Smit er ekki smit

Það lenda ekki allir í stofufangelsi sem mælast með ósmitandi smit:

Ni­kola Kara­batic, einn fremsti hand­knatt­leiksmaður heims um ára­bil, fékk að spila gegn Íslandi á EM í Búdapest í gær þrátt fyr­ir að hafa greinst smitaður af kór­ónu­veirunni á föstu­dag­inn. ... Kara­batic hafi nefni­lega greinst með kór­ónu­veiruna í des­em­ber og þar með geti hann enn mælst já­kvæður í skimun­um, enda þótt hann smiti sjálf­ur ekki leng­ur. Hann hafi greinst með svo hátt CT-gildi í skimun­inni að smit­hætt­an sé ekki til staðar.

Hér hefði blaðamaður mátt vinna heimavinnuna sína aðeins betur og setja hluti í samhengi.

CT-gildi, eða "cycle threshold", er hugtak sem er útskýrt hér og tengist PCR-prófunum. Þeim mun hærra sem það er þegar viðkomandi "greinist", þeim mun minna er af veiru í sýni, og í sumum tilvikum jafnvel bara dauðar veiruleifar. Hversu oft veira er mögnuð upp er mismunandi á milli ríkja og menn ræða enn við hvað mikla mögnun eigi hreinlega að stöðva prófið. Mælist þú "jákvæður" við veirumögnun yfir 40 má til dæmis óhætt segja að þú sért ekki smitaður.

Nikola Karabatic, einn fremsti handknattleiksmaður heims um árabil, greindist jákvæður en við svo hátt CT-gildi að honum var hleypt á völlinn.

Venjulega er ekki gefið upp við hvaða CT-gildi einstaklingur er greindur með. Flestir eru samt sendir í stofufangelsi ef þeir fá "jákvætt" úr prófi. Ekki kemur fram við hvaða CT-gildi nákvæmlega Karabatic greindist né af hverju var verið að prófa hann en blaðamanni fannst það greinilega ekki forvitnilegt. Samkvæmt dönskum fréttamiðli er krafan víst sú í Búdapest að CT-gildið sé ekki lægra en 30. Það yrði mikil framför að úrskurða þá með fyrra smit sem mælast ekki við gildið 30 að einfaldlega stöðva prófið. Á Íslandi er keyrt upp í 37 eða 40 (fer eftir því hver er spurður) og því búið að dæma marga í stofufangelsi að ástæðulausu.

Eða er munur á því að vera Karabatic meðaljón og Karabatic íþróttastjarna?


mbl.is Jákvæður í skimun en spilaði gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við hverni tekist hefur til á þessu móti eru Ungverjar ekki neitt sem taka ætti til fyrirmyndar. Þeir hafa sín viðmið, sem virka svona eins og sjá má, og við höfum önnur.

Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 13:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er ýjað að því að Karabatic sé í raun smitandi að ungversk yfirvöld og samtökin sem halda mótið séu að leyfa veirunni að grassera. Það eru stór orð.

Geir Ágústsson, 24.1.2022 kl. 14:02

3 identicon

Smitandi eða ekki þá virðist eitthvað kæruleysi vera í gangi. Það er ekkert eðlilegt að lið frá mörgum löndum hafi geta spilað og æft í marga mánuði heima og að heiman án þess að smit væru til vandræða skuli hrynja niður á þessu móti. Hvort samtökin sem halda mótið verði í framhaldinu vítt og sektuð á eftir að koma í ljós, en það kæmi mér ekki á óvart.

Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 14:41

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er fátt um fína drætti í tröllheimum Vagn.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2022 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband