Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

Blaðamenn og spurningar

Allir vildu blaðamaður vera, en auðvitað eftir á, þegar viðtalið er yfirstaðið. 

Sóley Tómasdóttir, kapítalisti, lætur blaðamenn heyra það í nýlegum straumi færslna á samfélagsmiðlum. DV tekur þetta saman hér

Þarna stingur Sóley upp á spurningum sem hefði átt að spyrja fjármálaráðherra vegna viðveru hans á sölusýningu þar sem áfengi var í boði.

Það er sjálfsagt að spyrja spurninga, en óþarfi að sprengja púðurskot á rjúpnaveiðum.

Spurning 1: Af hverju var verið að bjóða upp á vín á sölusýningu? Hafði verið boðið upp á vín alla aðra daga þessarar sýningar? Ertu aaaalveg viss um að þetta hafi ekki verið boð fyrir útvalin?

Oft gert, á mjög fjölbreyttan hátt. Kannski var bætt í á Þorláksmessu enda margir að leita að jólagjöf og upplagt að liðka aðeins upp á veskið einmitt þetta kvöld. Hvort almenningi hefði verið meinuð innganga veit ég ekki. Það kæmi mér nú samt ekki á óvart: Opinn bar fyrir heimilislausa og unglinga? Ekki besta sölusýningin!

Spurning 2: Varðandi Sigríði og Brynjar. Ertu í alvöru að mótmæla því að þau hafi talað gegn sóttvarnaraðgerðum? Ertu stoltur af þeirra framgöngu gegn faraldrinum?

Sigríður og Brynjar hafa ekki talað gegn sóttvarnaraðgerðum. Þau, og fleiri, hafa talað gegn þeirri tegund sóttvarnaraðgerða sem skjóta með haglabyssu á samfélagið í stað þess að leggja áherslu á að verja þá viðkvæmustu. Veiran er ekkert á förum, frekar en aðrar kórónaveirur. Það er ekki hægt að loka öllu til eilífðar, jafnvel ef bóluefni sýna góða virkni (sem er ekki víst ennþá).

Þess má geta, samkvæmt litlu plaggi, að þingmenn "eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum". Kannski er pínulítið krúttlegt að vinstrimenn vilji að Bjarni Ben ráði skoðunum annarra.

Spurning 3: Ef það var ekkert ólöglegt í gangi, fjöldi innan marka og opnumartími líka, af hverju stoppaði lögreglan þá “sölusýninguna”? Er ekki eðlilegt að slíkt valdníðsla verði þá rannsökuð?

Sanngjörn spurning að vísu, sem er verið að rannsaka. Sennilega var reglugerð dagsins brotin að einhverju leyti, eins og víða. En yfirleitt held ég ekki að almenningur sé nógu tendraður til að framkvæma meðvitaða borgaralega uppreisn gegn handahófskenndum tilskipunum yfirvalda, því miður. Hvað þá jakkafatamaður eins og fjármálaráðherra.

Punkturinn er þessi: Flestir eru virkilega að vanda sig að dansa í takt við tónlistina, en það er erfitt. Fyrirtæki þurfa að starfa og fólk - annað en opinberir starfsmenn - þarf að einhver kaupi þjónustu þess. Ég þekki einstaklinga sem sjá fram á gjaldþrot eftir að ríkið lokaði á tekjuöflun þess, lofaði bótum og borgar engar. En samt er fólk að reyna.

Meint brot á reglugerðum eru ekki borgaraleg óhlýðni uppreisnarseggja - nokkuð sem þyrfti kannski að fara gerast.

Blaðamenn ættu að spyrja, en ekki úr fílabeinsturni. Miklu frekar í þessum dúr:

1) Hvað er búið að hafna mörgum beiðnum um bætur vegna lokana?

2) Hvað má rekja margar lokanir í haust til smitútbreiðslu í vor? Og hvað margar lokanir í haust eru án sannanlegrar smiðútbreiðslu í vor og þar með í "just in case" flokknum?

3) Hvað er álagið á heilbrigðiskerfið mikið í söguleg samhengi ef tekið er til greina þann óvenjulega hátt að senda í sóttkví ósmitaðra/einkennalausa starfsmenn heilbrigðiskerfisins og loka af heilu deildunum fyrir eina tegund veiru?

4) Hvað er álagið á heilbrigðiskerfið mikið í sögulegu samhengi í fjölda sjúklinga á annars vegar gjörgæslu og hins vegar almennum deildum, miðað við getu kerfisins?

5) Hver er þróun dauðsfalla vegna sjálfsvíga, hjartaáfalla í heimahúsum og öðru sem ratar ekki inn á heilbrigðisstofnanir fyrr en eftir andlát?

Það er sjálfsagt mál að hamra á blaðamönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum. En það má taka til greina að flestir reyna að dansa í takt, af einlægni, en mistekst, því það er ómögulegt.


Fleira sem mætti skrá

Ýmislegt er skráð um okkur í miðlæga gagnagrunna. Vegabréf okkar gefa ákveðnar upplýsingar. Nú er rætt um að bæta við stöðu bólusetningar vegna veiru. Óskalistinn er samt lengri en það.

Ákveðnir hópar í Bandaríkjunum eru að útbúa skrá yfir þá sem studdu við kosningabaráttu Donald Trumps. Skránni er vitaskuld ekki ætlað að hjálpa þeim einstaklingum heldur mynda þrýsting á að fá þá rekna úr starfi, hafnað í bankanum og fleira slíkt.

Er bóluefnaskrá ekki bara afkimi af slíkri skrásetningu? Engir tónleikar, mannamót og flugferðir nema vera á rétta listanum! Eða vera fjarverandi á ranga listanum!

Eins mætti tengja miðlæga gagnagrunna við samfélagsmiðla og kortleggja skoðanir fólks á hinu og þessu. Segjum t.d. sem svo að einhver hafi tjáð sig með óvægum hætti um Tyrkland. Búmm, tölvan segir nei þegar viðkomandi stendur við vegabréfshliðið á leið á ströndina í Marmaris!

Finnst þér ekkert skrýtið við að konur séu í minnihluta í stjórnum fyrirtækja, á bifvélaverkstæðinu og á byggingalóðinni? Búmm, tölvan segir nei þegar þú sækir um starf hjá fyrirtæki sem hefur skuldbundið sig í tilgangslausar pappírsæfingar til að þóknast pólitískum rétttrúnaði!

Sá á annað borð verið að opna á fleiri og fleiri miðlægar skráningar á hinum ýmsu afkimum á lífi einstaklinga, svo sem stöðu bólsetningar, er verið að búa til snjóbolta og ýta niður snævi þakta fjallshlíð. 


mbl.is Skrá þá sem hafna bólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsfaraldur

Myndin hér að neðan sýnir svokallað z-skor fyrir Norðurlöndin (Euromomo) og aldursdreifingu þeirra sem hafa látist vegna COVID-19 í Svíþjóð (uppruni). Z-skorið er tölfræði sem á að gefa til kynna hvort fleiri eða færri séu að látast en venjulega í gefinni viku.

heimsfaraldur

Öll Norðurlöndin nema Svíþjóð hafa verið innan við mörkin og jafnvel nokkuð undir. Svíþjóð missti veiruna inn á risastóru hjúkrunarheimilin sín og það þurrkaði út mörg þúsund líf í vor og aðeins fleiri en viðbúið í einni viku fyrir næstum því mánuði síðan. Í millitíðinni létust miklu færri en viðbúið.

Hér er nærmynd af Svíþjóð í ár:

sw

Á Írlandi er búið að halda fólki föstu heima hjá sér svo vikum skiptir (þar til nýlega).

ire

Í Danmörku er allt lokað núna nema matvöruverslanir og apótek. Til hvers?

dk

Yfir það heila vaknar samt spurningin: Hvar er heimsfaraldurinn?


Veirur og varnir

Það tekur að jafnaði 4-5 daga frá því manneskja kemst í tæri við kórónaveiruna og þar til hún fer að finna fyrir einkennum.

Þann 23. desember voru 50 manns í teiti, þar á meðal fjármálaráðherra. Smitsprengingin ætti því að vera komin fram núna.

Þann 24. desember voru yfir 100 manns í messu. Smitsprenging ætti því að vera komin fram núna.

Þetta blasir við, ekki satt?

sprengja

Nei, ekkert sést í tölunum. En kannski breytist það hratt á næstu dögum.

Heilbrigðiskerfið er líka á þolmörkum:

icu

Nei, sem betur fer ekki.

En með svona lítið í gangi eru yfirvöld auðvitað bara að biðja fólk um að vera á verði en að öðru leyti eiga nokkuð eðlilegt líf, ekki satt?

adgerdir

Aldeilis ekki! Það er allt eldrautt! Ekki eldrautt af veiru heldur eldrautt af aðgerðum!

Ég samgleðst þeim sem komust í gott teiti á Þorláksmessu og þeim sem komust í messu á jólunum. Um leið tek ég undir með þeim sem benda á hræsni fjármálaráðherra sem situr í ríkisstjórn sem stendur að baki öllum hömlunum á samfélagi manna en leyfir sér svo að fara á bak við sömu hömlur. Ég hefði miklu frekar viljað sjá hann halda litla ræðu um hvað hann er ósáttur við sóttvarnaraðgerðirnar og segja eitthvað í þessum dúr:

"Já, það er rétt að ég fór í partý. Ég styð það að fólk hittist og eigi saman gleðistund og mun berjast fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að létta á hömlum. Um leið finnst mér lögreglan vera að forgangsraða alltof stíft í að hella niður áfengi fullorðsins fólks í stað þess að verja borgarana gegn alvöruglæpum. Ég vildi sýna fordæmi í þeirri baráttu og borgaralega óhlýðni. Nei, ég biðst ekki afsökunar. Ég tek afleiðingum reglugerðabrota en mun verja málstað minn fyrir dómstólum ef þess gerist þörf. Stjórnarskráin á að gilda í þessu landi, ekki reglugerðir með veika lagastoð sem ná langt út fyrir meðalhófsregluna."

Engin slík ræða heyrðist. Í staðinn kom enn ein væmin og hol afsökunarbeiðnin sem stjórnarandstæðingar ætla sér að nýta í botn í pólitíkinni - skiljanlega. 


mbl.is Píratar bjóðast til að styðja minnihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraunin mikla

cc_labrats_16x9_0

Bóluefni Pfizer gegn SARS-CoV-2 smiti er "first-ever authorized vaccines that use mRNA" (What is mRNA?). Bóluefni Moderna notar sömu tækni.

Hvernig stendur á því? Tæknin er áratugagömul!

"But as elegant a mechanism as this is in theory, mRNA vaccines have faced real biological challenges since they were first developed in the 1990s. In early animal studies, for instance, the vaccines caused worrisome inflammation."

Þá höfum við það.

Ef Íslendingar bjóða sig fram í risastórri tilraun á nýrri tegund bóluefnis - glænýrri tegund! - þá er það auðvitað greiði við heiminn. Þá er hægt að sjá hvernig mismunandi hópar (aldur, kyn, heilsa, ólétta, brjóstagjöf osfrv.) bregðast við bóluefninu og þegar búið er að kortleggja áhættuhópana er hægt að vara umheiminn við.

Nú þegar er búið að benda á að fólk með bráðaofnæmi (gegn lyfjum, mat eða öðrum bóluefnum)  ætti að láta Pfizer-bóluefnið eiga sig

Fleira á eftir að bætast á þann lista eftir því sem hin glænýja tegund bóluefnis nær inn í fleiri handleggi.

Sjáum hvað setur.


mbl.is Þórólfur: Vonandi sér Pfizer kosti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögregluþjónn skilur ekki. Þá þarf að útskýra

„Ég skil þetta bara ekki. Við erum búin að segja þetta skil­merki­lega og marg­ir eru að færa mikl­ar fórn­ir. Fólk er eitt um jól­in og svo fram­veg­is,“ seg­ir Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðal­varðstjóri hjá al­manna­vörn­um.

Það er því svigrúm til að bjóða upp á útskýringar úr því Veitinga-Víðir er ekki að koma samstarfsmanni sínum til aðstoðar.

Í grunninn snýst málið um örfá einföld atriði, og má þar nefna:

  • Sumir einstaklingar telja sig vera að passa sig: Passa fjarlægð, snertingar, knús og kyss. Kannski fleiri innan ákveðins rýmis en reglugerð dagsins mælir fyrir um en engu að síður varfærni til staðar. 
  • Sumir einstaklingar telja sig einfaldlega ekki vera í smithættu eða þola að fá veiru og ná sér af henni.
  • Sumir einstaklingar þurfa einfaldlega að lifa lífi sínu og ætla sér að gera það, óháð reglugerð dagsins. Veiran hefur að mörgu leyti verið sæmilega kortlögð með tillits til áhættuhópa, fýsileika lyfja og fyrirbyggjandi aðgerða og því engin ástæða til að fórna lífi sínu til að halda sér á lífi.

Þetta þurfa yfirvöld að skilja. Reglugerð dagsins bítur einfaldlega ekki eins og áður - ekki eins og í vor þegar enginn vissi neitt og allir voru sammála um að gera „eitthvað“ og „hvað sem er“ til að fletja út kúrvuna, eins og markmiðið var þá (en ekki lengur).

Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðal­varðstjóri hjá al­manna­vörn­um, ætti kannski að spara sorgina og depurðina og spyrja fólk einfaldlega: Hvað vakti fyrir þér? Veitinga-Víðir svarar örugglega í símann. 


mbl.is „Ég skil þetta bara ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri myndrit

Ég get því miður ekki rakið uppruna myndritsins hér að neðan öðruvísi en að segja að ég hafi fengið það sem áskrifandi á póstlista Tom Woods, en skil það eftir til umhugsunar:

deaths

Margar túlkanir eru í boði og ég vona að einhverjir skilji eftir sínar í athugasemdum en ein gæti mögulega verið: Sóttvarnaraðgerðir geta kannski frestað för veirunnar að þeim viðkvæmu í stuttan tíma, en ekki stöðvað hana.

Það væri því ráð að hleypa henni í þá sem þola hana og byggja varnarvegg í kringum þá viðkvæmustu frekar en að fórna framtíð þeirra hraustu án árangurs fyrir þá viðkvæmu.


Línurit

Fyrir áhugamenn um línurit get ég eindregið mælt með Twitter-síðu @ianmSC.

Þar er t.d. þetta línurit:

Eps4eAtUwAEcNzN

Nú er auðvitað ekki vitað með vissu af hverju grímuliðið er að smitast meira en aðrir. Kannski af því það treður sér miklu frekar nær öðru fólki og telur grímuna vera fullkomna vörn. Kannski er það meira að ota puttunum í andlitið á sér (til að laga grímuna). Kannski er fólk að nota skítugar grímur sem hafa dregið í sig veirur yfir marga daga og orðnar einskonar söfnunargámur fyrir þær. 

En þær virka ekki.


mbl.is Hættir vegna veislu á þakkargjörðarhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um heilbrigðisþjónustu

Ég rakst fyrir tilviljun á viðtal við einn af stofnendum einkarekinnar skurðstofu í Oklahoma-borg í Bandaríkjunum.

Þar eru menn ekki á samningum við tryggingafélög og taka helst ekki við öðrum greiðslum en reiðufé frá skjólstæðingunum sjálfum.

Ekkert er niðurgreitt, ekkert er vafið inn í þunga pappírsvinnu og verðin eru gefin upp á heimasíðu skurðstofunnar og eru algjörlega gegnsæ.

Fyrir áhugasama um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er þetta alveg magnað viðtal. Meira að segja spyrill, sem þekkir svolítið til í heimalandi sínu og er með áratugareynslu sem hagfræðingur og samfélagsrýnir, lét koma sér á óvart - ítrekað!

Svolítið dæmi:

Aðgerð nokkur kostar á skurðstofunni einkareknu um 13 þús. dollara (og hefur gert það í 20 ár).

Fari heilbrigðistryggður einstaklingur til spítala á samning hjá hinu opinbera borgar hann töluvert minna en 13 þús. dollara en innan heilbrigðiskerfisins kostar aðgerðin 100 þús. dollara! Ef spítali framkvæmir aðgerð á ótryggðum einstaklingi fær hann engu að síður um 10 þús. dollara frá hinu opinbera (10% af fullu verði), eða sem nemur raunkostnaði einkareknu skurðstofunnar. 100 þús. dollara verðmiðinn er uppspuni og til þess gerður að mjólka sem mest út úr kerfinu, eða svo skilst mér. 

(Þess má geta að ég þekki mann sem reyndi árangurslaust að komast að því hvað ein liðskiptiaðgerð kostar í hinu opinbera kerfi á Íslandi. Það var ekki nokkur leið að komast að því. Á meðan er verðskrá einkarekinna skurðstofa aðgengileg hverjum sem er.)

Og hverjir eru svo skjólstæðingar skurðstofunnar? Meðal annarra eru þar Kanadamenn sem eru á svo löngum biðlista í heimalandinu að þeir þola ekki lengur við. Fólk með tryggingar lætur líka skera sig upp á eigin kostnað vegna biðlista og annarra óþæginda.

En hvað með þá fátæku, spyr þá einhver. Viðtalið býður upp á fullt af svörum við því. Meðal annars er bent á að heilbrigðisþjónusta þarf ekki að vera svona dýr. Meira og meira er að fara í yfirstjórn og pappírsvinnu og minna og minna til heilbrigðisstarfsfólksins. Sjálfur hafði viðmælandi ekki hækkað verðin sín í 20 ár, meðal annars vegna hagstæðari samninga við birgja og auðvitað með því að byggja upp gott orðspor sem laðar að sér fleiri skjólstæðinga.

Ég mæli sem sagt eindregið með þessu viðtali. Það er mjög upplýsandi, sama hvar hlustandi er staðsettur á hinu pólitíska landakorti.


mbl.is Lyfjaframboð á Íslandi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lexíur frá Norður-Kóreu

Heimurinn henti áratugum af rannsóknum, góðum og gegnum sóttvarnarráðstöfunum og heilbrigðri skynsemi í ruslið í byrjun árs til að taka upp kínverskar uppskriftir í smitsjúkdómavörnum.

Nú er kannski kominn tími til að læra af yfirvöldum Norður-Kóreu og semja lög sem hughreysta þá sem sjá fram á ónýt jól og áramót eftir ónýtt ár.

Ég bíð spenntur eftir útspili yfirvalda.


mbl.is Hungursneyð í Norður-Kóreu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband