Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Kreppuhagfrćđi 101

Greinilegt er á umrćđunni ađ hvorki íslenskir blađamenn né stjórnmálamenn eru sérstaklega vel ađ sér í grunnatriđum hagfrćđinnar. Ţessu til stađfestingar má benda á eftirfarandi atriđi sem fjölmiđlar og stjórnmálamenn međhöndla meira og minna rangt, og um leiđ er í örstuttu máli bent á hvernig á ađ međhöndla ţau rétt:

 • Gjaldeyrishöft: Koma í veg fyrir eđlilega verđmyndun á gjaldmiđlum í íslenskum krónum. Ađlögun ađ auknu peningamagni er slegiđ á frest međ seinni tíma sársaukafullri og óumflýjanlegri ađlögun.
 • Afnám verđtryggingar: Í umhverfi verđbólgu mun lögbann á verđtryggingu keyra allt lánsfé í felur og vexti upp sem nemur verđbólgunni, í hiđ minnsta.
 • Aukin ríkisútgjöld: Ríkisútgjöld eru einfaldlega útgjöld skattgreiđenda og flytja fé frá ţeim til útvaldra ađila sem grćđa á kostnađ allra annarra. Einnig má fjármagna ríkisútgjöld međ prentun peninga og ţynna út verđmćti ţeirra peninga sem áđur voru til. Ţađ hefur sömu áhrif og t.d. tap fólks á fjárfestingu í peningamarkađssjóđum, en er auđveldara ađ komast upp međ.
 • Auknar framkvćmdir á vegum ríkisins: Ríkisvaldiđ aflar sér ráđstöfunartekna međ ţví ađ skerđa tekjur skattgreiđenda. „Mannaflsfrekar framkvćmdir“ á vegum ríkisvaldsins eru greiddar af skattgreiđendum sem hafa ţá minna á milli handanna. Tilkomumiklar brýr og byggingar eru öllum sýnilegar. Ţćr fjárfestingar sem glötuđust viđ skattheimtuna sjást ekki. Ţessu gleyma flestir. 
 • Hvatning til almennings um ađ halda áfram ađ eyđa: Almenningur reynir nú ađ láta enda ná saman og grynnka á skuldum. Aukin skuldsetning og neysla grefur undan fjárhagslegri getu almennings seinna.
 • Skattahćkkanir (t.d. á tekjur, áfengi og tóbak): Skerđir ráđstöfunartekjur sem bitnar fyrst og fremst á ţeim sem ţurfa ađ vanda valiđ mest ţegar kemur ađ útgjöldum. Skattahćkkanir eru sannkallađir lágtekjuskattar.
 • Áhyggjur af verđfalli á hlutabréfum og húsnćđi: Verđ á hlutabréfum og húsnćđi hefur blásist út á tímum aukins peningamagns og ódýrra lána. Verđ ţarf ađ lćkka til ađ jafnvćgi náist á milli frambođs og eftirspurnar. Upplausn slćmra fjárfestinga er nauđsynleg ţótt hún sé mörgum sársaukafull.
 • Hćkkun atvinnuleysisbóta: Gerir atvinnuleysi eftirsóknarvert miđađ viđ ađra valkosti (t.d. nám) og ţeim, sem vantar vinnuafl, fá ţađ ekki nema verđmćtasköpun vinnunnar sé meiri en sem nemur bótunum. Atvinnuleysi verđlaunađ og ţar međ aukiđ og framlengt, sérstaklega fyrir ófaglćrđa og ungt fólk.
 • Ríkisábyrgđ á skuldum einkafyrirtćkja (t.d. bankanna): Hvetur til áhćttusćkinnar hegđunar. Gróđinn er einkavćddur en tapiđ ţjóđnýtt.
 • Áframhaldandi ríkisstyrking atvinnuvega (t.d. landbúnađar): Viđheldur óhagkvćmri framleiđslu og neytendur gjalda međ háu vöruverđi og háum sköttum, sem rýrir lífskjör ţeirra.
 • Lögvernd kjarasamninga: Í slćmu árferđi dragast tekjur flestra fyrirtćkja saman. Ţau neyđast ţá til ađ segja upp fólki ef ekki má endursemja um laun, og lćkka ţau. Margir vilja vinna frekar en ađ sjá fram á atvinnuleysi og munu ţá sćtta sig viđ skerđingu launa. Međ ţví banna slíkt međ lögum eđa lögvörđum kjarasamningum fćr atvinnurekandinn ekki möguleika á ađ halda í starfsfólk sitt.
 • Aukin reglugerđabyrđi: Ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ ein regluţyngsta atvinnugrein Íslands, fjármálageirinn, hafi skort eftirlit og reglur og ađ ţađ sé ástćđa bankahrunsins. Hiđ rétta er ađ vegna hinna íţyngjandi reglugerđa var samkeppni heft og ţá ađila sem voru á markađi vantađi ţví markađsađhald, sem, auk ríkis- og seđlabankaábyrgđar á nćr öllum skuldbindingum, leiddi til óábyrgrar og áhćttusćkinnar hegđunar.
 • Ađ velja íslenskt: Ađ velja íslenskt bara til ađ velja íslenskt er slćmt fyrir neytendur ef ţeir ţurfa ađ greiđa hćrra verđ en fyrir sambćrilegan innfluttan varning. Slíkt rýrir lífskjör ţeirra og grefur undan getu ţeirra til ađ greiđa niđur lán, spara og fjárfesta.
 • Áhyggjur af ódýru vinnuafli útlendinga / innflytjenda: Á tímum mikillar atvinnu og í umhverfi opinna landamćra flykkjast útlendingar til Íslands til ađ vinna.  Hvorki íslenskum launţegum né skattgreiđendum stafar hćtta af hinu nýja vinnuafli sem vinnur störf sem ella hefđi ţurft ađ leggja niđur eđa flytja úr landi (ef slíkt er mögulegt), ţ.e. á međan velferđarkerfiđ er ekki of gjafmilt á atvinnuleysi.

Stjórnlaus vöxtur hins opinbera seinustu ár hefur gert ţađ háđ góđćrisskatttekjum sem gufa núna upp. Međ ađhaldsleysinu steypir ríkiđ sér nú út í risavaxinn hallarekstur og skuldsetningu nćstu kynslóđa.
 
Hjólum atvinnulífsins verđur ekki haldiđ gangandi međ gjaldeyrishöftum, óhagkvćmri og niđurgreiddri framleiđslu, fátćkum neytendum, sárţjáđum skattgreiđendum og lömuđum fjárfestum. Eina ráđiđ út úr vítahring dýrs ríkisreksturs og efnahagslegrar niđursveiflu er ađ skera niđur útgjöld hins opinbera, borga skuldir og sýna ađhald í rekstri. Markađslögmálunum á einnig ađ gefa lausan tauminn til ađ taka til í íslensku hagkerfi. Ţví fyrr sem ţađ gerist, ţví fyrr mun kreppan verđa ađ nýju og öllu varanlegra góđćri.

Grein birtist áđur í Morgunblađinu, laugardaginn 24. janúar sl.


'Hjálp, ég er kona!'

Jóhanna Sigurđardóttir, flugfreyja, talar núna um ađ setja kynjakvóta (er annars ekki móđins núna ađ rifja upp menntun íslenskra ráđherra, eđa gildir ţađ bara um fjármálaráđherra?). Svo sem ekkert fréttnćmt viđ ţađ. Hún er einfaldlega mikiđ fyrir ađ stinga fingrum ríkisvaldsins undir pilsfald einstaklinga og einkafyrirtćkja og og skipta sér af ţví sem ţar gerist. Svokölluđ forrćđishyggjumanneskja. Ţví kemur ekkert á óvart ađ hún vilji kynjakvóta.

Hiđ athyglisverđa finnst mér vera "röksemdar"fćrsla hennar. Ađ fyrirtćki međ konum í stjórn vegni betur, lendi síđur í vanskilum og allt ţađ. Nú segir sagan ađ Asíu-búar séu mjög sparsamir og duglegir. Talađ er um ađ Skotar haldi fast í aurinn. Gyđingar eiga víst ađ vera góđir í viđskiptum. Mundi Jóhanna setja "Gyđinga-lög" og "Asíubúa-lög" ef um ţađ vćri beđiđ og hćgt vćri ađ útvega viđeigandi tölfrćđi? Ef hún tekur mark á eigin röksemdum fyrir kynjakvótum ţá mundi ég halda ţađ.

Stórkostlegt er ađ hún segi ađ Norđmenn hafi náđ "árangri" međ kynjakvótalöggjöf sinni. Ef Jóhanna vill ađ ég borgi 50% skatt en ekki 35% og breytir skattalögum á ţann veg, er ţađ ţá "árangur" ađ ég muni svo borga 50% skatt? Nei, ég vildi einfaldlega forđast fangaklefann og greiddi ţví uppsettann skatt. Kannski ađ ég hafi náđ "árangri" međ ţví ađ ná ađ forđast fangaklefann međ ţví ađ ţóknast yfirvöldum?

Jóhanna Sigurđardóttir, flugfreyja og stjórnlyndissjúklingur.


mbl.is Félagsmálaráđherra: Ađhyllist kynjakvóta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband