Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Verđbólga rétt skilin

Ég gat ekki varist ađ hugsa til eftirfarandi orđa ţegar ég las ţessa frétt og kunnugleg viđbrögđ viđ henni:

"To consider just one example, look at the concept of inflation. For most people, it is seen the way primitive societies might see the onset of a disease. It is something that sweeps through to cause every kind of wreckage. The damage is obvious enough, but the source is not. Everyone blames everyone else, and no solution seems to work. But once you understand economics, you begin to see that the value of the money is more directly related to its quantity, and that only one institution possesses the power to create money out of thin air without limit: the government-connected central bank."

Ţessi orđ eru tekin héđan. Á öđrum stađ í sama pistli stendur:

"The state thrives on an economically ignorant public. This is the only way it can get away with blaming inflation or recession on consumers, or claiming that the government's fiscal problems are due to our paying too little in taxes. It is economic ignorance that permits the regulatory agencies to claim that they are protecting us as versus denying us choice. It is only by keeping us all in the dark that it can continue to start war after war — violating rights abroad and smashing liberties at home — in the name of spreading freedom."

Já, ţađ skal engan undra ađ ríkisvaldiđ heldur hagfrćđikennslu kyrfilega fjarri námsskrá skólakerfisins. "Verđbólga" í huga almennings verđur ţannig bara ađ einhverju vondu afli sem kemur og fer eftir einhverju óskýrđu munstri, og stjórnarandstađan hverju sinni getur kennt sitjandi stjórnvöldum hverju sinni um. Ekki satt?


mbl.is Mesta verđbólga í tćp 18 ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Aukin samkeppni kraumar undir, eđa hvađ?

Verđlagskannanir og verđsamanburđur er yfirleitt af hinu góđa. Ađhaldiđ sem fćst međ gerđ slíkra kannana er gott og neytendur eiga auđveldar međ ađ velja á milli ţess ađ versla ódýrar á hefđbundnum opnununartímum í lágvöruverđsverslunum međ takmarkađ úrval, eđa dýrar seint á kvöldin eđa jafnvel nóttunni.

Hins vegar hafa verđkannanir einnig óheppilega hliđarafleiđingu sem er sú ađ allt í einu breytist ţorri landsmanna í sérfrćđinga í innkaupum og matvćlasölu. Orđ eins og "grćđgi" og "okur" ţeytast um og verslunareigendum bölvađ fyrir ađ voga sér ađ misnota grćskulausa neytendur.

Á Íslandi er allt ađ ţví engin hagfrćđikennsla í skólum. Ţađ sést. Fólk gleymir ţví ađ ţađ ţarf bara ađ sannfćra fjárfesti eđa tvo um ađ gríđarleg álagning plagi kaupendur matvćla og annars varnings á Íslandi, ađ hana megi lćkka en engu síđur skila hagnađi (t.d. međ styttri opnunartímum eđa minna úrvali), ađ neytendur muni flykkjast inn í hiđ nýja lága verđlag, og allir eru sáttir nema ţeir ađilar á markađi sem voru fyrir.

Ţađ er ađ segja ef í raun og veru er veriđ ađ leggja mikiđ á kaupendur matvćla á Íslandi og meira en gengur og gerist annars stađar.


mbl.is Klukkubúđir hćkka mest
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er núna von á stórri sprengju í opnun nýrra matvöruverslana?

Samkeppniseftirlitiđ hefur nú komist ađ ţeirri niđurstöđu (óbeint) ađ á Íslandi sé stórkostlegt pláss fyrir gríđarlega fjölgun matvöruverslana sem hafa gríđarlegt rými til ađ leggja ríflega á vörur en samt minna en lagt er á í matvöruverslunum í dag, og grćđa vel á straumi viđskiptavina í leit ađ betri kjörum.

Eđa hvađ? Viđ sjáum hvađ setur. Miđađ viđ hanagaliđ í ţeim sem hrópa "einokun", "fákeppni" og "samráđ" ţá er ekki annađ ađ sjá en ađ sprengja verđi mjög bráđlega í opnun nýrra matvöruverslana á Íslandi. Mér segir samt hugur ađ hanagaliđ sé ekkert meira en ...hanagal! Á međan ţurfa ţeir sem stunda innkaup og reka matvöruverslanir ađ sitja undir ţungum ákúrum sem enginn vill láta reyna á međ ţví ađ hefja samkeppni viđ ţá.

Íslendingar hrósa sér gjarnan fyrir ađ láta verkin tala. Ađdáendur Samkeppniseftirlitsins láta orđin tala, ekki verkin. Um ţjóđerni ţeirra vil ég ţví ekkert fullyrđa. 


mbl.is Verđ á mat 64% hćrra en í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mega íslenskir dómarar bera hakakrossinn eđa kristinn kross utan á embćttisklćđum sínum?

Á Íslandi ber dómurum ađ ganga í ákveđnum embćttisklćđum. Sama gildir um lögregluţjóna og fleiri opinbera starfsmenn. Mega ţeir bera tákn og klćđi utan á ţessum embćttisklćđum? Ekki ađ mér vitandi.

Í Danmörku eru einnig ákveđin embćttisklćđi sem fylgja ákveđnum opinberum embćttum. Engum hefur dottiđ í hug ađ "leyfa" sérstaklega ađ dómarar og lögregluţjónar beri hakakrossinn, gyđingastjörnuna eđa Jesús á krossi utan á embćttisklćđum sínum. En, viti menn, múslímar vilja allt í einu ađ kvenfólk í ţessum opinberu stöđum megi bera höfuđklút! Og viti menn, öll umrćđan snýst á haus eins og um "mannréttindamál" sé ađ rćđa!

Er ađ furđa ađ margir óttist ađ múslímar séu ađ ţvinga skíthrćdda pólitískt rétttrúandi Vesturlandabúa út í horn međ hótunum og útúrsnúningum út úr mannréttindasáttmálum sem Vesturlönd virđa en múslímsk ríki ekki? 


mbl.is Danskur ráđherra rýfur umdeilda ţögn sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Obama varar viđ sterkum lífeyrissjóđum

Ţađ er ekki lítiđ athyglisvert ađ fylgjast međ Íslendingum taka undir viđvörunarorđ Barack Obama gegn lífeyrissjóđakerfi ađ hćtti Íslendinga, ţar sem einstaklingar leggja í lífeyrissjóđi, í stađ ţess ađ borga í kerfi ţar sem greiđslur inn í kerfiđ í dag eru notađar til ađ fjármagna greiđslur úr kerfinu í dag.

Vantar hagfrćđikennslu í íslenskt skólakerfi? Ó já!


mbl.is Obama hjólar í Bush og McCain
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sviss norđursins

Ţađ var kominn tími til ađ Íslendingar hćtti ađ grýta höfnina sína međ ţví ađ refsa fyrirtćkjum fyrir ađ hagnast á sölu hlutabréfa. Ísland er nú fyrir alvöru byrjađ ađ blanda sér í baráttuna um ađ lađa til sín stór og sterk alţjóđleg fyrirtćki sem auka enn úrval vel launađra starfa á Íslandi. Tími til kominn.

Vitaskuld munu einhverjir undrast á ţessari skattaniđurfellingu og tala um "forgangsröđun" og dekstur viđ hina ríku, en slíkt tal á ekki ađ taka of alvarlega. Ţađ er enginn verr settur ef Ísland byrjar ađ draga ađ sér fjármagn, störf, höfuđstöđvar stöndugra fyrirtćkja og allskyns sjóđi og fjármálafyrirtćki. Jú, vissulega eru ţeir enn til sem telja ađ á frjálsum markađi sé hagnađur eins ígildi taps hjá öđrum, en slíku fólki má benda á lesefni til ađ leiđrétta ţann misskilning.

Megi nú ríkisstjórnin halda áfram ađ vinna ađ ţví ađ fćkka ţjófnuđum ríkisvaldsins og minnka ţá. Nćsta skref gćti t.d. veriđ ađ afnema skatt á hagnađ fyrirtćkja, lćkka tekjuskattinn niđur í 10-15% í einum rykk (og fella niđur persónuafsláttinn í stađinn) og fella niđur erfđaskattinn, svo fátt eitt sé nefnt. Ef á móti vantar tillögur um niđurskurđ á ríkisbákninu ţá er af nćgu ađ taka ţar!


mbl.is Söluhagnađur fyrirtćkja vegna hlutabréfa skattfrjáls
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sérhagsmunasamtökin óttast samkeppnina

Hin íslenska bćndastétt sér fram á harđnandi samkeppni. Eđlilega óttast hún hana. Hin íslenska bćndastétt er vön ţví ađ starfa bak viđ stóra og ţykka varnarmúra tolla og annarra viđskiptahindrana og ţiggja ađ auki ríkulega styrki úr vösum skattgreiđenda, og geta um leiđ selt afurđir sínar á nánast hvađa verđi sem er. Bćndastétt sem elst upp í umhverfi eins og ţessu er ekki sérstaklega vel í stakk búin til ađ takast á viđ aukna samkeppni ađ utan og óttast ţví hina óvissu framtíđ.

Ţegar neytendum er gefin von um ađ nú eigi ađ losa tök íslensku bćndastéttarinnar er hćttan alltaf sú ađ frelsi á einum stađ verđur ađ auknu helsi á öđrum stađ. Neytendum verđur kannski gefinn kostur á ađ spara örlítiđ viđ matarinnkaupin en kostnađurinn verđur sennilega aukin útgjöld skattgreiđenda til ađ halda íslenskum bćndum á floti. Slíkar björgunarađgerđir verđa stjórnmálamenn ađ forđast.

Máliđ er nefnilega ađ ţađ er ekkert víst ađ sá landbúnađur (tegund, stćrđ, fjöldi bćnda) sem er stundađur á Íslandi í dag eigi alltaf ađ vera stundađur! Markađslögmálin eru ţau einu sem geta skoriđ  úr um hvernig á ađ nýta takmarkađar auđlindir. Kannski er Ísland heppilegra landsvćđi fyrir sumarbústađi, stóra ţjóđgarđa, hestarćktun eđa herragarđa en ţađ er fyrir hefđbundna sauđfjárrćkt eđa svína- og kjúklingaeldi. Kannski er landbúnađur á Íslandi eingöngu hentugur til ađ framleiđa rándýrar og "hreinar" landbúnađarvörur sem seljast í sérstökum sérvöruverslunum í Bandaríkjunum. Kannski ţarf bara örlítiđ hugmyndavit, lćgri skatta, afnám ríkisstyrkja og fćrri hömlur til ađ  ýta íslenskum landbúnađi í átt ađ hinum nýsjálenska ţar sem óhefluđ markađslögmálin hafa gert mjög góđa hluti.

Kannski, og kannski ekki. Ég get ekki séđ fyrir afleiđingar ţess ađ frelsa íslenska neytendur og skattgreiđendur frá núverandi, ríkistryggđri einokun íslenskra bćnda á vöruúrvali íslenskra verslana, og frelsa bćndur frá afskiptum og miđstýringu ríkisvaldsins á verđlagi, framleiđslu og nýtingu takmarkađra gćđa.  En skortur á spádómshćfileikum mínum á ekki ađ vera farartálmi fyrir frelsiđ. Frelsiđ er gott. Vćntanleg breyting á matvćlalöggjöf verđur góđ ef hún er í átt til frelsis.


mbl.is Bćndur uggandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver er glćpurinn?

Ţegar lögreglan "leggur hald á" varning sem gengur kaupum og sölum í óţvinguđum frjálsum viđskiptum spyr ég mig iđulega: Hver er glćpurinn? Ég veit ađ verslun og viđskipti međ óskattlagđan smyglvarning er ólöglegt, en ég sé ekki ađ um neinn glćp sé ađ rćđa, frekar en ţegar ég kaupi notađ rúm skattfrjálst sem ég sá auglýst í smáauglýsingunum.

Nú gćti einhverjum e.t.v. dottiđ í hug ađ segja ađ "glćpur" sé ţađ sem er ólöglegt, og ţar viđ situr. En sinn er siđurinn í hverju landi. Í Ţýskalandi er löglegt ađ auglýsa tóbak, á Íslandi ekki. Á Írlandi er ólöglegt (nema gegn ströngum skilyrđum) ađ fara í fóstureyđingu, á Íslandi ekki (ađ ég held). Í Danmörku má auglýsa áfengi, á Íslandi varđar slíkt fésektum og öđrum refsingum. Í Malasíu mega konur ekki (lengur) ferđast til útlanda án fylgdar (vćntanlega karlmanns), á Íslandi banna engin lög slík ferđalög. Ţađ ađ eitthvađ sé "ólöglegt" er ţví afskaplega slćmur mćlikvarđi á hvort eitthvađ sé glćpur.  

Einhverjum gćti ţá e.t.v. dottiđ í hug ađ kalla eitthvađ glćp sem "svíkur" skattkerfiđ um pening sem ţađ fengi ef viđskiptin vćru "lögleg". Enn og aftur er um slćman mćlikvarđa ađ rćđa. Ég hef bćđi keypt og selt notađan varning, og unniđ launalaust (bćđi í skiptum fyrir greiđa og hreinlega án nokkurrar umbunar af neinu tagi). Ég hef einnig ţegiđ skattfrjáls laun fyrir viđvik og greitt fé fyrir viđvik án ţess ađ greiđa nokkurn skatt - viđvik sem stendur til bođa ađ kaupa af skattskyldum fagmönnum. Vafalaust hafa margir "löghlýđnir" borgarar (sem fordćma hin frjálsu viđskipti viđ Rússana) stundađ eitthvađ álíka "ólöglegt" athćfi.

Spurning mín stendur ţví enn: Hver er glćpurinn hjá hinum rússnesku togarasjómönnum og hver er glćpur hinna íslensku viđskiptavina ţeirra?

Svar mitt: Enginn glćpur er til stađar, heldur er um handahófskennda afskiptasemi ríkisvaldsins ađ rćđa, í sama flokki og fóstureyđingabann Íra og ferđafrelsisskerđing malasískra kvenna. 


mbl.is Lögregla á Húsavík lagđi hald á smygl úr rússnesku skipi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gömlu fólki haldiđ í gíslingu

Greyiđ ţeir Danir sem hafa ekki tryggingar sem hleypa ţeim inn á einkareknar stofnanir í Danmörku. Vinnuveitandinn minn hér í landi sér sig međal annarra knúinn til ađ tryggja starfsmenn sína svo ţeir séu ekki upp á náđ og miskunn danskra verkalýđsfélaga (međ digra verkfallssjóđi) komnir ţegar útblásiđ og fjárţyrst ríkisvaldiđ dansar ekki eftir ţeirra höfđi.

Á međan verkfrćđingar og fleira skrifstofufólk vinnur ţann 1. maí í Danmörku ţá sitja ađrir í dönsku grasi og hella sig blindfulla og hrópa ókvćđisorđ ađ ţví kerfi sem hefur lyft lífskjörum mannkyns hćrra en nokkurt annađ kerfi. Hvađa kerfi er ţađ? Jú kapítalismi vitaskuld.

Nú hafa flest dönsk verkalýđsfélög sem betur fer ákveđiđ ađ segja međlimum sínum ađ byrja á ný ađ vinna fyrir laununum sínum og hćtta ţiggja greiđslur úr digrum verkfallssjóđum, fjármagnađir međ háum iđgjöldum (sem greiđast af launum fyrir skatt, svona til ađ kóróna vitleysuna).

Gamalt fólk getur nú aftur komist í bađ. Gíslunum hefur veriđ sleppt. 


mbl.is Hjúkrunarfrćđingar standa enn á sínu í Danmörku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband