Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Mánudagur, 31. mars 2008
Niðurstaða: Meginforsendurnar hafa ekkert breyst
Kristján L. Möller er sennilega duglegur maður, en skynsamur er hann ekki, og eitthvað virðist hann lesa lítið af greinum eftir menn með háskólagráður í skipulagsmálum. Virðingarleysi Kristjáns gagnvart skattgreiðendum er einnig töluvert, en það kemur sosem ekki á óvart.
Dæmi: Á Deiglunni birtist, þann 23. mars sl., grein á vefritinu Deiglunni eftir ágætan kunningja minn og mikinn heiðursmann, Samúel T. Pétursson (hann er einmitt með MS gráðu í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet með áherslu á borgarskipulag, borgarendurnýjun og samgöngur).
Þar segir meðal annars:
"Hugsunin um lestir í Reykjavík, eins og velflestum borgum, er ákaflega falleg. Og vera má að einhvern tímann verði aðstæður þannig að sjálfbært form þeirra, þ.e. með bæði öflugu þjónustustigi og öflugri markaðshlutdeild, verði að veruleika. Það má einnig vel vera að aðstæður í dag séu eilítið betri með þeim háa bensínkostnaði sem nú er orðinn að veruleika. En í grunninn hafa ákveðnar meginforsendurnar ekkert breyst."
Samúel rekur síðan í ítarlegu máli ástæður þess að lestarsamgöngur munu ekki þrífast í Reykjavík (eins og hún er byggð upp í dag).
Kristjón L. Möller: Lesa!
Samgönguráðuneytið tekur vel í að skoða léttlestakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. mars 2008
Almenn vanþekking almennings á markaðslögmálum slær nú í gegn
Andrés Magnússon er hugrakkur maður. Hann reynir að útskýra afleiðingar þess að innkaupsverð fyrir kaupmenn muni endurspeglast í innkaupsverði viðskiptavina matvöruverslana. Hann á hrós skilið fyrir hugrekki sitt í ljósi þess að íslenskur almenningur skilur ekki hagfræði.
Matvælaverð á Íslandi er hátt, raunar með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þessu átta margir Íslendingar sig á og vilja ráða bót á málinu. Spjótunum er samt ekki beint að ríkisvaldinu sem leggur álagningu á allar vörur í formi virðisaukaskatts, vörugjalda, tolla, skatta á tekjur starfsmanna matvöruverslana, skatta á hagnað matvöruverslana, skatta á bifreiðar sem keyra með matvælin frá höfn til lagers, skatta á rekstur flutningsfyrirtækja sem flytja matvæli til og frá Íslandi, skatta á eldsneytið sem knýr tæki og tól sem koma vörunni í nálægð neytandans, skatta á tæki og tól sem koma vörunni í nálægð neytandans, og svona mætti lengi telja.
Nei, blóraböggullinn er eigandi matværaverslunarinnar sem ákveður endanlega upphæð verðmiðans. Lausnin sem oftast er nefnd er sú að ráðast gegn hinum meintu okrurum með tækjum og tólum ríkisvaldsins.
Því er einnig gleymt að þótt evran sé dýr þá er dollarinn ódýr. Ef ekki væri fyrir viðskiptahindranir og tollamúra þá væri leikur einn að skipta um birgja og heildsölur og beina viðskiptum sínum til Bandaríkjanna í stað Evrópu.
Skilningsleysi á markaðslögmálunum og skaðlegum áhrifum ríkisvaldsins er mikið, og íslenskir kaupmenn fá að kenna á því. Því miður.
Hækkar matarverð allt að 30%? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 29. mars 2008
Hvernig á almenningur að verja sig?
Afvopnun almennings hefur kosti og galla. Einn kosturinn er sá, að mati þeirra sem styðja afvopnun almennings, að ef allir eru vopnlausir þá eru möguleikar lögreglunnar til að stöðva glæpi og framfylgja lögum mun meira. Það er lítið mál að nota lögreglukylfur og vopnaða sérsveit til að handsama vopnlausa glæpamenn og óróaseggi. Ef byssueign væri almenn þá er hætt við að mótstaða við yfirvaldið væri stærri og ofbeldisfyllri.
Ókostir við að halda almenningi óvopnuðum eru hins vegar líka til staðar. Einn er sá að almenningur getur ekki með neinu móti varið sig gegn einu né neinu. Sprautunálar, garðklippur og fleira slíkt eru aðgengileg "vopn" til að ógna varnarlausum almenningi. Stundum, í löndum óvopnaðs almennings, er meira að segja refsað fyrir að verja sig gegn glæpamönnum.
Lögin banna almenningi að eiga vopn til að verja sig. Glæpamenn kæra sig kollótta um slík lög. Þegar lögreglan er ekki líkamlega á staðnum er almenningur því með öllu varnarlaus gagnvart nánast hvaða hótun og vopnbeitingu sem er.
Eitthvað til að hugleiða kannski?
Rændu búð með garðklippum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 29. mars 2008
Íslendingar eiga að leggja niður alla tolla, einhliða
Íslenska ríkið gerir sér alveg rosalega erfitt fyrir með öllu þessi ping-pongi við Evrópusambandið ("við lækkum þetta ef þú lækkar hitt"). Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að bíða eftir að tollalækkanir verði "gagnkvæmar" - Íslendingar geta með einu pennastriki hent öllum sínum tollum út í hafsauga og ættu að sjálfsögðu að gera það í hvelli. Við getum hætt að grýta höfnina okkar þótt Evrópusambandið haldi áfram að grýta sína.
Ég er líka viss um að Evrópusambandið verði viljugra til að lækka tolla í stórum stíl ef ekki er um neitt að "semja" og tregðan öll á vallarhelmingi þess.
Gagnkvæmar lækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Öllu má nú nafn gefa - og peninga!
Nú veit ég ekki hvort þessi vitleysa um (ríkisstyrkt) "ár kartöflunnar" var bara auðveld leið til að beina athygli frjálshyggjumanna frá útþenslu ríkisins á öðrum sviðum eða hvað, en hvað er málið! Hvar liggja mörkin hjá ríkisbeljunni þegar kartaflan (íslenska) er núna komin í spena? Hvað næst? Ár lopapeysunnar? Ár hins íslenska bankamanns?
Ríkisvaldið hefur e.t.v. ekki alveg látið framhjá sér fara að það hefur tvöfaldað innheimtu sína (í verðbólguleiðréttum krónum talið) úr vösum íslenskra skattgreiðenda á seinasta áratug eða svo, en svo mætti samt halda.
Ég lýsi hér með eftir ári skattgreiðandans, þar sem allir skattar af launum verða lagðir niður í eitt ár (án þess að aðrir skattar hækki). Sjáum svo hvernig gengur að koma á sköttunum aftur. Sennilega yrði það ekki léttara en að koma kartöflubændum af ríkisspenanum þegar ár kartöflunnar er liðið og þar með uppskriftabóka með kartöfluréttum.
Kartöflunni kippt inn í 21. öldina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. mars 2008
Heimur kólnandi fer
Í dag snjóaði í Danmörku, enn einu sinni. Á Íslandi virðist vera hægt að skíða á ný og byggja snjóhús eins og þau sem ég byggði í æsku. Eilífar hita- og kuldasveiflur í andrúmslofti Jarðar virðast halda sínu striki, sama hvað við mennirnir dælum miklu CO2 út í það.
Myndin hér að neðan er tekin héðan. Heimildin er ein af þessum sem IPCC notar til að framleiða dómsdagsspár sínar, en væntanlega ekki þá næstu því allt í einu er heimurinn ekki lengur að stikna inni í CO2-skýi heldur kólna í sólblettafækkun.
Sem ríkir Vesturlandabúar í (semí)frjálsu markaðashagkerfi aðlögumst við í hvelli með dekkja- og yfirhafnarkaupum og -skiptum. Hvað ætlar fátæka fólkið bak við tollamúra vinstrimanna og annarra sem boða kaup á "innlendu til að minnka CO2-útblástur flutningaskipa" að gera? Bíða eftir næsta neyðaraðstoðargámi frá Rauða krossinum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 17. mars 2008
Rýma þarf stæði fyrir einkaflugvél Al Gore á Reykjavíkurflugvelli
Al Gore, sem hefur greinilega misst af seinustu hitastigsmælingum sem sýna að hitastig Jarðar er ýmist staðið í stað eða byrja að falla (á ný, í eilífri sveiflu sinni upp á niður), fyllir nú eldsneyti á einkaflugvél sína til að fljúga til Íslands og segja Íslendingum að hætta að fljúga svona mikið (og keyra, og kaupa varning sem krafðist orku til að búa til, og svo framvegis).
Vonandi talar hann fyrir tómum sal.
Að sjálfsögðu hef ég ekkert á móti því að Al Gore heimsæki hvern sem vill taka á móti honum, tali um hvað aðrir eiga að hafa það skítt (sérstaklega orkugrannir íbúar þróunarlandanna) til að ýta undir sölu bóka sinna og kvikmynda, og telji síðan aurinn þegar heim er komið. Ég vona bara að hann nái ekki svo mikið sem einni krónu úr vösum íslenskra skattgreiðenda. Nóg gerir Ólafur Ragnar af því án aðstoðar.
Al Gore flytur fyrirlestur hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. mars 2008
Femínismi og umhverfisvernd: Tveir óvinir hins frjálsa fyrirkomulags
"Hið frjálsa fyrirkomulag er eitthvað sem margir taka sem sjálfsögðum hlut. Eignarréttur okkar er (að mestu) virtur og verndaður af yfirvöldum okkar, tjáningarfrelsið er (nánast) ótakmarkað, skilningur okkar á ágæti fríverslunar er þónokkur og yfirvöld hafa smátt og smátt minnkað afskipti sín af flutningum fjármagns og varnings til og frá landinu.
Hið frjálsa fyrirkomulag er samt ekki laust við alla óvini sína þótt hugmyndafræðisystkinin kommúnismi og fasismi séu að mestu komin á ruslahauga sögunnar. Sameignarsinnar og vinstrimenn finna jafnharðan upp nýjar umbúðir utan um ásetning sinn þegar almenningur byrjar að sjá í gegnum þær gömlu.
Í dag heita tvær þessara umbúða femínismi og umhverfisvernd."
Greinin í heild sinni er á Ósýnilegu höndinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. mars 2008
Heitu lofti blásið í Japan
Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn sem eru ekki (lengur) við völd eru þeir sem eru hvað duglegast við að blása heitu lofti? Al Gore og Tony Blair hafa báðir verið valdamiklir stjórnmálamenn í sínu landi. Báðir hafa, á meðan þeir voru við völd, talað á hógværum nótum og staðið fyrir hófstilltum "aðgerðum" á meðan þeir voru við völd (Al Gore skrifaði ekki undir Kyoto-sáttmálann og Tony Blair fylgdist með útblæstri aukast í Bretlandi án þess að gera neitt róttækt í því). En um leið og þeir víkja frá völdum þá hefja þeir flakk um heiminn í einkaþotum sínum og skamma sitjandi stjórnmálamenn fyrir að vera ekki nógu róttækir.
Ein leið til að fá fólk til að keyra og kynda minna er að snarhækka bensínverð og kyndingarkostnað almennings með ofursköttum. Og hver er það sem stendur með bensíndæluna í hendinni og vonast til þess að verðið á bensíntankfyllingunni snarhækki? Enginn sem ég þekki eða heyrt um.
Önnur leið er að gera alla (orkunotandi) framleiðslu á varningi dýra með ofursköttum. Hver vill að föt, tannburstar og uppþvottalögur margfaldist í verði í nafni dómsdagsspádóma? Enginn sem ég þekki eða heyrt um.
Þriðja leiðin er svo að ofurskattleggja alla (vélknúna) flutninga til að minnka þá. Allur innflutningur verður dýrari, allur útflutningur verður ósöluhæfur. Hver óskar eftir því? Enginn sem ég þekki eða heyrt um.
En að lofa að minnka og skera niður losun og búa til þykkar skýrslur sem fjalla um nauðsyn þess? Þá iðju stunda margir.
Þess vegna eru það stjórnmálamenn sem eru ekki við völd sem blása heitasta loftinu. Þeir þurfa ekki lengur að mæta kjósendum í kosningum - kjósendum sem vilja ekki, þrátt fyrir allt, að allt verðlag margfaldist í nafni loftslagsbreytinganna eilífu og sveiflukenndu.
Þess má geta að ýmislegt bendir til að Jörðin sé ekki að hitna lengur, heldur kólna.
Blair kallar eftir loftslagsbyltingu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Femínista skortir umburðarlyndi gagnvart helvítis, heimsku hórunum
Femínistar (í rauðum skilningi hugtaksins) sýna það og sanna trekk í trekk að þeir hafa ekki vott af umburðarlyndi í sér. Þeim nægir ekki að hafa ákveðna hugmyndafræði og fylgja henni eftir í orði og verki í eigin lífi. Nei, þeir vilja að ríkisvaldið framfylgi hugmyndafræði sinni og þvingi hana ofan í kokið á öllum með lögregluvaldi og skyldaðri sálfræðimeðferð, sama hvað tautar og raular.
Í Kastljósi í gærkvöldi tókust á tveir kvenmenn í umræðum um vændi og löggjöf; frjálshyggjukonan Heiðrún Lind Marteinsdóttir og rauðliðinn Drífa Snædal. Heiðrún talaði vitaskuld fyrir því að kvenfólk eigi sjálft að fá að ráða því hvað það gerir með líkama sinn, sama hvað líður smekk og siðferðisvitund okkar hinna, og að ekki megi rugla saman ofbeldi annars vegar (mansal, misþyrmingar) og því að taka meðvitaða ákvörðun um að selja kynlíf með notkun eigin líkama.
Heimsmynd Drífu er önnur. Heimsmynd hennar er sú að setja samasemmerki á milli alls milli himins og jarðar og draga ályktanir út frá því. Í stuttu máli:
- Vændi er stundað af sumum konum.
- Sumar konur eru beittar ofbeldi.
- Sumar konur vilja hætta að stunda vændi en gera það samt ekki af einhverjum ástæðum.
- Sumar konur eru beittar ofbeldi.
Niðurstaða: Vændi er jafngildi mansals og ofbeldis, og ber því að banna til jafns við mansal og ofbeldi.
Hvað svo ef einhver er á annarri skoðun og bendir á að mansal finnist líka í byggingaiðnaðinum og landbúnaði og ofbeldi finnist víðar en í forminu "karlmaður lemur konu"?
Svarið við slíkri ábendingu er, að því er virðist undantekningalaust: "Vændi er jafngildi mansals og ofbeldis, og ber því að banna til jafns við mansal og ofbeldi."
Hvað ef einhver bendir á að sumar konur, hvort sem það er vegna fjárskorts eða greddu eða einhvers annars, tekur meðvitaða og sjálfviljuga ákvörðun um að stunda vændi, rétt eins og aðrir kjósa að þrífa klósett eða standa við búðarkassa eða skrifa félagsfræðiskýrslur fyrir ríkisvaldið?
Svarið við slíkri ábendingu er, að því er virðist undantekningalaust: "Vændi er jafngildi mansals og ofbeldis, og ber því að banna til jafns við mansal og ofbeldi."
Hvað nú ef á það er bent að reynsla ýmissa landa sýni að konur sem stunda vændi þar sem slíkt er bannað (annaðhvort kaup eða sala þess) starfa við mun erfiðari skilyrði, minna öryggi, þurfi að sinna ógeðfelldari (og lögregluhræddum) kúnnum, og þiggja fyrir það verri laun en þar sem vændi er umborið af lögreglu eða hreinlega löglegt?
Svarið við slíkri ábendingu er, að því er virðist undantekningalaust: "Vændi er jafngildi mansals og ofbeldis, og ber því að banna til jafns við mansal og ofbeldi."
Hvað nú ef á það er bent að hver einstaklingur á sinn eigin líkama og má ráðstafa honum hvernig sem er, á meðan aðrir eru ekki beittir ofbeldi?
Svarið við slíkri ábendingu er, að því er virðist undantekningalaust: "Vændi er jafngildi mansals og ofbeldis, og ber því að banna til jafns við mansal og ofbeldi." Stundum er svo bætt við: "Þær vita ekki sjálfar hvað þær eru að gera þessar helvítis heimsku hórur - samkvæmt þykku skýrslunni sem ég hef í hendi minni veit ég að þær eru óvitar og ógeð sem eiga að hætta í vændi hið fyrsta ella siga ég lögreglunni og félagsráðagjafahernum mínum á þær!"
Umburðarlyndi finnst ekki í blóði eða beinum femínista. Femínistar eru boðberar forsjárhyggju og þvingaðrar siðvæðingar á hópi sem þær líta á sem lágkúru samfélagsins, sem og kúnna þeirra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)