Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2010

Atvinnueyđandi, ekki -skapandi

Reykjavíkurborg ćtlar nú ađ "veita" 150 milljónum af fé útsvarsgreiđenda ofan í svarta hít. Ţessi sóun á fé kallast "atvinnuskapandi". Ég spyr ţá sem halda ţví fram, og halda ađ veriđ sé ađ gera atvinnulífinu greiđa međ ţessu: Af hverju ţá ekki ađ "veita" 1,5 milljarđi? Eđa 5 milljörđum? Ef 150 milljónir eru "atvinnuskapandi", eru ţá 1500 milljónir ekki enn meira atvinnuskapandi?

Svona "örlćti" er eyđilegging á verđmćtum. Verđmćti er tekin af vinnandi fólki og fćrđ til gćluverkefna sem fyrst og fremst er ćtlađ ađ koma stjórnmálamönnum á framfćri. 


mbl.is 150 milljónir til atvinnuátaks
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn styrkist málstađur íslensks almennings

Ţeir eru margir, andstćđingar íslensks almennings. Ríkisstjórnin og nú seinast stjórnarandstađan teljast sem andstćđingar íslensks almennings. Stjórnmálamenn tala um ađ "semja um" lögfrćđilega fjarstćđukenndar ađgerđir breskra stjórnvalda.

Nú er enn einn plaggiđ komiđ upp á yfirborđiđ sem sýnir ađ Bretar sjálfir voru hreint ekki vissir um réttarstöđu sína ţegar ákveđiđ var ađ "lána" Íslandi peninga til ađ greiđa fyrir innistćđur í bönkum. Lána já? Ţetta minnir á tungutak handrukkara sem leggur handahófskenndar skuldir á byrđar "skjólstćđinga" sinna, og "semur" svo um umfang barsmíđanna.

The Times segir allt sem segja ţarf í eftirfarandi orđum:

Mr Darling should not compound the original error by pursuing a legally debatable claim that would bring a small country to its knees

Heyr heyr!


mbl.is Deildu um ábyrgđ á Icesave
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pólitísk tilfćrsla á fé

Here again the government spenders have the better of the argument with all those who cannot see beyond the immediate range of their physical eyes. They can see the bridge. But if they have taught themselves to look for indirect as well as direct consequences they can once more see in the eye of imagination the possibilities that have never been allowed to come into existence. They can see the unbuilt homes, the unmade cars and washing machines, the unmade dresses and coats, perhaps the ungrown and unsold foodstuffs.

 Ţessi orđ eiga sjaldan betur viđ en einmitt ţegar vel meinandi stjórnmálamenn "auka fjármagn" til einhvers á reikning skattgreiđenda, neytenda og fjárfesta. 

Nú ćtla stjórnvöld ađ skattleggja einstaklinga og fyrirtćki um 3,6 milljarđa til ađ hin umdeilda Byggđastofnun geti ráđstafađ 3,6 milljörđum til viđbótar viđ ţá sem hún hefur nú ţegar gert tilkall til úr vösum skattgreiđenda og fyrirtćkja. Ćtlunin er ađ "skapa störf", og jú vissulega munu störf "verđa til". Ţau störf verđa sýnileg og um ţau verđur vćntanlega fjallađ í komandi skýrslum ráđherra sem varpa skýru ljósi á hin frábćru áhrif ţessarar göfugu ađgerđar. 

Hitt, sem ekki sést, er erfiđara ađ benda á. Hvađ hefđu 3,6 milljarđarnir nýst í ef ráđherra hefđi ekki ákveđiđ ađ taka ţá til sín og fćra einni opinberri stofnun til endurúthlutunar? Hefđu einstaklingar og fyrirtćki greitt niđur skuldir sínar, gert viđ hús sín eđa fjárfest í einhverju? Hefđi fjármagn veriđ lagt í stofnun nýs fyrirtćkis sem gerđi Ísland ađ óvćntu forystulandi í einhverri ótiltekinni atvinnugrein sem enginn stjórnmálamađur ţekkir til í dag og getur ţess vegna ekki veitt fé í?

Ríkiđ getur ekki "skapađ störf". Ef svo vćri, af hverju ţá ađ láta 3,6 milljarđa duga? Af hverju ekki ađ skapa 50 ţúsund ný störf og útrýma atvinnuleysi á Íslandi? Svariđ liggur fyrir - ríkiđ getur í mesta lagi mjólkađ suma og veitt til annarra og ţannig í mesta lagi skapađ jafnmikil verđmćti og störf og hefđu orđiđ til ef skattheimtan hefđi veriđ vćgari. En líklega er hér um sóun á megninu af peningunum ađ rćđa. 


mbl.is Eigiđ fé Byggđastofnunar aukiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vantar Steingrími og Indriđa ekki gögn lengur?

Steingrímur J. getur ekki ákveđiđ sig. Ţegar hann leggur fram og talar fyrir lagafrumvörpum sem steypa íslenskum skattgreiđendum í skuldafen um ókomin ár, ţá er allt útrćtt, öll gögn á borđinu og óhćtt ađ skrifa undir. Allt tal um annađ eru málalengingar og málţóf. 

Ţegar ţjóđaratkvćđagreiđsla er sett á dagskránna, ţá vantar skyndilega enn eina skýrsluna og allt verđur vođalega óljóst og lođiđ, og vitaskuld ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar ađ kenna.

Gott og vel. Ţađ er ruglingur í gangi á stjórnarheimilinu og eftir ţví er tekiđ. Steingrímur og Indriđi eru bandamenn í Icesave-ánauđinni. Ţeir kvaka í kór. Ţannig eru stjórnmálin bara oft á tíđum.


mbl.is „Stendur fyrir sínum skrifum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skera ţarf niđur

Ríkissjóđur er rekinn međ ćđisgengnum halla og er stórskuldugur. Gjaldeyrishöft og skattahćkkanir halda erlendu lánsfé og fjárfestingum útlendinga í hćfilegri fjarlćgđ frá íslenska hagkerfinu. Risavaxiđ tónlistarhús er reist í Reykjavík á međan skoriđ er niđur í heilbrigđis- og menntakerfinu. Lífiđ er sogiđ úr veikbyggđu atvinnulífinu međ nýjum og auknum opinberum álögum. Á sama tíma fjölgar opinber stjórnsýsla starfsmönnum til ađ geta fylgst međ öllum nýju reglunum og innheimtu allra nýju skattanna. 

Ţađ seinasta sem hagkerfinu vantar, ofan á allt ţetta, eru aukin fjárútlát hins opinbera í framkvćmdir til ađ blása lífi í eina atvinnugrein á kostnađ allra annarra.

Í góđri og frćgri bók segir ţetta, og hvet ég alla til ađ lesa:

Therefore, for every public job created by the bridge project a private job has been destroyed somewhere else. We can see the men employed on the bridge. We can watch them at work. The employment argument of the government spenders becomes vivid, and probably for most people convincing. But there are other things that we do not see, because, alas, they have never been permitted to come into existence. They are the jobs destroyed by the $10 million taken from the taxpayers. All that has happened, at best, is that there has been a diversion of jobs because of the project. More bridge builders; fewer automobile workers, television technicians, clothing workers, farmers.

But then we come to the second argument. The bridge exists. It is, let us suppose, a beautiful and not an ugly bridge. It has come into being through the magic of government spending. Where would it have been if the obstructionists and the reactionaries had had their way? There would have been no bridge. The country would have been just that much poorer. Here again the government spenders have the better of the argument with all those who cannot see beyond the immediate range of their physical eyes. They can see the bridge. But if they have taught themselves to look for indirect as well as direct consequences they can once more see in the eye of imagination the possibilities that have never been allowed to come into existence. They can see the unbuilt homes, the unmade cars and washing machines, the unmade dresses and coats, perhaps the ungrown and unsold foodstuffs. To see these uncreated things requires a kind of imagination that not many people have. We can think of these nonexistent objects once, perhaps, but we cannot keep them before our minds as we can the bridge that we pass every working day. What has happened is merely that one thing has been created instead of others.

Hiđ opinbera getur gert alveg helling til ađ bćta ađstćđur á Íslandi. Ađ leggja aukin útgjöld á herđar skattgreiđenda nú og í framtíđinni er óheillaráđ.


mbl.is Verđur ađ greiđa götu stórframkvćmda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţetta segir sjálf tilskipun ESB líka

Ţađ er ágćtt ađ minna Íslendinga í tilvistarkreppu á ađ fjármálaráđherra Hollands er á sama máli um hlutverk og tilgang tilskipunar ESB og sjálf tilskipunin er um sjálfa sig!

Segir fjármálaráđherra Hollands: "This system is not designed for a crisis of the whole system but the failure of a single bank."

Segir tilskipun ESB nr. 94/19/EB: "Tilskipun ţessi getur ekki gert ađildarríkin eđa lögbćr yfirvöld ţeirra ábyrg gagnvart innstćđueigendum ef ţau hafa séđ til ţess ađ koma á einu eđa fleiri kerfum viđurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eđa lánastofnanirnar sjálfar og tryggja ađ innstćđueigendur fái bćtur og tryggingu í samrćmi viđ skilmálana í ţessari tilskipun."

Lagarökin eru óumdeild. Hiđ pólitíska ţras um túlkun á ummćlum einstaka stjórnmála- og embćttismanna er hins vegar önnur saga. Einn Samfylkingarmađur segir eitthvađ eitt, og annar eitthvađ annađ, og ţannig getur dansiđ dunađ til eilífđar. En lagarökin eru á hreinu.

Ef nú Steingrímur J. gćfi út yfirlýsingu, ţar sem hann biđi kommúnísk stjórnvöld í Norđur-Kóreu velkomin til ađ taka viđ fjárrćđi og forrćđi Íslendinga, og innlima Ísland inn í draumaríki kommúnismans, hversu bindandi er sú yfirlýsing ţegar Steingrímur hefur enga heimild til ađ veita slíkt bođ, og ţótt svik á ţessari yfirlýsingu ylli Norđur-Kóreumönnum pólitískum vonbrigđum? Og hvers vegna ćtti nćsta ríkisstjórn ađ eyđa öllu sínu púđri og orku í ađ "semja" um einhvers konar millilausn ţegar yfirlýsingin stenst ekki lagaskođun?

Hversu bindandi er ţá sú yfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstćđisflokks og Samfylkingarinnar sem ţjóđnýtir innistćđur Icesave-reikninganna, ţvert á ţau lög ESB sem fjalla um tryggingar innistćđa? 


mbl.is Tók fram ađ tryggingasjóđur tćki ekki til kerfishruns
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á nú ađ beygja sig í duftiđ?

Ţađ virđist ekki vera margt sem stjórnvöld (bćđi ríkisstjórnin og stjórnarandstađan) eru ekki tilbúin ađ gera til ađ ţóknast Bretum og Hollendingum.

Fyrst var ţeim bođiđ ađ Íslendingar mjólkuđu allan hugsanlegan hagvöxt úr hagkerfi sínu í nćstu tvo áratugi til ađ ţóknast breskum og hollenskum yfirvöldum, ţvert á öll lög ESB. Ţessu höfnuđu Bretar.

Ţví nćst var reynt ađ fá samţykkt lög sem hreinlega gerđu Íslendinga ađ skuldaţrćlum, svo lengi sem Bretum og Hollendingum ţóknađist. Ţetta vildi forseti Íslands ekki samţykkja og Bretar og Hollendingar ósáttir viđ ţađ.

Nú vilja Bretar og Hollendingar ađ allt Alţingi verđi sammála um ađ skrifa undir 1000 milljarđa skuldabréfiđ í erlendri mynt, áđur en gengiđ er til atkvćđa.

Ćtli Bretar og Hollendingar verđi ţá sáttir?


mbl.is Kröfđust pólitískra sátta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Oftrúin á opinbert eftirlit

Á laugardaginn birtist í Morgunblađinu alveg ljómandi grein međ titilinn "Vandamál leysast ekki međ hugarfarinu sem skapađi ţau". Ţessi titill er mjög lýsandi fyrir umrćđuna í dag, ţar sem opinbert eftirlit er lofađ og bođađ ađ meira ţurfi af slíku, á međan raunin er sú ađ hiđ mikla opinbera eftirlit og blástimplun hins opinbera á fjármálakerfinu öllu gerđi neytendur vćrukćra og sljóvga og dró ţannig töluvert úr markađseftirlitinu sem er svo ómissandi ţáttur af frjálsum markađi.

Á einum stađ er spurt:

Ţađ er alveg góđ og gild spurning hvort Íslendingar og ađrir hluthafar og viđskiptavinir íslensku bankanna hefđu ekki komiđ miklu betur út úr bankahruninu ef hér hefđi nákvćmlega ekkert eftirlit veriđ til stađar, ekkert fjármálaeftirlit, engin[n] seđlabanki og engir ráđherrar međ rosalegar yfirlýsingar. Ţeir sem áttu hagsmuna ađ gćta í íslensku bönkunum voru ótrúlega lengi ađ horfast í augu viđ vanda ţeirra.

Ţann sofandahátt má án efa skrifa ađ verulegu leyti á ţá stađreynd ađ hér var mikiđ eftirlit og flókiđ regluverk sem skapađi falskt öryggi. Ţví miđur treysti almenningur á ţađ.

 Góđ og gild spurning svo sannarlega. 


mbl.is Hver sem vill má veita fjármálaráđgjöf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Harma samstöđu á Alţingi

Heimdallur fagnar samstöđu á Alţingi. Ég harma hana. Von Íslands felst í ţví ađ ríkisstjórninni sé enginn griđur gefinn í ađildarumsókn sinni ađ ESB og látlausu tali um "skuldbindingar" Íslands, sem eru ekki til stađar nema á milli stjórnmálamanna.

Ţví miđur hafa formenn Sjalla og Framsóknarmanna nú látiđ táldraga sig ađ "samninga"borđinu og ţeim sagt ađ ţeir fái áhrif, utanlandsferđir og möguleika á ađ sitja viđ sama borđ og fína fólkiđ í útlöndum. Ţetta er hins vegar skammgóđur vermir fyrir framagjarna stjórnmálamenn ţví um leiđ og ríkisstjórnin hefur fengiđ sínu fram, ţá hćttir hún ađ hlusta á stjórnarandstöđuna. Og ţá er of seint ađ snúa til baka.

Nú virđist andstađan viđ áćtlanir ríkisstjórnarinnar vera horfin á Alţingi. Heimdallur fagnar. Ég harma.


mbl.is Fagna samstöđu á Alţingi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ međ fundargjörđ?

Utanríkisráđherra, sem nú situr heima á međan forsćtisráđherra sinnir utanríkismálum (í eigin frítíma, á eigin kostnađ?), segir nú ađ forsćtisráđherra sé í "einkaheimsókn" í Brussel. Er ţađ annađ orđ yfir fund ţar sem engin fundargerđ er skrifuđ?

Ţeir hafa veriđ margir, leynifundirnir hjá bćđi fyrrum viđskiptamálaráđherra Samfylkingarinnar og öđrum, eftir hruniđ. Margt hefur veriđ rćtt og ákveđiđ á ţessum leynifundum og enginn getur vísađ í neinar fundargerđir ţví engar slíkar voru skrifađar. Ţetta hefur valdiđ mér og öđrum stórkostlegum vandrćđum. Hver ákvađ hvađ, međ hverjum, og hvenćr? Var skrifađ undir eitthvađ eđa bara rćtt og ákveđiđ? 

Ríkisstjórnin hefur gert sitt besta til ađ segja sem minnst viđ almenning. Ţegar ríkisstjórnin ákveđur eitthvađ sín á milli, ţá eru allar upplýsingar komnar fram, ţótt ekki megi birta ţćr. Ţegar kemur ađ ţjóđaratkvćđagreiđslu, ţá vantar alltaf enn eina skýrsluna svo hćgt sé ađ kjósa á réttum forsendum. Ţessi feluleikur ríkisstjórnarinnar er sennilega ađ miklu leyti sprottinn upp úr "einkaheimsóknum" ţar sem engar fundargerđir voru ritađar. 

Og núna er Jóhanna í enn einni...


mbl.is Jóhanna í einkaheimsókn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband