Fyrirsjáanlegt

Sáu ekki allir í gegnum brosandi andlitin í kosningabaráttu vinstriflokkanna, þar sem frambjóðendur viku sér undan að svara spurningum um hækkandi skatta og hert viðskiptahöft?

Sjálfur skrifaði ég strax í kjölfar stjórnarmyndunar:

Til hamingju, Ísland, með nýja vinstristjórn. Hún mun nú taka til hendinni við að skuldsetja ríkissjóð og skattgreiðendur á bólakaf og hækka skatta.

Einnig:

Frjálslyndir Íslendingar mega vitaskuld vera hræddir og áhyggjufullir, enda full ástæða til þess. Óþarfi er samt að eyða of miklu púðri í vangaveltur um hagstjórnarmistök vinstrimannanna. Þau eru sögulega vel þekkt og ættu ekki að koma neinum á óvart.

Allt er þetta að rætast og rúmlega það. 

Núna lítur út fyrir að Samtök atvinnulífsins séu loksins að vakna upp við vondan draum. "Nei heyrðu nú mig, er verið að loka á erlenda fjárfestingu og kæfa allt hagkerfið í skuldum og sköttum? Þetta er hræðilegt. Mótmælum!"

Mótmæli gegn dæmigerðri hagstjórn vinstrimanna í umhverfi vinstristjórnar er tímasóun. Menn ættu miklu frekar að setja sig í stellingar fyrir kosningar og undirbúa mikla pressu á frambjóðendur hinna flokkanna og þvinga þá til að lofa ríflegum skattalækkunum, miklum niðurskurði á útgjöldum hins opinbera, slitum á "samstarfi" við AGS, riftun aðlögunarumsóknar að ESB og aðskilnaði ríkis og hagkerfis


mbl.is Vögguvísur yfir atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband