Endaspretturinn endalausi

Bóluefnið er komið!

En sá léttir! Nú er hægt að fá nál í æð og lifa lífinu lifandi, finna vinnu og heimsækja ömmu!

En nei, endaspretturinn lengdist aðeins. Skammtarnir voru færri en upphaflega var vonast eftir. Bóluefnið er ekki endilega ávísun á smitvörn og grímurnar fara ekkert. Forgangsröðunin er ekki endilega í þágu þeirra sem eru sannarlega veikastir fyrir veirunni. 

Vel stæða fólkið í heimavinnunni sinni kvartar kannski ekki. Fátt er þægilegra en að geta undirbúið fund með því einu að sveifla á sig skyrtu (Zoom shirt) en vera áfram á brókinni. 

Fórnarlömbin eru þeir öldruðu sem telja sig jafnvel sadda lífdaga og vilja umfram allt sjá fjölskylduna sína og unga fólkið sem er að kveðja nám sitt og starf og jafnvel taka eigið líf í örvæntingu. 

Við þekkjum áhættuhópana. Margt hefur lærst við meðhöndlun veikindanna undanfarna mánuði. Lyfjabúr lækna er stórt og öflugt. Langur tími er liðinn frá upphafi neyðarástands og hefði átt að nýtast betur til að búa sig undir hið heppilega loftslag fyrir loftbornar veirur. 

Listinn yfir afsakanir er tæmdur.

Lífið verður að fá að halda áfram.


mbl.is Aldraðir í heimahúsum þeir sjöttu í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haustið 1948 herjaði svokölluð "Akureyrarveiki" á íbúa bæjarins og lék marga grátt. Menntaskólanum var lokað í margar vikur, enda veiktust margir nemendur og kennarar. Sjálfur var ég tvo í mánuði frá skóla.

Ekki vissi ég til að nokkrir nemendur hafi flosnað úr námi vegna þessa, en þó kann svo að vera.

Ég sé ekki fram á að nokkurra vikna truflun á skólanámi þurfi að hafa gagnger áhrif á ungt fólk sem  á annað borð vill læra.

Hörður Þomar (IP-tala skráð) 15.12.2020 kl. 22:25

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bóluefnið er víst búið til úr apakúk. Aparnir greinilega eitthvað slappir að skíta. Kannski þeir séu með "long-covid".

En Íslendingar þurfa ekki að kvarta því Kári Stefánsson er víst að koma á markað með nýtt séríslenskt bóluefni sem hann hefur verið að þróa á klóinu heima hjá sér. Virkar jafn vel og hitt, og hefur auk þess þann góða kost að auka hlýðni og skerða siðferðisvitund.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.12.2020 kl. 22:31

3 identicon

Fyrri athugasemd mín átti að sjálfsögðu við síðasta pistil.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 15.12.2020 kl. 22:36

4 identicon

Virkni bóluefnis mun a.m.k. dragast fram á mitt næsta ár.

En Þorsteinn. Æ,æ, ekki þetta!

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 15.12.2020 kl. 22:51

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Athugasemd þín er réttmæt og hefði átt rosalega vel við í vor þegar veiran var ný, áhættuhóparnir á reiki og meðferðir lækna á tilraunastigi auk þess sem heilbrigðiskerfið hefði átt að vera styrkt til að mæta þörfum sjúklinga með loftbornar veirur.

En nú er öldin önnur. Smitin eru ekki að sullast upp úr skólunum enda eru það stofnanir skipulags og innréttingar og hólfaskiptingar. 

Vegna brottfalls (og sjálfsmorða) unga fólksins eru auðvitað ekki kurl komin til grafar (af einhverjum ástæðum - þetta er tölfræði sem blaðamenn ættu að vera hamast á að fá jafnóðum). Það sem ég les frá ráðgjöfum fólks í sjálfsvígshugleiðingum, fulltrúum íþróttafélaga og fleirum sem vinna með ungu fólki eru áhyggjur - miklar áhyggjur. 

Geir Ágústsson, 16.12.2020 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband