Ekki senda vopn og peninga til spilltra stjórnvalda

Hvað er til ráða þegar Rússland sendir hermenn og sprengjur inn í annað ríki? Senda því ríki vopn og vistir? Peninga? Hermenn? Fallbyssur? Setja viðskiptabönn á Rússland? 

Sumir af þessum hefðbundnu fjölmiðlum virðast vera komnir með efasemdir um ágæti þess að senda fé og vopn inn í eitt spilltasta ríki heims.

Úr umfjöllun AP:

As it presses ahead with providing tens of billions of dollars in military, economic and direct financial support aid to Ukraine and encourages its allies to do the same, the Biden administration is now once again grappling with longstanding worries about Ukraines suitability as a recipient of massive infusions of American aid. ...

But Zelenskyys weekend firings of his top prosecutor, intelligence chief and other senior officials have resurfaced those concerns and may have inadvertently given fresh attention to allegations of high-level corruption in Kyiv made by one outspoken U.S. lawmaker.

Já, hvern hefði grunað?

Vopn ætluð úkraínskum hermönnum eru að hverfa eða enda á svarta markaðinum og komast aldrei á vígvöllinn. Stór og fullkomin vopn eru jafnvel að enda í höndum Rússa - líklega seld af úkraínskum liðsforingjum til rússneska hersins fyrir brot af raunverulegu verði þeirra. 

Ég spyr, í einfeldni minni: Er í raun og veru mikilvægt fyrir Evrópu og Vesturlönd að koma í veg fyrir að svolítill rússneskumælandi skiki í Úkraínu fari undir verndarvæng rússneska ríkisins eftir næstum því áratug af ofsóknum af hendi úkraínskra yfirvalda?

Og ef svo er: Má þá ekki ræða skilmála slíks fyrirkomulags án þess að fóðra vasa spilltra embættismanna og hershöfðingja í Úkraínu, þrýsta Rússum í fang Írana og Kínverja, kalla orkukreppu yfir almenning á Vesturlöndum og matarskort yfir fátækustu íbúa Afríku, ofan í svimandi verðbólgu og gríðarlega hernaðaruppbyggingu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tillaga á BNA-þingi um eftirlit með $40milljarða pakkanum var felld. Einróma af demókrötum og með dyggum stuðningi repúblikana. Það lá nefnilega svo mikið á að koma þessum peningum, sem Kaninn prentaði, til Úkraínu. 

Ragnhildur Kolka, 21.7.2022 kl. 23:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú er landsfremleiðsla Úkraínu 112 milljarðar USD, svo hér væri um að ræða þriðjung af þeirri fjárhæð.

Geir Ágústsson, 21.7.2022 kl. 23:19

3 identicon

Er hægt að velta fyrir sér hver er geðveikari, sá sem að ræðst inn í nágranna ríki sitt eða sá sem ætlar sér að gerast aðili að NATO með Krím ( Rússland ) og Rússland klemmda á milli sín?

Fyrrum hrunstjóri Ingibjörg Sólrún hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði að Rússar gætu aldrei lengi haldið Úkraníu fyrir sig.

Þannig fór lítið fyrir hina ýktu fjölmiðlavæddu útþennslu stefnu þeirra.

Biden sleikir endaþarminn á Saudum meðan þeir kaupa olíu af Rússum.

Toria Nulland ( Viktoria Nulland ) " Fuck the EU "

Fávitavæðingin gengur vel! 

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 24.7.2022 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband