Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2023

Kvikmynd, veira og blaðamenn

Eftir sýningarhelgina 21.-23. júlí leit listinn yfir vinsælustu kvikmyndirnar í bandarískum kvikmyndahúsum svona út:

1) Barbie

Vikur í sýningu: 1
Heildartekjur: 287 mUSD

2) Oppenheimer
Vikur í sýningu: 1
Heildartekjur: 141 mUSD

3) Sound of Freedom
Vikur í sýningu: 3
Heildartekjur: 141 mUSD

4) Mission Impossible
Vikur í sýningu: 2
Heildartekjur: 131 mUSD

5) Indiana Jones
Vikur í sýningu: 4
Heildartekjur: 164 mUSD

Tekur þú eftir einhverju athyglisverðu? Mögulega því að ein mynd á listanum er gestum í norrænum kvikmyndahúsum að öllu óþekkt? Kannski rætist úr því enda er myndin með mjög háa einkunn á IMDB og mjög hátt hlutfall jákvæðra umfjallana á Rotten Tomatoes. Myndin byggist á sannsögulegum atburðum þar sem börnum er bjargað úr ánauð úr höndum illræmdra glæpamanna. 

Barnarán og ánauð barna er sennilega það allra sorglegasta fyrirbæri sem finnst á okkar plánetu og allir því væntanlega sammála um að það sé gott að vekja athygli á því. 

Kannski má skrifa fjarveru þessarar kvikmyndar í norrænum kvikmyndahúsum á smæð markaðarins og því að lítill og sjálfstæður dreifingaraðili er einfaldlega að einbeita sér að stærri mörkuðum. Kannski rætist úr því með tíð og tíma. Það er a.m.k. ljóst að kvikmynd sem ýtir sjálfum Indiana Jones úr sessi og rígheldur í risastóra framleiðslu eins og Mission Impossible á erindi við áhorfendur og gæti skilað sýningaraðilum vænum skilding í veskið.

Sem sagt: Allra hagur að vekja athygli á sorglegu fyrirbæri sem því miður er útbreitt um allan heim og eyðileggur líf fjölda barna. Og hafa af því svolitlar tekjur í leiðinni.

En nóg af leiðinlegum útskýringum.

Kvikmyndin Sound of Freedom var tilbúin frá framleiðenda árið 2018 og handritið tilbúið mun fyrr, áður en Trump hlaut kjör sem forseti Bandaríkjanna. Hún lenti síðan í höndum Disney sem sat á henni, af einhverjum ástæðum, þar til lítið fyrirtæki keypti sýningarréttinn og hefur í kjölfarið fengið framleiðslukostnaðinn margfalt til baka. Í millitíðinni voru stofnuð samtök sem vilja meina að barnaránin séu fjármögnuð af vellauðugum barnaníðingum í efstu lögum samfélagsins. Menn eins og Donald Trump hafa kinkað kolli yfir slíkum vangaveltum. Er myndin talin þessum barnaníðingum óþægileg? Sumir telja það. Er þá verið að reyna hindra dreifingu hennar með markvissum hætti? Sumir segja það.

Og yfir öllum þessum vangaveltum eru blaðamenn umfram allt uppteknir af. Ekki kvikmyndinni. Ekki þeirri hræðilegu staðreynd að börnum er rænt og þau seld í ánauð. Ekki því að samtök eru að berjast gegn þessari hræðilegu starfsemi, oft með því að leggja líf og limi bjargvættanna í hættu í baráttunni við harðsvíraða glæpamenn.

Nei, blaðamenn, sem eru yfirgnæfandi heilaþvegnir bergmálshellar ráðandi afla, hafa engan áhuga á því.

Þeir hafa áhyggjur af því að vera sammála einhverju sem Donald Trump er sammála, jafnvel þótt skoðun Trump sé bara það: Skoðun Trump.

Það er það eina sem skiptir þá máli, ótrúlegt en satt. Sjá til dæmis umfjöllun RÚV og VOX.

Tökum alveg hreint ótrúlega setningu úr umfjöllun RÚV (sem á fjölmörgum köflum er eins og þýdd upp úr texta VOX þótt hún sé skrifuð á íslenskan höfund):

QAnon er aldrei nefnt í myndinni, aðstandendur hennar hafa vísað öllum þessum ásökunum á bug og kvikmyndahúsagestur sem New York Times ræddi við sagðist bara vilja sjá góðan spennutrylli. Caviezel [aðalleikarinn] hefur hins vegar talað máli QAnon í kynningarviðtölum ...

Þarna höfum við það. Maður lék í mynd sem var tilbúin fyrir mörgum árum. Síðar eru stofnuð samtök. Leikarinn tekur undir málflutning þeirra samtaka. Og RÚV kýs að nota orðalagið „hins vegar“ til að líma saman einhver samtök, Donald Trump og kvikmynd um sannarlega hræðilegt og raunverulegt fyrirbæri í samfélagi manna.

Svona hegðuðu blaðamenn sér líka á veirutímum. Ef Trump vildi þróa sprautu gegn veiru þá var það hættuspil. Þegar Trump var farinn og réttur maður kominn í stólinn þér snéru blaðamenn algjörlega við blaðinu og vildu sprauta sem hraðast og sem fyrst. Og vilja enn.

Núna leggja blaðamenn sig fram um að tala niður kvikmynd um málefni sem ég tel að allir hljóti að vera sammála um að sé mikilvægt og áríðandi. Kvikmynd sem þeir hafa jafnvel ekki séð og virðast greinilega vera ólíklegir til að kynna sér nánar og treysta bara á að sínar helstu uppsprettur efnis (og skoðana) í útlöndum segi heilagan sannleikann.

Ég vona að dreifingaraðilar kvikmyndar fái bráðum áhuga á Norðurlöndunum og komi henni í dreifingu þar. Ég mun forgangsraða myndinni langt umfram skáldskap og tölvubrellur. Það þarf að styðja við óháða framleiðendur sem afhjúpa myrkasta skítinn undir gólffjölum samfélagsins, og þá sérstaklega í ljósi þess að blaðamenn hafa engan áhuga á honum. 


Ástæða til að óttast um hagkerfi allra og mannslíf um allan heim

Ef menn byrja fyrir alvöru að róa að því öllum árum að fyrir alvöru takmarka aukningu á notkun á jarðefnaeldsneyti þá eru það ekki bara Norðmennirnir, Arabarnir og Indverjarnir sem þurfa að óttast um framtíð sína, lifibrauð og líf borgara sinna. Nei, allur heimurinn þarf að óttast. 

Fyrir utan kjarnorku er enginn orkugjafi til í dag sem getur staðið undir grunnþörfum okkar í hagkvæmri orkuöflun óháð staðsetningu og vaxandi þörfum bæði þeirra sem nota orku í dag og þeirra sem vilja fara úr því að hafa engan aðgang að orku í að hafa aðgang að orku. Kjarnorkan hefur verið vandlega pökkuð inn í yfirgengilega strangar og dýrar kröfur og í raun tekin af borðinu þar með.

Það eru því mikil gleðitíðindi að enn einn fundur umhverfisráðherra og annarra talsmanna umhverfis hafi farið út um þúfur, ekki skilið neitt eftir og orðinn að minningu einni.


mbl.is Vonsvikinn eftir loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að aflæra áróðurinn

Það er alltaf gott að læra eitthvað nýtt en í heimi áróðurs og villandi upplýsinga (í boði fjölmiðla, hagsmunasamtaka og stjórnmálamanna) þarf stundum að aflæra. Ekki gleyma heldur skipta út röngum upplýsingum fyrir réttar upplýsingar.

Sú leið sem ég kýs að nota til að aflæra er að lesa eða hlusta á bækur. Bækur hafa nægt rými til að kafa djúpt, taka fyrir margar hliðar málsins og koma áleiðis boðskap á skipulagðan hátt í samhangandi flæði.

Þessa dagana hljómar í eyrum mínum á hjóla- og göngutúrum mínum bókin Flase Alarm - How Climate Change Panic Costs Us Trillions, Hurts the Poor, and Faile to Fix the Planet, eftir Bjørn Lomborg. Lomborg þessi trúir því að mannkynið sé með athöfnum sínum að hita upp jörðina, að líkön sem spá slíku séu áreiðanleg og að þetta sé alvarlegt mál. En hann les líka skýrslurnar og rannsóknirnar og ber saman við meðhöndlun blaða- og stjórnmálamanna á niðurstöðum þeirra. Hann getur rakið hvernig rannsókn sem sýnir ekki fram á neitt alvarlegt er tekin og sveigð og beygð til að segja að heimurinn sé að farast. Þetta gildir um fellibyli, þurrka, flóð, dauðsföll (vegna loftslags og veðurs), skemmda (vegna loftslags og veðurs), ástand jökla og ísbjarna og margt fleira. Hann bendir ítrekað á að við stefnum í að eyða svimandi fjárhæðum sem gera mjög lítið gagn í stað þess að eyða minna í eitthvað sem skilar betri lausnum.

Þetta er mjög góð bók til að aflæra loftslagsáróðurinn eins og hann birtist okkur í tímaritum og dagblöðum. Hún hentar ágætlega þeim sem trúa á öll líkönin en vilja ekki endilega míga í sig af hræðslu vegna meðhöndlunar blaðamanna á niðurstöðum þeirra en þeir sem tortryggja líkönin fá líka mikið fyrir sinn snúð.

Önnur bók til að aflæra loftslagsáróðurinn, en tekur aðeins aðra nálgun, er Fossil Future: Why Global Human Flourishing Requires More Oil, Coal, and Natural Gas - Not Less. Þar eru líkönin tekin fyrir líka en í auknum mæli bent á hvernig þeim hefur mistekist að spá nokkru nothæfu. Punkturinn sem bókin hamrar fyrst og fremst á er að notkun jarðefnaeldsneytis, og sú losun á koltvísýringi sem fylgir henni, er okkur og náttúrunni og lífríkinu lífsnauðsynleg. Orðað öðruvísi: Takmörkun á slíkri notkun er banvæn. 

Við erum að sólunda miklum verðmætum í ímyndaða ógn sem finnst ekki nema í líkönum. Þegar þau spá einhverju rétt þá er það af röngum ástæðum - hálfgerð tilviljun. Við gætum allt eins valið sem ráðgjafa nýjustu vinningshafana í lottó - þeir spáðu jú rétt fyrir um tölurnar! 

Eigum við ekki líka að undirbúa okkur fyrir innrás geimvera? Risavaxinn loftstein? Uppvakninga? Útþenslu sólarinnar? Auðvitað ekki. Næg eru raunverulegu vandamálin samt.

En til að sjá þau þarf að aflæra.


Er skrýtið að blaðamenn brugðust á veirutímum?

Fyrirsögn sem gengur á milli fjölmiðla núna er einhver útgáfa af eftirfarandi setningu:

Golfstraumurinn gæti stöðvast árið 2025

Þetta er víst niðurstaða rannsóknar sem nýlega var gefin út.

En rannsóknin segir ekkert þessu líkt. Hún segir eitthvað í áttina að:

Viðsnúningur á Golfstraumnum talinn 95% líklegur til að gerast á bilinu 2025-2095

Núna vandast málið. Hvað þýðir það?

Jú, að mestar líkur eru á að eitthvað gerist á tímabilinu 2025-2095 sem þýðir að líklegast gerist eitthvað um miðbik tímabilsins.

Þetta mætti setja í annað samhengi. Segjum að manneskja sé 50 ára í samfélagi þar sem lífslíkur eru 80 ár. Það er þá kannski hægt að segja að 95% líkur séu á að manneskjan deyi á aldrinum 51 ára til 110 ára. Líklegast í kringum 80 árin en mögulega einhvern tímann fyrr eða seinna.

Rannsóknin sjálf segir raunar að mestar líkur séu metnar árið 2057, svo ekki þarf mikla blaðamennsku til að láta ekki blekkjast:

Þannig er áætlað að viðsnúningurinn verði árið 2057, ...

**********

Thus, the tipping time is estimated to be in the year 2057, ...

Blaðamaður sem fjallar um vísindarannsóknir gæti mögulega vitað hvernig á að túlka líkur og tímabil í vísindarannsókn en líklega ekki.

Er skrýtið að blaðamenn brugðust á veirutímum? Létu sér fyrirsagnir duga? Útdrætti blaðamannafulltrúa?

Nei, alls ekki.

En þar með er ekki sagt að við eigum að láta blekkjast. Það tók mig 1 mínútu að finna rannsóknina, leita að ártalinu 2025 og sjá hvað var raunverulega sagt. 

Ekki treysta blaðamönnum. Ekki treysta fjölmiðlum. Ekki láta blekkjast. Ekki hræðast.


Þegar lítil ritskoðun verður stór

Ritskoðun yfirvalda á auglýsingum er mögulega bara lítil og krúttleg aðgerð sem allir sjá í gegnum og krókaleiðir finnast framhjá. Slík ritskoðun gefur tilgangslausum opinberum stofnunum svolítinn tilgang í lífinu og þær minna á tilvist sína. Að öðru leyti breytist ekkert: Fólk kaupir það sama og áður, í jafnmiklu magni og jafnoft. 

En eins og fræ sem fær að spíra þá getur lítil ritskoðun stækkað og áður en menn vita af er búið að spretta upp stórt tré sem skyggir á alla sól.

Sem mjög alvarlegt dæmi má nefna einn af forsetaframbjóðendum hins vinstrisinnaða stjórnmálaflokks Demókrata í Bandaríkjunum. Hann er með allar réttu skoðanirnar á sköttum og velferðarkerfi og Gyðingum og minnihlutahópum en rangar skoðanir á lyfjagjöf og veiru. Hann þarf því að ritskoða og ófrægja

Í íslensku samhengi má nefna samstarf hins opinbera og samfélagsmiðla um að kremja og fela rangar skoðanir á veirutímum. Ekki tókst að skrúfa fyrir birtingu aðsendra greina og lítilla bloggara eins og þess sem þetta skrifar en þar sem yfirvöld, samfélagsmiðlar og blaðamenn sem þykjast vera upplýstir (en eru miklu frekar ólæsir) réðu ferðinni þar tókst að keyra áfram heilaþvottinn og halda í skefjum gagnrýni og málefnalegu aðhaldi á þríhöfða.

Íslendingar þola greinilega ekki lýsingarorð í efstastigi, að löglegur neysluvarningur sé nefndur berum orðum og auðvitað ekki að heyra að sprauturnar vinsælu séu nú að stráfella unga og aldna úr allskyns líffærabilunum og sjúkdómum. 

Ekki veit ég af hverju yfirvöld völdu að taka að sér hið mikilvæga hlutverk að vernda fullorðið fólk eins og þig fyrir orðum og skilaboðum og um leið stilla saman eins mikið og mögulegt er alla strengi til að moka þér í sprautuhallir og út úr þægilega bílnum þínum (en til vara í rafmagnsbíl, ef þú ert ríkur einstaklingur). Kannski það hangi veggspjald á göngum Alþingishússins eða Stjórnarráðsins þar sem stendur að ókjörnir Íslendingar séu fávitar.

En þegar ríkisvaldinu tekst að láta fræ spíra og sú spíra ekki tröðkuð niður um leið þá vex upp þyrnirunni sem grípur þig á endanum ef þú passar þig ekki.

(Þessi færsla var skrifuð á meðan höfundur naut nikótínpúða af tegundinni ace-X cool mint, keyptur í verslun Svens í Skeifunni.)


mbl.is Svens brotleg gegn auglýsingabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðkarnir í mysunni

Einhvers konar umhverfisslys ríður nú yfir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Lélegt og ósamræmt skipulag er einfaldlega að leiða til þess að allt er að fyllast af rusli. Þá er tvennt til ráða: Aka langar vegalengdir að einhverri móttökustöð, með illa lyktandi ruslið í bílskottinu, eða fleygja ruslinu á bak við tómar byggingar á fámennum svæðum.

Það þarf ekki að ræða lengi við Reykvíkinga til að fá fúlan smjörþefinn af þessu. Fólk sér maðka skríða upp úr tunnum með matarleifum eftir að hafa gefið þeim drjúgan tíma til að klekjast út og éta sig feita. Bréfpokarnir sem eiga að geyma matarleifarnar blotna í gegn og detta í sundur. Ruslageymslur lykta eins og súrir sokkar og bílarnir sem sækja mygluna sömuleiðis. Pappírsgámar fyllast á augabragði. Grenndargámar eru orðnir að grenndarhrúgum. Enginn veit hvernig á að flokka umbúðir sem eru blanda af bréfi og plasti eða öðrum samsetningum sorpflokka og sennilega endar allt heila klabbið í finnskri sementsverksmiðju hvort sem er. 

Fyrir þetta klúður er svo rukkað sífellt meira fyrir sífellt minni þjónustu.

Ég á góðan félaga sem rekur fyrirtæki frá heimili sínu. Hann er því með þar til gerðan gám sem fyrirtækjum er boðið upp á og getur fleygt öllu sorpi í hann og fagmenn sjá svo um að flokka. Kannski menn ættu að bjóða almenningi upp á svipaðan lúxus?

Ég þekki mann sem vinnur við sorphirðu og hann flokkar lítið sem ekkert enda sér hann með eigin augum hvernig sorpið er meðhöndlað á móttökustað: Flokkað á færiböndum, og í rétta flokka.

Ég hef ekkert á móti flokkun á rusli. Ég sé alveg ágæt rök á bak við að safna matarleifum og nýta til að framleiða verðmæti, og kannski mætti skila eitthvað af þeim til framleiðenda hráefnisins í stað þess að rukka þá. Pappakassa og hreint plast má sennilega nýta í annað en landfyllingar. Allt þetta þarf samt að vera auðvelt og skilvirkt fyrir venjulegt fólk ef það á að halda út og nenna þessu í stað þess að troðfylla ruslatunnur við göngustíga eða varpa ruslinu á bak við næsta hól. Ég hef séð mun meiri fagmennsku við meðhöndlun á sorpi í sveitum Íslands, svo það sé nefnt. 

Menn eru hérna einfaldlega búnir að rúlla illa skipulögðu kerfi út og ætlast til að fórnarlömbin taki til eftir klúðrið, bókstaflega. Það er dónaskapur og yfirgangur.

Maðkarnir eru skriðnir upp úr mysunni og út á gangstéttar fólks eða eldhúsgólf. Forfeður okkar í moldarkofunum bjuggu ekki einu sinni við slíkan viðbjóð. Þarf ekki að stöðva þessa vitleysu?


mbl.is Grenndargámar borgarinnar stútfullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að loka hálendinu líka?

Nýtt eldgos dregur að sér fólk eins og mý að mykju. Skiljanlega. Eldgos eru ekki á hverju strái í okkar heimshluta og hvað þá eldgos sem malla í rólegheitum og bjóða upp á mikið sjónarspil.

Varfærni er samt þörf og ýmsir aðilar hafa tekið það á sínar herðar að tryggja hana. Það má jú enginn fara sér að voða, slasast eða deyja. Það þarf að passa að sauðirnir séu ekki á beit á vitlausum grasbletti eða ferðamenn að drekka kaffi úr brúsa á vitlausum hól. Ekki er talið sniðugt að ganga á nýju hrauni eða standa við hlið gíga sem geta hrunið og gott að hafa gjallarhorn til að góla á þá sem hlusta ekki í fyrstu tilraun.

En síðan hvenær er bannað að drepa sig á heimskulegan hátt í náttúrunni? 

Er sú regla eitthvað á undanhaldi á Íslandi?

Ferðamenn, íslenskir og erlendir, týnast og drepast á hálendinu með óreglulegu millibili. Þeir detta í sprungur í hrauni eða á jökli. Þeir láta sjóinn skola sér út á haf við strandlengjur. Þeir detta niður björg og kletta. Sumir týnast tímabundið og tekst að finna þökk sé vel þjálfuðum björgunarsveitum. Sumir hverfa, varanlega.

Þarf ekki að loka hálendinu og koma í veg fyrir lífshættulegan glæfragang þar? Eða skylda alla til að vera í fylgd með björgunarsveitarmanni? Eða leggja örugga stíga með handriði út um allar koppagrundir og banna minnsta frávik frá þeim?

Ef glannalegi göngumaðurinn má ekki drepa sig við eldgosið af hverju má hann þá drepa sig við Reynisfjöru? Eða á Langjökli? Eða við Dettifoss?

Yfirvöld vilja okkur auðvitað bara hið besta og að við höldum heilsu og lífi. Þetta gera þau með því að velja langar og erfiðar gönguleiðir sem halda löghlýðnu fólki víðsfjarri eldstöðvunum. Þetta gera þau með lokunum og eftirliti. Þetta gera þau með því að uppnefna fólk hálfvita. Og rétt eins og á veirutímum þá tilnefnir hið opinbera sérfræðinga og spekinga sem fá óskipta athygli blaðamanna sem dæla óttanum til almennings heima í stofu.

En kannski það sé til betri nálgun.


mbl.is Gosstöðvunum lokað á kvöldin á meðan gýs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundlaugar og samfélag

Á morgun lýkur mánaðarlangri dvöl minni á Íslandi og undanfarnar þrjár vikur hef ég heimsótt margar sundlaugar með krökkum mínum. Þær hafa allar sín séreinkenni og mismunandi áherslur. Það mætti segja að þær myndi hver og ein sín eigin samfélög. Ætla ég að reyna blanda saman umfjöllun um sundlaugar og samfélag í þessum pistli.

Sundlaugin Borg, Grímsnesi

Lítill búningsklefi en hugguleg laug. Vel stappað í heitu pottunum en leikföng í stóru lauginni sem nýttust vel. Rennibrautin er einföld en hröð og vinsæl. Nikótínpúðar bannaðir í búningsklefa og sundlaug og þau fyrirmæli vel merkt, en auðvitað laumast maður framhjá slíku. Hitastilling á sturtum í ólagi og köld sturta því niðurstaðan. Verð fyrir einn fullorðinn og 12 og 5 ára barn rúmlega 1500 krónur.

Sundlaugin Þorlákshöfn

Stór búningsklefi og fyrirmæli vegna nikótínpúða eingöngu þau að fleygja þeim í ruslið en ekki niðurföll, sem er sjálfsagt. Báðar rennibrautir óvirkar sem var stór galli enda nánast engin leikföng til að nota í staðinn. Mjög köld sundlaug. Fínt útsýni yfir allt frá heitum potti. Verð fyrir einn fullorðinn og 12 og 5 ára barn rúmlega 1500 krónur.

Sundlaugin Selfossi

Mjög fínn búningsklefi, ágæt stór rennibraut og vinsæl lítil rennibraut vel merkt ostategundinni Gotta, og auglýsingar frá mörgum öðrum fyrirtækjum á svæðinu (slík vörumerking bönnuð í sumum sveitarfélögum). Verð fyrir einn fullorðinn og 12 og 5 ára barn rúmlega 1500 krónur.

Breiðholtslaug, Reykjavík

Fínn búningsklefi og fínar og vinsælar rennibrautir, mjög góð barnalaug með leiktækjum og margir heitir pottar. Sennilega ein af uppáhaldssundlaugum mínum fyrir börn. Verð fyrir einn fullorðinn og 12 og 5 ára barn rúmlega 1200 krónur.

Laugardalslaug, Reykjavík

Vorum þarna seint á föstudagskvöldi og svolítill þverskurður af fjölmenningarsamfélaginu á ferð en allt fór friðsamlega fram og reglubrotin í rennibrautinni (margir að renna sér saman eða beint í kjölfar hvers annars) fengu lítið hlé að minni beiðni á meðan ég fór niður hana með 5 ára dóttur minni. Stigaturninn við rennibrautina lyktar af ryði og myglu og þyrfti sennilega að rífa. Margt annað slitið og ónýtt en heildarupplifunin ágæt engu að síður. Verð fyrir einn fullorðinn og 12 og 5 ára barn rúmlega 1200 krónur.

Sundlaugin Hellu

Fín aðstaða að öllu leyti. Önnur rennibrautin af tveimur meiðir alla krakka með höfuðhöggi í skarpri beygju og þyrfti sennilega að endurhanna. Gott útsýni yfir leiksvæði barna úr tveimur heitum pottum. Verð fyrir einn fullorðinn og 12 og 5 ára barn rúmlega 1500 krónur.

Álftaneslaug

Góð laug og góð rennibraut og vinsæl öldulaug af skiljanlegum ástæðum. Fínn búningsklefi en kannski svolítið lítil sturtuaðstaða. Verð fyrir einn fullorðinn og 12 og 5 ára barn rúmlega 800 krónur sem er alveg óvenjulega lágt verð í boði Garðbæinga.

Sundlaug Kópavogs (Kópavogslaug)

Fín laug og góð aðstaða fyrir börn. Auðvelt að fylgjast með leiksvæðum. Frekar þröng aðstaða við bílastæði. Verð fyrir einn fullorðinn og 12 og 5 ára barn rúmlega 1100 krónur sem er betra en í sveitinni og borginni en aðeins dýrara en í Garðabænum.

Umræða

Sundlaugar geta verið góðar án skrauts og mikillar yfirbyggingar þegar hugsað er um notandann og notkunina. Stundum eru ódýr leikföng betri en dýr tæki sem virka ekki. Sum sveitarfélög hafa efni á því gera aðgengi að sundlaugum ódýrt og Reykjavík er hérna á verst sett á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á viðhaldi leiðir til myglu, bilana og hættuástands og gildir þá einu hvað var eytt miklu í upphaflegu fjárfestinguna þegar mikill tími er liðinn. Stundum eru settar reglur sem er augljóst að enginn mun fylgja, stundum er einblínt á hættur og varað við þeim. Þegar ringulreiðin er algjör er það undir fullorðnum að verja ungviðið, ekki sofandi varðmönnum í turnum. Sum sveitarfélög sjá stórkostlega hættu í að fyrirtæki geri sig sýnileg á sundlaugarsvæðum, ekki önnur. 

Sem betur fer eru mörg sveitarfélög með margar sundlaugar sem bjóða upp á mismunandi nálganir. Sem betur fer er ekki til opinbert tröll sem staðlar allt til dauða og eyðir fjölbreytileikanum. 


Ertu með eigin skoðanir eða annarra?

Ég les eftirfarandi orð í stórgóðum pistli á vefritinu Krossgötur

Ritskoðun birtist fyrst og fremst sem sjálfsritskoðun. Maðurinn er sjálfsritskoðandi vera. Hann vill vera elskaður, dáður og þráður; hann vegur orð sín vegna þess að hann skelfur og titrar við tilhugsunina um höfnun og að vera yfirgefinn. Þessi ótti einn og sér saumar fyrir munninn á fólki.

Og hvers vegna saumar fólk fyrir munninn á sér? Jú, til að fá ekki á sig ýmsa stimpla. Látum sérfræðingana um að mynda skoðanir okkar. Stjórnmálamennirnir vita hvaða skoðanir eru réttar. Eða eins og segir í sömu grein:

Hin nýja alræðisstefna er ekki endilega svo fasísk eða kommúnísk í eðli sínu. Hún er tæknikratísk. Það sem er að koma fram er alræði undir forystu „sérfræðinga“, sem er framfylgt með tæknilegum aðferðum, af tegund sem við höfum aldrei séð – fyrr en nú.

Veirutímar kenndu mörgum að hinir svonefndu sérfræðingar höfðu ekki rétt fyrir sér um neitt og gerðu illt verra með ráðleggingum sínum. Fyrir vikið hafa margir byrjað að hugsa sig tvisvar um þegar aðrir spekingar tjá sig, svo sem um loftslagið og sjúkdóma framtíðar og viðbrögð gegn hvoru tveggja.

En flestir og þá sér í lagi neytendur frétta hinna stærri miðla eru ennþá dyggir stuðningsmenn hins tæknikratíska alræðis sem fær fólk til sauma fyrir munninn á sjálfu sér.

Nú er það auðvitað ekki svo að allt sem kemur úr munni sérfræðinga og blaðamanna sé vitleysa. En gleymum því ekki að orð þessa fólks eru einfaldlega innlegg í umræðuna, ekki umræðan í sjálfu sér. Skoðanir annarra eru bara það og þurfa ekki að gerast þínar skoðanir nema þú sannfærist um réttmæti þeirra. 

Ég mæli eindregið með pistlinum á Krossgötum. Sérstaklega ef þú ert ósammála þessari færslu minni.


Gefið blaðamönnum að borða

Eftir nálægt því fjögurra vikna dvöl á Íslandi og mörg opinská samtöl við marga einstaklinga hef ég komist að niðurstöðu: Það er rof á milli þess sem við sjáum í fréttatímum því sem er raunverulega að frétta.

Það er eins og blaðamenn séu ekki með neina tengiliði í samfélaginu sem geta sagt þeim frá beinagrindunum í skápunum. Nú eða að fólk sér enga ástæðu til að fóðra blaðamenn með safaríkum upplýsingum sem gætu orðið að stærri fréttum. Það vill jú enginn rugga bátnum og koma sér í klípu.

Nú er ekki mitt hlutverk að leka trúnaðarupplýsingum frá fólki mér nákomnu til umheimsins. Ég get bara hvatt viðkomandi aðila til að segja frá sjálfir. En maður situr eftir svolítið hissa á því hvað fjölmiðlar á litla Íslandi eru uppteknir af eigin handritum og hafa lítið fyrir því að bora í það sem er í ólagi.

Þurfa venjulegir Íslendingar ekki að byrja gefa blaðamönnum að borða? Viðbragðsaðilar, rekstraraðilar allskyns innviða, opinberir starfsmenn og fleiri liggja greinilega á mörgum dýrmætum molum sem ættu mögulega erindi við almenning sem hluti af málefnalegu aðhaldi á þeim sem hirða af okkur fé og eiga í staðinn að veita þjónustu.

Er aðhaldsleysið ástæða þess að innviðir á Íslandi eru sprungnir og ekkert fé að finna fyrir þá þrátt fyrir skatt- og skuldlagningu í hæstu hæðum?

Er holan í veginum í raun þér að kenna?

Mögulega.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband