Steingrímur: Ofurlán á okurvöxtum ekki varhugavert

Beint og óbeint segja ráðherrar Icesave-stjórnarinnar að engin leið sé betri en sú að skrifa undir skuldabréf í erlendum gjaldeyri upp á 1000 milljarða á okurvöxtum og um borga af því um ófyrirséða framtíð. Aðrar leiðir eru sagðar varhugaverðar, áhættusamar eða óskynsamlegar, t.d. að kæra Breta og Hollendinga, neita að hlusta á óréttmætar kröfur, stinga Icesave-málinu í skúffuna og sjá hvað Bretar og Hollendingar gera, samþykkja einhvers konar pólitíska málamiðlun með fyrirvörum, og svona má lengi telja. Nei, 33 þingmenn töldu að 1000 milljarða okurskuldabréfið í erlenda gjaldeyrinum væri besta lausn á deilu sem Íslendingar eiga fyrst og fremst við sjálfa sig.

Eða hvar er gíróseðillinn frá Bretum og Hollendingum? Þá meina ég pappírsútgáfan en ekki munnlega rukkunin sem styðst ekki við fugl né fisk.

"Samningsstaða" Íslands er nú ekki verri en það að búið er að sópa út af borðinu öllum "vilyrðum" sem voru gefin út mitt í hringiðu hrunsins og þau því úr sögunni, Bretar og Hollendingar þora ekki að kæra né rukka formlega og beita þess í stað áhrifum sínum innan fjölríkjaklúbba og ESB-gulrótinni á ríkisstjórn Íslands, og eftir að Ólafur Ragnar stakk sokk upp í Jóhönnu og Steingrím hefur stuðningur við málstað íslenskra skattgreiðenda aukist í útlöndum, þrátt fyrir áróðursherferð íslensku ríkisstjórnarinnar gegn þeim á erlendri grundu.

Ísland á hvorki að "semja" um nýja skuldaklafa né fara "dómstóla"leiðina. Það eru Bretar og Hollendingar sem eiga að rukka ef þeir telja sig hafa grundvöll til þess, en ekki við að bjóðast til að borga eitthvað sem engin lögmæt krafa er fyrir. 


mbl.is Dómstólaleiðin varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála!

Sigurður Haraldsson, 2.2.2010 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband