Flótti í takmörkunarbúðunum?

Svo virðist sem það sé að bresta á stór flótti úr takmörkunarbúðunum.

Fjármálaráðherra og formaður stærsta stjórnmálaflokksins á þingi segir að forsendur harðra takmarkana séu brostnar.

Heilbrigðisráðherra og settur forstjóri Landspítalans boða hænuskref í átt að losun hafta.

Gagnrýni á ónauðsynlegar sprautur í litla krakka nær eyrum blaðamanna sem segja heiðarlega frá.

Meira að segja læknar á spítala eru farnir að tjá sig aðeins um að takmörkunum þurfi að aflétta.

Ég er örugglega að gleyma einhverjum en ég sé ekki betur en að andrúmsloftið sé að breytast mjög hratt. Það liggur við að ég muni nenna að fylgjast með næsta fjölmiðlafundi sóttvarnalæknis. Það er jafnvel svolítil von til þess að blaðamenn spyrji hann raunverulegra spurninga og láti hann ekki komast upp með neitt múður.

En sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki flótti þó aðstæður breytist og hugað sé að losun hafta. Þú hefur sennilega ekki tekið eftir því, og þess vegna látið það koma þér ítrekað á óvart, að aðstæður breytast og geta breyst hratt. Við hverja breytingu þarf að vega og meta viðbrögð. Aðgerðir munu nú og framvegis, eins og áður, miðast við þróun mála, hver sem hún er og verður, og reynslu af fyrri aðgerðum.

Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 09:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er naumast margt hefur gerst á örfáum dögum. Búið að blasa við og vita í fleiri vikur að nýja afbrigðið smitast óstjórnlega og er mun vægara en hið fyrra. Búið að vera flatt á spítalanum allt árið. Óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða hrannast upp en samt blásið í að herða þær nýlega. Spálíkanið ónothæft eins og fyrri daginn. 

Ég segi nú bara eins og leiðari Morgunblaðsins:

Mis­tök geta orðið en þá þarf að leiðrétta þau hratt og ör­ugg­lega

Geir Ágústsson, 24.1.2022 kl. 10:33

3 identicon

Það þarf víst verkfræðing til að segja flatt á spítalanum allt árið þegar fjölgar úr 21 2.jan. í 40 23.jan.

Vissulega búið að blasa við og vita í fleiri vikur að nýja afbrigðið smitast óstjórnlega og er mun vægara en hið fyrra. Einnig að vægara þýðir ekki hættulaust og að fólk með nýja afbrigðið mun einnig þurfa, og þarf, á sjúkrahúsvist að halda.

Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 11:15

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sem betur fer eru sífellt fleiri farnir að tjá sig um skaðræði allra þessara aðgerða, landinn virðist loksins fer aðeins vera farinn að vakna úr rotinu og sjá heildarmyndina, og ekki bara endalaust horfa á einhverjar smittölur.

Lífið snýst um meira en bara sprautur, spritt og grímur.

Kristín Inga Þormar, 24.1.2022 kl. 11:16

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir gætu hætt þessu í dag, en í staðinn er búið til leikrit um einhverja "afléttingaráætlun" til að breiða yfir frumhlaup og klúður.

Meira að segja Kári segir þetta búið, en vonar samt að hann geti mjólkað þennan spena út mars og erfitt að auka stríðsgróðann meir án þess að opinbera skímið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2022 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband