Hlutverk seðlabanka er þá hvað?

Athyglisverð staðhæfing:

Talsmaður ráðgjafastofunnar segir að kreppan hafi dregið verulega úr trausti manna á fjármálastofnunum, og slíkt vantraust hafi ekki sést í langan tíma.

 Nú þykist ég vita að afar fáir hafa kynnt sér sögu og uppruna seðlabanka víða um heim, enda ekki kenndur stafkrókur um slíkt á neinum stað í hinu almenna skólakerfi, og menn þurfa að grafa slíkar frásagnir upp. Okkur er einfaldlega sagt að það séu seðlabankar reknir í öllum þróuðum ríkjum, að hlutverk þeirra sé að skapa "stöðugleika" (bæði í rekstri fjármálakerfa og verðlagi til neytenda) með stjórnun peningamagns í umferð, auk þess sem margir þeirra framleiða reglur og hafa með höndum einhvers konar eftirlit. Svona er þetta í dag, svona hefur þetta verið lengi, og svona eigi þetta að vera í framtíðinni.

Nú skall á okkur fjármálakreppa. Sú stærsta í sögunni. Með mjög sterkum rökum hefur kreppan verið rakin til, já bíddu nú við, tilvist seðlabanka og aðgerða þeirra! Kreppur fyrir tíð seðlabanka, t.d. í Bandaríkjunum, voru skarpar og oftar en ekki afleiðing mikillar peningaprentunar ríkisvaldsins til að fjármagna stríð. En þær tóku fljótt af.

Hver getur giskað á hvaða kreppa á 2. áratug 20. aldar í Bandaríkjunum hófst með skelli á hlutabréfamarkaði, miklu atvinnuleysi og allsherjar hruni hlutabréfa? Kreppan 1921-23 er svarið. Þú hefur sennilega aldrei heyrt um hana. Seðlabankinn var passífur, forsetinn fékk heilablóðfall og gat ekki gert neitt, og kreppan rann út í sandinn á 2 árum. 

Hver getur giskað á hvaða kreppa á 2. áratug 20. aldar í Bandaríkjunum hófst með skelli á hlutabréfamarkaði, miklu atvinnuleysi og allsherjar hruni hlutabréfa? Kreppan mikla 1929 er svarið, þar sem Seðlabankinn hófst strax handa við að prenta peninga, og forsetinn sópaði ríkisvaldinu og skattgreiðendum undir hrúgu skulda og bjó til allskyns atvinnubótarverkefni. Sú kreppa endaði formlega með heimsstyrjöld, en efnahagurinn jafnaði sig aldrei fyrr en aðhaldssamari stefna tók við eftir stríðið.

Seðlabankastarfsemi er slæm hugmynd og hana ber nú að grafa djúpt á ruslahaug sögunnar. Þeir valda óstöðugleika frekar en að koma í veg fyrir hann. Þeir vernda bankakerfið fyrir eðlilegri tortryggni neytenda. Þeir þynna út peninga fólks. Þeir ríkistryggja óábyrga og glæfralega hegðun og auka þar með á hana allt þar til skattgreiðendum er gert að taka skellinn. 

Tilraunin hefur nú varað í um 100 ár. Hvenær á að segja nóg komið, og aðskilja á ný ríkisvald og hagkerfi?


mbl.is Auðæfi skruppu saman og milljarðamæringum fækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband