Þetta með Úkraínu

Það er af mörgum talið mikilvægt að Vesturlönd hafi mikil afskipti af deilum Úkraínu og Rússlands um örlög fólksins í austasta hluta Úkraínu. Þær deilur hafa staðið yfir í áratug og hafa síðan árið 2022 falið í sér beina þátttöku rússneskra hermanna innan landamæra Úkraínu, frekar en óbeina. Enn sem komið er eru vestrænir hermenn í Úkraínu ekki gerðir sýnilegir en þeir eru þarna líka og hafa verið lengi.

Nú er svo komið að íslenskir skattgreiðendur eru byrjaðir að fjármagna vopnakaup til að halda uppi átökum í deilum Rússa og Úkraínumanna. Bandaríkjamenn samþykktu nýlega svimandi stuðning við Úkraínu í bæði peningum og vopnum, sem hjálpar líka stjórnmálamönnum þar í landi að kaupa sér atkvæði með því að ráða fólk í vopnaframleiðslu. Mörg Evrópuríki eru að afvopna sig og berskjalda til að fóðra átökin með vopnum sínum og peningum. 

Vesturlönd, en ekki önnur, hafa að auki gert sig aðeins fátækari með því að neita sér aðgangi að hagkvæmri rússneskri orku og öðrum hráefnum úr Rússlandi. 

Allt þetta, til einskis.

Það hefur blasað við frá upphafi að ef menn vilja ekki stofna til friðarviðræna um ástandið í Austur-Úkraínu að þá myndi rússneska hakkavélin smátt og smátt fá sínu framgengt í Úkraínu. Núna eru vestrænir fjölmiðlar, sem eru oft seinastir allra til að fatta eitthvað, byrjaðir að átta sig á þessu. Fínu skriðdrekarnir eru að fuðra upp, það fer að verða skortur á fallbyssufóðri í formi ungra karlmanna og ekkert framundan nema tap. Því lengur sem menn halda uppi átökunum, því stærra verður tapið. 

Ég er enginn stuðningsmaður Pútín sem stútar andstæðingum sínum á færibandi né innrásar rússneskra hermanna inn í fullvalda ríki. En þetta eru átök tveggja ríkja og yfirleitt höfum við lítinn áhuga á slíku, þ.e. þegar spilltir stjórnmálamenn og milljarðamæringar hafa ekkert að fela (eins og lífvopnaverksmiðjur, erfðaefnatilraunir og peningaþvott).

Það er kominn tími til að biðja um frið og hætta að kynda undir stríðsátök. Íslendingar gætu auðveldlega sýnt gott fordæmi hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Amen

Grímur Kjartansson, 27.4.2024 kl. 13:30

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við framleiðum engin vopn, svo fjáraustur Íslenska ríkisins í vopnakaup er hreint tap fyrir ALLA.

Hver sá sem fyllist meiri löngun til þess að hafa í embætti, hvað þá kjósa aftur þssa vitleysinga er ekki heill í hausnum.

Á meðan ryðjast Rússar fram, hægt en örugglea, ná nýjum bæ tvisvar í viku á meðan Úkraníumenn á vígvellinum eru byrjaðir að forða sér bara, eða gefast upp.

Eins og er mega menn vera sáttir ef Rússar stoppa, en labba ekki beint til Parísar.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.4.2024 kl. 18:11

3 identicon

Það liggur fyrir að ef rússar ætla til Parísar þá verða þeir að labba því ekki munu þessir ræflar hafa til ráðstöfunar gangfær ökutæki.

Annars er stuðningur vesturlanda við Úkraínu fólgin í hergögum, ekki reiðufé.

Sjálfsagt að Ísland leggi til nokkdrar krónur til að efla varnargetu Úkrainu gegn froðufellandi, morðóðum freðmýrardjöflum með Hitlr2 í fararbroddi.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.4.2024 kl. 19:37

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rökin hér eru að vopnakaupin stuðli að friði. Þetta er áróður Stoltenbergs sem jafnframt hefur fullyrt að fjárausturinn til Úkraínu sé billeg lausn því þarna séu menn að fá mikið fyrir lítið (ódýrt land og auðlindir) án þess að kosta til mannslífum. Mannfyrirlitningin skín út úr þessum orðum, því talið er að um 5-600 þúsund Úkraínumenn hafi fallið í þessum átökum og tvisvar sinnum fleiri örkumlast. En áfram skal haldið.
Það sjá það allir vitibornir menn að Rússar eru búnir að vinna þetta stríð og það fyrir löngu. En þörf Vesturlanda fyrir auðlindir Austur Evrópu er slík, eftir að tapa þeim í Afríku og Asíu, að þeir eru tilbúnir að fremja enn eitt þjóðarmorðið til að ná þeim á sitt vald. Til þess má kasta burt öllum siðferðilegum gildum sem við höfum sveipað okkur í um aldir.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2024 kl. 09:51

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er líknandi að lesa rökréttar ályktanir þínar Geir, í biluðu umhverfi okkar og gefa að auki nær allar athugasemdirnar að auki frekari von í myrkrinu á þessum sólríka sunnudagsmorgni.

Jónatan Karlsson, 28.4.2024 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband