Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Mexíkóosturinn og Season All

Reglur eru alveg frábærar.

Þær koma í veg fyrir að þú, hálfvitinn, farir þér að voða.

Þær koma í veg fyrir að þú, hálfvitinn, látir féfletta þig.

Þær koma í veg fyrir að þú, hálfvitinn, drepir fjölskylduna þína.

Fyrir ekki mjög löngu síðan varð reglugerð til þess að besta krydd í heimi (að mínu mati, auðvitað), Season All, var bannað á Íslandi. Ástæðan: Litarefni. 

En reglugerðin leyfir nú samt sama litarefni í osta og rasp

Gildir þá reglugerðin um suma en ekki aðra? Nei, ekki beint. Lög og reglur eiga að gilda jafnt um alla. En stundum má séra Jón eitthvað sem Jón má ekki því hann gengur ekki með kross um hálsinn.


mbl.is Cocoa Puffs og Lucky Charms af íslenskum markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langavitleysa

Höfum eitt á hreinu: Yfirvöld munu aldrei blása af neyðarástand vegna veiru ef þau komast upp með það. Almenningur, þingmenn, sérfræðingar og fórnarlömb sóttvarnaraðgerða munu þurfa að spyrna fast við fótum og hreinlega hafna neyðarástandinu ef það á einhvern tímann að stöðvast.

Sem betur fer er að myndast einhver vottur af slíkri andspyrnu. Gosgöngur þúsunda Íslendinga eru hálfgerð friðsamleg mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum. Þegar leikskólakennarar heimtuðu framlengt páskafrí eins og grunnskólakennarar höfðu fengið þá kom fram einhver vísir af mótmælum. Ekki bætir úr skák að það gengur hægt að bólusetja með efni sem er ekki einu sinni víst að yfirvöld treysti til að veita nægjanlega vörn, hvað þá til lengri tíma.

Í Danmörku blasir ástandið aðeins öðruvísi við. Pressan á stjórnvöld var að gera áætlanir fram í tímann, þar sem bólusetning viðkvæmustu hópanna er raunveruleg aðgerð sem leiðir til tilslakana í samfélaginu. Með öðrum orðum: Þegar er búið að bólusetja svo gott sem alla yfir 55 ára aldri, alla framlínustarfsmenn og ýmsa viðkvæma hópa (auk aðstandenda þeirra), þá er þetta búið.

Búið!test

Og dagsetningin, þegar lokanir í nafni sóttvarna eru frá, er: 21. maí. 

Að vísu verða áfram gerðar kröfur um að menn séu með að hámarki 3 daga gamalt neikvætt próf fyrir suma hluti fram til a.m.k. ágúst en það tekur korter og yfirleitt hægt að græja í göngufjarlægð. Ef prófunarstaðurinn er með gott kaffi er það kannski bara huggulegt. 

En allt verður opnað.

Þessi áætlun varð ekki til af sjálfu sér. Ríkisstjórnin var búin að liggja undir þykkri gagnrýni í langan tíma áður en hún settist loksins niður og gerði áætlanir í samstarfi við alla flokka. Á Íslandi er slík gagnrýni mjóróma og veik og bundin við einstaka viðtal við einstaka þingmann [1|2]. Og samráðið við þingið er auðvitað ekkert.

Bretar eru líka búnir að lýsa því yfir að þegar ákveðnum bólusetningarmarkmiðum er náð þá verði allt opnað. Þar er almenningur líka hættur að láta hræða sig.

Í sumum ríkjum Bandaríkjanna er búið að opna á allt, a.m.k. af hálfu ríkisins. Þar hefur hvatinn kannski fyrst og fremst verið pólitískur en oft er sama hvaðan gott kemur, eins og sést á myndinni.

nean

Svo kæri lesandi, neyðarástandið varir eins lengi og þú leyfir því að viðgangast. 


mbl.is Mögulega níu mánuðir þar til efnin hætta að virka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfur í sauðagæru

Þörf er á alþjóðlegum sáttmála sem leggur línurnar fyrir það hvernig þjóðir heimsins taka á heimsfaraldri á borð við þann sem nú gengur yfir vegna Covid-19. Þetta segja nokkrir af helstu leiðtogum heimsins í grein sem þau birta í blöðum víðsvegar um heim. Greinina undirrita meðal annarra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel Þýskalandskanslari, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Frétt visir.is. Frétt Guardian.

Leiðtogarnir líkja ástandinu við heimsstyrjaldirnir tvær sem leiðtogar heimsins fylgdu eftir með allskyns sáttmálum, meðal annars hinu meingallaða fyrirbæri League of Nations og Versala-samingur þess klúbbs, þar sem Þýskaland var knésett með vel þekktum afleiðingum. Annar meingallaður sáttmáli meðal leiðtoga heims er Kyoto-samkomulagið þar sem losun á koltvísýringi var gerð dýr í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem skilvirku og hreinu orkuverin voru, og ódýr í Kína þar sem orkan kom frá sótmettuðum kolabruna.

Svo já, saga sáttmála frá leiðtogum heims er ekki endilega glæsileg sigurganga og nú á að bæta við veirusáttmála. 

The aims were clear: to bring countries together, to dispel the temptations of isolationism and nationalism, and to address the challenges that could only be achieved together in the spirit of solidarity and cooperation, namely peace, prosperity, health and security.

Það er ekkert annað. Er það nú kallað "isolationism" og "nationalism" að sjálfstæð ríki hafi tekið upp veiruviðbrögð önnur en Þýskaland og Bretland? Er verið að skjóta á Svíþjóð hérna? Eða Flórída-ríki í Bandaríkjunum? 

Þetta sáttmálatal er úlfur í sauðagæru, og við erum á matseðlinum.


Mikilvægi valkosta í stafrænni umræðu

Hlaðvarpsstjórnandinn, sagnfræðingurinnbókahöfundurinn og ræðumaðurinn/fyrirlesarinn Tom Woods tók nýlega viðtal við mann að nafni Ivor Cummins, sem hefur talað manna hæst gegn harkalegum sóttvarnaraðgerðum, sérstaklega í heimalandi sínu (Írlandi), og birt mikið af efni á Youtube og annars staðar þar sem hann ber gögn saman við ummæli, spádóma og aðgerðir. 

Ég benti á þetta viðtal í færslu í gær og vísaði á hlaðvarpssíðuna, sem betur fer, því ef ég hefði vísað á Youtube-útgáfu viðtalsins hefði ég þurft að breyta færslunni. Af hverju? Jú, því viðtalið, sem ber yfirskriftina "Ivor Cummins Answers Forbidden COVID Questions", hefur verið afmáð af Youtube. Ritskoðað! 

En hlaðvarpsstjórnandinn kann ráð við rifi hverju, og sömuleiðis viðmælandi hans. Þeir hlaða vissulega myndböndum inn á Youtube, Facebook, Twitter og slíka miðla en eru yfirleitt með plan B ef ritskoðunin er virkjuð, og það gerist oftar og oftar.

Við, sem neytendur, þurfum líka að vera með augu og eyru opin fyrir valkostum ef internetið á ekki að breytast í einn stóran bergmálshelli meginstefsins.


Allir í Kringluna?

Í nafni sóttvarna hefur mikill fjöldi fólks hætt við að dreifa sér út á land yfir páskana og sitja þar í litlum hópum í litlum húsum langt frá öðrum húsum. Þess í stað ætla allir í Kringluna og kaupa sér skó og skinku. Þar er jú grímuskylda og eitthvað þarf jú að gera til að drepa tímann.

Þetta er það sem má kalla ábyrga hegðun, ekki satt?


mbl.is Fjöldi afbókað orlofshús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugfarþegi ósáttur við að komast í flug

Í frétt á Visir.is er sagt frá flugfarþega sem var ósáttur við að komast í flug. Já, ekki er öll vitleysan eins. Um leið er fréttaflutningur um hinn ósátta flugfarþega bara til þess fallinn að fæla enn fleiri frá flugferðum, minnka þar með eftirspurn og í kjölfarið framboð og minnka þannig líkurnar á að einhver sem vill komast í flug komist í flug.

En að öðru.

Tom Woods gaf nýlega út bók um veirutíma, COVID Charts CNN Forgot, og má sækja endurgjaldslaust á www.chartstheyforgot.com. Hún er ekki löng og vel þess virði að renna í gegnum því þar eru gögn, línurit og árekstrar fullyrðinga og raunveruleika sem fjölmiðlar snerta ekki með priki.

Dæmi:

twgraf

Þessi sami Tom Woods tók nýlega viðtal við annan veirumótmælanda, Ivor Cummins, sem má hlusta á hérna. Þar kom mjög margt athyglisvert fram. Meðal annars taldi Cummins að ástæðan fyrir því að enginn talar um meðferðir gegn veiru sé sú að þá falla neyðarleyfi bólulyfjanna úr gildi. Neyðarleyfi megi bara gefa þegar engar aðrar leiðir eru í boði. Ef ódýr og vel þekkt lyf bíta á veiru þá er sú röksemd komin út í buskann og milljarðar ofan á milljarða af bóluefnapeningum farnir í súginn, og áhrifamikið fólk í vandræðum.

En á meðan flestir einblína á smit (sem leiða til lokana) og bóluefni (sem leiða ekki til opnana) og fréttir fjalla um flugfarþega sem eru ósáttir við að hafa komist í flug þá þarf raunveruleikinn aðeins að bíða. Kannski bara fram á vor.


Hin þöglu mótmæli

Heilt á litið þegar opinber umræða er skoðuð virðist enginn hafa neitt sérstaklega á móti því að vera settur í stofufangelsi, meinaður aðgangur að vinum og ættingjum, gert að aflýsa brúðkaupsveislunni eða vera bannað að stundað atvinnu.

Það er líka hættulegt. Fólk hefur misst vinnuna fyrir að tjá sig of opinskátt um andstöðu við hörðustu sóttvarnaraðgerðir.

Hvað gerir fólk í staðinn? Jú, brýtur reglurnar, þegjandi og hljóðalaust. Það eru hin þöglu mótmæli.

Svo í stað þess að atast í fólki sem sækir ættingja sína á flugvöllinn ættu menn að hugsa: Hverju er verið að mótmæla og hvað er hægt að gera til að minnka mótmælin og bæta fylgni við regluverkið? Kannski að innleiða sanngjarnari reglur?


mbl.is Mikill fjöldi sóttur á flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesturlönd og veiruleiki

Á Visir.is er fréttaflokkur sem kallast Þróunarsamvinna. Fyrirsagnirnar í dag segja svolitla sögu:

veruleiki

Og hvaða saga er það? Jú, á meðan fólk á sumum svæðum í heiminum á við stríð, vatnsskort, hungursneyð og stríðsátök eru Norðurlöndin að gera hvað? Leggja áherslu á loftslagsmál!

Þetta verður alveg einstaklega hjákátlegt, og jafnvel veruleikafirrt, eftir að hafa lesið nýjustu grein Ásgeirs Ingvarssonar hjá Morgunblaðinu, aðgengileg skráðum notendum mbl.is (áskrifendum og öðrum) hér

Þar kemur meðal annars eftirfarandi fram:

... þegar dauðsföll vegna um­hverf­isþátta voru skoðuð fyr­ir árið 2017 komust lofts­lags­breyt­ing­ar varla á blað. Fyr­ir hvert dauðsfall sem tengja má við lofts­lags­breyt­ing­ar það árið voru um fimmtán dauðsföll sem rekja mátti til meng­un­ar ut­an­dyra og nærri níu dauðsföll vegna meng­un­ar inn­an­dyra. Heilsu­spill­andi drykkjar­vatn verður nær sjö­falt fleiri að bana en flökt í lofts­lag­inu. Mælt í manns­líf­um ætti að vera mun ofar á for­gangslista þjóða heims að sporna gegn blý­meng­un, laga meðferð á skólpi og gera átak í handþvotti á heimsvísu.

Svo á meðan sumir í heiminum þjást úr reykeitrun vegna eldamennsku á opnum eldi innandyra vegna skorts á rafmagni, drekkur mengað vatn og upplifir uppskerubrest þá sitja Norðurlandabúar á þingum og ræða loftslagsmál.

Vestræn veruleikafirring, kannski?

Ég geri lokaorð Ásgeirs að mínum: Hvað ætli verði um Vest­ur­lönd sem eru orðin svo heltek­in af ótta við lofts­lags­ham­far­ir að skyn­sem­isradd­ir virðast hvergi geta kom­ist að?


Óplægður akur, 12 mánuðum seinna

Fyrir veiru er Ísland sennilega ennþá óplægður akur. Ísland er eyja og það er búið að ganga vel að halda fólki frá henni með allskyns æfingum við landamærin og dagana eftir komu. Klippistofur, snyrtistofur og önnur eins þjónusta öll komin á opinberar bætur eða skuldafen þótt enginn hafi geta sagt skýrt frá smithættunni þar, og hvað þá vísað í tölfræði úr allri smitrakningunni. 

En þetta, samhliða hægagangi í bólusetningu, gerir það að verkum að veiran er ekki í neinum vandræðum með að finna vænlega smitbera. Náttúrulegt ónæmi er sennilega mun minna á Íslandi en á meginlandinu. Kannski einhver geti bent mér á skipulagðar mótefnamælingar, lagðar saman við bólusetningar, fyrir mismunandi ríki?

Sóttvarnaraðgerðir hafa gert það að verkum að hraust fólk hefur ekki fengið að smitast og verða ónæmt og mynda þannig varnarvegg fyrir þá eldri og/eða viðkvæmari.

Niðurstaðan er sú að bráðum verður lýst yfir fjórðu bylgju og öllu lokað fram í lok maí þegar vorsólin tekur við af sóttvarnaraðgerðum.

Bless íþrótta- og skólastarf barna. Aftur.

Í Danmörku sjá menn líka að vorið er að nálgast og boða því til opnana. Gegn hraðprófi sem er ekki eldra en þriggja sólarhringa mun verða mögulegt að fara í klippingu og fleira gott. Þetta er málamiðlun hörðustu lokana- og opnunarsinna en betra en nákvæmlega ekkert. Má ekki fara að skoða notkun hraðprófa á Íslandi?


mbl.is Ríkisstjórnin fundar um aðgerðir vegna Covid-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súlurit um COVID-19

Hérna er súlurit sem er að mörgu leyti svo skemmtilegt:

hosp

Hvernig á að túlka það? 

Ég veit að þetta er í bandarísku samhengi en ein leið til að túlka súluritið er að óttaáróður fjölmiðla höfðar misvel til fólks eftir því hvar það stendur í pólitík.

Önnur leið til að túlka það er sú að þvert á línuna hafa allir rangt fyrir sér um raunveruleikann.

Þriðja túlkunin gæti verið sú að allir eru óþarflega óttaslegnir.

Dæmi hver fyrir sig.

Það væri gaman að sjá svipaða könnun í norrænu samhengi.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband