Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2022

Vesturlönd ráðast á ungt fólk

Heldur einhver í alvöru að hápólitísk markmið rússneskra yfirvalda séu að fara breytast með því að Vesturlönd geri unga, saklausa, óbreytta rússneska borgara að einhvers konar útlögum? 

Út í hvaða þvælu erum við komin?

Nú hefur stríð Bandaríkjanna í Miðausturlöndum gegn hryðjuverkum vissulega snúist um að sprengja konur og börn í loft upp og smala þannig ungum mönnum í hryðjuverkasveitir sem sprengja upp unga bandaríska hermenn. En er ekki óþarfi að herma eftir þeirri frekar glötuðu aðferðafræði? Að æsa upp andúð á Vesturlöndum í huga ungra Rússa sem dreymir um að búa og læra á Vesturlöndum en mega nú ekki? Eru menn viljandi eða óviljandi að stunda kosningabaráttu fyrir forseta Rússlands?

Vesturlönd þurfa að passa sig á því að verða ekki það sem þau eru að fordæma. Því miður sjá þau það ekki þar sem þau sitja í fílabeinsturni sínum og líta niður á aðra heimshluta sem sprauta sig of lítið, heimta skítugt jarðefnaeldsneyti og virða ekki landamæri ríkja sem Vesturlönd hafa ekki nú þegar rústað.


mbl.is Rússum meinað um dvalarleyfi og vegabréfsáritun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu tjá þig? Vertu ríkur!

Nú þegar reiður múgur með heykvíslar á lofti reynir að kæfa allar raddir sem samræmast ekki nýjustu tísku pólitísks rétttrúnaðar hljóta margir að spyrja sig að því hvernig þeir geti tjáð sig af einlægni og forvitni um ýmis hitamál án þess að missa lífsviðurværi sitt.

Stutta svarið er sennilega: Þú getur það ekki nema vera ríkur.

Ég tek hér tvö dæmi:

Jordan Peterson er sálfræðingur sem hefur stigið á línuna margoft í áratugi og hættir því aldrei. Hann sagði í nýlegu viðtali, um ástæður þess að hafa lifað af múginn: 

I was not cancellable on all fronts ...

Hann var sem sagt með margar tekjulindir og það tókst ekki að taka þær allar af honum. Hann er raunar auðugur maður í dag því hann lifði af heykvíslarnar og náði eyrum fólks til lengri tíma.

Scott Adams er aðallega þekktur fyrir Dilbert-vörumerkið sitt, sem snýst fyrst og fremst um að gera grín að geldu skrifstofuumhverfi nútímans og kemur stjórnmálum ekkert við. Hann valdi að styðja ákveðinn frambjóðenda í lýðræðislegum kosningum á sínum tíma og sá flótta fyrirtækja frá viðskiptum við Dilbert-vörumerkið hans. Hans viðbragð? Jú, að hann væri nógu ríkur til að hafa sínar skoðanir! (Ég finn því miður ekki viðtalið sem þetta kom fram í en man þetta ljóslifandi.)

Kaldhæðnislega er því kannski búið að búa til umhverfi þar sem auðmenn einir geta haft einlægar skoðanir og spurt sjálfsagðra spurninga, bæði góðar og slæmar. Almennir launþegar þurfa að passa sig.

Þetta er hin opna umræða nútímalegra lýðræðisríkja með stjórnarskrárvarið málfrelsi og virðingu fyrir einstaklingnum.

Eða eitthvað allt annað, og verra.


Fólk er að leyfa sér að segja eitthvað!

„Fólk er að leyfa sér að segja hluti sem að það gat ekki leyft sér að segja áður ...“, segir starfandi formaður Samtakanna 78, með hneykslunartón, og vitaskuld í aðalfréttatíma sjónvarps.

Án þess að taka afstöðu með skemmdarverkum, veggjakroti eða lestri á Biblíuversum þá spyr ég: Er ekki bara alveg frábært að fólk sé að „leyfa sér að segja hluti“ sem má síðan svara fyrir í í ræðu og riti?

Er ekki einmitt stjórnarskrárvarinn réttur fólks að „leyfa sér að segja hluti“?

Eða ef fólk má ekki „leyfa sér að segja hluti“, hver er það þá sem gefur út leyfin? 

Hvar er listinn yfir leyfilegar skoðanir?

Eða hinar sem mega ekki einu sinni koma upp á yfirborðið? Sem eiga bara að vera í lokuðum hópum? Sem á aldrei að þurfa mæta í opinberri umræðu? 

Ég vona að fólk haldi áfram að „leyfa sér að segja hluti“ án þess að spyrja kóng né prest eða nútímalegra arftaka þeirra sem skoðanamótara samfélagsins. 

En um leið að skemmdarverk og önnur eignaspjöll séu ekki stunduð, auðvitað.


Gæs sem engu verpir drepin áður en hún klekst út

Í svolítilli blaðagrein eftir íslenskan vinstrimann segir:

Sam­fylkingin telur miklu skipta að vindorku­kostirnir tveir í nýtingar­flokki séu á hendi Lands­virkjunar vegna þess að fyrir­tækið er í ríkis­eigu og greiðir arð af starf­semi sinni í ríkis­sjóð. Það er lykil­at­riði í þessu til­liti að fólkið í landinu njóti á­vaxtanna af slíkri orku­vinnslu og því eðli­legt að fyrir­tæki í ríkis­eigu fari fremst í virkjun vindorku. Einnig liggur fyrir að sam­spil vatns­afls og vinds getur gert raf­orku­fram­leiðslu hag­kvæmari og bætt af­hendingar­öryggi.

Sam­kvæmt hug­myndunum í 4. á­fanga ramma­á­ætlunar bíða einka­aðilar í röðum eftir því að geta virkjað ís­lenska rokið. Við það er í sjálfu sér ekkert að at­huga en staðan setur stjórn­málunum skýrt og afar mikil­vægt verk­efni; að marka lagaum­gjörð um orku­öflun einka­aðila með þeim hætti að auð­lindar­entan renni í sam­eigin­lega sjóði en ekki í prívat­vasa. Þetta er for­gangs­mál sem jafnaðar­manna­flokkur Ís­lands mun beita sér fyrir á Al­þingi í vetur.

Þarna kemur ýmislegt áhugavert fram.

Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að framleiðsla rafmagns með vindorku geti orðið hagkvæm á íslensku landi. Raforkuverð er nú þegar lágt á Íslandi miðað við flest svæði Evrópu og raforkan þarf því að keppa við mun ódýrari keppinauta en t.d. danska raforkan. Að auki þarf ákveðna stærðarhagkvæmni ofan á hátt orkuverðið til að vindorkan sé arðbær.

Í öðru lagi er hér talað fyrir því að Landsvirkjun ein fái leyfi til að reisa vindmyllur. Ef sú forsenda að vindorkan sé arðbær á Íslandi reynist röng er í raun verið að biðja skattgreiðendur um að fjármagna eitthvað grænt ævintýri sem engu skilar nema skuldum og raski. Væri ekki nær að leyfa einkaaðilum að spreyta sig fyrst, og nota til þess eigið fé, en að ota skattgreiðendum fyrstum á völlinn?

Í þriðja lagi bætir vindorka ekki afhendingaöryggi. Vatnsaflið bætir upp fyrir lélegt afhendingaröryggi vindorkunnar. Vatnsaflið hleypur undir bagga þegar vindurinn svíkur. Norska vatnsaflið gerir það fyrir dönsku vindorkuna, svo dæmi sé tekið.

Í fjórða lagi er furðulegt að sjá tal um vindmyllurekstur á Íslandi þegar hápennalínurnar hafa í mörg ár verið talin hið versta lýti sem eigi helst að grafa í jörðu, með ærnum flækjustigum og tilkostnaði. Hefur einhver séð vindorkugarð á landi sem svona talar? Nú fyrir utan að vindmyllur klippa vængi og höfuð af stórum fuglum og skilja þá stundum limlesta og lifandi eftir til að deyja úr hungri og kvölum, en það er önnur saga.

Í fimmta lagi er tungutak pistlahöfundar þess eðlis að ef einhverjum tekst að kreista eitthvað fé úr grjóti þá eigi ríkisvaldið á einhvern hátt tilkall til þess ávinnings. En sé viðkomandi að tapa fé á einhverju brasi með náttúru og dýr þá megi viðkomandi éta tapið og jafnvel þiggja niðurgreiðslu úr vösum skattgreiðenda. Þannig greiðir íslensk útgerð mikið fé í ríkissjóð, enda orðin arðbær, en íslenskur landbúnaður er styrkþegi, enda múlbundinn í kerfi sem heldur honum vesælum og fátækum. Allt tal um auðlindarentu ætti auðvitað að gilda jafnt um alla - að þessi aukaskattlagning leggist á bæði bændur og veiðimenn, eða hvoruga. En kannski er hér markmiðið að fæla alla fjárfesta frá tilraunum með vindorku á Íslandi því ef þær takast vel er viðbúið að ofurskattheimta bíði handan við hornið. En að öðrum kosti má kannski búast við styrkjum.

Auðvitað á að hugleiða allar tegundir orkuframleiðslu enda er orkuframleiðsla jákvæð því hún gagnast mannkyninu og bætir lífskjör. En stundum sést um leið að menn eru ekki að hugsa um almenning heldur atkvæðin.


Samsæriskenningar eða tilviljanir?

Þetta er svolítið skemmtileg mynd:

Abe

Auðvitað samsæriskenning eins og fleiri um andlát þjóðarleiðtoga sem dönsuðu ekki alveg í takt. Að fyrrum þjóðarleiðtogi sé skotinn til bana er frekar sjaldgæft utan borgarastyrjalda og því skiljanlegt að menn leiti skýringa. Hver trúir því til dæmis að John. F. Kennedy hafi í raun verið myrtur af einhverjum klikkhaus sem starfaði einn? Mögulega ekki allir.

Tilviljanir, eins og svo margt annað.

Ekki satt?


mbl.is Morðingi Abe skal sæta geðrannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengja, ábyrgð tekin, útskýring gefin, fyrirvarar nefndir

Hvað er góð frétt um flókið málefni?

Mögulega frétt sem reynir að fá álit allra aðila, vegur og metur, síar í burtu rangfærslur og setur fyrirvara við það sem er ekki hægt að staðfesta.

Gott dæmi, að mínu mati, er eftirfarandi frétt TV2 í Danmörku:

Rússland tekur ábyrgð á árásum í Odesa - en telur að það hafi verið lögmætt skotmark

Þannig séð ekkert merkileg frétt. Hún reynir að taka á flóknu ástandi og draga saman helstu atriði þess. Setur fyrirvara við ýmislegt.

En hún er samt betri en aðrar sem segja frá sömu atvikum, án þess samt að taka einhverja óvinsæla afstöðu. 

Við neytendur frétta þurfum stundum að afgreiða það sem borið er á borð sem einhliða áróðursþvælu. Seinustu tvö ár ættu svo sannarlega að hafa kennt okkur það.


Óttist! Óttist! Óttist!

Langur tími er liðinn síðan ég sótthreinsaði seinast á mér hendurnar. Ég þvæ þær eftir klósettferðir, fyrir matartíma og eftir eitthvað flakk í verslunarmiðstöðvum og annað eins og þar við situr. Þegar ég sæki dóttur mína á leikskólann amast ég ekkert við því að hún troði skítugum leikskólaputtum í andlitið á mér, þöktum öllum umgangspestum hvers tíma. 

Enn lengra er síðan ég hætti að nota andlitsgrímu nema hún væri algjör forsenda þess að geta gert eitthvað sem ég gat ekki sleppt, eins og að fá afgreiðslu í flugvél. Þessar grímur eru hættulegar heilsunni, troðfyllast af myglusveppum og veirum sem blómstra í rakanum og hitanum. Miklu frekar hef ég leyft öðrum að skamma mig eða atast í mér en að setja á mig gagnslausa tusku sem læknar hafa aldrei notað til annars en að stöðva eigin hráka frá því að lenda í munni og opnum skurðum skjólstæðinga sinna.

Nú á að reyna hræða okkur með apabólunni. Það er auðvelt að verja sig gegn henni: Sleppa því að mæta á afmarkaða viðburði ákveðinna hópa og stunda þar ákveðna iðju. Eða með orðum sérfræðings WHO:

So at the moment, the people who are most exposed appear to be men who have sex with men. 

Ekki flókið, eða hvað?

Og varla mikið að óttast, eða hvað?

Það er komið nóg af þessum gengdarlausa hræðsluáróðri. Við höfum oft farið í gegnum tímabil mikilla veirusmita þar sem jafnvel margar veirur eru að herja á samfélagið á sama tíma og leggjast á ýmsa áhættuhópa. Það er bara hluti af lífinu. Auðvitað á að bregðast við slíku með ýmsum hætti, svo sem að bjóða ekki ömmu gömlu á skátamótið þar sem nóróveiran geisar, og slíkt má gera af yfirvegun og án þess að svipta börn námi og félagslífi, loka eldra fólk inni og taka atvinnuna af unga fólkinu.


mbl.is Apabólan er alvarlegt heimsvandamál að mati WHO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græna mannætan étur fátæka fólkið

Vesturlönd voru svo sannarlega tilbúin að gerast græn hagkerfi með vindmyllum og sólarorkuverum, óháð olíu og gasi, kolefnishlutlaus og endurnýjanleg. Skítug ríki eins og Kína og mörg í Afríku áttu bara eftir að fræða sig um hamfarahlýnun og gróðurhúsaáhrif til að komast á sömu blaðsíðu, en það hlyti nú að fara gerast. 

Nú er öldin önnur, eins og eftirfarandi fyrirsagnir bera með sér:

Europe Does A Complete U-Turn On African Oil And Gas

For years, new oil and gas field development and pipeline construction projects across Africa have suffered setbacks because of Western banks and governments' unwillingness to fund new hydrocarbon projects as the crusade on carbon emissions gathered pace.

Now, suddenly, the tables have turned with a deafening crash. The G7 is suddenly all for new oil and gas investments abroad after committing to suspend these just last November at the COP26. And Europe, that same Europe that has been advising African countries to focus on renewable energy and keep the oil and gas in the ground, is now asking for gas.

The World’s Largest Economies Are Ramping Up Coal Consumption

And while no European nation has yet reversed its commitment to phase out coal by 2030, Germany, Austria, France, and the Netherlands recently announced plans to enable increased coal power generation in the likelihood that Russia halts its gas supplies.

Vesturlönd hafa með öðrum orðum hvatt fátæk ríki til að sleppa því að sækja olíu og gas í eigin bakgarð, gjarnan með mútugreiðslum, en fara nú eins og með ránshendi um heiminn og hirða hvern dropa í eigin geymslur, enda rándýr orkan orðin óaðgengileg fyrir fátæka íbúa framleiðsluríkjanna.

Olían og gasið endist ekki að eilífu. Ég veit það. Við höfum kannski nokkra áratugi eftir af þessum frábæru orkugjöfum. Orkuskipti munu þurfa að eiga sér stað. En orkuskiptin í Afríku snúast ekki um að fara úr skítugri orku í hreina. Þau snúast um að fara úr engri orku í einhverja. Um að losna við sótið frá bruna timburs innandyra í rafmagn þar sem mengunin úr nálægu kolaorkuveri losnar út í andrúmslofið utandyra. Indverjar og Kínverjar þurfa að hreinsa andrúmsloftið í stórborgum sínum með því að skipta úr kolum yfir í olíu og gas. Og á sumum einangruðum svæðum er mögulega hagkvæmara að sækja orku beint í náttúruna en treysta á veika innviði.

Þetta er samt ekki nálgun okkar. Nei, hún er sú að veifa seðlabúntum framan í fátæklinga, fyrst til að múta þeim til að vera áfram orkulausir og svo til að kaupa alla orkuna frá þeim.

Græna mannætan étur fátæka fólkið og klappstýrur hennar eru samsekar.


Ekki senda vopn og peninga til spilltra stjórnvalda

Hvað er til ráða þegar Rússland sendir hermenn og sprengjur inn í annað ríki? Senda því ríki vopn og vistir? Peninga? Hermenn? Fallbyssur? Setja viðskiptabönn á Rússland? 

Sumir af þessum hefðbundnu fjölmiðlum virðast vera komnir með efasemdir um ágæti þess að senda fé og vopn inn í eitt spilltasta ríki heims.

Úr umfjöllun AP:

As it presses ahead with providing tens of billions of dollars in military, economic and direct financial support aid to Ukraine and encourages its allies to do the same, the Biden administration is now once again grappling with longstanding worries about Ukraines suitability as a recipient of massive infusions of American aid. ...

But Zelenskyys weekend firings of his top prosecutor, intelligence chief and other senior officials have resurfaced those concerns and may have inadvertently given fresh attention to allegations of high-level corruption in Kyiv made by one outspoken U.S. lawmaker.

Já, hvern hefði grunað?

Vopn ætluð úkraínskum hermönnum eru að hverfa eða enda á svarta markaðinum og komast aldrei á vígvöllinn. Stór og fullkomin vopn eru jafnvel að enda í höndum Rússa - líklega seld af úkraínskum liðsforingjum til rússneska hersins fyrir brot af raunverulegu verði þeirra. 

Ég spyr, í einfeldni minni: Er í raun og veru mikilvægt fyrir Evrópu og Vesturlönd að koma í veg fyrir að svolítill rússneskumælandi skiki í Úkraínu fari undir verndarvæng rússneska ríkisins eftir næstum því áratug af ofsóknum af hendi úkraínskra yfirvalda?

Og ef svo er: Má þá ekki ræða skilmála slíks fyrirkomulags án þess að fóðra vasa spilltra embættismanna og hershöfðingja í Úkraínu, þrýsta Rússum í fang Írana og Kínverja, kalla orkukreppu yfir almenning á Vesturlöndum og matarskort yfir fátækustu íbúa Afríku, ofan í svimandi verðbólgu og gríðarlega hernaðaruppbyggingu?


Hinn hlýðni íslenski víkingur

Í dag birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu (aðgengileg áskrifendum blaðsins hér) sem ég mun endurbirta hér einhvern tímann. Hún fjallar um hinn hlýðna íslenska víking, en það er önnur gerð víkings og sú sem nam land á Íslandi á flótta undan kúgun norsks konungs. Hinn hlýðni víkingur þekkir allar reglugerðir og fylgir þeim mjög nákvæmlega. Um leið fylgist hann vel með því að aðrir geri hið sama - passi fjarlægðarmörk, grímunotkun og þess háttar. Stundum lætur hann ekki einu sinni duga að fylgja reglum - hann setur á sig grímu án þess að nokkur krefjist þess og telur fjölda fólks á samkomum til að geta mögulega hringt í lögregluna ef hausarnir eru of margir miðað við leiðbeiningar seinasta minnisblaðs.

Í gær hitti ég tvo æskuvini mína sem ég er búinn að þekkja í yfir 30 ár og við vorum að rifja upp allskyns heimskupör æsku- og unglingsára okkar: Búðarhnupl, bátalán, heimagerðar sprengjur, pizzuþjófnað, sinubruna og annað gott. Við erum allir feður í dag og gerum okkur fullkomlega grein fyrir að börn og unglingar prófa mörkin og fara stundum yfir þau. Það þýðir samt ekki neinn heimsendi. Við sem foreldrar og feður þurfum einfaldlega að vera viðbúnir að grípa ef einhver hrasar og grípa í tauma ef eitthvað er að fara úr böndunum. Þessi börn fullorðnast, klára sitt nám og finna sér sína hillu í lífinu ef allt gengur að óskum. Einhver þeirra breytast í hlýðna þjóna ríkisvaldsins, einhver halda áfram að prófa mörkin, einhver bera sig vel út á við en stunda svo ýmislegt á bak við tjöldin. 

Ég reyni að koma í veg fyrir að börn mín verði að hinum hlýðna íslenska víking. Ég vil að þau séu forvitin og gagnrýnin og skoði þær hindranir sem verða á vegi þeirra og reyni að komast hjá þeim. Við smyglum okkur inn á læsta leikvelli, notum sárasjaldan handspritt og aldrei grímur og virðum ekki aldurstakmörk í rennibrautum. Við stelum ekki né meiðum og við vegum og metum þau fyrirmæli sem reynt er að dæla á okkur. Við erum óhlýðnir víkingar!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband