Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2010

Dćmigert fyrir ríkisafskipti af markađi

Ţađ vantar ekki kórinn af fólki sem reiđist yfir bónusgreiđslum í gjaldţrota fyrirtćkjum sem ríkisvaldiđ heldur á lífi međ fé skattgreiđenda. Meira ađ segja ţeir sem ákváđu ađ veita fé skattgreiđenda til illa rekinna fyrirtćkja í taprekstri hneykslast á afleiđingum eigin gjörđa.

En viđ hverju bjóst fólk? Bjóst fólk viđ ţví ađ gjaldţrota fyrirtćki sem fengu afhent fé úr vösum skattgreiđenda myndu breyta um stefnu varđandi bónusgreiđslur og önnur fríđindi sem eigendur og ćđstu stjórnendur höfđu vaniđ sig á? Bjóst einhver viđ ađ fíkillinn sem fékk ókeypis skammt mundi ákveđa, viđ móttöku nýja skammtsins, ađ hćtta á eiturlyfjum?

Ţađ eru alltaf mistök ađ láta hiđ opinbera ákveđa hvađa fyrirtćki eiga ađ fara á hausinn og hver eigi ađ halda áfram í rekstri. Markađurinn er eins og stór vél međ milljónum tannhjóla sem jafnóđum er skipt út ţegar ţau bila og standa sig ekki lengur. Ţegar ríkisvaldiđ reynir ađ trođa of stóru tannhjóli í of lítinn gírkassa, setja of lítiđ tannhjól á milli tveggja annarra, eđa líma saman ryđguđ og sprungin tannhjól, ţá hefur ţađ í för međ sér keđjuverkun og eyđileggjandi áhrif á allt gangverkiđ.

Alltaf.


mbl.is Reiđi vegna bónusgreiđslna AIG
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Steingrímur: Ofurlán á okurvöxtum ekki varhugavert

Beint og óbeint segja ráđherrar Icesave-stjórnarinnar ađ engin leiđ sé betri en sú ađ skrifa undir skuldabréf í erlendum gjaldeyri upp á 1000 milljarđa á okurvöxtum og um borga af ţví um ófyrirséđa framtíđ. Ađrar leiđir eru sagđar varhugaverđar, áhćttusamar eđa óskynsamlegar, t.d. ađ kćra Breta og Hollendinga, neita ađ hlusta á óréttmćtar kröfur, stinga Icesave-málinu í skúffuna og sjá hvađ Bretar og Hollendingar gera, samţykkja einhvers konar pólitíska málamiđlun međ fyrirvörum, og svona má lengi telja. Nei, 33 ţingmenn töldu ađ 1000 milljarđa okurskuldabréfiđ í erlenda gjaldeyrinum vćri besta lausn á deilu sem Íslendingar eiga fyrst og fremst viđ sjálfa sig.

Eđa hvar er gíróseđillinn frá Bretum og Hollendingum? Ţá meina ég pappírsútgáfan en ekki munnlega rukkunin sem styđst ekki viđ fugl né fisk.

"Samningsstađa" Íslands er nú ekki verri en ţađ ađ búiđ er ađ sópa út af borđinu öllum "vilyrđum" sem voru gefin út mitt í hringiđu hrunsins og ţau ţví úr sögunni, Bretar og Hollendingar ţora ekki ađ kćra né rukka formlega og beita ţess í stađ áhrifum sínum innan fjölríkjaklúbba og ESB-gulrótinni á ríkisstjórn Íslands, og eftir ađ Ólafur Ragnar stakk sokk upp í Jóhönnu og Steingrím hefur stuđningur viđ málstađ íslenskra skattgreiđenda aukist í útlöndum, ţrátt fyrir áróđursherferđ íslensku ríkisstjórnarinnar gegn ţeim á erlendri grundu.

Ísland á hvorki ađ "semja" um nýja skuldaklafa né fara "dómstóla"leiđina. Ţađ eru Bretar og Hollendingar sem eiga ađ rukka ef ţeir telja sig hafa grundvöll til ţess, en ekki viđ ađ bjóđast til ađ borga eitthvađ sem engin lögmćt krafa er fyrir. 


mbl.is Dómstólaleiđin varhugaverđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heilrćđi fyrir ríkisstjórnina

Ríkisstjórnin er ráđvillt, og ekki sýnist mér stjórnarandstađan hafa lausnir á fćribandi. Er ţá ekki viđ hćfi ađ birta heilrćđi til ţingmanna, í formi reynslusögu ţar sem rétt úrrćđi voru tekin og kreppa tekin af lífi á litlum tveimur árum?

Hér er texti um "gleymdu kreppuna" í Bandaríkjunum árin 1920-1923. Örlítill textabútur ţađan, í minni lauslegu og einfölduđu ţýđingu:

Í stađ "örvunarađgerđa" ţá helmingađi ríkisstjórnin útgjöld hins opinbera á tveimur árum. Ađrar ađgerđir voru í svipuđum stíl. Skattprósentur voru snarlćkkađar á alla tekjuhópa. Skuldir hins opinbera voru minnkađar um ţriđjung.

Ţar fyrir utan var varla um neinar ađgerđir af hálfu seđlabankans ađ rćđa. Ţrátt fyrir hrađa efnahagssamdráttarins ţá ađhafđist seđlabankinn ekkert til ađ auka peningamagn í umferđ og berjast ţannig gegn samdrćttinum [hjöđnun verđlags]. Sumariđ eftir ađ kreppan hófst voru merki efnahagsbata ţegar byrjuđ ađ sjást. Ári seinna hafđi atvinnuleysi helmingast og var komiđ í 2.4% öđru ári síđar.

Kreppan 1920-1923 í Bandaríkjunum hófst sem sú alvarlegasta í sögu Bandaríkjanna en var á brott 2 árum seinna. Ástćđa: Ríkisvaldiđ leyfđi hagkerfinu ađ hreinsa sig af peningaprentun og hallarekstri fyrri heimstyrjaldar og dró stórkostlega úr umsvifum sínum.

Kreppan sem hófst áriđ 1929 hófst af öđrum ástćđum en byrjađi ekki verr en sú áriđ 1920. Hún entist í áratug og einkenndist frá upphafi af stórkostlegum "örvunarađgerđum" hins opinbera. Hagkerfinu var ekki leyft ađ jafna sig á peningaprentun 3. áratugs 20. aldar. Afleiđingin var heimskreppa.

Skyldu hagfrćđingar hafa lćrt eitthvađ? Nei. Ţeir ćtla sér ađ endurtaka öll mistök Kreppunnar miklu.


mbl.is Mörg stórmál óleyst á ársafmćli stjórnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband