Lög og reglur eru eitt, innræti einstaklinga annað

Starfshópar sem tala um þörfina á auknu gangsæi og fleiri reglum sem "tryggja" það eru svo sem ágætir. Þeir eru a.m.k. skárri en margir stjórnmálamennirnir sem skipa slíka starfshópa.

En eru ekki nú þegar í gildi margir lagabálkar um stjórnsýslu og gegnsæi, starfshætti ráðherra og opinberra starfsmanna, auk hegningarlaganna sem eiga að taka á svikum og svindli?

Er allt slíkt ekki gagnslaus pappír ef sjálfir æðstu yfirmenn stjórnsýslunnar, ráðherrarnir, vilja svíkja, fela og stunda "ógagnsæ" vinnubrögð?

Mín tilfinning er sú að margir ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar stundi svik af misalvarlegum toga, feli embættisfærslur sínar, feli, grafi niður og hreinlega stundi blekkingar, bæði hérlendis og erlendis. Ég get alveg rökstutt þessa tilfinningu betur, en læt það eiga sig í bili.

Mín ólögfróða tilfinning segir einnig að það sé erfitt að gera eitthvað í slíku. Ráðherrarnir eru einfaldlega of valdamiklir. Fjölmiðlarnir eru einfaldlega of veikgeðja til að draga skítinn fram í dagsljósið, a.m.k. á meðan sitjandi ráðherrar og velflestir blaðamenn eru skoðanasystkini (sú var tíð þegar ein skipan Björns Bjarnasonar, þáverandi dómsmálaráðherra og Sjálfstæðismanns, í sæti hæstaréttardómara var forsíðuefni svo dögum og vikum skipti).

Menn geta skrifað öll þau lög og allar þær reglur sem menn vilja. En á endanum eru stjórnmálamenn ábyrgir fyrir kjósendum sínum. Framkvæmdarvaldið er geldur, bundinn og stunginn grís í stíu eiganda síns ef eigandinn ákveður það. Eigandinn í dag ákvað þau örlög framkvæmdarvaldsins fyrir löngu síðan, en lofaði kjósendum vitaskuld öllu öðru.


mbl.is Drög að nýjum upplýsingalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband