Viltu tjá þig? Vertu ríkur!

Nú þegar reiður múgur með heykvíslar á lofti reynir að kæfa allar raddir sem samræmast ekki nýjustu tísku pólitísks rétttrúnaðar hljóta margir að spyrja sig að því hvernig þeir geti tjáð sig af einlægni og forvitni um ýmis hitamál án þess að missa lífsviðurværi sitt.

Stutta svarið er sennilega: Þú getur það ekki nema vera ríkur.

Ég tek hér tvö dæmi:

Jordan Peterson er sálfræðingur sem hefur stigið á línuna margoft í áratugi og hættir því aldrei. Hann sagði í nýlegu viðtali, um ástæður þess að hafa lifað af múginn: 

I was not cancellable on all fronts ...

Hann var sem sagt með margar tekjulindir og það tókst ekki að taka þær allar af honum. Hann er raunar auðugur maður í dag því hann lifði af heykvíslarnar og náði eyrum fólks til lengri tíma.

Scott Adams er aðallega þekktur fyrir Dilbert-vörumerkið sitt, sem snýst fyrst og fremst um að gera grín að geldu skrifstofuumhverfi nútímans og kemur stjórnmálum ekkert við. Hann valdi að styðja ákveðinn frambjóðenda í lýðræðislegum kosningum á sínum tíma og sá flótta fyrirtækja frá viðskiptum við Dilbert-vörumerkið hans. Hans viðbragð? Jú, að hann væri nógu ríkur til að hafa sínar skoðanir! (Ég finn því miður ekki viðtalið sem þetta kom fram í en man þetta ljóslifandi.)

Kaldhæðnislega er því kannski búið að búa til umhverfi þar sem auðmenn einir geta haft einlægar skoðanir og spurt sjálfsagðra spurninga, bæði góðar og slæmar. Almennir launþegar þurfa að passa sig.

Þetta er hin opna umræða nútímalegra lýðræðisríkja með stjórnarskrárvarið málfrelsi og virðingu fyrir einstaklingnum.

Eða eitthvað allt annað, og verra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur lengi, mjög lengi, verið vitað að því fylgja ýmsir kostir að vera ríkur.

Vagn (IP-tala skráð) 29.7.2022 kl. 09:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mikil ósköp! Og enn lengist listinn yfir kosti þess. Það er til dæmis ódýrara að leggja einkaflugvél en einkabíl í Reykjavík. 

Geir Ágústsson, 29.7.2022 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband