Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Rétt niðurstaða af röngum ástæðum
Það er rétt hjá SUS að frjálshyggjan hafði ekkert með hrun fjármálakerfa heimsins að gera. SUS kemst því að réttri niðurstöðu, en af röngum ástæðum. Hrunið er heldur ekki stjórnendum allra fjármálafyrirtækjanna að kenna, heldur sjálfu fjármálakerfinu.
Grundvallarástæðan bak við allar gegnumgangandi fjármálakreppur frá upphafi er sú að ríkið einokar gjaldmiðlaútgáfu, ákveður verð á fjármagni (vexti) rangt og lætur hin röngu skilaboð hinna röngu vaxta trufla ákvarðanatöku í fjárfestingum í öllu hagkerfinu.
Dæmi: Borgar sig að byggja verslunarmiðstöð? Já, því lágir vextir gera þá dýru langtímafjárfestingu arðbæra samkvæmt útreikningum.
Dæmi: Borgar sig að safna og staðgreiða nýja bílinn? Já, því háir vextir gera slíkt fýsilegt, frekar en að taka lán á háum vöxtum.
Spekingarnir í Háskóla Íslands og hinum ýmsu eftirlitsstofnunum hafa ekki hitt naglann á höfuðið hingað til í greiningum sínum á hruninu. Þar á bæ segja menn að til að koma í veg fyrir annað hrun þurfi að þenja út kerfið sem olli hinu fyrra hruni. Margar reglur verða fleiri. Mikil peningaprentun verður að enn meiri peningaprentun. Rangir vextir verða að öðrum röngum vöxtum.
Það er nú öll lexían í þetta skipti.
Þess vegna er það rétt að enn eitt hrunið er handan við hornið, nema hvað það verður ennþá stærra (við skuldum ennþá meira núna en áður) og verra (enn fleiri fyrirtæki og einstaklingar eru nú komnir á ystu nöf í núverandi kerfi).
SUS: Ekki frjálshyggjunni að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 28. júní 2010
Hvernig er hagvöxtur 'mældur'?
Á fundinum kom fram að kreppunni á Íslandi sé tæknilega séð lokið, þótt almenningur finni ekki endilega fyrir því. Miðar sjóðurinn þar við að hagkerfið hefur vaxið í tvo ársfjórðunga. Hins vegar er enn umtalsverð áhætta í fjármálakerfinu.
Svona mæla spekingarnir. Kunnugleg ræða? Eru þetta ekki sömu snillingar og gáfu bankakerfum heimsins hæstu einkunnir allt fram að hruni?
En hvaða "vöxt" á hagkerfinu er verið að tala um? Látum núverandi viðskiptaráðherra, Gylfa Magnússon, um að svara því:
Vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs nefnist hagvöxtur og er hann mældur í hundraðshlutum (prósentum). Ef þjóðarframleiðsla dregst saman er stundum talað um neikvæðan hagvöxt.
Hið falda í þessu er að umrædd "þjóðarframleiðsla" getur verið nánast hvaða eyðsla sem er. Ef ríkið tekur 1000 milljarða að láni, og byggir fyrir það stóran pýramída á miðju hálendinu, þá koma þessir 1000 milljarðar inn í "reikninginn" og "mælast" sem aukning í framleiðslu á Íslandi.
Fjarstæðukennt dæmi? Varla. Er ekki verið að reisa stórt og mikið hof við Reykjavíkurhöfn fyrir lánsfé núna? Er ríkið ekki að lána 100-200 milljarða á ári til að pumpa í gjaldþrota opinberan rekstur og til að koma andvana og gjaldþrota viðskiptabönkum á legg aftur?
For instance, if a government embarks on the building of a pyramid, which adds absolutely nothing to the well-being of individuals, the GDP framework will regard this as economic growth. In reality, however, the building of the pyramid will divert real funding from wealth-generating activities, thereby stifling the production of wealth. (#)
Hagfræðingar hinnar "viðurkenndu hagfræði" stinga nefinu stundum svo langt ofan í gögnin að þeir gleyma því hvað er raunverulega að gerast í kringum þá. Því er ekki furðulegt að hagfræðingar tali um að hagkerfið "vaxi" þegar það er að minnka og drukkna í skuldum hins opinbera, og að hagvöxtur sé til staðar "þótt almenningur finni ekki endilega fyrir því".
Kreppunni lokið segir AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. júní 2010
Hvaða störf tapast?
Stjórnmálamönnum finnst fátt skemmtilegra en að stilla sér upp fyrir framan myndavélar fjölmiðlamanna og láta mynda sig þegar þeir gefa fé skattgreiðenda til einhvers hópsins eða "átaksins". Von stjórnmálamannsins er sú að eitthvað mjög sýnilegt verði til með fjáraustrinu, sem þeir geta svo bent fólki á og sagt: "Sjáðu, þetta hér sem þú sérð og dáist að er mér að þakka. Án mín sæir þú hér tóma lóð sem atvinnulaust fólk reikar um í reiðileysi á."
En þar með er ekki öll sagan sögð. Í Hafnarfirði á nú að féfletta bæjarbúa um tugir milljóna til að planta trjám. Þeir hafa þá tugum milljóna minna á milli handanna, kaupa minna af vöru og þjónustu svo nemur þessum tugum milljóna, eða sitja fastir með skuldir sem ekki var ráðrúm til að greiða niður vegna skattheimtunnar. Við þetta tapast auðvitað líka störf. Færri verðmæti verða sköpuð. Í Hafnarfirði á nú að "skapa störf" í skógrækt. Jafnmörg eða fleiri störf tapast sem afleiðing þess.
Þessi orð Henry Hazlitt eiga alltaf við þegar hið opinbera "skapar störf":
The bad economist sees only what immediately strikes the eye; the good economist also looks beyond. The bad economist sees only the direct consequences of a proposed course; the good economist looks also at the longer and indirect consequences. The bad economist sees only what the effect of a given policy has been or will be on one particular group; the good economist inquires also what the effect of the policy will be on all groups.
70 ný störf í skógrækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. júní 2010
Styrking á brauðfótum
Leitast verður við að haga kaupunum með þeim hætti að þau grafi ekki undan gengi krónu á nýjan leik eftir styrkingu hennar það sem af er ári. Þetta má ráða af yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans sem birt var síðastliðinn miðvikudag og orðum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra á kynningarfundi þann sama dag.
Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Ríkið, í gegnum "óháðan" Seðlabanka Íslands, ætlar sér að halda lífi í háu gengi á krónunni þar til allt lánstraust er uppurið. Krónan á inni mikið fall og mér sýnist stjórnmálamenn ætla að gera allt sem þeir geti til að fleyta því fram að og yfir næstu kosningar. Með lántökum, auðvitað.
Gjaldeyriskaup í undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. júní 2010
Timothy Geithner ætti að vanda orðaval sitt
Hvers vegna er Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, að predika yfir Evrópubúum um skuldasöfnun? Í Bandaríkjunum stefnir fjárlagahallinn nú í 1,4 milljarða Bandaríkjadollara og skuldir alríkisins í 12 trilljarða Bandaríkjadollara. Þetta eru engar smá upphæðir jafnvel þótt tekið sé tillit til rýrnunar á kaupmætti dollarans sem afleiðing gríðarlegrar peningaprentunar undanfarin ár og sérstaklega missera.
Bandaríkin eru í miklum vandræðum. Þar eyða menn sem óðir væru í nafni falshagfræði þar sem "eyðsla" jafngildir "hagvexti". Obama varar við því að draga úr skuldum "of hratt" á meðan Þjóðverjar vara við skuldafíkn ríkja. Ef gjaldþrotahætta ríkja væri á Lengjunni, þá fengju Bandaríkin stuðulinn 1,0 hjá mér og Þjóðverjar stuðulinn 50.
Sá dagur nálgast óðum þar sem Kínverjar tilkynna Bandaríkjamönnum að ódýr neyslulán fást ekki lengur hjá þeim nema vaxtakjör batni umtalsvert. Bandaríkjamenn þurfa þá að taka mjög hratt á gríðarlegum hallarekstri sínum, snarhækka vexti og jafnvel byrja að borga niður eitthvað af skuldum sínum, þótt slíkt sé nánast óhugsandi í pólitísku landslagi þeirra í dag (og svipaða sögu er raunar hægt að segja um Ísland, þar sem skuldsett eyðsla er eina skýra markmið yfirvalda). Þá verður heiminum kannski loksins ljóst að Bandaríkjamenn eru ekki eimreiðin sem keyrir hagvöxt heimsins áfram, heldur þungur eftirvagn sem réttast væri að losa af lestinni.
Obama er ekki lestarstjóri. Hann er farartálmi.
Einbeiti sér að hagvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. júní 2010
Hárrétt hjá Þjóðverjum
Stefna þýskra yfirvalda er hárrétt. Þar draga menn úr eyðslu og borga skuldir og tryggja þannig undirstöður sem síðan er hægt að byggja á. Því hraðar sem Þjóðverjar draga úr eyðslu og greiða skuldir, því fyrr geta þeir lækkað skatta og þannig gefið hagkerfinu svigrúm til að vaxa og skapa verðmæti (frekar en að kreista fram "hagvöxt" með því að eyða lánsfé).
Þjóðverjar muna sennilega ennþá hvernig fór fyrir hagkerfi þeirra á tímum Weimar-lýðveldisins. Segir wikipedia:
The government printed money to deal with the crisis; this allowed Germany to pay war loans and reparations with worthless marks, and helped formerly great industrialists to pay back their own loans. This also led to pay raises for workers and for businessmen who wanted to profit from it. Circulation of money rocketed, and soon the Germans discovered their money was worthless.
Er hið sama að fara gerast í Bandaríkjunum (sem geta bráðum ekki fengið lán frá Kínverjum til að greiða fjárlagahalla sinn, og þar sem pólitísk samstaða er um að eyða peningum)? Varð fjöldaframleiðsla á íslensku krónunni (í gegnum bankana) ekki til að fella hana í verði? Er Evrópusambandið að rýra evruna með stjórnlausri peningaprentun til bjargar gjaldþrota ríkjum sínum?
Sagan kennir okkur margt. Eitt af því sem hún kennir okkur umfram allt er samt, að fáir læra af sögunni. Nema e.t.v. Þjóðverjar.
Þjóðverjar vara við skuldafíkn ríkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. júní 2010
Hið sama bíður Íslendinga
Ný ríkisstjórn Breta virðist skilja það sem flest heimili skilja: Ef útgjöld eru hærri en tekjur, þá þarf að draga saman útgjöldin og/eða hækka tekjurnar. Stjórnvöld víðast hvar virðast ekki hafa náð þessum einföldu sannindum. Þau hafa gert allt nema þetta. Sums staðar prenta þau peninga, annars staðar taka þau lán, og stundum gera þau bæði.
Þegar núsitjandi ríkisstjórn á Íslandi fer frá þá tekur við sams konar tiltekt. Ekki fyrr, því núsitjandi ríkisstjórn getur með engu móti hugsað lengra fram í tímann en sem nemur næsta gjalddaga einhvers stórlánsins. Og þá er nýtt lán tekið.
Því miður ætla bresk stjórnvöld að beita skattahækkunum til að rétta af fjárlagahallann sinn. Þetta er e.t.v. nauðsynlegt til að stöðva hallarekstur ef niðurskurður í ríkisútgjöldum er ekki nægur, en miklu nær væri að skera ríkisútgjöld enn frekar niður til að skapa svigrúm fyrir skattalækkanir.
Sagan segir okkur eitt og annað um þetta. Hér er lítið dæmi frá "gleymdu kreppunni" í Bandaríkjunum 1920-1922 (sem skall á sem leiðrétting á stórkostlegri peningaprentun Bandaríkjamanna til að fjármagna þátttöku í fyrri heimstyrjöldinni):
The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.
Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.
The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction." By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.
Svona á að greiða úr efnahagslegri niðursveiflu og ljúka henni af á sem stystum tíma! En því miður virðist falshagfræði Keynes og fleiri af hans skóla hafa sópað þeirri vitneskju djúpt undir teppið.
Mikill niðurskurður í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. júní 2010
Ákvörðun Kínverja mun hafa mikil áhrif á mjög margt
Þeir sem vilja vita meira um afleiðingar af ákvörðun Kínverja um að leysa gjaldmiðil sinn örlítið meira úr viðjum bandaríska dollarans er bent á þetta myndband, þá sérstaklega seinustu 2-3 mínúturnar. Maðurinn sem sannarlega sá hrunið fyrir, og er að sjá fyrir afleiðingar aðgerða stjórnvalda á Vesturlöndum í dag, er maður sem ber að taka mark á.
Helstu punktar:
- Kaupmáttur kínverskra neytenda batnar nú með styrkingu gjaldmiðils þeirra (stöðvun á rýrnun kaupmáttar hans vegna peningaprentunar til að halda í við bandaríska dollarann)
- Kínverjar byrja að kaupa meira. Þetta mun koma fram í hækkun verðlags á ýmissi hrávöru (olíu, landbúnaðarvörum) og t.d. gulli
- Eftirspurn Kínverja eftir skuldabréfum bandaríska seðlabankans minnkar og aðgengi Bandaríkjamanna að lánsfé versnar sem mun neyða bandarísk yfirvöld til að stíga á útgjaldabremsuna eða gefa peningaprentunarvaldinu lausan tauminn með tilheyrandi hruni á bandaríska dollaranum
Þá vitum við það.
Verðhækkun á hráolíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. júní 2010
Neikvæð áhrif opinberrar 'atvinnusköpunar'
It is true that a particular group of bridgeworkers may receive more employment than otherwise. But the bridge has to be paid for out of taxes. For every dollar that is spent on the bridge a dollar will be taken away from taxpayers. If the bridge costs $10 million the taxpayers will lose $10 million. They will have that much taken away from them which they would otherwise have spent on the things they needed most.
Therefore, for every public job created by the bridge project a private job has been destroyed somewhere else. We can see the men employed on the bridge. We can watch them at work. The employment argument of the government spenders becomes vivid, and probably for most people convincing. But there are other things that we do not see, because, alas, they have never been permitted to come into existence. They are the jobs destroyed by the $10 million taken from the taxpayers. All that has happened, at best, is that there has been a diversion of jobs because of the project. More bridge builders; fewer automobile workers, television technicians, clothing workers, farmers.
Við þessi orð Henry Hazlitt þarf varla að bæta miklu. "Atvinnusköpun" hins opinbera, sem það greiðir fyrir með skattheimtu, felur í besta falli fyrir sér flutning á störfum frá skattgreiðandi einkageiranum og yfir í hinn opinbera skattneytandi geira. Þannig er það bara.
Nú kann einhver að halda því fram að umrædd viðhaldsstörf hefði hvort eð er þurft að vinna. Því sé ekki um að ræða aukaútgjöld fyrir skattgreiðendur heldur einfaldlega flutning á útgjöldum úr framtíð í nútíð.
En er ekki kreppa núna? Af hverju að leggja aukaútgjöld á nú þegar sárt þjáða skattgreiðendur í kreppu? Af hverju að flytja viðhaldsverkefni frá einkafyrirtækjum og heimilum og yfir á opinberar byggingar? Er ekki vottur af heimtufrekju í hinu opinbera fólgin í því? Miklu nær væri að fresta öllum viðhaldsverkefnum hins opinbera sem allra mest frekar en að flýta þeim og hjálpa þannig fyrirtækjum og heimilum landsins að byggja sig upp á ný og verða á ný aflögufær fyrir viðhaldsverkefni og skrauthýsabyggingu hins opinbera.
Hálfur milljarður í viðhald fasteigna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. júní 2010
Ekkert að marka afkomutölu bankanna
Nú ræða menn um að skattleggja bankanna og segja að það sé vel hægt því "afkoma bankanna hefur verið með ágætum síðustu misseri". Þetta eru sömu bankar og fóru allir sem einn á hausinn haustið 2008 nokkrum vikum eftir að hafa skilað mjög góðri "afkomu" á pappírnum. Í ljós kom samt að allir bankarnir voru gíraðir í botn og að þegar þeirri gírun hafði verið sópað á brott (með frosti á alþjóðafjármálamörkuðum) stóð lítið eftir. Útlán til langs tíma, fjármögnuð með skammtímalánum. Þetta var hin góða "afkoma" bankanna.
Ég veit ekki hvernig meint afkoma bankanna er reiknuð út, en varla er ástæðan sú að mikið líf sé í innlánum og útlánum með veglegum vaxtamun þar á milli. Einhvers staðar sá ég að bankarnir eigi mikið fé inn á reikningum sínum hjá Seðlabanka Íslands og fái af því miklar vaxtatekjur. Hver endar á að greiða fyrir það?
Hvernig væri nú að hætta þessu seðlabankastússi og leyfa hagkerfinu að leita í þá gjaldmiðla sem það telur sjálft vera trausta? Fjármálakerfi heimsins hefur aldrei verið óstöðugra síðan velflest ríki heims ákváðu að taka peningaútgáfu upp á arma sína (til að fjármagna stríðsrekstur og velferðarkerfi með peningaprentun, fyrst og fremst). Þeirri 100 ára tilraun má mjög gjarnan fara ljúka bráðum.
Bankakerfið greiði fyrir tjónið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |