Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020
Sunnudagur, 20. desember 2020
Já, en ...
Ekki hefur enn verið sýnt fram á að fæðubótarefni með D-vítamíni verji fólk gegn Covid-19 sjúkdómnum. Þetta er mat helstu sérfræðinga í Bretlandi, að sögn BBC og endurvarpað í Morgunblaðinu.
En, takið nú samt D-vítamín, segja sömu sérfræðingar!
Hvaða ruglingslega boðskap er verið að reyna koma á framfæri? Og af hverju er Morgunblaðið að taka þátt í þessu?
D-vítamínskortur er ekki bundinn við veirutíma. Fyrir mjög marga er hann alvarlegt langtímavandamál. Að sá efa um gagnsemi D-vítamíns rímar mjög vel við hagsmuni lyfjafyrirtækja sem vilja sennilega ekki að ódýr, einföld, vel reynd og útbreidd úrræði komi í stað pilluáts.
Auðvitað er ekki hægt að "sýna fram á" að D-vítamín "verji" gegn einu né neinu. Taktu D-vítamín og þú ert pottþétt varinn gegn öllum veirum! Eða hvað? Auðvitað ekki, og enginn heldur slíku fram. En það þarf ekki að blaða lengi í gegnum vísindagreinar til að sjá að nægur D-vítamínforði í líkamanum er mjög til bóta, almennt og alltaf.
Ekki labba nakinn út í snjóstorm þótt ekki hafi verið "sýnt fram á" að vetrarfötin "verji" þig 100% gegn kulda. Þér gæti t.d. orðið kalt á nefinu. Klæddu þig nú samt vel. Og taktu lýsi.
Áhrif D-vítamíns á veiruna ekki sönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. desember 2020
Álitsgjafinn mikli
Á Seyðisfirði eru náttúruhamfarir að dynja á íbúum og þeir óttast, með réttu, um líf sitt og sinna. Allar mögulegar ráðstafanir eru settar í gang. Sérfræðingar og sérsveitir eru kallaðar á vettvang. Þjóðin fylgist með og sendir hlýjar kveðjur til íbúa og óskar þeim góðs gengis.
Hvað gerir blaðamaður þá? Stingur hljóðnema upp í munn sóttvarnarlæknis sem notar tækifærið og varar við smithættu vegna allrar aðstoðarinnar sem streymir til Seyðisfjarðar!
Er þetta spaug? Sá sem óttast að fjall steypist ofan á byggðalag sitt er ekki að spá í veirusmiti. Fái viðkomandi veirusmit þá er það bara þannig. Veira sem 99,92% allra á Íslandi undir sjötugu lifa af er ekki einu sinni á radar þess sem sér fjall renna niður á byggð.
Er sóttvarnarlæknir nú orðinn álitsgjafi á öllu mögulegu nema auðvitað óbeinum afleiðingum sóttvarnaraðgerða?
Ástandið á Seyðisfirði kalli á ríkar ráðstafanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. desember 2020
Hinar mörgu ástæður fyrir sölu Íslandsbanka
Ríkið á auðvitað að selja Íslandsbanka eins og annan rekstur sem einkaaðilar eru fullfærir að sjá um og fyrir því eru margar ástæður.
Í fyrsta lagi er áhættusamur rekstur fyrirtækja ekki meðal skylduverka yfirvalda. Ríkið rak einu sinni mjólkurbúðir og sementsverksmiðju. Núna rekur ríkið banka, sjónvarpsstöðvar og orkufyrirtæki. Fyrir því eru engin sérstök rök önnur en að svona hefur þetta verið og því vilja margir að svona verði það áfram.
Í öðru lagi þarf ríkið peninga núna og á eignir. Þegar slíkt ástand ríkir hjá venjulegu fólki þá leitar það að eignum til að losa um. Það byrjar kannski ekki á að selja ísskápinn heldur getur það kíkt út á bílastæðið og séð hvort þar standi þrír bílar þegar tveir eru nóg og selur þriðja bílinn upp í skuldir.
Í þriðja lagi er opinbert eignarhald hamlandi og jafnvel móðgandi fyrir neytendur. Velji til dæmis viðskiptavinir Íslandsbanka að færa viðskipti sín annað þá eru sömu viðskiptavinir, sem skattgreiðendur, að fara bjarga Íslandsbanka fyrir eigið fé. Þetta jafngildir því að færa farsímaáskriftina frá Símanum til Vodafone en fá svo bréf frá skattinum upp á að nú hækki opinberar álögur til að bæta Símanum upp tekjutapið.
Í fjórða lagi er bankarekstur hálfgerð risaeðla sem er á leið inn í nýja öld rafmynta, fjártækni, bálkakeðja og hvað veit ég. Sumir bankar munu aðlagast en aðrir ekki. Viljum við að skattgreiðendur standi undir fyrirtækjum sem geta gufað upp á einni nóttu ef tæknin og markaðurinn þróast í óvænta átt?
Í fimmta lagi þarf að koma stjórnmálamönnum út úr stjórnum bankanna. Það er mikilvægt markmið í sjálfu sér.
Salan ekki gáfuleg ef ríkissjóður er upp við vegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. desember 2020
Smitrakning
Íslendingar hafa nú í marga mánuði rakið smit vegna veiru. Hefur ekki verið tekin saman tölfræði um raunverulegan uppruna smita, gjarnan á einhvers konar tímalínu?
Um daginn var einhver umræða um líkamsræktarstöðvar og hvort þær væru stór uppspretta smita. Kom einhver niðurstaða í því máli?
Er ekki hægt að gera svona upplýsingar opinberar jafnóðum? Þær eru sennilega til nú þegar og þarf bara að henda inn á heimasíðu.
Það væri forvitnilegt að sjá smitrakningu vegna eftirfarandi:
- Líkamsræktarstöðva
- Hárgreiðslustofa, nuddstofa og þess háttar (einn aðili að sinna einum skjólstæðingi í einu)
- Mótmæla
- Verslunarmiðstöðva
- Veitingahúsa
- Skemmtistaða
- Flugferða
Upplýsingar af þessu tagi gætu hjálpað fólki að taka upplýstar ákvarðanir og í auknum mæli beita eigin dómgreind. Þeir sem óttast smit gætu þá forðast þekktar (frekar en ætlaðar) uppsprettur smita. Aðrir ekki.
Nú er til dæmis verið að loka á áramótabrennur án þess að rökstyðja það með tilvísun í uppsafnaða þekkingu seinustu mánaða (t.d. því hvort fjölmenn mótmæli utandyra í byrjun júní hafi leitt til einhverrar sprengingar eða ekki).
Ákvörðunin fær á sig blæ handahófskenndrar aðgerðar. Það er slæmt, dregur úr trúverðugleika takmarkana og ýtir enn frekar undir þá sífellt útbreiddari skoðun að sóttvarnaraðgerðir snúist bara um að banna það sem gefur lífinu gildi.
Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. desember 2020
Heildarmyndin
Án þess að ætlast til þess að nokkur blaðamaður hafi áhuga á að skoða hluti í samhengi ætla ég að þylja upp nokkrar tölulegar upplýsingar.
Heildarfjöldi dauðsfalla í tilteknu ríki sveiflast á milli ára - skiljanlega. Ef flensan tók marga aldraða eitt árið eru einfaldlega færri til að grípa árið eftir.
Spá um fjölda dauðsfalla á ári í Svíþjóð má sjá hér:
https://www.macrotrends.net/countries/SWE/sweden/death-rate
Samkvæmt spánni ætti dánartíðni í ár að vera 9,145 á hverja þúsund íbúa í ár. Fyrir 10,3 milljóna manna þjóð þýðir það heildarfjölda upp á um 94 þúsund manns.
Í ár hafa um 84 þúsund Svíar látist miðað við upplýsingar frá Pandata.org og með því að framreikna um 1 mánuð og jafnvel bæta 3% við það er viðbúið að fjöldi dauðsfalla í Svíþjóð í ár verði um 94 þúsund manns.
Án 3% aukaálagsins er væntur fjöldi dauðsfalla í ár um 92 þúsund.
Það lítur með öðrum orðum út fyrir að það deyi færri Svíar í ár en við var búist miðað við undanfarin ár og spádóma byggða á þeim.
Spár eru samt bara spár. Hvað með að taka verstu dánartíðni Svía undanfarin 10 ár, 9,748 dauðsföll á hverja 1000 íbúa? Það hefði þýtt 100 þúsund dauðsföll í Svíþjóð í ár. Hvar var Svíakonungur þá?
Samkvæmt spánni er dánartíðnin árið 2023 í Svíþjóð að enda í um 9,086 (sögulegt lágmark) sem þýðir um 93,5 þúsund dauðsföll eða 1500 fleiri en framreiknuð tala fyrir árið 2020.
Með öðrum orðum: Svíar hafa átt sögulega gott ár í ár ef miðað er við heildarfjölda dauðsfalla.
Það verður eitthvað að skála fyrir á áramótunum í Svíþjóð á öllum pöbbunum og kaffihúsunum sem lokuðu aldrei í ár!
Konungurinn telur að Svíum hafi mistekist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 17. desember 2020
Tölvulíkönin sýndu sólskin og logn
Svolítil ekki-frétt um lélega nýtingu á hinu glænýja Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur minnir okkur á að tölvulíkön endurspegla ekki alltaf raunveruleikann. Arkitektar teikna hugsmíð sína inn í milt og bjart veður, göturnar eru hreinar og ekki að sjá flatt gras í hávaðaroki eða saltblandaða snjóskafla. Fólk gengur og hjólar og virðir fyrir sér dásemdina.
Auðvitað felst í þessu afskaplega góð sölumennska. Arkitektinn veit að ef hann teiknar ekki heiðskýran himinn þá gerir samkeppnisaðili hans það. Kaupandinn er jú að leita af hughrifum og veifar veskinu af spenningi þegar hann fær þau.
Holl æfing er að staldra við og líta út um gluggann. Hvað sést þar? Rok og rigningu? Snjóstormur? Mæður að ýta barnavögnum upp í vindinn? Kappklæddir krakkar að feykjast til á snævi þöktum göngustígum? Biddu arkitektinn um að teikna þetta!
Út undan á aðventunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. desember 2020
Strangar aðgerðir vs. vægari aðgerðir
Prófanir, skimanir, sóttkví heilbrigðra, sóttkví við landamærin, skólalokanir, sundlokanir, enginn í ræktina:
Opið land, meðmæli frekar en tilmæli, allt opið sem vill vera opið, veitingastaðir opnir, skimanir eingöngu á þeim með einkenni:
Auðvitað er y-ásinn öðruvísi af ýmsum ástæðum en hérna sést kannski nokkuð annað: Veiran fór ekki í dvala í sumar vegna aðgerða og fór ekki á flug í haust vegna kæruleysis almennings. Veiran er einfaldlega á ferli og það hefur ekki úrslitaatriði hvað við lokum mikið af fólki inni á heimilum sínum eða sendum mörg fyrirtæki í gjaldþrot.
Fleiri dæmi um sama boðskap:
En hey, þökkum þríeykinu! Nú eða kennum því um, eftir því hvernig liggur á okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. desember 2020
Vernd þeirra viðkvæmustu
Þessi mynd er endurvarp af tölum dagsins á covid.is:
Andlát sem hlutfall af smituðum fyrir þá undir 70 ára aldri er 0,08% og í því hlutfalli eru allir sykursjúklingarnir, offitusjúklingarnir, reykingamennirnir, gigtarsjúklingarnir á ónæmisbælandi lyfjum og þeir sem eru með allskyns aðra sjúkdóma eins og krabbamein og hvaðeina. Sennilega er hlutfallið töluvert minna en 0,08% þegar er búið að leiðrétta fyrir undirliggjandi og banvænum sjúkdómum sem vantaði bara punktinn yfir i-ið (hvort sem það er flensa, kvef eða COVID-19).
Andlát sem hlutfall af smituðum fyrir þá yfir 70 ára aldri er 11%, en sé eingöngu litið á hópinn 70-79 ára fellur hlutfallið niður í 2% um leið og það hækkar í 16% fyrir þá yfir 80 ára aldri (sennilega flestir þeirra látnu skjólstæðingar ríkisins á Landakoti).
Svo það blasir við að ef það tekst að verja einstaklinga yfir 70 ára aldri gegn smiti (með mannúðlegum sóttvarnaraðgerðum) þá eru nánast engar líkur á að deyja úr COVID-19 á Íslandi.
En þá er sagt: Langtímaafleiðingar! Þær eru svo miklu verri vegna COVID-19 en annarra sjúkdóma! Vísað er í rannsókn þessu til staðfestingar - rannsókn sem náði yfir 4 mánaða tímabil og getur því varla kallast annað en skammtímarannsókn. Fljótt á litið sýnist mér langtímaáhrif COVID-19 vera svipuð og fyrir flensuna þótt hlutfall þeirra sem kljást við langtímaafleiðingar sé auðvitað óþekkt ennþá, og eins hverjir áhættuhóparnir eru. Það kemur mér hins vegar á óvart að það megi tala um eitthvað annað en SMIT og ég fagna því. Má þá ekki líka tala um eitthvað annað en óþægindi vegna yfirstaðinnar veirusýkingar, svo sem dauðsföll fátækra barna, örvæntingu unga fólksins eða andlega hrörnun gamla og einangraða fólksins?
Ef það má á annað borð tala um annað en smit þá finnst mér það sjálfsagt.
Eftir stendur þrennt:
- Lífslíkur fólks undir sjötugt vegna COVID-19 eru svo gott sem 100% (líka þeirra með sykursýki, hjartasjúkdóma, bæld ónæmiskerfi og fleira) og hægðarleikur að verja þá yfir sjötugt með svolítilli umhugsun
- Langtímaáhrif eru viðbúin eins og með flensu og aðra sjúkdóma, en þeir sem virkilega óttast langtímaafleiðingar ættu einfaldlega að sýna það í verki og passa sig en ekki heimta lögregluríki fyrir alla aðra
- Óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða eru verri en veiran
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 15. desember 2020
Endaspretturinn endalausi
Bóluefnið er komið!
En sá léttir! Nú er hægt að fá nál í æð og lifa lífinu lifandi, finna vinnu og heimsækja ömmu!
En nei, endaspretturinn lengdist aðeins. Skammtarnir voru færri en upphaflega var vonast eftir. Bóluefnið er ekki endilega ávísun á smitvörn og grímurnar fara ekkert. Forgangsröðunin er ekki endilega í þágu þeirra sem eru sannarlega veikastir fyrir veirunni.
Vel stæða fólkið í heimavinnunni sinni kvartar kannski ekki. Fátt er þægilegra en að geta undirbúið fund með því einu að sveifla á sig skyrtu (Zoom shirt) en vera áfram á brókinni.
Fórnarlömbin eru þeir öldruðu sem telja sig jafnvel sadda lífdaga og vilja umfram allt sjá fjölskylduna sína og unga fólkið sem er að kveðja nám sitt og starf og jafnvel taka eigið líf í örvæntingu.
Við þekkjum áhættuhópana. Margt hefur lærst við meðhöndlun veikindanna undanfarna mánuði. Lyfjabúr lækna er stórt og öflugt. Langur tími er liðinn frá upphafi neyðarástands og hefði átt að nýtast betur til að búa sig undir hið heppilega loftslag fyrir loftbornar veirur.
Listinn yfir afsakanir er tæmdur.
Lífið verður að fá að halda áfram.
Aldraðir í heimahúsum þeir sjöttu í röðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 14. desember 2020
Hvað með að fylgja vísindunum?
Um daginn sá ég viðtal við danskan vísindamann um lokanir á skólum vegna veiru. Viðtalið má heyra hér og fyrir þá sem eru betri í að lesa dönsku en hlusta á hana þá er slíkt líka í boði.
Það er ekkert víst að maður sem vinnur með gögn og hafi doktorsgráðu og sérhæfingu í hinu og þessu hafi rétt fyrir sér. En hann fékk að koma í viðtal, sem vísindamaður, og velta upp annarri hlið en hinni opinberu línu. Það er gott fyrir umræðuna.
Mætti ekki opna umræðuna á Íslandi líka? Eða eru einhver þríeyki það eina sem skiptir máli?
Eða þorir kannski enginn vísindamaður að stíga fram?
Eða eru allir íslenskir vísindamenn einfaldlega sammála þegar sóttvarnaryfirvöld breyta nánast frá degi til dags hver má hvað og hvenær? Er heilbrigðisráðherra alvitur?
Vísindi hafa aldrei verið ein rödd sem er alltaf sammála (þar til menn ákváðu að loftslagsvísindin væru nú lokuð bók og að sóttvarnaraðgerðir Kínverja ættu að koma í stað allra annarra). Þvert á móti.
Var erfitt í fyrsta sinn og er erfitt aftur núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |