Þótt fyrr hefði verið

Ríkisstjórnin hefur það pólitíska markmið að stöðva alla uppbyggingu á orkufrekum iðnaði á Íslandi, og alla fjárfestingu útlendinga í einhverju sem er óljóst skilgreint sem "auðlindir".

Yfirlýst markmið er auðvitað eitthvað allt annað. Menn tala um "sjálfbærni" og "umhverfisvernd" og annað fínt til að breiða yfir þann einlæga ásetning að stöðva uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Íslandi.

Þarþarþarseinasta ríkisstjórn hafði það á dagskránni að stuðla að uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Íslandi. Þetta vissu allir, bæði kjósendur og þingmenn utan ríkisstjórnar.

Ríkisvaldið á ekkert erindi inn á markað orkuframleiðslu orkunotkunar. En þarþarþarseinasta ríkisstjórn var þó heiðarleg og sagði opinskátt frá þeim ásetningi sínum að beita sér fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Núverandi ríkisstjórn segist vera fylgjandi eða a.m.k. ekki andsnúin einhverju sem einkaaðilar reisa eða kaupa á Íslandi. En undir niðri er hún að róa öllum árum gegn frekari fjárfestingum útlendinga á Íslandi, sérstaklega í einhverju sem framleiðir eða nýtir orku eða aðrar "auðlindir" í sem breiðustum skilningi. 

Fjárfestar láta stundum plata sig en á endanum gefast þeir upp. Núna gefst Alcoa upp.


mbl.is Alcoa sagt ætla að draga sig í hlé á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu hvort að ALCOA hafi nokkurn tíma verið með fjármagn í verkefnið?

Ég heyri annaðs lagið hérna úti að Alcoa fái ekki lán til stórframkvæmda.

Eða hefur verið gefin út fréttatilkynning um að fjármögnun Bakka hafi verið á hreinu?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 09:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það kæmi mér ekkert á óvart að Alcoa væri með mann á fullum launum á biðstofu seðlabankastjóra til að reyna ná einhverju "samkomulagi" um notkun aflandskróna eða annars eins. Ég meina, ef sumir hafa fengið að semja sig framhjá gjaldeyrishöftunum, af hverju þá ekki þeir?

Úr ræðu seðlabankastjóra 14. janúar sl.:

Jafnframt hefur því verið lýst yfir að
ekkert verður gert varðandi afnám hafta fyrr en þessi áætlun hefur
verið birt, nema þá hugsanlega að skipulagt verði skiptiútboð milli
aflandskróna í eigu erlendra aðila og erlends gjaldeyris í eigu innlendra
aðila og að aflandskrónum geti verið hleypt í fjárfestingu í
atvinnulífinu með tilteknum skilyrðum.

En ég geri líka ráð fyrir að Alcoa sé með bolmagn til að reisa eins og eitt álver ef grænt ljós er gefið á það. Ljós sem Alcoa er núna að gefast upp á að bíða eftir.

Geir Ágústsson, 20.1.2011 kl. 09:54

3 identicon

Í þessari frétt sem er frá þessu ári stendur að Alcoa ætli að setja aftur í gang 3 verksmiðjur sem hafði verið lokað.

Getur það verið ástæðan fyrir því að þeir ætla ekki að byggja?

http://www.ftd.de/unternehmen/industrie/:aluminiumnachfrage-alcoa-wirft-fabriken-wieder-an/50212478.html

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 10:10

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef þeir hafa á annað borð í hyggju að auka framleiðslugetu sína þá hljóta þeir að gera það þar sem fyrirstöðurnar eru fæstar. Fyrirtæki eru að þessu leyti ekkert ólík einstaklingum: Við verslum ekki í búðum sem eru lokaðar eða taka viðskiptavini sína í endaþarminn þegar gengið er inn í búðina.

Geir Ágústsson, 20.1.2011 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband