Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022

Enn ein samsæriskenningin rætist

Úr frétt Reuters:

Japanese trading and pharmaceutical company Kowa Co Ltd said on Monday anti-parasite drug ivermectin showed an “antiviral effect” against Omicron and other variants of coronavirus in joint non-clinical research.

Ja hérna!

Þetta er að vísu „leiðrétt“ frétt. Sú upphaflega (viðhengd) endurspeglast miklu betur í slóðinni á fréttina: 

japans-kowa-says-ivermectin-effective-against-omicron-in-phase-iii-trial

Umræðan um lækningamátt ivermectin gegn öðru en iðraormum í dýrum er eldheit. Í sumum ríkjum er verið að gefa lyfið, í öðrum má varla nefna það nema vera uppnefndur og varpað af samfélagsmiðlum. Sumir læknar vilja meina að áhættan af notkun lyfsins sé engin og því sé engu að tapa að gefa það en til mikils að vinna ef það virkar vel, sérstaklega á upphafsdögum veirusmits. 

En að Reuters af öllum sé nú að missa út úr sér uppörvandi niðurstöður í rannsóknum á lyfinu sem úrræði gegn heimsfaraldri - það kemur á óvart. Kannski enn ein „samsæriskenningin“ sé að rætast? Yrði ekki sú fyrsta. Né seinasta.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Danmörk gefst upp á heimsfaraldurskvefinu

Svo virðist sem ákvörðun danskra yfirvalda, rækilega byggð á greiningu danskra heilbrigðisyfirvalda, um að fella niður heimsfaraldurinn sé að ná athygli einhverra. Hér má sjá viðbrögð ýmissa stórra fjölmiðla og hér má lesa nýlega greiningu stofnunar sem svarar svolítið til hins íslenska landlæknisembættis.

Í stuttu máli:

  • Fjöldi smita er að sprengja alla kvarða
  • Innlögnum á spítala fækkar
  • Þess vegna má afnema allar aðgerðir

Fyrstu tveir punktarnir endurspegla ágætlega stöðuna á Íslandi. En sá þriðji ekki. Samkomutakmarkanir við 50 manns, grímur og börn á leið í sína aðra sprautu. 

Ekki er við yfirvöld að sakast. Þau ganga einfaldlega eins langt og þau geta og verja eigið mikilvægi sitt í daglegu lífi fólks út í ystu æsar. Sé engin stjórnarandstaða, ekkert aðhald, engar kröfur um gögn og rannsóknir og rökstuðning, þöggun í umræðunni og almenningur hræddur og jafnvel byrjaður að ritskoða sjálfan sig innbyrðis þá er engin von.

En séu nægilega margir að ranka við sér úr rotinu þá er von. 

Ekki láta hrædda þrísprautaða miðaldra liðið í öruggu opinberu störfunum sínum og sitt mátulega óþol á börnum, ferðalögum og mannamótum stjórna þér. Það er einfaldlega engin ástæða til þótt það dragi vagna fjölmiðla og hinnar einu sönnu ríkisskoðunar, eða er einn vagn af mörgum í þeirri lest.


Veirufjarlægðir

Ég tek eftir eftirfarandi takmörkunum sem gilda á Íslandi eftir að „slakað var á þeim:

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar mega hafa opið til kl. 21 alla daga vikunnar með að hámarki 20 gesti í rými og 2 metra nálægðarmörkum, en 1 metra þegar setið er.

Ef ég væri veira þá myndi ég fagna þessu. Þegar heilir tveir metrar eru á áfangastaðinn, og hann að auki á hreyfingu, standandi á tveimur fótum, þá er erfitt að komast þangað. En setjist áfangastaðurinn niður þá fæ ég fleiri tækifæri til að komast á hann.

Væri ekki rökréttara að hafa tvo metra á milli sitjandi fólks en einn metra á milli fólks á ferðinni?

Að vísu eyðileggur það alla stemminguna en við erum öll almannavarnir, ekki félagsverur, ekki satt?

Annars blasir við að sóttvarnir virka ekki. Hvers vegna blasir það við? Jú, því núna er bráðsmitandi afbrigði í gangi. Það nær til allra, óháð takmörkunum, og metfjöldi smita greinist. En það þýðir að hin fyrri afbrigði náðu líka til allra, enda sömu takmarkanir í gangi. Þau smituðu bara síður. En náðu til allra, líka þegar voru 10 manna takmarkanir og líka í ríkjum þar sem hafa verið útgöngubönn og líka þegar fálkaorðum var deilt út. En meira um það síðar. 


Rauðvín sem leiðin úr kófinu

RauðvínVísindin geta stundum verið svo skemmtileg. Grípum niður í vísindagrein sem fjallar um áhrif ákveðinna sýrutegunda á ónæmiskerfi líkamans:

It was stated that red wine (not white wine) consumption protected people from COVID-19 and that it was even good for the patients. This has some truth to it due to two reasons. Red wine inhibits the cytochrome P450 system through CYP3A4 and also the flavonoids in red wine have a similar structure to retinoic acids and can show a regulatory effect on the immune system ...
COVID-19: Endogenous Retinoic Acid Theory and Retinoic Acid Depletion Syndrome

Hvern hefði grunað! Rauðvínsdrykkja sem meðferð gegn alvarlegum veikindum! Skál fyrir því!

Nei, ég segi svona. Þetta er bara tilgáta. Ein af mörgum. 

Önnur tilgáta er sú að bóluefni byggð á mRNA-tækninni séu leiðin út úr heimsfaraldri. Sú kenning var prófuð og hefur mistekist með miklum fórnarkostnaði eins og allir vita.

Enn ein er sú að skólalokanir stuðli að minni útbreiðslu veirusmita. Svo er ekki. Hins vegar hafa slíkanir lokanir haft skelfileg áhrif á andlega og líkamlega heilsu margra barna og ungmenna, sérstaklega þeirra sem stóðu höllum fæti fyrir.

Vísindunum má ekki rugla saman við sannleikann. Ólíkt því sem boðberar ótta í nafni veiru og loftslagsbreytinga segja þá eru vísindin aldrei útkljáð. Þau eru samtal ólíkra aðila og slíkt samtal nær mestum árangri ef allir fá að tjá sig og vanda sig.

En að fá sér stöku rauðvínsglas sakar ekki, sama hvað. Hafi það jákvæð áhrif á ónæmiskerfið er það góður bónus við góða upplifun.


Grímur eru gagnslausar en sýna að Víðir hýðir þig

Andlitsgrímur koma ekki í veg fyrir veirusmit.

En þú getur sett á þig grímu til að senda skilaboð til umheimsins: Víðir hýðir mig. Ég trúi á minnisblöðin. Ég fylgist með stöðu mála og ástandi heimsins með því að lesa Fréttablaðið og horfa á RÚV, og fátt annað.

Þú veiðir ekki hornsíli í togaratroll.

Þú eyst ekki vatni með sigti.

Þú grefur ekki holu með hrífu.

En ef þú reynir þá kemur kannski einhver með fálkaorðu um hálsinn og hrósar þér. Og kannski er það nóg fyrir þig.


mbl.is Engin grímuskylda í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takmarkanir og árangur

Skoðum þrjár myndir (í boði Sigríðar Andersen á Twitter).

Fyrsta mynd: Mismunandi reglur ríkja um inngöngu bólusettra

Innganga bólusettra

Önnur mynd: Mismunandi reglur ríkja um inngöngu óbólusettra

Innganga óbólusettra

Þriðja mynd: Smit í sömu ríkjum

Smit

Ég geri skrif Sigríðar að mínum:

Ályktun sem sanngjarnt fólk hlýtur að draga:
Hættum þessu leikriti á landamærum.

Skilaboð ESB: Herðum takmarkanir á landamærum.
Ísland: Já OK.

Hringleikahúsið verður sífellt áhugaverðara.


Er einhver lasinn?

Ungverjar kunna ekki á íslenskar sóttvarnarráðstafanir sem meðal annars felast í að vera með hanska og spritta sig til að forðast smit frá loftborinni veiru í troðfullum matsal. Fyrir vikið er loftborin veira að smita frekar auðveldlega og þegar allir eru prófaðir á hverjum degi greinast því auðvitað smit.

En er einhver lasinn?

Markvörður liðs greinist smitaður, situr af sér nokkra daga einangrun sem hann nýtir til að gera armbeygjur og æfa stökkin sín, mætir til leiks í íþróttaleik á heimsmælikvarða, í banastuði, en greinist svo aftur. Ekki lasinn. Ekki sjúkur. Ekki máttlaus. Ekki með ógleði, þreytu, hausverk eða hósta. Heilbrigður, í stuttu máli. En greindur smitaður og sendur í stofufangelsi.

Kannski veira sem veldur ekki sjúkdómi annarra en vel þekktra áhættuhópa sem eru vonandi ekki að stunda fjölmenna viðburði sé kannski ekki endilega eitthvað sem ætti að stöðva svolítið mannamót annarra.


mbl.is Ömurleg viðbrögð Ungverja við faraldrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaupið í sementsskóm

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að nú þegar líkur bendi til að Covid sé á lokametrunum, þá hefjist Ólympíuleikarnir í markaðssetningu um ferðamanninn. 

SementsskórHann ætti kannski á að byrja að draga til baka stanslausan áróður sinn um að taka upp svokölluð bólusetningavottorð. Bóluefnin stöðva ekki smit og koma ekki í veg fyrir að einstaklingur smiti. Fyrir ákveðna hópa, sérstaklega fimmtuga og eldri, koma þau í nokkrar vikur eftir sprautu í veg fyrir alvarleg veikindi, kannski. En lengra nær það ekki. Og mögulega hafa bóluefnin neikvæða vörn í för með sér og auka líkurnar á smiti og alvarlegum veikindum, en það er önnur saga og lengri.

Sem fyrsta skref í Ólympíuleikunum í markaðssetningu um ferðamanninn gæti Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mögulega gefið út litla yfirlýsingu eftir að hafa fengið yfirvöld til að verða sér samferða í keppninni:

Ísland leggur enga óþarfa pappírs- og sprautuskyldu á þá sem ferðast til landsins!

Það yrði góð byrjun - gott spretthlaup í kapphlaupi um verðmæta auðlind. Og mun betri byrjun en að spenna á sig sementsskó fyrir ræs.


mbl.is „Ólympíuleikarnir í markaðssetningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smit er ekki smit

Það lenda ekki allir í stofufangelsi sem mælast með ósmitandi smit:

Ni­kola Kara­batic, einn fremsti hand­knatt­leiksmaður heims um ára­bil, fékk að spila gegn Íslandi á EM í Búdapest í gær þrátt fyr­ir að hafa greinst smitaður af kór­ónu­veirunni á föstu­dag­inn. ... Kara­batic hafi nefni­lega greinst með kór­ónu­veiruna í des­em­ber og þar með geti hann enn mælst já­kvæður í skimun­um, enda þótt hann smiti sjálf­ur ekki leng­ur. Hann hafi greinst með svo hátt CT-gildi í skimun­inni að smit­hætt­an sé ekki til staðar.

Hér hefði blaðamaður mátt vinna heimavinnuna sína aðeins betur og setja hluti í samhengi.

CT-gildi, eða "cycle threshold", er hugtak sem er útskýrt hér og tengist PCR-prófunum. Þeim mun hærra sem það er þegar viðkomandi "greinist", þeim mun minna er af veiru í sýni, og í sumum tilvikum jafnvel bara dauðar veiruleifar. Hversu oft veira er mögnuð upp er mismunandi á milli ríkja og menn ræða enn við hvað mikla mögnun eigi hreinlega að stöðva prófið. Mælist þú "jákvæður" við veirumögnun yfir 40 má til dæmis óhætt segja að þú sért ekki smitaður.

Nikola Karabatic, einn fremsti handknattleiksmaður heims um árabil, greindist jákvæður en við svo hátt CT-gildi að honum var hleypt á völlinn.

Venjulega er ekki gefið upp við hvaða CT-gildi einstaklingur er greindur með. Flestir eru samt sendir í stofufangelsi ef þeir fá "jákvætt" úr prófi. Ekki kemur fram við hvaða CT-gildi nákvæmlega Karabatic greindist né af hverju var verið að prófa hann en blaðamanni fannst það greinilega ekki forvitnilegt. Samkvæmt dönskum fréttamiðli er krafan víst sú í Búdapest að CT-gildið sé ekki lægra en 30. Það yrði mikil framför að úrskurða þá með fyrra smit sem mælast ekki við gildið 30 að einfaldlega stöðva prófið. Á Íslandi er keyrt upp í 37 eða 40 (fer eftir því hver er spurður) og því búið að dæma marga í stofufangelsi að ástæðulausu.

Eða er munur á því að vera Karabatic meðaljón og Karabatic íþróttastjarna?


mbl.is Jákvæður í skimun en spilaði gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flótti í takmörkunarbúðunum?

Svo virðist sem það sé að bresta á stór flótti úr takmörkunarbúðunum.

Fjármálaráðherra og formaður stærsta stjórnmálaflokksins á þingi segir að forsendur harðra takmarkana séu brostnar.

Heilbrigðisráðherra og settur forstjóri Landspítalans boða hænuskref í átt að losun hafta.

Gagnrýni á ónauðsynlegar sprautur í litla krakka nær eyrum blaðamanna sem segja heiðarlega frá.

Meira að segja læknar á spítala eru farnir að tjá sig aðeins um að takmörkunum þurfi að aflétta.

Ég er örugglega að gleyma einhverjum en ég sé ekki betur en að andrúmsloftið sé að breytast mjög hratt. Það liggur við að ég muni nenna að fylgjast með næsta fjölmiðlafundi sóttvarnalæknis. Það er jafnvel svolítil von til þess að blaðamenn spyrji hann raunverulegra spurninga og láti hann ekki komast upp með neitt múður.

En sjáum hvað setur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband