Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021

Sóttvarnir eru ekki persónubundnar

Stundum er talað um að sóttvarnir séu, eða eigi að vera persónubundnar. Það eru þær samt ekki. Samkomutakmarkanir sem koma í veg fyrir gleðilega viðburði eins og brúðkaup og íþróttamót eru ekki persónubundnar. Ekki er í boði að labba út í apótek og prófa sig á korteri fyrir veiru þótt tæknin sé til staðar og varningurinn í boði. Ekki er í boði að vega það og meta hvort hittingur sé áhættunnar virði - að lifa lífinu og hætta á smit eða drepa sálina smitlaus.

Tveggja metra reglur og þrýstingur á grímunotkun eru fyrirmæli að ofan, ekki val einstaklinga.

En vonum að það vori snemma í ár. Nú þegar nýjabrumið er að falla af SARS-CoV-2 þá fer hún að detta í flokk landlægra kóróna-veira sem allar eru árstíðabundnar og ófréttnæmar.

veira-sol

(Heimild.)


mbl.is Hafa áhyggjur af því að fólk gleymi sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiruspá 2021

veiruvedur

"The results indicated that the monthly average percent positive of four common coronaviruses was significantly negatively correlated with the sunlight UV radiation dose."

https://doi.org/10.1016/j.scitotenv.2020.141816

 

Á mannamáli:

1-s2.0-S0048969720353456-ga1_lrg


mbl.is Ekki útilokað að hægt sé að slaka á aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálæðingurinn á götuhorninu

Árið er 1836. Staðurinn er Boston á vesturströnd Bandaríkjanna. Einhver brjálæðingur frá einhverjum jaðarsamtökum labbar um og tala um að afnema þrælahald. Hann fær sömu svör frá öllum:

"Það er óhagkvæmt! Hvað gerum við án þrælanna? Hver ætlar að tína bómullina?"

"Þú ert bara einhver öfgamaður með hugsjónir! Við lifum í raunveruleikanum!"

"Hver ert þú að tala gegn því viðtekna? Farðu í holuna þína!"

"Þú ert bara einhver brjálæðingur! Ég vil ekkert við þig kannast og vona að þú hrökklist í burtu!"

Svona eftir á að hyggja vildu flestir slíkir öfgamenn verið hafa, en fæstir voru. Og fæst okkar í dag hefðu verið slíkir öfgamenn þá.


Hvaða lagagrein var brotin?

Ég renndi að gamni yfir sóttvarnarlög til að sjá hvort þar sé heimild til að siga lögreglu á dansleik heilbrigðra einstaklinga í landi þar sem greinast 0-2 smit á dag og enginn er á gjörgæslu vegna veiru. Lögfróðir geta kannski hjálpað mér að skilja hvaða lagagrein var brotin. Eða var kannski bara um að ræða brot á reglugerð sem hefur ekki lagastoð? 

Í 12. gr. segir: 

Ráðherra ákveður að fenginni tillögu sóttvarnalæknis hvort grípa skuli til opinberra sóttvarnaráðstafana, svo sem ónæmisaðgerða, einangrunar smitaðra, sótthreinsunar, afkvíunar byggðarlaga eða landsins alls, lokunar skóla eða samkomubanns.

Þessi lagagrein þarf að skoðast í samhengi við 2. gr. sóttvarnarlaga sem segir um hvaða sjúkdóma þau fjalla:

Lög þessi fjalla um sjúkdóma og sjúkdómsvalda sem valdið geta farsóttum og ógnað almannaheill, svo og aðrar alvarlegar næmar sóttir. ... Lögin taka einnig til óvenjulegra og óvæntra atburða sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar meðal þjóða heims.

Sjúkdómurinn þarf að ógna almannaheill eða vera næmur og alvarlegur. 

Er COVID-19 slíkur sjúkdómur? Var svínaflensan það á sínum tíma?

Eru engin tímamörk á aðgerðum 12. greinar?

Það má einangra smitaða, ekki útsetta. Ég sé ekki betur en að það ákvæði sé þverbrotið, hægri og vinstri.

Það er kannski skiljanlegt að menn eru að endurskoða sóttvarnarlög og bæta við skilgreiningum á því hvað allt þetta þýðir í raun.

Annars er mikið um skemmtilegar greinar í sóttvarnarlögum, svo sem 15.gr.:

Telji sóttvarnalæknir nauðsynlegt að einstaklingur sé settur í einangrun skv. 14. gr. eða 1. mgr. þessarar greinar og framkvæmdin er í andstöðu við hinn smitaða skal sóttvarnalæknir svo fljótt sem verða má bera ákvörðunina skriflega undir héraðsdóm í því umdæmi þar sem hinn smitaði dvelst þegar einangrunar er krafist. 

Ætli þessu ferli hafi verið fylgt? Nú er verið að einangra grunaða, ekki smitaða. Er það löglegt?

Einnig, úr 15. gr.:

Dómari getur aflað gagna af sjálfsdáðum. Dómari kveður síðan upp úrskurð um hvort einangrun skuli haldast eða falla niður. 

Hefur einhver íslenskur dómari sýnt slíkt frumkvæði?

Hvað um það, þetta er hrærigrautur. Enginn hefur haft fyrir því að sýna fram á að aðgerðir yfirvalda hafi verið löglegar, og gildir þetta um mörg ríki. Ástæða þess að Svíar hafa virst sýna slakari stefnu en aðrir er að Svíar eru einmitt mjög uppteknir af því að fylgja lögum og reglum. Stafar það af sögulegri hræðslu þeirra við yfirgang yfirvalda. En á Íslandi leysa menn upp hittinga 25 einstaklinga og rata í fréttirnar fyrir að hafa stöðvað lögbrot.


mbl.is Brutu lög og héldu dansleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 árum of seint

Fyrir örfáa þúsundkalla á mánuði er hægt að fá nokkurn veginn ótakmarkað tal og miklu meira en nóg gagnamagn til að geta blaðrað og hlaðið niður frá morgni til kvölds án þess að hafa áhyggjur af aukareikningum. Fólk skiptir reglulega um símfyrirtæki og finnur þá áskrift sem hentar.

Ferðamenn kaupa slíka pakka þegar þeir dveljast í lengri tíma í einhverju landi. Gagnamagn kostar bara brotabrot af því sem það gerði áður.

Það nennir enginn að rölta um bæinn lengur og leita að ókeypis þráðlausu neti og binda sig þannig við litla bletti.

Á kaffihúsi er hægt að tengja sig við netið með símanum sem verður þá að eins konar módem. Þetta er jafnvel fljótlegra en að stimpla inn lykilorð sem þjónninn upplýsir þig um á augabragði.

Nú fyrir utan að það getur verið óskynsamlegt að nota óvarin þráðlaus net - þar er gjarnan setið fyrir fólki og njósnað um netrápið.

Fyrir skömmu tókst Reykjavíkurborg að samræma akstursáætlun strætisvagna við Google Maps. Þessu var slegið upp sem mikilli frétt. Hérna var Reykjavík samt mörgum árum eftir á. Og núna er boðið upp á ókeypis þráðlaus net þegar allir eru löngu hættir að eltast við slík og kaupa bara hæfilega gagnapakka á spottprís.

Er árið 2010 í Ráðhúsinu?


mbl.is Reykjavíkurborg býður frítt internet á völdum stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin mörk?

„All­ir sem byggja hús þurfa að lúta mjög mörg­um ákvæðum í deili­skipu­lagi [...] Menn geta haft skoðun á því hvort hver og ein ákvörðun sé of íþyngj­andi, en það er eðli deili­skipu­lags að það er íþyngj­andi,“ seg­ir Pawel Bartozek, borg­ar­full­trúi.

Hressandi hreinskilni en umhugsunarverð.

Eignaréttur er varinn í stjórnarskrá. Ekki má skerða hann nema til komi bætur. Með veigamiklum undanþágum þar sem er ein vegur þungt: Deiliskipulagið!

Augljós dæmi finnast í miðbæ Reykjavíkur. Þú opnar verslun og treystir á áframhaldandi umferð (viðskiptaforsenda) keyrandi viðskiptavina sem leggja fyrir utan hurðina hjá þér. Viðskiptaforsendur þínar byggjast hreinlega á slíkum ytri römmum. En hvað gerist? Deiluskipulagið breytist! Bótalaust! Og þú situr eftir, veinandi og grátandi örlítill minnihluti, og færir verslun þína í Ármúlann, á eigin reikning eftir taprekstur á upphaflega staðnum. Eða ferð á hausinn, auðvitað.

Lóðasvelti sveitarfélaga losnar aðeins og fólk kaupir. Þú sérð fyrir þér verönd eða rósarunna. En nei, deiliskipulagið segir að á þinni lóð þurfi að vera berjarunni! Þú trúir ekki þínum eigin augum en færð að vita að það er eðli deili­skipu­lags að það er íþyngj­andi“.

Það eru engin mörk, að því er virðist. Getur deiliskipulag sagt þér að mála húsið þitt bleikt, þakið þitt rautt, að þú þurfir að hafa blikkandi jólaljós á húsinu allan ársins hring, að í stað túnsins þurfi að koma hellur eða í stað malbiks þurfi að koma mold? Eru einhver mörk? Einhver dómsmál? Einhverjar kvartanir sem dómstólar tóku alvarlega? 

Eða er hægt að gera hvað sem er við hvern sem með deiluskipulaginu? Ég spyr því ég veit það ekki og hef ekki séð dæmi um annað en að deiluskipulagið hafi leyst af stjórnarskránna, enda íþyngjandi í eðli sínu, ólíkt stjórnarskránni.


mbl.is Berjarunni samrýmist stefnu borgaryfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holland í línuritum

Holland er um margt áhugavert dæmi um áhrif veiru á samfélagið. Þar hefur mjög hörðum sóttvarnaraðgerðum verið beitt - nú seinast útgöngubanni - og skiljanlega komin mikil þreyta í almenning. Um leið er því ekki að neita að veiran hefur tekið mörg líf.

Skoðum nokkur línurit.

Dauðsföll á dag (heimild):

daily_deaths

Aldursdreifing látinna (heimild):

agedist

Svolítið margir undir sjötugu að manni finnst, samanborið fyrir Norðurlöndin. Er til skýring á því? Frá hollensku tölfræðisíðunni: 

"The underlying numbers of hospital admissions and deaths are not complete. There is no obligation to report admissions and deaths with COVID-19 to the GGDs."

Hvað þýðir þetta? 

Allar dánarorsakir síðan veiran fór á flakk í Hollandi (heimild):

all_deaths

Veiran í 4. sæti eins og í Svíþjóð þar sem er hægt að fara í klippingu og í ræktina og engin grímuskylda nema á álagstímum í almenningssamgöngum. Aftur er hægt að spyrja sig: Hvað hafa harðar sóttvarnaraðgerðir umfram vægari sóttvarnaraðgerðir? Er kannski eitthvað annað sem ræður för veirunnar en grímur og lokaðar skóverslanir?

Dauðsföll umfram meðaltalið (heimild):

excessdeaths

Vissulega slæmt tímabil núna og svipað ársbyrjun 2018, en enn og aftur má sjá hér dæmi um að hörðustu aðgerðirnar komi á tímabili batnandi ástands. Því miður nær línuritið ekki til svínaflensuáranna. Línurit Belgíu og jafnvel Englands og Frakklands er keimlíkt. Kannski veiran kunni vel við loftslag þessa hluta Evrópu.

