Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Er evra=ESB-aðild?

Ég sé að margir eru ennþá hrifnir af evrunni, þótt hún stefni í að komast í næstmesta fjöldaframleiðslu allra gjaldmiðla Vesturlanda (á eftir bandaríska dollarnum).

Gott og vel. En krefst notkun ASÍ-meðlima á evrunni aðilidar að ESB?

Í Evrópu finnst a.m.k. eitt land þar sem evran er notuð, einhliða, án aðildar að ESB. Að vísu í óþökk ESB, en engu að síður í notkun. Það land heitir Montenegro (oft þýtt sem Svartfjallaland á íslensku). Þar er því verðbólga evrunnar einhliða innflutt, án fullveldisafsals.

Íslendingar gætu líka tekið upp bandaríska dollarann. Það hafa mörg ríki gert. Það er að vísu ávísun á vandræði, en möguleiki engu að síður.

Mikilvægast er samt að koma ríkinu (hvort sem því er stýrt frá Reykjavík eða Brussel) út úr peningaútgáfu. Saga ríkiseinokunar á peningaútgáfu er einfaldlega skrifuð og niðurstaðan er: Hörmung.

Við þurfum frjálsa peningaútgáfu. Markaðslausnin er "harðir" peningar. Hún er hin eina rétta leið út úr hörmungum ríkispeningaútgáfunnar.


mbl.is Kostir og gallar ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisendurskoðun: Öflug en sett til hliðar

Ríkisendurskoðun virkar á mig sem öflug stofnun sem gefur engum grið í kerfinu, og fylgist vel með því fé sem skattgreiðendur eru píndir til að reiða af hendi til hins opinbera.

Hér segir til dæmis:

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi gagnrýnir hvernig ríkissjóður ætlar að færa bókhald. Ríkissjónvarpið greindi frá því að ríkisendurskoðandi telji ríkisstjórnina ekki standa rétt að þegar kemur að fjármögnun framkvæmda og hvernig skuldbindingar ríkissjóðs eru færðar til bókar.

Í byrjun október er væntanleg skýrsla frá Ríkisendurskoðun fjármögnun framkvæmda meðal annars hjúkrunarheimila, en ætlunin er að láta Íbúðalánasjóð fjármagna, sem í raun þýðir að ríkið er að lána sjálfu sér. En um leið verður gjaldfærslu frestað og ríkisreikningur því "fallegri" fyrir vikið. Þá mun einnig vera farið yfir væntanleg Vaðlaheiðargöng og tónlistarhúsið Hörpu.

Ríkisendurskoðun er því miður ekki tekin alvarlega af æðstu stjórn hins íslenska ríkisvalds. Þegar ríkisendurskoðandi bendir á "Enron"-brellur fjármálaráðherra, þá verður þaggað niður í Ríkisendurskoðun. En sjálfsagt verður teymi opinberra starfsmanna sent til lögreglunnar til að skamma yfirmenn þar fyrir að kaupa inn án þess að skoða vensl sinna manna við þeirra sem eiga birgjana.


mbl.is Lögreglan brýtur lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningakassi AGS tæmist hratt

Á heimasíðu AGS má lesa um gullforða sjóðsins. Þar segir meðal annars:

The IMF held 90.5 million ounces (2,814.1 metric tons) of gold at designated depositories at end August 2011.

Sjóðurinn hefur neyðst til að selja stóra bita af gullforða sínum undanfarin ár til að tryggja að sjóðurinn hafi nægt lausafé. Kínverjar og Indverjar hafa keypt í stórum stíl, og hið aukna framboð hefur ekki náð að slá á uppsveifluna í gullverðinu.

Kaupmáttur gulls heldur áfram að vera stöðugur til lengri tíma litið, á meðan pappírsgjaldmiðlarnir rýrna og rýrna. 

Gullverð í dag er um 1659 USD únsan. 90,5 milljón únsur ættu þá að vera um 150 milljarðar dollara virði. Fréttin segir að sjóðurinn hafi úr um 400 milljörðum dollara að spila, til að henda ofan í skuldahítir illa rekinna ríkja. Sennilega er gullforðinn ekki tekinn með í reikninginn. Get ég þá gefið mér að til að tæma sjóði AGS þurfi 550 milljarða dollara?

Skuldir Bandaríkjanna eru um 14000 milljarða dollara. Þær verða aldrei greiddar til baka.

Hvað skulda Ítalía og Spánn?

Sjóðir AGS munu ekki nægja til að fjármagna núverandi stefnu sjóðsins (bjarga öllum sem til þarf til að viðhalda fölsku trausti á hinu gallaða peningakerfi sem AGS er aðili að ásamt öllum seðlabönkum heimsins).

 


mbl.is Evrusvæðið má engan tíma missa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskað eftir pólitískri íhlutun (skiljanlega)

Finnska fyrirtækið Kemira hefur ekki tekið neinar ákvarðanir varðandi fjárfestingar á Íslandi ...

Umorðun: Finnska fyrirtækið Kemira óskar eftir því að pólitísk íhlutun greiði leið fjárfestinga þeirra á Íslandi. Skiljanlega. Á Íslandi eru ofurskattar og pólitísk íhlutun nánast daglegt brauð í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja. Sum mega kaupa gjaldeyri, önnur ekki. Sum mega bjóða lág verð, önnur ekki. Sum eru múlbundin af skilmálum verkalýðsfélaga, önnur hafa frjálsari hendur til að semja um kaup og kjör við starfsmenn sína.

Finnska fyrirtækið Kemira er núna að fiska eftir skilmálum frá íslenskum yfirvöldum. Ef hagstæð kjör bjóðast (t.d. skattaafsláttur og rýmkuð gjaldeyrishöft), þá fjárfestir fyrirtækið. Ef rekstrarumhverfið sem býðst er bara það sem stendur í íslenskum lögum, þá fjárfestir fyrirtækið ekki. 

Boltinn er núna á vallarhelmingi íslenskra yfirvalda.

Tímar hinna troðfullu biðstofa ráðherra eru komnir aftur.


mbl.is Ekkert ákveðið um fjárfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til upprifjunar: Dómsmál er flókið ferli

Ef íslensk umræða er eitthvað, þá er hún gleymin.

Þess vegna skal hér með bent á myndband sem rifjar upp hið flókna ferli ef einhver ákveður að draga Ísland fyrir dómstóla.

http://www.youtube.com/watch?v=yx4dOwc4P1s

Mér finnst raunar að það eigi að vera á frumkvæði Íslendinga að fara með málið fyrir dóm og hætta þessum endalausu deilum um hugsanlega niðurstöðu dómsmáls. Ef Ísland tapar, þá tekur við gjaldþrotahrina allra evrópskra banka og fjölmargra ríkissjóða því þeir búa allir við sama regluverk og íslenskir bankar. Um leið á að taka við tafarlaus úrsögn úr EES (og raunar má alveg hefja það ferli núna strax).

Ef Ísland vinnur þá taka ekki gjaldþrot allra evrópskra banka og fjölmargra ríkissjóða við, en Ísland á engu að síður að segja sig úr EES.


mbl.is ESA bíður ekki eftir uppgjöri úr þrotabúi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkjakerfi: Letjandi

Styrkjakerfi að hætti Dana er letjandi fyrir námsfólk. Danir eru miklu lengur að draga sig í gegnum háskólanám en t.d. Íslendingar, og það af þeirri einföldu ástæðu að það er enginn efnahagslegur hvati til þess að klára.

Ef þú niðurgreiðir framfærslu námsmanna, þá máttu óhætt gera ráð fyrir að framfærslan verði miklu dýrari en ella.

Íslensku námslánin hafa marga kosti sem styrkjakerfi hefur ekki. Þau þarf að greiða til baka og þess vegna veigra margir sér við því að drekkja sér í þeim. Þau fást ekki skilyrðislaust - námsárangur þarf að koma fyrirfram - og það heldur nemendum við efnið. Ókostur námslánanna er niðurgreiðsla ríkisins á vöxtunum, en ef námslánum yrði breytt í styrk þá myndi höfuðstóllinn líka enda á skattgreiðendum, sem telst til ókosta.

Allt þetta dekstur ríkisins við háskólafólk á kostnað skattgreiðenda bitnar svo auðvitað á endanum á... háskólafólkinu! Það kemur skuldsett úr náminu (hvort sem það fær styrki eða ekki, virðist vera) og þarf að fara koma þaki yfir höfuðið á sér og um leið bera fullan þunga af himinháum sköttum sem þarf til að fjármagna... menntun annarra!

Ég vona að þessi styrkjahugmynd Stúdentaráðs Háskóla Íslands verði skotin niður sem fyrst. 


mbl.is LÍN skoði styrkjakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fatahreinsanir þurfa að auka hagnað sinn

Að mati "sérfræðinga" þurfa bankar í Evrópu og Bandaríkjunum að auka hagnað sinn. Af hverju? Af því bankar taka við sparifé og lána það áfram. Ef þeir eru á vonarvöl og á leið í gjaldþrot, þá þurfa skattgreiðendur að borga brúsann. Þannig virkar kerfi ríkisrekinna seðlabanka, og opinberra "innistæðutrygginga".

Þetta er fáránlegt kerfi, og það verður ágætlega útskýrt með dæmi.

Segjum sem svo að fatnaður allra landsmanna sem færi inn í fatahreinsanir væri "tryggður", t.d. með "fatahreinsunartryggingu ríkisins".

Fólk færi áhyggjulaust með fötin sín í hreinsun, en ekki af því fatahreinsanir hefðu sýnt fram á að þær væru traustsins verðar, heldur af því ríkið hefði sagt að það væri óhætt að láta aðra hreinsa fötin sín (sumar lána jafnvel föt skjólstæðinga sína áfram til annarra skjólstæðinga gegn gjaldi, eða láta aðrar flíkur frá sér í stað þeirra sem kæmu inn, t.d. flíkur úr ódýrara efni eða verri saumaskap). 

Fólk væri áhyggjulaust, því ef upp kæmist um eitthvað misferli hjá fatahreinsununum, þá kæmi ríkið til bjargar og greiddi fyrir allar flíkur upp að ákveðnu hámarksverði, til dæmis 200 þúsund kr. á flík eða hámark milljón fyrir öll föt sem viðkomandi væri með í hreinsun. Um þessi hámörk væri samt alltaf verið að deila á Alþingi Íslendinga.

Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér að fatahreinsanir sem þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af orðspori sínu eða sýna fram á að vera traustsins verðar yrðu fljótar að misnota sér aðstöðu sína. Fólk léti þær fá jakkaföt frá Armani en fengi til baka jakkaföt frá Dressmann, en léti sér fátt um finnast því fötin hlytu að vera jafnverðmæt því það væri jú reglugerð í gangi sem "merkjatryggði" fötin sem fætu inn í fatahreinsanir ("verðtryggði" á peningamáli).

Teymi sérfræðinga gæfi svo reglulega út yfirlýsingar um nauðsynlegan hagnað fatahreinsana, því ella væri hætta á að þær stælu fötum skjólstæðinga sinna og lánuðu út til vafasamra en efnaðra skjólstæðinga til að auka hagnað sinn. Í staðinn fengju svo aðrir skjólstæðingar verri en keimlík föt.

Teymi tuðandi frjálshyggjumanna myndi svo benda á að þetta samkrull einkafyrirtækja og opinberra "trygginga" (sem skattgreiðendur fjármagna á endanum) væri vafasamt. Betra væri að láta fatahreinsanir starfa án slíkra opinberra trygginga, og keppa í trausti en ekki áhættu.

Ráðstefnur um fatahreinsanir væru haldnar. Frá þeim kæmu loðnar yfirlýsingar um að hið blandaða kerfi einkafyrirtækja og opinberra trygginga hefði bæði kosti og galla. Þann kost að fólk gæti óhult látið föt sín af hendi til fatahreinsana því þau væru tryggð, en þann ókost að fatahreinsanir freistuðust til að keppa í áhættu og hagnaði frekar en góðri og traustri þjónustu.


mbl.is Segir banka þurfa að auka hagnað sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höft út kjörtímabilið - tilviljun?

Núna boða ráðherrar gjaldeyrishöft út kjörtímabilið.

Þetta er engin tilviljun. Þetta er pólítískt bragð sem kemur efnahagsstjórnun ekkert við.

Með því að draga höftin út kjörtímabilið getur ríkisstjórnin varpað ábyrgðinni af afleiðingum afnáms yfir á næstu ríkisstjórn. 

En er ekki hugsanlegt að stjórnarflokkarnir fái endurnýjað umboð til að stjórna eftir næstu kosningar? Nei, það er ólíklegra með hverjum deginum sem líður. 

Höftin fara ekki fyrr en ríkisstjórnin er farin frá. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn, sem fyrst!


mbl.is Gjaldeyrishöft til loka 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Eins og réttilega er bent á hér, þá er það Össur sem vill ekki að "þjóðin fái að kjósa" um aðild að ESB.

Spurt var (á Alþingi Íslendinga):

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skal þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram hið allra fyrsta og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá samþykkt tillögu þessarar. Verði aðildarumsókn samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal ríkisstjórnin leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 

Atkvæði Össurar við þessu: Nei.

Er einhver ástæða til að ætla að þegar einhvers konar "samningur" liggur fyrir, og aðlögun Íslands að regluverki ESB er lokið, að þá verði afstaða Össurar önnur?

Hvaða ástæða, ef einhver?


mbl.is Össur: Andstæðingar ESB hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýnin kemur seint og er veik

Svo virðist sem einhver vottur af stjórnarandstöðu sé að láta á sér kræla á Alþingi. Það er gott, og sú stjórnarandstaða ætti að hafa af nægu að taka.

  • Ríkisfjármálin eru í molum. Um það eru til margar skýrslur, greinar og ábendingar, og það sjá allir nema þeir sem eru með hausinn fastan djúpt inn í endaþarmi stjórnarflokkanna.
  • Hagkerfið er frosið, og hefur verið það síðan það var bundið inn í höft rétt eftir hrun, og ástandið hefur svo versnað og versnað vegna vaxandi skattheimtu og aukins þunga hins opinbera á hinu verðmætaskapandi, en jafnframt minnkandi, einkaframtaki.
  • Eftirlitsbáknið vex og vex með tilheyrandi kostnaði og flótta á heiðarlegri starfsemi inn á hið svarta hagkerfi. 
  • Fólksflóttinn heldur áfram, og það af skiljanlegum ástæðum. Af hverju að vinna til einskis þegar önnur ríki bjóða upp á að vinna fyrir sjálfan sig?
  • Fjárfesting er lítil sem engin, þótt ekki vanti tækifærin. Ísland ætti að geta laðað að sér stórar fjárhæðir af fjárfestingum í allskyns greinum. En hér eru gjaldeyrishöft og skattheimtan er fyrir löngu orðin óhófleg og hætt að skila sínu.
  • Ríkisstjórnin er óstarfhæf og hefur verið það lengi. 
  • Gæluverkefni ríkisstjórnarinnar eru dýr og tilgangslaus og mörg eru beinlínis skaðleg fyrir samfélagið, t.d. stjórnlagaráðið sem vill afnema öll höft á ríkisvaldinu, og ESB-aðlögunin sem kostar sitt í fé og frelsi.
  • Ríkisvaldið rígheldur ennþá í einokun á útgáfu peninga á Íslandi, og þrjóskast við að "viðhalda stöðugleika" í gegnum peningaprentvélarnar. Lærðum við ekkert af hruninu hér og í öðrum löndum? Hið blanda hagkerfi er hrunið.

Það er af nægu að taka. Stjórnarandstaðan þarf núna að láta rækilega í sér heyra.


mbl.is Staða ríkisfjármála grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband