Geir Ágústsson

Fađir.
Skattgreiđandi í Danmörku (í bili).
Verkfrćđingur.
Höfundur tveggja bóka um skilvirkni og einnar um allt annađ sem er undir dulnefni.
Pistlahöfundur međ óreglulegu millibili. 


Netfang: geirag@gmail.com


********************************


Orđabók síđuhöfundar


Ég nota mörg orđ sem ég set mjög ákveđna merkingu viđ, og til ađ forđast allan misskilning á orđavali mínu kemur hér örlítil "orđabók" međ skilgreiningum mínum á nokkrum orđum (sem ég nota samt ekki alltaf í strangasta skilningi skilgreininganna, en ég reyni):


Vinstrimađur: Einstaklingur sem er gjarn á ađ tortryggja hinn frjálsa markađ og stćkkun hans, líta jákvćđum augum á núverandi og vaxandi umsvif hins opinbera, og mótmćla sjaldan eđa aldrei ţegar ríkisvaldiđ eykur umsvif sín á kostnađ hins frjálsa framtaks.


Jafnađarmađur: Einstaklingur sem fer sér hćgt í ađ bođa ríkisafskipti af atvinnulífi og markađi, en lítur jákvćđum augum á ríkisafskipti af mennta- og heilbrigđiskerfi (ţar sem skattgreiđslur eru notađar til fjármögnunar) og vill ađ vill ađ ríkiđ haldi úti almannatryggingakerfi sem m.a. nćr til atvinnuleysis-, ellilífeyris- og sjúkratrygginga. Talar gjarnan fyrir ríkiseinokun í ţessu samhengi, en ţađ er ekki algilt. Sjaldgćft orđ í mínum orđaforđa ţví "jafnađarmenn" eru yfirleitt vinstrimenn - ţeir eru a.m.k. yfirleitt mun mótfallnari ţví ađ láta flokka sig til hćgri frekar en vinstri.


Hćgrimađur: Einstaklingur sem tortryggir ríkisrekstur og skattlagningu, en lítur jákvćđum augum á frjáls viđskipti á frjálsum markađi. Hćgrimađurinn fagnar og styđur útvíkkun hins frjálsa markađars á kostnađ ríkisumsvifanna. 


Íhaldsmađur: Íslenskur íhaldsmađur lítur yfirleitt jákvćđum augum á aukin umsvif hins frjálsa markađar og minnkandi ríkisumsvif, en tortryggir samt gjarnan of mikla "opnun" Íslands, t.d. fyrir erlendu fólki, og er gjarn á ađ líta jákvćđum augum á ýmsar "menningarlegar" stofnanir sem ríkiđ stjórnar međ beinum eđa óbeinum hćtti, t.d. Ţjóđkirkjan og ýmisleg (há)menningarstarfsemi.


Sósíalisti: Sósíalisti er einstaklingur sem felur ekki vinstrieđli sitt (ólíkt mörgum vinstrimönnum sem kalla sig frjálslynda og markađsvelviljađa), og bođar međ beinum hćtti ađgerđir gegn hinu frjálsa framtaki međ notkun ríkisvaldsins.


Ríkissinni: Léleg ţýđing á enska orđinu "statist" - sá sem er hlynntur ríkisvaldinu sem hugmynd. 


Bannsinni: Sá sem er hlynntur afskiptum ríkisvaldsins af eignum og líkömum einstaklinga. Bannsinni getur vel viljađ ađ ríkiđ banni sumt en leyfi annađ, en ef viđkomandi er hlynntur ţví ađ ríkiđ eigi ađ geta hlutast til međ eigur og líkama einstaklinga ţá er viđkomandi í strangasta skilningi bannsinni í mínum augum.


Frjálsyndi: Ţađ ađ vilja ađ sem flest sé sem frjálsast, ţ.e. laust viđ afskipti ríkisins og fái ađ ţróast af sjálfu sér í frjálsum samskiptum og viđskiptum einstaklinga og fyrirtćkja ţeirra. Fellur ađ mínu mati vel saman viđ hugtakiđ "hćgri" sem bođar sem mest umsvif hins frjálsa framtaks og sem minnst umsvif hins opinbera.

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Geir Ágústsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband