Þetta segir sjálf tilskipun ESB líka

Það er ágætt að minna Íslendinga í tilvistarkreppu á að fjármálaráðherra Hollands er á sama máli um hlutverk og tilgang tilskipunar ESB og sjálf tilskipunin er um sjálfa sig!

Segir fjármálaráðherra Hollands: "This system is not designed for a crisis of the whole system but the failure of a single bank."

Segir tilskipun ESB nr. 94/19/EB: "Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."

Lagarökin eru óumdeild. Hið pólitíska þras um túlkun á ummælum einstaka stjórnmála- og embættismanna er hins vegar önnur saga. Einn Samfylkingarmaður segir eitthvað eitt, og annar eitthvað annað, og þannig getur dansið dunað til eilífðar. En lagarökin eru á hreinu.

Ef nú Steingrímur J. gæfi út yfirlýsingu, þar sem hann biði kommúnísk stjórnvöld í Norður-Kóreu velkomin til að taka við fjárræði og forræði Íslendinga, og innlima Ísland inn í draumaríki kommúnismans, hversu bindandi er sú yfirlýsing þegar Steingrímur hefur enga heimild til að veita slíkt boð, og þótt svik á þessari yfirlýsingu ylli Norður-Kóreumönnum pólitískum vonbrigðum? Og hvers vegna ætti næsta ríkisstjórn að eyða öllu sínu púðri og orku í að "semja" um einhvers konar millilausn þegar yfirlýsingin stenst ekki lagaskoðun?

Hversu bindandi er þá sú yfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem þjóðnýtir innistæður Icesave-reikninganna, þvert á þau lög ESB sem fjalla um tryggingar innistæða? 


mbl.is Tók fram að tryggingasjóður tæki ekki til kerfishruns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Landráðastjórn tók við af hrunstjórninni hvar erum við? Hvers vegna er ekki búið að ná nokkrum einasta manni né peningunum sem stolið var? Stjórnvöld og bankar eru að verja glæpamennina á okkar kostnað!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband