Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2011

Volcker flýr Obama-hrađlestina til helvítis

Paul Volcker, fyrrverandi seđlabankastjóri Bandaríkjanna, segir nú skiliđ viđ Obama Bandaríkjaforseta og reynir ađ fjarlćgja nafn sitt af ţeim hörmungum sem Obama er ađ leiđa yfir bandarísku ţjóđina.

Obama verđur sennilega minnst sem forsetans sem gerđi dollarann ađ verđlausum pappír eđa allt ađ ţví. Hann verđur borinn saman á jafnréttisgrundvelli viđ GW Bush ţegar kemur ađ gjafmildi í útgjöldum til "velferđar"mála, herútgjalda, skuldsetningar, peningaprentunar og reglugerđarvćđingar. Menn munu deila um ţađ hvor keyrđi bandaríska ríkiđ hrađar í átt ađ gjaldţroti og sennilega komast ađ ţeirri niđurstöđu ađ Obama hafi haft vinninginn.


mbl.is Volcker sest aftur í helgan stein
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Líkurnar hafa alltaf veriđ NÚLL

Ţeir sem halda ađ ţađ sé hćgt ađ fá samţykki fyrir einhverri "stóriđju" (međ tilheyrandi orkuframleiđslu) á Íslandi í dag lifa í besta falli í blekkingu. Eingöngu er hćgt ađ halda áfram međ verkefni sem er búiđ ađ afgreiđa úr ráđherraskrifstofunum. Ekkert nýtt eđa enn ósamţykkt sleppur úr "međferđ" núverandi stjórnvalda.

Ef "umhverfismat" er ekki nóg til ađ stöđva framkvćmd, ţá er talađ um lögmćti, eđa friđlýsingu, eđa máliđ sett í nefnd, aftur og aftur ţar til nefnd kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ ekki eigi ađ ráđast í framkvćmd. 

Ţeir sem vilja eyđa tíma sínum og peningum í ađ reyna sannfćra yfirvöld um ágćti einhverrar framkvćmdar eru ađ sóa tíma sínum og fé. Betra er ađ halda í aurana og bíđa eftir stjórnarskiptum og reyna ţá. 

Núverandi stjórnvöld eru (sennilega ómeđvitađ) ađ reyna knésetja hinn almenna Íslending og benda honum svo á ađ ţađ sé gott ađ betla á tröppum ţinghússins í Brussel. En bara ef mađur er međlimur í ESB. 


mbl.is Líkur á ađ álveriđ rísi í Helguvík minnka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sameinađir föllum vér

Svokölluđ "Samtök atvinnulífsins" gera ţá kröfu ađ ríkisstjórnin slaki á hótunum sínum um algjöra uppstokkun á stćrsta gjaldeyrisaflanda Íslands, sjávarútveginum, áđur en menn binda sig međ samningum til ţriggja ára. Ósanngjörn krafa? Varla.

Ţetta hentar samt ríkisstjórninni mjög illa. Hún vill ađ menn semji um föst kaup og kjör (í krónum taliđ) til margra ára, en sé sjálf alveg óbundin. Ríkisstjórnin sér til dćmis fyrir sér ađ geta bundiđ alla launţega í launum en haft um leiđ frjálsar hendur til ađ rúlla vćnum skattahćkkunum yfir ţá og á ţann hátt dćma ţá til opinberrar framfćrslu. Sniđug ađferđafrćđi séđ út frá sjónarhóli sósíalískra yfirherra, en launţegar og atvinnurekendur sjá vonandi í gegnum plottiđ.

Ef Íslendingar sameinast á bak viđ fána sósíalískrar landsstjórnar ţá eru Íslendingar dćmdir til ánauđar. Sameinađir föllum vér. Sundrunguna um sósíalismann ţarf ađ auka.  


mbl.is „Alţýđusambandiđ hrökk frá“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hrikalegir talsmenn Íslands

Eru Björk og Jóhanna Sigurđardóttir í keppni um hvor er verri talsmađur Íslands á alţjóđavettvangi?

Nýjasta afreki Jóhönnu er lýst hér:

Ein valdamesta kona heims, Jóhanna Sigurđardóttir, ţáđi í gćr heimbođ Davids Camerons, forsćtisráđherra Bretlands. Cameron stendur fyrir einhvers konar fundi ţjóđarleiđtoga á norđurslóđum og Jóhanna ákvađ ađ mćta til Lundúna. Og ef marka má fréttir ţá hefur hún ţegar komiđ mikilvćgu máli á framfćri viđ forsćtisráđherra landsins sem setti hryđjuverkalög á Ísland og gerir nú stórfelldar löglausar kröfur á hendur landinu sem ţađ sjálft beitti órétti: Jú herra Cameron, kona yđar eignađist barn í fyrra. Ef Bretar hefđu hiđ frábćra fćđingarorlofskerfi og Íslendingar, ţá gćtuđ ţér nú veriđ á leiđ í frí.

Björk segir nú öllum sem reka hljóđnema framan í hana ađ íslenska ríkiđ geti og vilji blćđa tugum milljarđa af fé skattgreiđenda til ađ bćta nćtursvefn sinn og ótta viđ vonda Kanadamenn.

Útlendingar hljóta ađ vera alveg undrandi á hugarfari Íslendinga. Vilja ţeir ekki erlenda fjárfestingu? Er ţeim illa viđ ađ leigja heitavatnsbólur neđanjarđar í skiptum fyrir vćna ţóknun? Eru skattgreiđendur á Íslandi međ botnlausa vasa?

Ólafur Ragnar Grímsson, međ öllum sínum kostum og göllum, virđist vera sá eini sem heldur uppi merki Íslendinga erlendis. Ţađ finnst mér vera hćttumerki. 


mbl.is Vilji til ađ láta sölu á HS Orku ganga til baka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lánsfé á eyđslubáliđ

Ríkisstjórnin hefur svo sannarlega veriđ iđin síđan hún tók viđ. Hún dustađi rykiđ af minnispunktum Ólafs Ragnars Grímssonar, "Skattmanns", úr fjármálaráđherratíđ hans og fylgdi nákvćmlega eftir.

Ríkisstjórnin hefur forđast ţađ eins og heitan eldinn ađ taka erfiđar ákvarđanir. Ţegar bankakerfiđ hrundi á Íslandi, og krónan međ, ţá myndađist risastórt gat á rekstri ríkisins. Í stađ ţess ađ fćra útgjöld ađ tekjum, eins og venjuleg heimili gera ţegar kreppir ađ, ţá var kreditkortunum fjölgađ og skattavöndurinn dreginn fram og hann látinn dynja á óvörđum skattgreiđendum. Ţessi ađferđ, "Hćkkun skatta og skuldir", hefur stundum gefist vel til skemmri tíma, en hún eyđileggur allar langtímavonir hagkerfisins og ţeirra sem knýja ţađ áfram međ svita síns erfiđis. 

Ríkisstjórnin er međ einfalda dagskrá:

  • Koma Íslandi langleiđina inn í ESB áđur en kjörtímabilinu lýkur
  • Ýta sem flestum gjalddögum risavaxinna gjaldeyrislána inn í nćsta kjörtímabil, ţar sem önnur ríkisstjórn ţarf ađ takast á viđ ţá
  • Koma sem flestum vinstrimönnum á ríkisspenann
  • Flýja frá öllum erfiđum ákvörđunum međ lántökum

mbl.is Góđ ţátttaka í ríkisbréfaútbođi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fyrirsjáanlegt

Sáu ekki allir í gegnum brosandi andlitin í kosningabaráttu vinstriflokkanna, ţar sem frambjóđendur viku sér undan ađ svara spurningum um hćkkandi skatta og hert viđskiptahöft?

Sjálfur skrifađi ég strax í kjölfar stjórnarmyndunar:

Til hamingju, Ísland, međ nýja vinstristjórn. Hún mun nú taka til hendinni viđ ađ skuldsetja ríkissjóđ og skattgreiđendur á bólakaf og hćkka skatta.

Einnig:

Frjálslyndir Íslendingar mega vitaskuld vera hrćddir og áhyggjufullir, enda full ástćđa til ţess. Óţarfi er samt ađ eyđa of miklu púđri í vangaveltur um hagstjórnarmistök vinstrimannanna. Ţau eru sögulega vel ţekkt og ćttu ekki ađ koma neinum á óvart.

Allt er ţetta ađ rćtast og rúmlega ţađ. 

Núna lítur út fyrir ađ Samtök atvinnulífsins séu loksins ađ vakna upp viđ vondan draum. "Nei heyrđu nú mig, er veriđ ađ loka á erlenda fjárfestingu og kćfa allt hagkerfiđ í skuldum og sköttum? Ţetta er hrćđilegt. Mótmćlum!"

Mótmćli gegn dćmigerđri hagstjórn vinstrimanna í umhverfi vinstristjórnar er tímasóun. Menn ćttu miklu frekar ađ setja sig í stellingar fyrir kosningar og undirbúa mikla pressu á frambjóđendur hinna flokkanna og ţvinga ţá til ađ lofa ríflegum skattalćkkunum, miklum niđurskurđi á útgjöldum hins opinbera, slitum á "samstarfi" viđ AGS, riftun ađlögunarumsóknar ađ ESB og ađskilnađi ríkis og hagkerfis


mbl.is Vögguvísur yfir atvinnulífinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţótt fyrr hefđi veriđ

Ríkisstjórnin hefur ţađ pólitíska markmiđ ađ stöđva alla uppbyggingu á orkufrekum iđnađi á Íslandi, og alla fjárfestingu útlendinga í einhverju sem er óljóst skilgreint sem "auđlindir".

Yfirlýst markmiđ er auđvitađ eitthvađ allt annađ. Menn tala um "sjálfbćrni" og "umhverfisvernd" og annađ fínt til ađ breiđa yfir ţann einlćga ásetning ađ stöđva uppbyggingu orkufreks iđnađar á Íslandi.

Ţarţarţarseinasta ríkisstjórn hafđi ţađ á dagskránni ađ stuđla ađ uppbyggingu orkufreks iđnađar á Íslandi. Ţetta vissu allir, bćđi kjósendur og ţingmenn utan ríkisstjórnar.

Ríkisvaldiđ á ekkert erindi inn á markađ orkuframleiđslu orkunotkunar. En ţarţarţarseinasta ríkisstjórn var ţó heiđarleg og sagđi opinskátt frá ţeim ásetningi sínum ađ beita sér fyrir uppbyggingu orkufreks iđnađar. Núverandi ríkisstjórn segist vera fylgjandi eđa a.m.k. ekki andsnúin einhverju sem einkaađilar reisa eđa kaupa á Íslandi. En undir niđri er hún ađ róa öllum árum gegn frekari fjárfestingum útlendinga á Íslandi, sérstaklega í einhverju sem framleiđir eđa nýtir orku eđa ađrar "auđlindir" í sem breiđustum skilningi. 

Fjárfestar láta stundum plata sig en á endanum gefast ţeir upp. Núna gefst Alcoa upp.


mbl.is Alcoa sagt ćtla ađ draga sig í hlé á Bakka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hugarfar sóunar

Í Reykjavík hafa menn sýnt ţađ og sannađ ađ ţeim er engin alvara međ tali um "niđurskurđ" og "ađhald í rekstri". Holurnar á borgarsjóđi eru margar og af öllum stćrđum og gerđum og fé skattgreiđenda lekur úr ţeim öllum.

Núna hefur svokallađ "Mannréttindaráđ Reykjavíkurborgar" úthlutađ einhverjum kjaftaklúbbinum í borginni heilli milljón svo međlimir kjaftaklúbbsins (en ekki ađrir) geti borđađ súpu á kostnađ skattgreiđenda. Ţessa milljón ţarf ađ fá lánađa ţví hún er ekki til í borgarsjóđi. Ţessi milljón ber ţví vexti sem lenda á skattgreiđendum.

Ég veit ađ stjórnmálamönnum finnst fátt skemmtilegra ađ "úthluta" fé skattgreiđenda og gera ţađ međ sem flesta fjölmiđlamenn og blađaljósmyndara í kringum sig. En er ekki nóg komiđ?


mbl.is Borgin styrkir súpufundi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslenska vinstriđ er spillt

Stundum kemur ţađ fyrir ađ "kannanir" og "athuganir" hinna og ţessara stofnana falli ađ almennri tilfinningu hins venjulega manns. Líklega er um eitthvađ slíkt ađ rćđa hér.

Hvađ pólitísk inngrip varđar er Íslandi skipađ á bekk međ nokkrum löndum Miđ- og Suđur-Ameríku, Afríku, Asíu og Rússlandi. Ţegar horft er til hćttunnar á greiđslufalli hins opinbera breytist landslagiđ nokkuđ, og fleiri lönd Evrópu bćtast á kortiđ.

Ţetta sér hvert mannsbarn sem ţekkir til ađstćđna á Íslandi.

Menn hafa talađ hátt og mikiđ um ađ "upprćta spillingu" á Íslandi. Hér hafi veriđ vinagreiđasamfélag ţar sem viđskipti og stjórnmál hafi ţrifast á hvort öđru á kostnađ almennings.

Kannski var um eitthvađ slíkt ađ rćđa fyrir hrun. En lengi getur vont versnađ. Ástandiđ er miklu verra nú en ţá. Biđstofur ráđherra eru fullar af mönnum ađ biđja um undanţágur frá gjaldeyrishöftum, sértćkar skattalćkkanir og ađra greiđa. Vinstristjórnin kann ágćtlega viđ sig í slíku umhverfi. Vinstrimađurinn vill ađ sem flestir ţrćđir samfélagsins liggi á einni hendi - ţeirri opinberu. "Spilling" er vinstrimanninum ţví ágćtlega ađ skapi, af hugmyndafrćđilegum ástćđum.


mbl.is Pólitísk áhćtta aukist á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eignanám 'ekki útilokađ'

Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, sagđist á Alţingi í gćr ekki útiloka ađ  til eignarnáms kćmi vega sölunnar á HS Orku ...

Ummćli af ţessu tagi úr munni ráđherra ćttu sennilega ekki ađ koma neinum á óvart, a.m.k. ekki ţeim sem ţekkja sósíalískan hjartslátt forsćtisráđherra. Ríkisstjórn sem hćkkar alla skatta og leggur á nýja ber enga virđingu fyrir eignaréttinum og lítur frekar á hann sem hindrun en rétt.

Núna eru ummćlin komin í loftiđ. Ţađ eru stór tíđindi. Erlendir fjárfestar sem heyra ţau munu ekki láta sig dreyma um ađ flytja fé sitt til Íslands. Blađamenn vita ţetta og senda "mýkri" útgáfu af ţeim til erlendra fjölmiđla - sjá til dćmis frétt Bloomber hérna. Talsmenn Magma reyna ađ halda ró sinni en ţar á bć hljóta menn samt ađ vera undirbúa lögsókn á íslenska ríkiđ ef stjórnarađferđir í anda Sovétríkjanna og Zimbabwe verđa teknar upp, í trássi viđ alla viđskiptasáttmála Íslands viđ umheiminn.

Pólitískt raunsći ríkisstjórnarinnar segir henni ađ syngja í kór viđ ţá sem hćst góla en gera eitthvađ allt annađ. Ég held ţess vegna ađ ríkisstjórnin muni ekki ađhafast neitt í "málefnum" HS Orku og Magma. Ummćli forsćtisráđherra munu hins vegar hrćđa alla erlenda fjárfestingu langt frá Íslandi. Eđa hver kaupir land til rćktunar í Zimbabwe? Enginn. 


mbl.is Nokkrar leiđir fćrar í Magma málinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband