Fyrst er það tóbakið, svo er það fitan, svo er það ...

Nú virðist allir sem vilja láta banna eitthvað vera komnir í stríðsbúninginn enda er mjög stjórnlynt fólk við völd á Íslandi í dag, og því freistandi að láta reyna á sitt uppáhaldsbann.

Læknar álykta nú um allskyns boð og bönn á tóbaki. Margir taka vel í slíkan boðskap því tóbak er óhollt ekki satt? Það drepur, ekki satt? Og ekki bara þá sem reykja heldur alla í kringum reykingafólkið hreinlega! Djöfulsins viðbjóður!

En heldur fólk virkilega að þar verði látið staðar numið? Ónei. Þeir sem hafa atvinnu af því að setja reglur og framfylgja þeim, þeir þurfa meira. Þær stofnanir sem fá aukin verkefni og völd vegna einhvers bannsins vilja meira og meira af boðum og bönnum til að viðhalda fjárframlögum til sín og geta haldið áfram að vaxa.

Í Danmörku, þar sem ég bý, er banngleðin aðeins öðruvísi og kannski komin aðeins "lengra" í einhverjum hræðilegum skilningi. Hér er talað um að litamerkja matvæli eftir fituinnihaldi. Ákveðnar tegundir fitu eru hreinlega bannaðar. Alls kyns efni í matvælum, sem foreldrar okkar innbyrtu í stórum stíl og varð ekkert meint af, eru á bannlistanum. Hér er meira að segja rætt um hvað ákveðnar tegundir af skóm eru hættulegar okkur og umhverfinu, og skal þá engan undra að einhver tali um að herða reglurnar. 

Þið þarna sem viljið endilega að löggjafinn ýti tóbaki úr (löglegri) sölu - leiðin til ánauðar er vörðuð mörgum smáum skrefum! Viljið þið taka það fyrsta?


mbl.is Heimdallur andvígur sölubanni á tóbaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil alla vega láta banna rauðvínssósur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:07

2 identicon

Hreinlætið á eftir að drepa okkur einn daginn! Þvílíkt sem ég er sammála þér

Sigurjón (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:19

3 identicon

Astmi hefur verið vaxandi vandamál, eftir að fólk fór að þrífa börnin sín meira og betur. Kannski er verið að drepa ónæmiskerfið, venga ofþvottar...

Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband