Græna mannætan étur fátæka fólkið

Vesturlönd voru svo sannarlega tilbúin að gerast græn hagkerfi með vindmyllum og sólarorkuverum, óháð olíu og gasi, kolefnishlutlaus og endurnýjanleg. Skítug ríki eins og Kína og mörg í Afríku áttu bara eftir að fræða sig um hamfarahlýnun og gróðurhúsaáhrif til að komast á sömu blaðsíðu, en það hlyti nú að fara gerast. 

Nú er öldin önnur, eins og eftirfarandi fyrirsagnir bera með sér:

Europe Does A Complete U-Turn On African Oil And Gas

For years, new oil and gas field development and pipeline construction projects across Africa have suffered setbacks because of Western banks and governments' unwillingness to fund new hydrocarbon projects as the crusade on carbon emissions gathered pace.

Now, suddenly, the tables have turned with a deafening crash. The G7 is suddenly all for new oil and gas investments abroad after committing to suspend these just last November at the COP26. And Europe, that same Europe that has been advising African countries to focus on renewable energy and keep the oil and gas in the ground, is now asking for gas.

The World’s Largest Economies Are Ramping Up Coal Consumption

And while no European nation has yet reversed its commitment to phase out coal by 2030, Germany, Austria, France, and the Netherlands recently announced plans to enable increased coal power generation in the likelihood that Russia halts its gas supplies.

Vesturlönd hafa með öðrum orðum hvatt fátæk ríki til að sleppa því að sækja olíu og gas í eigin bakgarð, gjarnan með mútugreiðslum, en fara nú eins og með ránshendi um heiminn og hirða hvern dropa í eigin geymslur, enda rándýr orkan orðin óaðgengileg fyrir fátæka íbúa framleiðsluríkjanna.

Olían og gasið endist ekki að eilífu. Ég veit það. Við höfum kannski nokkra áratugi eftir af þessum frábæru orkugjöfum. Orkuskipti munu þurfa að eiga sér stað. En orkuskiptin í Afríku snúast ekki um að fara úr skítugri orku í hreina. Þau snúast um að fara úr engri orku í einhverja. Um að losna við sótið frá bruna timburs innandyra í rafmagn þar sem mengunin úr nálægu kolaorkuveri losnar út í andrúmslofið utandyra. Indverjar og Kínverjar þurfa að hreinsa andrúmsloftið í stórborgum sínum með því að skipta úr kolum yfir í olíu og gas. Og á sumum einangruðum svæðum er mögulega hagkvæmara að sækja orku beint í náttúruna en treysta á veika innviði.

Þetta er samt ekki nálgun okkar. Nei, hún er sú að veifa seðlabúntum framan í fátæklinga, fyrst til að múta þeim til að vera áfram orkulausir og svo til að kaupa alla orkuna frá þeim.

Græna mannætan étur fátæka fólkið og klappstýrur hennar eru samsekar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband