Súlurit um COVID-19

Hérna er súlurit sem er að mörgu leyti svo skemmtilegt:

hosp

Hvernig á að túlka það? 

Ég veit að þetta er í bandarísku samhengi en ein leið til að túlka súluritið er að óttaáróður fjölmiðla höfðar misvel til fólks eftir því hvar það stendur í pólitík.

Önnur leið til að túlka það er sú að þvert á línuna hafa allir rangt fyrir sér um raunveruleikann.

Þriðja túlkunin gæti verið sú að allir eru óþarflega óttaslegnir.

Dæmi hver fyrir sig.

Það væri gaman að sjá svipaða könnun í norrænu samhengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hugsa að yrði svona könnun gerð hérlendis yrðu niðurstöðurnar enn fjarstæðukenndari.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2021 kl. 23:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er bara ein rétt skýring á þessu, en má ekki segja upphátt.

https://numbersandfacts200k.blogspot.com/2012/04/left-wings-iq-problem.html

Guðmundur Jónsson, 24.3.2021 kl. 12:00

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Mér finnst ekki mikið varið í notkun greindar til að útskýra stjórnmálaskoðanir. Miklu frekar finnst mér kenningar Thomas Sowell um "contrained" og "unconstrained" geta skýrt af hverju t.d. sama fólkið styður lögbundin lágmarkslaun og harkalegar sóttvarnaraðgerðir. Þetta fólk trúir því að það séu engin mörk á því sem yfirvöld geta komið áleiðis. Fátækt? Hækkum laun! Bætur! Veira? Lokum öllu! Mannleg hegðun er einfaldlega ekki breyta í þeirra líkönum.

Svona viðhorf er jafnvel enn sterkara í mjög greindu og vel menntuðu fólki en öðrum. Það hefur lesið bækur um Napóleón og Lenín og séð "árangur" þessarar öflugu leiðtoga. Lenín rafvæddi Sovétríkin, si svona! Napóleon innleiddi franska menningu um gjörvalla Evrópu! Engin mörk! Engin takmörk! Og við klára fólkið vitum sko alveg hvað á að gera, pöpull!

Geir Ágústsson, 24.3.2021 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband