Hlutverk seđlabanka er ţá hvađ?

Athyglisverđ stađhćfing:

Talsmađur ráđgjafastofunnar segir ađ kreppan hafi dregiđ verulega úr trausti manna á fjármálastofnunum, og slíkt vantraust hafi ekki sést í langan tíma.

 Nú ţykist ég vita ađ afar fáir hafa kynnt sér sögu og uppruna seđlabanka víđa um heim, enda ekki kenndur stafkrókur um slíkt á neinum stađ í hinu almenna skólakerfi, og menn ţurfa ađ grafa slíkar frásagnir upp. Okkur er einfaldlega sagt ađ ţađ séu seđlabankar reknir í öllum ţróuđum ríkjum, ađ hlutverk ţeirra sé ađ skapa "stöđugleika" (bćđi í rekstri fjármálakerfa og verđlagi til neytenda) međ stjórnun peningamagns í umferđ, auk ţess sem margir ţeirra framleiđa reglur og hafa međ höndum einhvers konar eftirlit. Svona er ţetta í dag, svona hefur ţetta veriđ lengi, og svona eigi ţetta ađ vera í framtíđinni.

Nú skall á okkur fjármálakreppa. Sú stćrsta í sögunni. Međ mjög sterkum rökum hefur kreppan veriđ rakin til, já bíddu nú viđ, tilvist seđlabanka og ađgerđa ţeirra! Kreppur fyrir tíđ seđlabanka, t.d. í Bandaríkjunum, voru skarpar og oftar en ekki afleiđing mikillar peningaprentunar ríkisvaldsins til ađ fjármagna stríđ. En ţćr tóku fljótt af.

Hver getur giskađ á hvađa kreppa á 2. áratug 20. aldar í Bandaríkjunum hófst međ skelli á hlutabréfamarkađi, miklu atvinnuleysi og allsherjar hruni hlutabréfa? Kreppan 1921-23 er svariđ. Ţú hefur sennilega aldrei heyrt um hana. Seđlabankinn var passífur, forsetinn fékk heilablóđfall og gat ekki gert neitt, og kreppan rann út í sandinn á 2 árum. 

Hver getur giskađ á hvađa kreppa á 2. áratug 20. aldar í Bandaríkjunum hófst međ skelli á hlutabréfamarkađi, miklu atvinnuleysi og allsherjar hruni hlutabréfa? Kreppan mikla 1929 er svariđ, ţar sem Seđlabankinn hófst strax handa viđ ađ prenta peninga, og forsetinn sópađi ríkisvaldinu og skattgreiđendum undir hrúgu skulda og bjó til allskyns atvinnubótarverkefni. Sú kreppa endađi formlega međ heimsstyrjöld, en efnahagurinn jafnađi sig aldrei fyrr en ađhaldssamari stefna tók viđ eftir stríđiđ.

Seđlabankastarfsemi er slćm hugmynd og hana ber nú ađ grafa djúpt á ruslahaug sögunnar. Ţeir valda óstöđugleika frekar en ađ koma í veg fyrir hann. Ţeir vernda bankakerfiđ fyrir eđlilegri tortryggni neytenda. Ţeir ţynna út peninga fólks. Ţeir ríkistryggja óábyrga og glćfralega hegđun og auka ţar međ á hana allt ţar til skattgreiđendum er gert ađ taka skellinn. 

Tilraunin hefur nú varađ í um 100 ár. Hvenćr á ađ segja nóg komiđ, og ađskilja á ný ríkisvald og hagkerfi?


mbl.is Auđćfi skruppu saman og milljarđamćringum fćkkađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband