Föstudagur, 12. febrúar 2010
Pólitísk tilfærsla á fé
Here again the government spenders have the better of the argument with all those who cannot see beyond the immediate range of their physical eyes. They can see the bridge. But if they have taught themselves to look for indirect as well as direct consequences they can once more see in the eye of imagination the possibilities that have never been allowed to come into existence. They can see the unbuilt homes, the unmade cars and washing machines, the unmade dresses and coats, perhaps the ungrown and unsold foodstuffs.
Þessi orð eiga sjaldan betur við en einmitt þegar vel meinandi stjórnmálamenn "auka fjármagn" til einhvers á reikning skattgreiðenda, neytenda og fjárfesta.
Nú ætla stjórnvöld að skattleggja einstaklinga og fyrirtæki um 3,6 milljarða til að hin umdeilda Byggðastofnun geti ráðstafað 3,6 milljörðum til viðbótar við þá sem hún hefur nú þegar gert tilkall til úr vösum skattgreiðenda og fyrirtækja. Ætlunin er að "skapa störf", og jú vissulega munu störf "verða til". Þau störf verða sýnileg og um þau verður væntanlega fjallað í komandi skýrslum ráðherra sem varpa skýru ljósi á hin frábæru áhrif þessarar göfugu aðgerðar.
Hitt, sem ekki sést, er erfiðara að benda á. Hvað hefðu 3,6 milljarðarnir nýst í ef ráðherra hefði ekki ákveðið að taka þá til sín og færa einni opinberri stofnun til endurúthlutunar? Hefðu einstaklingar og fyrirtæki greitt niður skuldir sínar, gert við hús sín eða fjárfest í einhverju? Hefði fjármagn verið lagt í stofnun nýs fyrirtækis sem gerði Ísland að óvæntu forystulandi í einhverri ótiltekinni atvinnugrein sem enginn stjórnmálamaður þekkir til í dag og getur þess vegna ekki veitt fé í?
Ríkið getur ekki "skapað störf". Ef svo væri, af hverju þá að láta 3,6 milljarða duga? Af hverju ekki að skapa 50 þúsund ný störf og útrýma atvinnuleysi á Íslandi? Svarið liggur fyrir - ríkið getur í mesta lagi mjólkað suma og veitt til annarra og þannig í mesta lagi skapað jafnmikil verðmæti og störf og hefðu orðið til ef skattheimtan hefði verið vægari. En líklega er hér um sóun á megninu af peningunum að ræða.
Eigið fé Byggðastofnunar aukið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
Því miður er ég sammála þér - það er fátt sem stendur upp úr í meðförum Byggðastofnunnar á almannafé og vafalítið má deila um hvort að landsbyggðin hafi ekki líka liðið fyrir tilurð þessarrar stofnunnar.
Bjarni Óskar Halldórsson, 12.2.2010 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.