Þegar allt kemur til alls er kannski skiljanlegt að hollenskur almenningur sé orðinn þreyttari á sóttvarnaraðgerðum en sóttinni.


mbl.is Mótmæltu hertum sóttvarnaaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Osló og áfengið

Á línuritunum hér að neðan sést fjöldi dauðsfalla og fólks á spítala í Osló í Noregi - tilfelli rakin til COVID-19 (heimild):

oslo

Örvarnar benda á 9. nóvember þegar veitingastöðum í Osló var bannað að selja áfengi. Lík­ams­rækt­ar­stöðvar í Ósló hafa verið lokaðar frá 9. nóv­em­ber sem og margt annað í borginni.

Hafa þessar hörðu aðgerðir skilað einhverju? Kannski veirunni hafi verið alveg sama. Hún er loftborin og vegna allra lokananna er fólk sennilega miklu meira inni en ella, að skiptast á sama loftinu. Íbúar fjölbýlishúsa skiptast á lofti og veirum á göngunum. Fólki sem vantar nýja skó þarf að finna matvöruverslun eða stórmarkað sem selur skó og skókaupendur þjappast því inn í færri búðir en ella. 

Kannski sóttvarnaraðgerðir geti hreinlega fjölgað smitum og aukið líkurnar á því að fólk smitist.

Sóttvarnaryfirvöld ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar virðast ekki þurfa að réttlæta harðar sóttvarnaraðgerðir og blaðamenn láta þau komast upp með það. Í Danmörku er t.d. nóg að segja "mörg smit - öllu lokað!" og fólk kokgleypir það (með undantekningum).  

Danir hafa samt ekki tekið áfengið af fólki í sama mæli og Norðmenn. Meira að segja Íslendingar hafa haft vit á því að halda vínbúðunum opnum. Það er þó huggun harmi gegn.


mbl.is Öllu lokað á tæplega milljón Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattahækkanirnar virkuðu!

Eins og gildir um svo margt annað þá telja stjórnmálamenn að það sé hægt að breyta veðrinu með skattkerfinu. Í því skyni eru lagðir á margir skattar.

Ef marka má Vegagerðina (frekar en Veðurstofuna) hefur tekist svo vel upp í að breyta veðurfarinu að landið er á kafi í snjó! Hnattræn hlýnun stöðvuð! 

Það blasir við að nú má afnema alla umhverfis- og veðurfarsskattana, nú þegar markmiðinu er náð. Ekki satt?


mbl.is „Ekki hægt að bæta í nema það sé fjármagn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir og árangur

Berum að gamni saman nágrannaríki og aðgerðir.

Svíþjóð: Engin grímuskylda (nema á álagstíma í opinberum samgöngum), eiginlega allt opið nema skemmtigarðar, opinberar sundlaugar og skólar yfirleitt fyrir 16 ára og eldri, þú getur farið í ræktina og í klippingu og út að borða (í litlum hópum, og skrúfað fyrir áfengið kl. 20), og mér sýnist fólk geta gert 75% af því sem venjulegt fólk gerir á venjulegum tímum.

se

Danmörk: Allt lokað nema stórmarkaðir og apótek og hefur verið síðan fyrir jól, ekki hægt að fara á bókasafn, í ræktina, í klippingu eða út að borða (hægt að kaupa áfengi í búð til kl. 22 á kvöldin), grímuskylda innandyra á stöðum opnum almenningi, engar íþróttaæfingar og allir skólar lokaðir, alveg niður í 1. bekk.

dk

Svipað loftslag í Danmörku og Suður-Svíþjóð, svipað fólk, ólíkar aðgerðir.

Maður spyr sig: Eru harðar sóttvarnaraðgerðir að skila einhverju?

Nei, segja rannsóknir. Allt umfram einhver fjarlægðarmörk og bann á stórum hópum virðist vera tilgangslaus skemmdarverkastarfsemi á samfélaginu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband