Forsetabaninn

Þeir hljóta að vera hugsa sig vel um þessir forsetaframbjóðendur sem hafa enn ekki stigið inn í settið hjá Spursmálum Morgunblaðsins. Þeir sem þar hafa verið hafa lent í ótrúlegu minnistapi, hrasað um beinagrindurnar í skápunum sínum og talað af sér fylgi í skoðanakönnunum. 

Forsetabaninn, eins og raunar Fréttin.is líka.

Forsetaframbjóðendur geta ekki lengur gert ráð fyrir drottningaviðtölum þar sem þeir eru bara spurðir út í ást sína á íþróttastarfi barna og landgræðslu.

Atvinnustjórnmálamenn hefði líka gott af því að fara í almennilegar yfirheyrslur þar sem þeir fá ekki að komast upp með að fara undan í flæmingi. Eftir veirutíma, þar sem blaðamenn stóru miðlana fóru í hálfgerða keppni í upplýsingaóreiðu og þöggun, eru kannski að verða til fleiri nothæfir fjölmiðlar á ný. Sjáum hvað setur.


mbl.is „Með sakleysislegri myndum af mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er sammála þér að Spursmál er fanta góður þáttur. Stefán Einar er alltaf kurteis en jafnframt fylgin sér og nær að blanda hæfilegum húmor inn í alvöruna. Og honum tekst þannig að hrista óhreina mjölið úr viðmælenda pokunum. Hver vill svo sem vera minntur á afstöðu sína í Icesave málinu hafi maður þá lagst á hnén fyrir Jóhönnustjórninni og ESB. Við bíðum spennt eftir næsta þætti.

Ragnhildur Kolka, 29.4.2024 kl. 16:59

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Ég veit ekki með hverju fólk er að fylgjast með, eða hvað það eiginlega hugsar, en miðað við þessar skoðanakannanir þá dettur mér hekst í hug að svarið sé: ekkert eða sem minnst.

Þetta er ekki beysið fólk sem skorar hæst.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.4.2024 kl. 18:19

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er lítill djús í þessum framboðum flestum. En það virðast vera að fæðast fjölmiðlamenn sem þora að spyrja spurninganna, þar á meðal Stefán Einar á Mogganum og Frosti Logason á Brotkast. Það er gott og hefur jafnvel nú þegar haft áhrif á skoðanakannanir.

Geir Ágústsson, 29.4.2024 kl. 20:54

4 identicon

Minnisleysi!

Þorsteinn Gíslason (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband