'Hjálp, ég er kona!'

Jóhanna Sigurðardóttir, flugfreyja, talar núna um að setja kynjakvóta (er annars ekki móðins núna að rifja upp menntun íslenskra ráðherra, eða gildir það bara um fjármálaráðherra?). Svo sem ekkert fréttnæmt við það. Hún er einfaldlega mikið fyrir að stinga fingrum ríkisvaldsins undir pilsfald einstaklinga og einkafyrirtækja og og skipta sér af því sem þar gerist. Svokölluð forræðishyggjumanneskja. Því kemur ekkert á óvart að hún vilji kynjakvóta.

Hið athyglisverða finnst mér vera "röksemdar"færsla hennar. Að fyrirtæki með konum í stjórn vegni betur, lendi síður í vanskilum og allt það. Nú segir sagan að Asíu-búar séu mjög sparsamir og duglegir. Talað er um að Skotar haldi fast í aurinn. Gyðingar eiga víst að vera góðir í viðskiptum. Mundi Jóhanna setja "Gyðinga-lög" og "Asíubúa-lög" ef um það væri beðið og hægt væri að útvega viðeigandi tölfræði? Ef hún tekur mark á eigin röksemdum fyrir kynjakvótum þá mundi ég halda það.

Stórkostlegt er að hún segi að Norðmenn hafi náð "árangri" með kynjakvótalöggjöf sinni. Ef Jóhanna vill að ég borgi 50% skatt en ekki 35% og breytir skattalögum á þann veg, er það þá "árangur" að ég muni svo borga 50% skatt? Nei, ég vildi einfaldlega forðast fangaklefann og greiddi því uppsettann skatt. Kannski að ég hafi náð "árangri" með því að ná að forðast fangaklefann með því að þóknast yfirvöldum?

Jóhanna Sigurðardóttir, flugfreyja og stjórnlyndissjúklingur.


mbl.is Félagsmálaráðherra: Aðhyllist kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt.

Hvernig dettur fólki í hug að setja kynjakvóta.  Með eindæmum vitlaust og skemmir fyrir heilbrigðri samkeppni.  Ég man þegar einhver stúlkan á þingi bar upp tillögu um kynjakvóta á Alþingi þá þótti henni það ekkert tiltökumál en svo þegar einn gárungur bar uppá hana að hið sama yrði að gera í öðrum stéttum t.d sjómenn, þá sagði hún að slíkt væri ekki hægt í "kallastörfum"

Kvótar eru rangir

Baldur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Hryllilegt að horfa upp á þetta.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.1.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband