Heimur kólnandi fer

Í dag snjóaði í Danmörku, enn einu sinni. Á Íslandi virðist vera hægt að skíða á ný og byggja snjóhús eins og þau sem ég byggði í æsku. Eilífar hita- og kuldasveiflur í andrúmslofti Jarðar virðast halda sínu striki, sama hvað við mennirnir dælum miklu CO2 út í það.

Myndin hér að neðan er tekin héðan. Heimildin er ein af þessum sem IPCC notar til að framleiða dómsdagsspár sínar, en væntanlega ekki þá næstu því allt í einu er heimurinn ekki lengur að stikna inni í CO2-skýi heldur kólna í sólblettafækkun.

hadcrut-jan08-520

Sem ríkir Vesturlandabúar í (semí)frjálsu markaðashagkerfi aðlögumst við í hvelli með dekkja- og yfirhafnarkaupum og -skiptum.  Hvað ætlar fátæka fólkið bak við tollamúra vinstrimanna og annarra sem boða kaup á "innlendu til að minnka CO2-útblástur flutningaskipa" að gera? Bíða eftir næsta neyðaraðstoðargámi frá Rauða krossinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður getur maður ekki greint neina hlýnun í nýjustu mælingum frá Climatic Research Unit. Hins vegar skilst mér, að Al Gore sé væntanlegur til landsins með eigin mælingar, sem sýna allt aðra og varmari framtíð. Hann kemur væntanlega einnig færandi hendi með kúa-prump-kvóta, handa Íslendskum bændum. Verst hvað kvóta-verðið er í mikilli uppsveiflu.

Ætli Gori segi okkur ekki líka frá þeim ógnar-atburði sem Sjónvarpið sagði frá í gær, að brotnað hefði stykkkki úr íshellunni á Suðurskautinu. Sem betur fer fylgdi með í fréttinni, að bráðnun þessa klaka myndi ekki valda stórflóði á heimshöfunum ! Þessi frétt hefur borist beint frá höfuðstöðvum IPCC, eða fulltrúum IPCC á Veðurstofu Íslands. Við drögun fréttina því ekki í efa.

Mikið er róandi að vita að IPCC vitringarnir vaka yfir velferð okkar !

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.3.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur, þú veist hvað tekur við þegar hinar nýju staðreyndir hitastigsmælinga eru orðnar öllum kunnar: Goristar byrja að kenna "global warming" um "global cooling" og rekja kólnunina til baka til CO2-aukningar lofthjúpsins sem má rekja til mannaverka.

Þeir gefast a.m.k. ekki upp í hvelli! Fjárhagslegir hagsmunir eru orðnir of stórir til þess.

Geir Ágústsson, 29.3.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband