Treystu fagmönnum, þegar þeir sinna fagi sínu

Í dag birtist eftir mig grein á vefritinu KrossgötumTreystu mér, ég er læknir.

Mér finnst ástæða til að bæta aðeins við hugleiðinguna sem þar kemur fram.

Fáar stéttir njóta jafnmikillar aðdáunar og trausts og læknar, og ég myndi segja að það sé yfirleitt verðskuldað. Þetta traust hafa læknar jafnan borið af mikilli hógværð með því að lækna og líta á það sem vinnuna sína, eins og pípari sem setur saman rör og gerir það vel, en núna er öldin önnur. Á veirutímum skiptu læknar sér í fylkingar og sú sem var í náðinni hjá yfirvöldum tók að sér að reyna þagga niður í hinni. Læknar slógust í lið með þeim sem vildu ritskoða, þagga niður í fólki og banna læknum í hinu liðinu að lækna, eða reyna það.

Margir læknar afhjúpuðu sig sem mikilmennskubrjálæðinga en flestir sem þöglar raggeitur. 

En læknar láta eins og ekkert hafi í skorist. Þeir kvarta núna undan upplýsingaóreiðu og því að fólk sé að spyrjast aðeins of mikið út í sprautur af ýmsu tagi og jafnvel efast um notagildi þeirra. En þeir telja sig ennþá vera á háum stalli. Svo háum að þeir geti stofnað félög um loftslagsmál og haldið fundaraðir um upplýsingaóreiðu án þess að slíkt sé hreinlega skoplegt. 

Ég vinn með mörgum mjög færum einstaklingum. Sumir geta reiknað upp á aukastaf burðarþol í flóknu stálvirki sem þarf að verja menn og búnað frá sterkum öflum hafsins. Sumir hanna brýr sem þurfa að standast fulla rússneska skipstjóra sem sigla á þær. Þeir hafa sýnt fram á mikla færni og getu. En ætla ég að taka meira mark á þeim en öðrum ef þeir stofna klúbba burðarþolsverkfræðinga með áhyggjur af loftslaginu? Viljum við eyða miklu púðri í félag múrara með áhyggjur af arnarstofninum? Auðvitað ekki.

Ég er ekki að segja að við þurfum að treysta sérfræðingunum, heldur að við eigum ekki að láta dáleiða okkur með titlum þar sem fagstétt í einu fagi þykist geta misnotað traust okkar til að láta taka mark á henni í öðru fagi.

Allskyns félagsskapur lækna, múrara, pípara og burðarþolsverkfræðinga er góður og gildur. En kannski treysti ég píparanum betur fyrir rörunum en loftslaginu. Og sjálfum mér betur en læknum með áhyggjur af loftslaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem best vita þegja þegar þeir EIGA að segja eins og þegar hormóna og krosshormónalyfjagjafir barna eru annars vegar. Kallað hefur verið eftir þekkingu þeirra til að útskýra fyrir alþjóð hvaða skaða lyfin hafa á heilbrigðan líkama barns. Heyrist ekki hljóð úr horni. Mér sýnist þessi ,,virta" stétt vilji sjálf velja og hafna hvaða söngur er sunginn úr þeirra herbúðum. Læknastéttin er ekki heilög, hana ber að gagnrýna þegar það á við eins og þú gerir í pistli þínum. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2024 kl. 09:53

2 identicon

Og eins og vitað hefur verið, og margoft hefur sýnt sig, þá ert þú verkfræðingur og þar með ekkert að marka það sem þú segir og tengist ekki þínu sérsviði. Þú ættir því að halda þig við að blogga um loka á olíuleiðslur, gætir e.t.v. haft eitthvað af viti að segja þar. Talað af þekkingu til tilbreytingar. 

Vagn (IP-tala skráð) 25.4.2024 kl. 19:11

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég held að þú hafir aðeins misskilið pistilinn, einn fárra, og ekki óviðbúið. Hérna eru ekki skrif verkfræðings að fjalla um loftslagsmál heldur einstaklings að hugsa gagnrýnið, og mjög upphátt, og vonast til að fá spark í rassinn ef hann fer af sporinu, sem hann hefur oft þegið og jafnvel þakkað fyrir.

Geir Ágústsson, 26.4.2024 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband