Ekkert að marka afkomutölu bankanna

Nú ræða menn um að skattleggja bankanna og segja að það sé vel hægt því "afkoma bankanna hefur verið með ágætum síðustu misseri". Þetta eru sömu bankar og fóru allir sem einn á hausinn haustið 2008 nokkrum vikum eftir að hafa skilað mjög góðri "afkomu" á pappírnum. Í ljós kom samt að allir bankarnir voru gíraðir í botn og að þegar þeirri gírun hafði verið sópað á brott (með frosti á alþjóðafjármálamörkuðum) stóð lítið eftir. Útlán til langs tíma, fjármögnuð með skammtímalánum. Þetta var hin góða "afkoma" bankanna.

Ég veit ekki hvernig meint afkoma bankanna er reiknuð út, en varla er ástæðan sú að mikið líf sé í innlánum og útlánum með veglegum vaxtamun þar á milli. Einhvers staðar sá ég að bankarnir eigi mikið fé inn á reikningum sínum hjá Seðlabanka Íslands og fái af því miklar vaxtatekjur. Hver endar á að greiða fyrir það? 

Hvernig væri nú að hætta þessu seðlabankastússi og leyfa hagkerfinu að leita í þá gjaldmiðla sem það telur sjálft vera trausta? Fjármálakerfi heimsins hefur aldrei verið óstöðugra síðan velflest ríki heims ákváðu að taka peningaútgáfu upp á arma sína (til að fjármagna stríðsrekstur og velferðarkerfi með peningaprentun, fyrst og fremst). Þeirri 100 ára tilraun má mjög gjarnan fara ljúka bráðum.


mbl.is Bankakerfið greiði fyrir tjónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband