Á nú að beygja sig í duftið?

Það virðist ekki vera margt sem stjórnvöld (bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan) eru ekki tilbúin að gera til að þóknast Bretum og Hollendingum.

Fyrst var þeim boðið að Íslendingar mjólkuðu allan hugsanlegan hagvöxt úr hagkerfi sínu í næstu tvo áratugi til að þóknast breskum og hollenskum yfirvöldum, þvert á öll lög ESB. Þessu höfnuðu Bretar.

Því næst var reynt að fá samþykkt lög sem hreinlega gerðu Íslendinga að skuldaþrælum, svo lengi sem Bretum og Hollendingum þóknaðist. Þetta vildi forseti Íslands ekki samþykkja og Bretar og Hollendingar ósáttir við það.

Nú vilja Bretar og Hollendingar að allt Alþingi verði sammála um að skrifa undir 1000 milljarða skuldabréfið í erlendri mynt, áður en gengið er til atkvæða.

Ætli Bretar og Hollendingar verði þá sáttir?


mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þAÐ Á AÐ KJÓSA UM ICESAVE......HREINAR LÍNUR

j.a (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband