Oftrúin á opinbert eftirlit

Á laugardaginn birtist í Morgunblaðinu alveg ljómandi grein með titilinn "Vandamál leysast ekki með hugarfarinu sem skapaði þau". Þessi titill er mjög lýsandi fyrir umræðuna í dag, þar sem opinbert eftirlit er lofað og boðað að meira þurfi af slíku, á meðan raunin er sú að hið mikla opinbera eftirlit og blástimplun hins opinbera á fjármálakerfinu öllu gerði neytendur værukæra og sljóvga og dró þannig töluvert úr markaðseftirlitinu sem er svo ómissandi þáttur af frjálsum markaði.

Á einum stað er spurt:

Það er alveg góð og gild spurning hvort Íslendingar og aðrir hluthafar og viðskiptavinir íslensku bankanna hefðu ekki komið miklu betur út úr bankahruninu ef hér hefði nákvæmlega ekkert eftirlit verið til staðar, ekkert fjármálaeftirlit, engin[n] seðlabanki og engir ráðherrar með rosalegar yfirlýsingar. Þeir sem áttu hagsmuna að gæta í íslensku bönkunum voru ótrúlega lengi að horfast í augu við vanda þeirra.

Þann sofandahátt má án efa skrifa að verulegu leyti á þá staðreynd að hér var mikið eftirlit og flókið regluverk sem skapaði falskt öryggi. Því miður treysti almenningur á það.

 Góð og gild spurning svo sannarlega. 


mbl.is Hver sem vill má veita fjármálaráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er mikið til í þessu. Manni hættir til að vantreysta eigin dómgreind þegar hún segir manni annað þeir sem eiga að vita betur. Ekki endilega af því þeir séu eitthvað klárir heldur einfaldlega af því þeir hafa aðgang að upplýsingum sem maður hefur ekki.

Ég fyrir mitt leiti hefði verið búinn að losa mig við eitthvað af bankabréfum ef þeir hefðu ekki komið svona vel út úr álagsprófunum.

Landfari, 8.2.2010 kl. 15:09

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta sá ég fyrir og losaði mig frá Landsbankanum um mitt ár 2008 flutti öll viðskipti til sparisjóðs suður-Þingeyinga en því miður voru ekki nema fáir grandvarir gagnvart ástandinu. Við megum ekki með nokkru móti láta fara svona með okkur það er sami grautur í sömu skál enginn látin svara til saka og þjófarnir að koma aftur búið að afskrifa stórar upphæðir hjá þeim meðan almenni borgarinn fær ekkert nema blekkingar!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband