Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2016

Bannađ ađ velja

Á Íslandi er heimilt ađ verđtryggja lán. Ţađ er ekki skylda. Ţađ er val. Mörg óverđtryggđ lán eru í bođi, ţar á međal á húsnćđi. Sumir velja ţau. Ađrir ekki.

Er ţađ virkilega áherslumál hjá sumum stjórnmálamönnum ađ fjarlćgja ţennan valmöguleika? Á ađ skylda mann sem á milljón til ađ lána hana óverđtryggt? Má hann ţá breyta vöxtunum í stađinn? Er hann skyldugur til ađ taka á sig verđbólguna? Mun hann ţá lána milljónina sína eđa stinga henni ofan í skúffu?

Ţađ er alveg hreint magnađ ađ margir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á ađ minnka valfrelsi frá ţví sem nú er. Til hvers? 


mbl.is „Ţetta er dćmi um loddaraskap“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ívilnanir eru viđurkenning á ţví ađ kerfiđ er gallađ

Ţegar stjórnvöld veita ívilnanir eru ţau um leiđ óbeint ađ viđurkenna ađ reglur eru of margar og skattar of háir. Stjórnvöld eru ađ segja ađ ekki sé hćgt ađ byggja upp ákveđinn rekstur í hinu almenna umhverfi og ađ sérstakar tilslakanir ţurfi til ađ viđskiptahugmyndin gangi upp.

Ađrir, sem njóta ekki ívilnana, eru svo fórnarlömbin. Ţeir ţurfa ađ uppfylla allar reglurnar og borga alla skattana. Heilbrigđum fyrirtćkjum, sem ráđa viđ hćrri skatta og fleiri reglur, er refsađ. Ţau fá ađ blćđa á međan ađrir njóta ívilnana. 


mbl.is ESA samţykkir ívilnunarsamning
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Peningum allra ausiđ í áhugamál sumra

Ríkisstjórnin er komin í kosningaham og ausir nú fjármunum skattgreiđenda í allskyns málefni sem eru talin líkleg ađ útvegi atkvćđi.

Nú skal ţađ sannađ fyrir kjósendum ađ ekki ţarf ađ kjósa vinstriflokkana til ađ vinstristefna ráđi ríkjum ţví allir flokkar hegđa sér eins og vinstriflokkarnir. Gallinn er sá ađ kjósendur sjá oft í gegnum kosningasýninguna og velja samt vinstriflokkana til ađ tryggja framgang vinstristefnunnar. 

Fyrir vikiđ sitja flokkar sem kalla sig miđju- eđa hćgriflokka eftir án stefnumála. Ţeir segja eitt en gera annađ. Kjósendum býđst ekki sá möguleiki ađ kjósa til valda flokka sem berjast raunverulega fyrir losun á kverkataki ríkisvaldsins.

Ég vissi ađ ráđherrar vćru međ mikil völd en vissi ekki ađ ţeirra völd lćgju utan takmarkana vegna fjárlaga, stefnuskrá eigin flokka og yfirlýsinga eigin ríkisstjórna. Eru engin mörk?


mbl.is Ríkissjóđur er í betri fćrum en áđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hiđ íslenska ađhald

Íslendingar gera miklar kröfur til ţeirra einkafyrirtćkja sem ţeir stunda viđskipti viđ. Ţar skal allt vera í lagi - varan, ţjónustan, viđmótiđ, ađstađan og verđiđ - ţví annars er kvartađ. Ţetta ađhald er gott og heldur fyrirtćkjum á tánum. Fyrir vikiđ má yfirleitt reikna međ ţví ađ allt sé í lagi - annars skal kvartađ og helst á samfélagsmiđlum.

Ţegar kemur ađ samskiptum og viđskiptum viđ hiđ opinbera er eins og ađhaldiđ gufi upp. Ţá láta Íslendingar sig hafa ţađ ađ standa í löngum biđröđum ţar sem ađstađa er léleg (dćmi: Sýslumađurinn í Kópavogi). Menn sćtta sig viđ ađ borga himinháa skatta og ofan á ţađ allskyns umsýslu- og pappírsgjöld. Viđmót starfsfólk er aukaatriđi ţví ţakklćtiđ fyrir ađ fá yfirleitt ađ komast ađ er svo mikiđ. Opnunartímar eru aukaatriđi - fólk tekur sér frí svo klukkustundum skiptir til ađ standa í röđ og keyra á milli stađa og finnst ţetta allt vera skiljanlegt umstang til ađ útvega einfalda pappíra.

Ég held ađ ég geti sagt fyrir mitt leyti ađ ţetta ađhaldsleysi ţegar kemur ađ hinu opinbera sé ekki til stađar á hinum Norđurlöndunum. Ţar gera menn líka kröfur á hiđ opinbera - ađ ţjónustan sé skilvirk, ađ ekki sé innheimt mikiđ ofan á ţađ sem skatturinn hefur nú ţegar hirt og helst ađ hćgt sé ađ ganga frá öllu í gegnum tölvu á hentugum tíma sólarhrings. 

Hiđ íslenska ađhald mćtti virkja víđar og til ađ gera ţađ dugir ekkert minna en ađ einkavćđa stóra afkima hins opinbera umráđasvćđis og koma í hendur einkaađila. 


mbl.is Pítsustađur rukkađi viđskiptavin um leigu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bannađ ađ rífa ónýtan kofa

Víđa hafa sveitarfélög komiđ sér upp hentugu fyrirkomulagi sem snýst um ađ peningar skattgreiđenda eru bundnir í lóđir á umráđasvćđi ţeirra og ţeir sem vilja byggja ţurfa ađ leigja landiđ frekar en ađ geta keypt ţađ.

Sveitarfélögin verđa međ ţessu móti ađ risastórum leigusölum sem geta skipađ leigjendum sínum fyrir nánast eftir geđţótta.

Ađ auki hafa sveitarfélög einhvers konar torskiljanlegt vald til ađ ráđskast međ eigur sem standa á landi í einkaeigu innan landamćra sveitarfélagsins. Ţau geta jafnvel bannađ niđurrif ónýtra bygginga á landi í einkaeigu ef ţannig liggur á ţeim. 

Skipulagsvaldiđ kemur ţví víđa viđ. Međ ţví segja sveitarfélögin hvers konar rekstur má vera á hverjum stađ, hvađ hann má hafa opiđ lengi, hvar má reykja og hvar ekki, hvernig málningin utan hússins eigi ađ vera á litinn og hvađ herbergin eiga ađ vera mörg innandyra svo dćmi séu tekin. 

Ţetta er mikiđ vald og ţví er hiklaust beitt og jafnvel misbeitt og ţađ virđist ekki vera hćgt ađ gera neitt til ađ temja ţađ. 

Er ekki kominn tími til ađ endurskođa ţetta fyrirkomulag ađeins? 


mbl.is Segja byggingu óhentuga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Neytendastofu má óhćtt leggja niđur

Ríkisvaldiđ kemur víđa viđ:

Neyt­enda­stofa kannađi ástand verđmerk­inga hjá veit­ingastađnum Silf­ur í Hafnar­f­irđi og leiddi skođunin í ljós ađ mat­seđil vantađi viđ inn­göngu­dyr ...

Hvar var ţessi matseđill eiginlega? Ég vona ađ viđskiptavinir stađarins hafi komist ađ ţví einhvern veginn ađ Big Mac var ekki í bođi. Neytendastofa segir kannski frá ţví hvernig sú uppgötvun fór fram. 


mbl.is Veitingastađurinn Silfur sektađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Litla bókin mín um skilvirkni, ókeypis fram á föstudag

forsidaÉg skrifađi á sínum tíma fćrslu hérna um litla bók sem ég skrifađi um skilvirkni. Bókin hefur fengiđ miklu betri viđtökur en ég bjóst viđ í upphafi og fyrir ţađ er ég mjög ţakklátur.

Nú langar mig ađ bjóđa hverjum sem vill ađ sćkja ókeypis eintak af bókinni (rafbók) á síđu Amazon. Möguleikinn er til stađar fram á föstudag.

Tengill á síđu bókarinnar á Amazon.

Ég vona ađ sem flestir stökkvi á ţetta tilbođ, lesi bókina, fái mikiđ út úr ţví og segi svo öllum frá henni!

Njótiđ vel!


Hver er valdarćninginn?

Tilraun til valdaráns í Tyrklandi var stöđvuđ nú um helgina. Margir hafa falliđ í átökum. Ţúsundir eru komnir á bak viđ lás og slá og verđa sóttir til saka. 

Ţađ sćkir samt ađ mér hugsun: Hver er hinn raunverulegi valdarćningi, sá sem vill nýja valdherra eđa sá sem ţvingar fólk međ valdi til ađ lúta sér?

Í sjálfstćđisyfirlýsingu Bandaríkjanna (Declaration of Independence) var á sínum tíma skrifađ:

We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.--That to secure these rights, Governments are instituted among Men, deriving their just powers from the consent of the governed, --That whenever any Form of Government becomes destructive of these ends, it is the Right of the People to alter or to abolish it, and to institute new Government ...

Bandaríkjamenn hafa auđvitađ fyrir löngu sópađ ţessari yfirlýsingu undir teppiđ samanber sú herskáa stefna sem var rekin gegn Suđurríkjunum ţegar ţau vildu sjálfsstjórn, en eigum viđ hin ekki ađ vera ađeins opnari? Íslendingar lýstu yfir sjálfstćđi frá Danmörku og eru sennilega flestir á ţví ađ ţađ hafi veriđ heillaskref. Íslendingar (eđa íslensk yfirvöld, nánar tiltekiđ) studdu sjálfstćđishreyfingar Eistrasaltsţjóđanna. Margir hafa samúđ međ málstađ ţeirra sem vilja sjálfstćđa Tíbet, sjálfstćđa Katalóníu og sjálfstćtt Grćnland. Svona mćtti lengi telja. 

Greinilegt er ađ í Tyrklandi búa margir sem vilja önnur yfirvöld en ţau sem nú ríkja yfir ţeim. Kúrdar eru augljóst dćmi en hiđ sama virđist gilda um marga Tyrki. 

Eigum viđ á Vesturlöndum ekki ađ styđja viđ slíkar sjálfstćđishreyfingar og fordćma yfirvöld sem standa í vegi fyrir ţeim? Er tyrkneska ríkiđ ekki hinn raunverulegi valdarćningi? 


mbl.is Ellefu haldiđ í flugstöđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćgri-vinstriskalinn dugar ágćtlega

Ţeir sem forđast ađ "stađsetja sig" á hćgri-vinstriskalanum eru yfirleitt vinstrimenn međ örlitla samúđ fyrir frjálsum markađi. Ţeir trúa á sterkt ríkisvald og véfengja ekki rétt ţess til ađ setja reglur um nánast hvađ sem er og skattleggja nánast hvađ sem er. Yfirleitt eru ţeir ţó međ eitthvađ hagsmunamál ţar sem ţeir telja ekki ađ ríkisvaldiđ eigi ađ skipta sér af. Fyrir Pírötum er ţađ tjáningarfrelsi, svo dćmi sé tekiđ. 

Ţar međ er ekki sagt ađ allir sem kalla sig hćgrimenn séu markađsanarkistar (eins og ég). Ţeir trúa líka á sterkt ríkisvald en líta á ţađ sem illa nauđsyn - undantekningu frá reglunni ef svo má segja. Ţannig vilja margir sem kalla sig hćgrimenn ađ ríkisvaldiđ fjármagni umsvifamikla menningarstarfsemi og niđurgreiđi ákveđnar atvinnugreinar og standi viđ bakiđ á ríkiskirkju. Hins vegar eigi ríkiđ ađ halda sig fjarri á sem flestum öđrum sviđum.

Hćgri-vinstriskalinn er ljómandi nothćfur ţótt hann sé einföldun. Sé einhver almennt tortrygginn á frjálsan markađ og frjálst val einstaklinga er hann vinstrimađur. Sé einhver almennt tortrygginn á ríkisvaldiđ (ţótt hann umberi ţađ á ákveđnum sviđum) er hann hćgrimađur.

Ég er hćgrimađur ţví ég lít á ríkisvaldiđ sem skipulagđa glćpastarfsemi sem á ekki rétt á sér. Til nánari ađgreiningar frá öđrum hćgrimönnum (t.d. Davíđ Oddssyni og Bjarna Benedikssyni) kalla ég mig svo yfirleitt frjálshyggjumann. Til ađgreiningar frá frjálshyggjumönnum sem vilja ţó ađ ríkisvald sé til stađar og starfrćki dómstóla og lögreglu (eins og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni) kalla ég mig ýmist anarkista eđa anarkó-kapítalista eđa jafnvel markađsanarkista. 

En hvađ međ menn eins og Donald Trump og Barack Obama? Er ţeir hćgri- eđa vinstrimenn? Ţađ fer eftir ţví hvar almenn sannfćring ţeirra liggur. Er hún hjá ríkinu eđa markađinum? Fái ég svar viđ ţví verđur auđvelt ađ úrskurđa. 

Páll Magnússon er hugsanlega hćgrimađur en međ taugar til ríkisrekinnar afţreyingar. Ţađ er minn úrskurđur, í bili. 


mbl.is Páll Magnússon íhugar frambođ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fánar geta bćđi sameinađ og sundrađ

Í frétt segir svo frá:

Rússneski langstökkvarinn Darya Klishina hefur veriđ harđlega gagnrýnd í heimalandinu eftir ađ hún sótti um ađ fá ađ keppa á Ólympíuleikunum í Ríó undir hlutlausum fána.

Ţetta hefur varla veriđ léttvćg ákvörđun fyrir neinn og hvađ ţá stúlkuna sem á hér í hlut. Hennar valkostir eru ađ sitja heima eđa keppa undir hlutlausum fána. Ástćđan er ađ sögn lyfjamisnotkun annarra samlanda hennar en kannski býr meira ađ baki.

Íţróttamenn eru gjarnan álitnir vera eins konar sameiningartákn ţjóđar. Íslendingar ţekkja ţetta vel eftir gott gengi á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fánar geta samt sundrađ líka. Yfirvöld eiga ekki ađ geta ţvingađ íţróttamenn til ađ koma fram fyrir hönd ríkisins. Íţróttamenn eiga hiklaust ađ fá ađ keppa á eigin forsendum undir hlutlausum fána ef ţannig liggur á ţeim. Fánar eru oftar en ekki bara táknmynd handahófskenndra lína á landakorti sem halda sumum inni en gjarnan öđrum úti. 

Vonandi gengur henni sem best - á eigin forsendum!


mbl.is Rússar reiđir hugsanlegum ólympíufara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband