Hvaða störf tapast?

Stjórnmálamönnum finnst fátt skemmtilegra en að stilla sér upp fyrir framan myndavélar fjölmiðlamanna og láta mynda sig þegar þeir gefa fé skattgreiðenda til einhvers hópsins eða "átaksins". Von stjórnmálamannsins er sú að eitthvað mjög sýnilegt verði til með fjáraustrinu, sem þeir geta svo bent fólki á og sagt: "Sjáðu, þetta hér sem þú sérð og dáist að er mér að þakka. Án mín sæir þú hér tóma lóð sem atvinnulaust fólk reikar um í reiðileysi á."

En þar með er ekki öll sagan sögð. Í Hafnarfirði á nú að féfletta bæjarbúa um tugir milljóna til að planta trjám. Þeir hafa þá tugum milljóna minna á milli handanna, kaupa minna af vöru og þjónustu svo nemur þessum tugum milljóna, eða sitja fastir með skuldir sem ekki var ráðrúm til að greiða niður vegna skattheimtunnar. Við þetta tapast auðvitað líka störf. Færri verðmæti verða sköpuð. Í Hafnarfirði á nú að "skapa störf" í skógrækt. Jafnmörg eða fleiri störf tapast sem afleiðing þess.

Þessi orð Henry Hazlitt eiga alltaf við þegar hið opinbera "skapar störf":

The bad economist sees only what immediately strikes the eye; the good economist also looks beyond. The bad economist sees only the direct consequences of a proposed course; the good economist looks also at the longer and indirect consequences. The bad economist sees only what the effect of a given policy has been or will be on one particular group; the good economist inquires also what the effect of the policy will be on all groups. 


mbl.is 70 ný störf í skógrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband