Gagnrýnin kemur seint og er veik

Svo virðist sem einhver vottur af stjórnarandstöðu sé að láta á sér kræla á Alþingi. Það er gott, og sú stjórnarandstaða ætti að hafa af nægu að taka.

  • Ríkisfjármálin eru í molum. Um það eru til margar skýrslur, greinar og ábendingar, og það sjá allir nema þeir sem eru með hausinn fastan djúpt inn í endaþarmi stjórnarflokkanna.
  • Hagkerfið er frosið, og hefur verið það síðan það var bundið inn í höft rétt eftir hrun, og ástandið hefur svo versnað og versnað vegna vaxandi skattheimtu og aukins þunga hins opinbera á hinu verðmætaskapandi, en jafnframt minnkandi, einkaframtaki.
  • Eftirlitsbáknið vex og vex með tilheyrandi kostnaði og flótta á heiðarlegri starfsemi inn á hið svarta hagkerfi. 
  • Fólksflóttinn heldur áfram, og það af skiljanlegum ástæðum. Af hverju að vinna til einskis þegar önnur ríki bjóða upp á að vinna fyrir sjálfan sig?
  • Fjárfesting er lítil sem engin, þótt ekki vanti tækifærin. Ísland ætti að geta laðað að sér stórar fjárhæðir af fjárfestingum í allskyns greinum. En hér eru gjaldeyrishöft og skattheimtan er fyrir löngu orðin óhófleg og hætt að skila sínu.
  • Ríkisstjórnin er óstarfhæf og hefur verið það lengi. 
  • Gæluverkefni ríkisstjórnarinnar eru dýr og tilgangslaus og mörg eru beinlínis skaðleg fyrir samfélagið, t.d. stjórnlagaráðið sem vill afnema öll höft á ríkisvaldinu, og ESB-aðlögunin sem kostar sitt í fé og frelsi.
  • Ríkisvaldið rígheldur ennþá í einokun á útgáfu peninga á Íslandi, og þrjóskast við að "viðhalda stöðugleika" í gegnum peningaprentvélarnar. Lærðum við ekkert af hruninu hér og í öðrum löndum? Hið blanda hagkerfi er hrunið.

Það er af nægu að taka. Stjórnarandstaðan þarf núna að láta rækilega í sér heyra.


mbl.is Staða ríkisfjármála grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband