Bloggfćrslur mánađarins, október 2010

Rétt spá á röngum forsendum

Nouriel Roubini spáir fyrir efnahagslegu öngţveiti í Bandaríkjunum, en tengir ţađ einhvern veginn viđ ađ Repúblikanar fái meirihluta í kosningum. Efnahagslegt öngţveiti er nú ţegar yfirvofandi í Bandaríkjunum og Obama getur étiđ alla ábyrgđ á ţví aleinn og óstuddur. Ţađ ađ einhver bremsa komi á skattahćkkanir hans og stjórnlausar lántökur og peningaprentun er bara til bóta.

Eđa, međ öđrum orđum (héđan):

The real impediment to economic growth is not taxes, but the government spending that makes high taxes necessary in the first place.  Given the widespread, but erroneous, belief that spending is the root cause of economic growth (rather than saving and investment), it may shock many to know, especially my fellow Republicans, that of all the three means to finance government - taxation, borrowing, and money creation - taxation is the least destructive over the long term.

Einnig:

While the Republicans' distaste for high taxes is admirable, they fail to see how increased borrowing or printing is worse. Unfortunately, after having been in the majority for twelve years with nothing to show on the cost-cutting side, those Republicans who do advocate for fiscal prudence have little credibility with the voters. Without corresponding cuts in spending, the full benefits of lower taxes - particularly as they apply to the rich - will never be realized. In the current environment, extra savings accumulated by the rich are largely "invested" in government securities rather than private sector ventures. Throwing more money into a government abyss can't help economic growth.   

Ţađ hvort peningaprentun er í höndum Bush eđa Obama er aukaatriđi. Vandamáliđ er ađ báđir ađilar vilja prenta eins og galnir. 


mbl.is Efnahagslegt lestarslys yfirvofandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Áfram skulu skattgreiđendur píndir

Nánast alltaf ţegar ţingmenn eđa opinberar nefndir rćđa "ţolmörk" skattgreiđenda og hvort ţađ sé gerlegt ađ auka byrđina á skattgreiđendur enn frekar, ţá er niđurstađan sú ađ ţađ sé fýsilegt ađ hćkka skatta "ađeins meira".

"Tekjustofnanefnd" er engin undantekning frá ţeirri reglu. Hún leggur til ađ skattar verđi hćkkađir ađeins meira. Ţegar skattahćkkanir hennar eru komnar í gegn (ţađ er engin fyrirstađa hjá stjórnvöldum ađ hćkka skatta) ţá verđur aftur sest niđur, möguleikar skattahćkkana rćddir, og komist ađ sömu niđurstöđu.

En hvernig vćri ađ rúlla ţessu blessađa opinbera bákni á Íslandi nokkur ár til baka og sjá hvort ţađ dugi ekki til ađ stöđva opinbera skuldasöfnun og aukna skattpíningu? Var Ísland áriđ 2005 til dćmis svo hrikalega "svelt" af opinberum umsvifum? Voru ekki spítalar og skólar á Íslandi ţá? Hvernig vćri ađ fara frekar ţá leiđ og vinda ofan af skattkerfinu?


mbl.is Vilja hćkka útsvar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđhjöđnun getur veriđ góđ

Sú hagfrćđi sem vestrćn ríki hafa fylgt seinustu 100 ár eđa svo fćr ennţá áheyrn. Er ţađ ekki svolítiđ undarlegt? Fer ekki ađ koma ađ ţví ađ menn rćđi af alvöru ađ leggja niđur seđlabanka heimsins og gefa peningaútgáfu frjálsa á ný? 

"Kreppur" og "bólur" fyrir tíma ríkiseinokunar á peningum og stofnun "nútímalegra" seđlabanka voru litlar og ţađ leiđ langt á milli ţeirra. Ţeir sem predika núverandi kerfi ţurfa ađ hafa sig alla viđ til ađ fćra rök fyrir núverandi kerfi peningamála í heiminum. 

"Verđhjöđnun" er mjög slćm í trúarbrögđum hinnar nútímalegu hagfrćđi. Ţađ er samt óţarfi, og um helstu ástćđur ţess má lesa t.d. hér


mbl.is Sjá fyrir endann á verđhjöđnun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er 'losun' bara 'losun'?

Stutt frétt á mbl.is um "losun gróđurhúsalofttegunda" skilur eftir margar spurningar í mínu höfđi. Hver getur svarađ?

  1. Hvađa "gróđurhúsalofttegundir" voru ţetta? (CO2, metan, vatnsgufa, eitthvađ annađ?)
  2. Hvađan var losađ? (úr eldfjöllum, verksmiđjum, bílum, skipum?)
  3. Hvađ fékkst í skiptum fyrir ţessa losun? (verđmćti í vasann, fiskur á land, útflutningsafurđir?)
  4. Hver yrđi losunin ef t.d. rafmagn álveranna fćrđist úr íslenskum vatnsfallsvirkjunum í rússnesk kolaorkuver?
  5. Og ađ lokum: Hvađ međ ţađ ţótt Íslendingar losi meira af ótilteknum gróđurhúsalofttegundum en hin Norđurlöndin?

mbl.is Mest losun á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lög og reglur eru eitt, innrćti einstaklinga annađ

Starfshópar sem tala um ţörfina á auknu gangsći og fleiri reglum sem "tryggja" ţađ eru svo sem ágćtir. Ţeir eru a.m.k. skárri en margir stjórnmálamennirnir sem skipa slíka starfshópa.

En eru ekki nú ţegar í gildi margir lagabálkar um stjórnsýslu og gegnsći, starfshćtti ráđherra og opinberra starfsmanna, auk hegningarlaganna sem eiga ađ taka á svikum og svindli?

Er allt slíkt ekki gagnslaus pappír ef sjálfir ćđstu yfirmenn stjórnsýslunnar, ráđherrarnir, vilja svíkja, fela og stunda "ógagnsć" vinnubrögđ?

Mín tilfinning er sú ađ margir ráđherrar sitjandi ríkisstjórnar stundi svik af misalvarlegum toga, feli embćttisfćrslur sínar, feli, grafi niđur og hreinlega stundi blekkingar, bćđi hérlendis og erlendis. Ég get alveg rökstutt ţessa tilfinningu betur, en lćt ţađ eiga sig í bili.

Mín ólögfróđa tilfinning segir einnig ađ ţađ sé erfitt ađ gera eitthvađ í slíku. Ráđherrarnir eru einfaldlega of valdamiklir. Fjölmiđlarnir eru einfaldlega of veikgeđja til ađ draga skítinn fram í dagsljósiđ, a.m.k. á međan sitjandi ráđherrar og velflestir blađamenn eru skođanasystkini (sú var tíđ ţegar ein skipan Björns Bjarnasonar, ţáverandi dómsmálaráđherra og Sjálfstćđismanns, í sćti hćstaréttardómara var forsíđuefni svo dögum og vikum skipti).

Menn geta skrifađ öll ţau lög og allar ţćr reglur sem menn vilja. En á endanum eru stjórnmálamenn ábyrgir fyrir kjósendum sínum. Framkvćmdarvaldiđ er geldur, bundinn og stunginn grís í stíu eiganda síns ef eigandinn ákveđur ţađ. Eigandinn í dag ákvađ ţau örlög framkvćmdarvaldsins fyrir löngu síđan, en lofađi kjósendum vitaskuld öllu öđru.


mbl.is Drög ađ nýjum upplýsingalögum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lágvaxnir karlmenn: Komiđ ađ ykkur nćst!

The long and short of it?

Plain men earn 15% less
Plain women earn 11% less
Tall men earn 5% more than average men and 10% more than short men
Fat women earn 5% less
Fat men earn as much as slim ones

Sjá (miklu!) meira hér. Spurningin núna er svo bara ţessi: Hvađa "hópur" (einstaklinga) ćtlar ađ skrópa í vinnunni nćst


mbl.is Konur ganga út
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Reykjavík: Skatta á ađ hćkka, skuldir eru ađ aukast

Hagstjórn borgarmeirihlutans í Reykjavík hefur reynst fyrirsjáanleg.

Mín hugmynd (sem ég er samt á móti) hefur vinninginn, en um hana má lesa hérna:

Hćkkun útsvars og aukin skuldsetning borgarinnar
http://skuggaborg.is/priorities/145-haekkun-utsvars-og-aukin-skuldsetning-borgarinnar

Um skuldsetninguna má lesa hér:
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/tilkynning.html?number=394983

Um útsvarshćkkunina vćntanlegu má fá vísbendingar hér:
http://gamli.reykjavik.is/fundargerdir.asp?cat_id=31&mtg_id=1881677025556560
(undir bókun Sjálfstćđisflokksins, en ţar segir međal annars: "Ţađ eina sem virđist skýrt í ţessari rammaúthlutun er ađ meirihlutinn útilokar hvorki útsvars- né fasteignaskattshćkkun og reyndar virđist frekar gert ráđ fyrir slíkum hćkkunum ...")

Dćmigerđ vinstrisinnuđ hagstjórn rćđur ríkjum í ráđhúsi Reykjavíkur. Er eitthvađ "nýtt" og "ferskt" viđ hana? 


mbl.is Sjálfstćđismenn gagnrýna seinagang
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sparnađartillaga: Leggja niđur 'Jöfnunarsjóđ sveitarfélaga'

Hlutverk Jöfnunarsjóđs sveitarfélaga er ađ jafna mismunandi útgjaldaţörf og skatttekjur sveitarfélaga međ framlögum úr sjóđnum á grundvelli ákvćđa laga, reglugerđa og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóđsins. Ţá greiđir sjóđurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana ţeirra og annarra ađila í samrćmi viđ ákvćđi laga.

...segir í reglugerđ um Jöfnunarsjóđ sveitarfélaga.

Međ öđrum orđum: Ef sveitarfélag eyđir meira en ţađ hefur í tekjur, ţá fćr ţađ fé úr vösum skattgreiđenda ţar sem sveitarfélagiđ eyđir ekki meira en ţađ hefur í tekjur.

Ţetta er nánast eins og stefnuyfirlýsing ríkisins: Eyddu meira en ţú hefur í tekjur, og viđ björgum ţér međ framlagi úr vösum annarra. Ţeir sem sýna ráđdeild og reyna ađ spara, ţeir fá ađ borga meira í skatt og á ţá verđa einnig lagđir nýir skattar.

Ég legg til ađ ţessi sjóđur verđi lagđur niđur, ađ skattheimtum vegna hans verđi hćtt og sveitarfélögum gert ađ lifa á eigin tekjum en ekki annarra. 


mbl.is Reykjanesbćr fćr mest
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţess vegna hlusta ég á Peter Schiff

Fréttir eins og ţessi, "olía hćkkar ţví Kínverjar hćkka vexti", verđa varla skildar rétt í stćrra samhengi án ađstođar sérfrćđings međ undirstöđuatriđin á hreinu og tíma og áhuga til ađ tengja saman punktana.

Einn slíkur er Peter Schiff. Hann sendir mjög reglulega út myndbandsblogg. Blogg hans í gćr setur vaxtahćkkun Kínverja í samhengi viđ allt mögulegt annađ. Ég mćli međ áskrift ađ myndbandsbloggum Peter Schiff.


mbl.is Olíumarkađir jafna sig eftir hrun í gćr
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţví fyrr ţví betra og jafnvel einhliđa og strax

Ađ sjálfsögđu eiga Íslendingar ađ hefja viđrćđur viđ Bandaríkin um fríverslun og ekki seinna en núna strax.

En slíkar viđrćđur geta veriđ tímafrekar. Embćttis- og stjórnmálamenn eyđa jafnvel mörgum árum í slíkar viđrćđur, og niđurstađan er oftar en ekki gríđarstórir bálkar sem fjalla um ţađ hvađ má fríversla međ mikiđ af hverju, gjarnan međ fjöldann allan af undanţágum og undantekningum. 

"Fríverslun" ESB viđ mörg Afríku-ríki er til dćmis umvafin allskyns "öryggis-" og "umhverfis"kröfum sem í raun og veru gera fríverslunina ađ engu. 

Íslendingar ćttu ađ prófa nýja ađferđafrćđi, og einfaldlega senda Bandaríkjamönnum tölvupóst ţess efnis, ađ Íslendingar hafi nú einhliđa fellt niđur allar takmarkanir og alla tolla á viđskiptum viđ Bandaríkin, og benda Bandaríkjamönnum góđfúslega á ađ endurgjalda greiđann. Ef ţeir gera ţađ ekki ţá eru Íslendingar samt betur staddir en áđur. 

Viđskiptahöft eru eins og grjót í höfninni, og ţađ ađ grýta eign höfn er ekki gott ţótt einhver annar sé ađ grýta sína.  Einhliđa afnám allra viđskiptahafta viđ umheiminn, hvort sem ţađ er viđ Bandaríkin, Evrópu, Kína eđa Nepal, vćri gott mál. Ef greiđinn er endurgoldinn er ţađ bónus, en ćtti ekki ađ vera forsenda ţess ađ Íslendingar hćtti ađ grýta höfnina sína. 


mbl.is Vilja fríverslunarviđrćđur viđ Bandaríkin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband