgreiðendum enginn greiði gerður.


mbl.is „Mörg hundruð störf í húfi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekjumörk? Villandi hugtak

Þau tekjumörk miða við 60 prósent af miðgildi tekna í landinu og námu árið 2009 rúmum 160 þúsundum fyrir einstakling.

Það er vissulega ekki gott að vita til þess að á Íslandi finnist fátækt. Fátækt sem felur í sér matarskort, léleg klæði og ókynt húsnæði. Fátækt sem heldur fólki frá gæðum lífsins.

Sé slík fátækt útbreidd á Íslandi þá er hún samt ekki að sjást í tölunni "31 þúsund manns" sem lifa undir svokölluðum "tekjumörkum" á Íslandi. Til þess að sjá raunverulega fátækt á Íslandi þarf að líta á aðra mælikvarða. Hugtakið "tekjumörk" er ónothæft. Hvers vegna? Jú því það segir ekkert til um fátækt en allt til um það hvað ákveðinn hluti þjóðarinnar hefur í tekjur miðað við einhvern annan hóp.

Smá hugsanatilraun: Segjum sem svo að til Íslands flyttist fyrirtæki sem borgaði öllu háskólamenntuðu fólki 50% meira í laun en önnur fyrirtæki á landinu. Segjum sem svo að þetta fyrirtæki næði að ráða til sín megnið af háskólamenntuðu fólki á landinu, og borga því hin nýju og himinháu laun. 

Hvað gerist þá fyrir mælikvarðann "tekjumörk"? Jú, samkvæmt honum þá snarfjölgar í þeim hópi sem "lifir undir tekjumörkum", því ætla mætti að miðgildi launatekna væri nú hærra en áður.

Með öðrum orðum: Af því einhverjir hækka í tekjum, á meðan aðrir standa í stað, þá gómar skilgreining "tekjumarka"  mun fleiri einstaklinga en áður, og fjölmiðlamenn fá nóg til að skrifa fyrirsagnir um!

Tökum aðra tilraun: Íslendingar, allir sem einn, flytjast til einhverrar kantónunnar í Sviss. Þeir halda launum sínum og jafnvel kaupmætti. En skyndilega eru Íslendingar "undir tekjumörkum" ekki 31 þúsund talsins, heldur 300 þúsund! Af hverju? Jú af því miðgildi tekna 30 milljóna Svisslendinga er mun ofar en áður. 

Nei, ónei. Svona á ekki að tala um þá sem minnst hafa á milli handanna. Það er hreinlega móðgandi fyrir þá sem hafa raunverulega lítið á milli handanna og geta kallast fátækir í raun og veru.


mbl.is Tíu prósent undir tekjumörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin forgangsröðun á Alþingi

Það er margt við það að athuga að kvenfólki sé bannað að fækka fötum gegn greiðslu á löglegum stöðum þar sem gæsla og almennt eftirlit er með starfseminni. Það má setja ýmislegt út á að setja lög á forsendum siðferðisvitundar ákveðins hóps sem er sennilega sá sem hvað síst sækir inn á nektarsýningar (eða hvað?) og ætti því að hneykslast minnst. Það er margt við hið nýja bann að athuga.

Eitt má samt setja út á hið nýja bann sem stjórnarandstaðan ætti að taka sérstaklega til sín, og það er að á tímum hnignandi hagkerfis (þar sem stjórnin gerir illt verra með hverjum deginum) sé púðrinu á Alþingi eytt í að banna fólki að afklæðast. Var ekki viðkvæðið á tímum "búsáhaldabyltingarinnar" það að á meðan úti geisaði kreppa þá ræddu Alþingismenn um afnám banns við sölu áfengis í almennum verslunum, og að slíkt væri ekki við hæfi? Nú, þegar slæm niðursveifla í hagkerfinu er að verða að djúpri kreppu, eyða þingmenn orku sinni og tíma í að þrýsta ákveðinni tegund starfsgreinar niður í dýpstu lög neðanjarðarhagkerfisins, þar sem lög og reglur eru hljóm eitt.

Til hamingju, siðapostular Íslands. Komandi eymd margra er á ykkar ábyrgð, og kreppan er að dýpka á meðan þið atist út í klæðaburð annarra (eða skort þar á). 


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talar Dagur nú máli skattgreiðenda?

Þeir eru fáir dagarnir og langt á milli þar sem ég tek heilshugar undir með einhverju sem Samfylkingin segir, en í dag er einn slíkur!

Nú eru Sjálfstæðismenn í borginni á fullu við að skera enn frekar á rætur sínar sem borgaralegur hægriflokkur (softy sósíaldemókratar) og á fullri leið í eldrauða vinstriátt þar sem launatekjur og fé skattgreiðenda er einfaldlega kallað "ónýttur tekjustofn" ef það er ekki sogið upp af öllu afli og ofan í hyldýpi hins opinbera reksturs.

Sem betur fer er "andstaða" við slíkt pólitískt sjálfsmorð og hugmyndafræðilega sviksemi. Þó ekki í hópi Sjálfstæðismanna, heldur frá sjálfum doktor Degi sem ekki seinna en í seinustu viku boðaði harðkjarna keynesisma á kostnað reykvískra útsvarsgreiðenda (fjáraustur í nafni verðmætasóandi atvinnubótarvinnu). 

Hinn hugmyndafræðilegi ís Sjálfstæðismanna er orðinn ansi þunnur um þessar mundir. Muna menn ekki hvernig Davíð Oddsson varð vinsælasti borgarstjóri borgarinnar fyrr og síðar og endurkjörinn með rússneskum kosningum af himinlifandi borgarbúum? Hann lofaði beinlínis að fækka höfðum í stjórnsýslunni og taka til og greiða niður skuldir. Og gerði það. Og uppskar lof og vinsældir fyrir.

Nú er öldin önnur. Nú halda Sjálfstæðismenn flokksfundi um kosningamál sín með það að markmiði "að ná góðu kjöri". Er þá munurinn á Sjálfstæðisflokki og VG/Samfylkingu nokkuð það mikill?


mbl.is Lagt til að bæta golfvöll fyrir 230 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið komi sér úr veginum

Starfsgreinasambandið setur nú fram hugmyndir sínar um framkvæmdir sem það vill að farið verði í á Íslandi á næstu misserum. Sumt eiga útlendingar að fjármagna, annað er á herðum innlendra aðila og svo eru það auðvitað framkvæmdir hins opinbera.

Ég vil beina því til Starfsgreinasambandsins og annarra að vera ekki að heimta of margar framkvæmdir á kostnað skattgreiðenda, því þær eru ekki "sköpun" á störfum og verðmætum, heldur tilflutningur í besta falli. Ríkið tekur frá einum og afhentir öðrum, þá ýmist af núlifandi skattgreiðendum með skattheimtu, eða af skattgreiðendum framtíðar með skuldsetningu. Brúin sem ríkið byggir í dag fyrir fé skattgreiðenda eru allar þær fjárfestingarnar sem skattgreiðendur gátu ekki komið á laggirnar því fé þeirra var fjarlægt af hinu opinbera. Sjá nánar hér.

Hreinlegast er að benda ríkisvaldinu á að koma sér úr veginum og að þannig sé hjólum atvinnulífsins hraðast komið af stað á nýjan leik. Ríkið er að gera allt nema það í dag. Eða eins og segir á einum stað:

Það má vel vera að það sé lítill áhugi á því almennt í fjármálaheiminum að lána til Íslands. En að það tengist Icesave með öðrum hætti en þeim að áhugi muni minnka enn frekar ef ríkissjóður verður hlaðinn skuldum er fjarstæða.

Miklu nær væri að líta til þeirra skemmdarverka sem ríkisstjórnin hefur unnið á skattkerfinu að undanförnu. Hækkun og flæking á tekjuskatti einstaklinga, hækkun á tekjuskatti fyrirtækja, hækkun á fjármagnstekjuskatti, hækkun á launaveltuskattinum tryggingagjaldi, hækkun á eldsneytisgjöldum, bifreiðagjöldum og áfengisgjöldum svo eitthvað sem nefnt eykur ekki líkur á að menn vilji leggja fé í íslenskt atvinnulíf.

 Ríkisvaldið er beinlínis að valda vísvitandi skemmdarverkum á nú þegar löskuðu hagkerfi. Það fer varla framhjá neinum lengur. Og gegn því þarf að álykta. 


mbl.is Krefjast aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin neysla = aukin vandræði

The true tragedy of a fiat money regime is that bogus economic growth by way of monetary and fiscal stimulus can go on only until either the collapse of hyperinflation brings an end to the artificial boom or the amount of accumulated debt makes state bankruptcy inevitable.  (#)

Keynes er dauður, en kenningar hans lifa góðu lífi. Og það þótt þær hafi margsýnt að þær eru engum til bóta.

Frétt segir:

Hins vegar jókst sala á nýjum bílum um 26,4% í Bretlandi, 18,2% í Frakklandi, 20,6% á Ítalíu og 47% á Spáni. En rekja má aukninguna til úrræða sem stjórnvöld í ríkjunum bjóða almenningi upp á í þeim tilgangi að auka neyslu á nýjan leik.

 Með öðrum orðum: Almenningi er talin trú um að niðurgreiðsla skulda og aukinn sparnaður séu vondar hugmyndir, en að auka á skuldir sínar með kaupum á nýjum bílum sé góð hugmynd!

Kenningar Keynes um samlegðaráhrif neyslu á uppsveiflu í hagkerfinu eru rangar. Almenningur ætti ekki að vera eyða nýprentuðum peningum í neyslu. Hann ætti að vera greiða niður skuldir sínar og auka sparnað, og hið opinbera ætti á sama tíma að rífa niður peningaseðlaprentvélar sínar. Á þann hátt minnkar eftirspurn eftir neysluvarningi, og verð á honum lækkar, um leið og neytendur greiða upp skuldir sínar. 

Hver man eftir djúpri og sársaukafullri, en jafnframt skammlífri kreppunni árin 1921-23 í Bandaríkjunum? Ekki margir. Hverjir kannast við "Kreppuna miklu" sem hófst árið 1929 þar í landi? Sennilega flestir. Hverjir vita af hverju önnur kreppan rann fljótt yfir, en hin varð sú langlífasta sem um getur? Essasú?


mbl.is Aukin bílasala í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt fyrir hagkerfi USA

Hvað vantar í eftirfarandi frásögn?

Óvænt söluaukning hjá bandarískum smásöluaðilum í febrúar hefur aukið á bjartsýni þar í landi um að efnahagur þar sé á réttri leið ...

Í hana vantar til dæmis eftirfarandi upplýsingar:

  • Neytendur í Bandaríkjunum eru að eyða lánuðu fé - halli á rekstri ríkisins í febrúar-mánuði var til dæmis sá stærsti nokkurn tímann.
  • Störf eru ennþá að gufa upp í Bandaríkjunum í stórum stíl. Ekki er því hægt að útskýra neysluaukningu með tekjuaukningu.
  • Bandaríkjamenn og ríkisvald þeirra sitja ofan á gríðarmiklum skuldum sem engar líkur eru á að verði greiddar niður, og sérstaklega ekki ef því er ýtt að Bandaríkjamönnum að halda áfram að eyða frekar en að spara og greiða niður skuldir.
  • Þær hagstærðir sem mæla velmegun með neyslu voru þær sem voru í hvað hæstum hæðum daginn fyrir hrunið. Þær eru marklausar þegar kemur að því að meta heilsu hagkerfis, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.

En ekki virðast lexíurnar eftir hrunið hafa orðið margar hjá blaðamönnum og eftirlætisálitsgjöfum þeirra. Áfram er einblítt á neyslu og eyðslu. Á Íslandi ætlar ríkisvaldið sér að skuldsetja Ísland út úr kreppunni, rétt eins og í Bandaríkjunum. Þetta er rangt meðal og vont, og nákvæmlega það sem grefur hagkerfi í holu í stað þess að reisa þau við.

Keynes er dauður. Hvernig væri nú að jarða kenningar hans líka?


mbl.is Óvænt aukning í smásölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband